Bloggfærslur mánaðarins, febrúar 2011
26.2.2011 | 12:38
Skinhelgi stjórnar Byggðastofnunar í glæpakerfinu
Stjórn byggðastofnunar taldi sig einhverra hluta vegna vera í aðstöðu til setja sig á háan hest gagnvart eigendum Lotnu ehf. þar sem að þeir brutu reglur illræmds kvótakerfis sem mismunar þegnum landsins.
Kom þessi afstaða stjórnar Byggðastofnunar mér verulega á óvart þar sem alkunna er að fundargerðum hennar er haldið leyndum þar sem þær þola ekki dagsljósið. Fróðlegt væri að bera saman feril þeirra manna sem Byggðastofnun nú útskúfar frá fyrirgreiðslu vegna fortíðar sinnar í atvinnurekstri og fortíðar annarra sem eru áberandi í greininni og hafa fengið ríkulega fyrirgreiðslu hjá stjórnvöldum. Má þar nefna Ólaf Ólafsson kenndan við Samskip, stjórnarmann í Granda, fyrrum bankaráðsformann Glitnis og forstjóra Samherja Þorstein Má Baldvinsson, Jakob Valgeir sem kenndan er við Stím, kúlulánaþegann Guðmund Kristjánsson í Brimi, forráðamönnum Íslandssögu sem staðin var nýlega að kvótasvindl, svindl forráðamanna GPG á Húsavík. Þessi listi gæti verið miklu lengri og sýnir berlega að kvótakerfið er komið í öngstræti.
Rót vandans er að kvótakerfið sjálft er óréttlátt og gagnslaust og felur í sér mikinn hvata til lögbrota. Í stað þess að stjórnvöld viðurkenni vandann og drífi í rækilegri endurskoðun á kerfinu þá er enn reynt að berja í brestina.
Áfram fiskvinnsla á Flateyri | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
24.2.2011 | 14:27
Að hafa alltaf réttast fyrir sér
Ekki fylgir því mikið erfiði að hafa alltaf réttast fyrir sér í opinberri umræðu ef talsmönnum viðkomandi sjónarmiða er einum hleypt að borðinu. Leikurinn ætti að vera enn auðveldari ef talsmennirnir sveipa sig fræðistimpli, vitna í rannsóknir og ég tala nú ekki um að vera gert kleift að komast algerlega hjá því að svara málefnalegri gagnrýni.
Framangreind staða er einmitt uppi hjá fiskihagfræðingunum í Háskóla Íslands sem stunda það trúboð að mikil hagkvæmni og þjóðhagslegur ábati fylgi framseljanlegum fiskveiðikvótum. Þrátt fyrir framangreint forskot er mikill efi í huga almennings um kvótakerfið. Margir gera sér grein fyrir því að kerfið hefur algerlega brugðist því upprunalega markmiði sínu að auka þorskaflann og sömuleiðis að fræðimennirnir sem átt hafa sviðið hafa verið kostaðir af sérhagsmunasamtökum sem hafa viljað vernda kerfið sitt.
Erlendir fræðimenn eru farnir í ríkari mæli að setja spurningarmerki við trúarsetningar í fræðum Ragnars Árnasonar hagfræðings um að framseljanleg veiðiréttindi leiði sjálfkrafa til þjóðhagslegs ábata og ábyrgrar nýtingar fiskistofna. Bent hefur verið á hversu rýr röksemdafærsla liggi fyrir framangreindum fullyrðingum. Eftirlitskostnaður hefur vaxið mest hjá þeim þjóðum sem hafa gengið hvað lengst í að einkavæða réttinn til fiskveiða, s.s. Ný-Sjálendingum og Íslendingum. Ef ábyrgð hefði aukist hefðu umsvif Fiskistofu dregist saman í stað þess að blása út á sama tíma og fiskveiðar hafa minnkað.
Margir hægrimenn á Íslandi eru haldnir þeim misskilningi að kvótakerfið byggi á lögmálum frjáls markaðar þar sem samkeppni hvetur til aukinnar hagkvæmni í rekstri. Það er af og frá en kerfið einkennist mjög af fákeppni og stöðnun. Framkvæmdastjóri Vísis í Grindavík, Pétur Pálsson, viðurkenndi á fundi Samtaka atvinnulífsins þann 9. febrúar sl. að af 20 kvótahæstu útgerðum sem ráða yfir 84% kvótans séu aðeins tvö yngri en 30 ára. Varla þarf frekari vitnanna við um að kvótakerfið er lokað kerfi þar sem fákeppni ræður ríkjum. Allt tal um að megnið af veiðiheimildum hafi skipt um hendur á síðustu árum er vægast sagt orðum aukið.
Sömuleiðis er allt tal um að það verði að festa núverandi kvótakerfi til langs tíma í sessi furðulegt í ljósi þess að í raun er með því verið að festa í sessi fákeppni og stöðnun í atvinnugreininni. Engu að síður felur kerfið í sér gríðarlega óvissu um framtíð heilu byggðarlaganna eins og sorgleg dæmin sanna þar sem byggðarlögin eru sett undir geðþóttavald handhafa veiðiheimildanna. Óvissa byggðarlaganna hefur falið í sér að fáir hafa treyst sér til þess að fjárfesta í fasteignum eða afleiddum atvinnurekstri sjávarbyggðanna og ekki hefur bætt úr skák stöðugur samdráttur veiðiheimilda frá því að kvótakerfið var tekið upp.
22.2.2011 | 01:00
Steingrímur J. - Það geta ekki allir verið Gordjöss
Klúður og óheilindi Steingríms J. í Icesave málinu eru svakaleg og slaga þau hátt upp í að jafna ábyrgðarlaus vinnubrögð þeirra ráðamanna sem stóðu bankavaktina á meðan brjálæðið vatt upp á sig s.s. Björgvins Sigurðssonar og Jóns Sigurðssonar þáverandi stjórnarformaður FME.
Steingrímur J. var harður andstæðingur þess að greiða Icesave reikninginn en snarsnérist um leið og hann komst til valda og hélt þeim sinnaskiptum rækilega leyndum fyrir kjósendum fram yfir Alþingiskosningarnar 2009. Að loknum kosningum landaði Svavar Gestsson fyrir hönd Steingríms "glæsilegri niðurstöðu" sem var alslæm þrátt fyrir að vera snöggtum skárri en þau loforð sem Geir Haarde hafði gefið í deilunni.
Megnið af orku Steingríms og ríkisstjórnarinnar á kjörtímabilinu hefur farið í að þvinga þetta "ömurlega mál" í gegnum þingið með hótunum og látum, ef frá er taldar þær stundir sem hafa farið í Magma æfingar og björgunaraðgerðir fyrir gjaldþrota fjármálafyrirtæki sem stjórnað var af vafasömum pappírum s.s. Saga Capital, Sjóvá, VBS, Byr og Spkef.
Forsetinn Ólafur Ragnar Grímsson bjargaði þjóðinni frá ósanngjörnum Icesavesamningum með því að vísa verkum ríkisstjórnarinnar í dóm þjóðarinnar . 98% kjósenda hafnaði samningnum þrátt fyrir hótanir og dómsdagsspár; ríkisstjórnarinnar, Samtaka atvinnulífsins, ASÍ og fræðinganna í Háskóla Íslands. Allir vita nú hvað mikið mark var takandi á öllum þessum svartnættistali Steingrím J og có.
Eitthvað hafa bloggarar á DV og Eyjunni, espað Steingrímur J. upp í að ybba sig við forsetann í kjölfar umræðu um komandi þjóðaratkvæðagreiðslu og telja þeir honum trú um að hann sé alveg Gordjöss. Steingrímur virðist þótt ótrúlegt sé, jafnvel ennþá telja að málflutningur sinn eða hótanir um afsögn skipti miklu máli þegar kemur að því þegar þjóðin gerir upp sig varðandi Icesave III.
Þegar upp er staðið skipta brýningar fjármálaráðherra eða tilraunir Steingríms til hanaslags við stjórnarskrána engu máli, heldur haldgóðar upplýsingar um samninginn sem þjóðin mun greiða atkvæði um.
Það stendur m.a. upp á stjórnvöld að útskýra hvers vegna í ósköpunum íslenskum skattborgurum er einum ætlað að axla ábyrgð á skuldum einkabanka sem eru tilkomnar vegna gallaðrar í löggjafar Evrópusambandsins og vanrækslu stjórnvalda ekki einungis á Íslandi heldur einnig Bretlandi og Hollandi.
Steingrímur íhugaði afsögn | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 01:24 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (10)
20.2.2011 | 22:31
Árni Mathiesen leyfði gagnrýni sem Jón Bjarnason gerir ekki
Upp úr síðustu aldamótum olli veiðiráðgjöf Hafró gífurlegum vonbrigðum enda töpuðust út úr reiknilíkani Hafró mörhundruð þúsund tonn af þorski. Gerðist það þrátt fyrir að farið væri nokkuð nákvæmlega eftir veiðiráðgjöf Hafró á tíunda áratug síðustu aldar. Vegna þess hve árangur ráðgjafar Hafró var rýr, þá boðaði Árni M. Mathiesen sjávarútvegsráðherra til ráðstefnu þar sem andmælendur jafnt sem fylgjendur reiknisfiskiræðinnar gafst kostur á að skiptasta á skoðunum. Í framhaldinu tók Tumi Tómasson fiskifræðingur saman vandaða skýrslu, sem er eitt merkasta plagg sem unnið hefur verið á vegum íslenskra stjórnvalda um fiskveiðistjórn.
Nú árið 2011 hefur enn sigið á ógæfuhliðina hvað varðar afrakstur af ráðgjöf fiskifræðinnar sem gengur út á að veiða minna til að geta veitt meira seinna. Eins og áður grípur núverandi sjávarútvegsráðherra til þess ráðs að boða til ráðstefnu um vandann, rétt eins og forveri hans gerði fyrir áratug en þó með þeirri breytingu, að kyrfilega er búið svo um hnúta, að engri gagnrýni verði hleypt að. Ekki verður heldur gert ráð fyrir fyrirspurnum né almennri umræðum á ráðstefnunni ef mark má taka af dagskrá ráðstefnunnar. Helst má ætla að ráðstefnan gangi út á sjálfstyrkingu talsmanna brostinna vona, á borð við Friðriks Más Baldurssonar.
Það er erfitt að átta sig á harðlínustefnu Vg en það hvarflar að manni sú hugsun að aðalritarinn Steingrímur J. sé þarna setja karlinum Jóni Bjarna fyrir ákveðna vísindastefnu íslenska Fjórflokksins, í anda Lysenko. Lysenko gerði átakanlegar tilraunir í Ráðstjórnarríkjunum sálugu við að beygja lögmál náttúrulögmálin rétt eins og Hafró er að reynir að þvinga viðtekna vistfræði inn í reiknilíkön sín með hræðilegum árangri.
Stjórnmál og samfélag | Breytt 21.2.2011 kl. 10:55 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
17.2.2011 | 15:23
Annarlegur þankagangur á DV
Mikill og almennur áhugi er á undirskriftasöfnuninni á kjosum.is. Hér á Króknum hafa nokkrir eldri borgarar sem ekki eru tölvuvanir sett sig í samband við mig til þess að fá leiðbeiningar um hvernig nafn þeirra komist á lista þeirra sem vilja hvetja forsetann til þess að láta þjóðarvilja ráða í Icesave málinu.
Almenn þátttaka og áhugi á á kjósum.is virðist fara verulega í taugarnar á bloggurum sem helst er veifað á fréttavefnum dv.is. Hver af öðrum leggjast þeir af heift gegn því að þjóðin fái sjálf að ákveða hvort að hún skrifi upp á opinn tékka til þess að greiða fyrir sóðaskap hvítflibbaglæpamannanna í Landsbankanum.
Einn af þessum bloggurum gekk svo langt að falsa undirskriftir til þess að reyna að rýra trúverðugleika undirskriftarsöfnunar á www.kjosum.is. Það sem meira er, að ofstækið er þvílíkt að viðkomandi skríbent DV, hreykir sér af skemmdarverkinu.
Vísasta leiðin til þess að það náist sátt um Icesave er að þjóðin fái að segja sína skoðun á málinu í þjóðaratkvæðagreiðslu - Þeir sem þykjast hafa góðan samning í hendi ættu alls ekki að hræðast dóm þjóðarinnar.
Telur söfnunina marklausa | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
6.2.2011 | 13:38
Skorað á Ólaf Ragnar Grímsson, forseta Íslands, að vísa Icesave III til þjóðarinnar
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 20:53 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (17)
4.2.2011 | 00:03
Illa launar Þorsteinn Már ofeldið
Fáir ef einhverjir Íslendingar hafa notið gjafmildi þjóðarinnar jafn ríkulega og Þorsteinn Már Baldvinsson. Ekki hefur Þorsteinn Már kunnað að launa velgerðarfólki sínu ofeldið og skiptir þá einu um hvort að um sé að ræða Davíð Oddsson eða jafnvel íslensku þjóðina.
Davíð Oddsson gerði þau regin mistök að rétta bankana upp í hendurnar á nýríkum oflátungum sem sólunduðu svo glæfralega með verðmætin að þeir komu þjóðinni nánast á vonarvöl. Þjóðin fékk rækilega að kenna á ráðsmennsku bankasnillinganna s.s. Þorsteins Más Baldvinssonar stjórnarformanns Glitnis. Lífeyrissjóðir voru tæmdir og skattgreiðendur komandi kynslóða munu þurfa að blæða fyrir afglöp og fjárglæfra "bankasnillinganna" . Á meðan hrunið reið yfir lýsti Þorsteinn Már því yfir að Davíð Oddsson hefði nánast rænt sig og hluthafa Glitnisbanka vegna persónulegra óvildar Davíðs í garð Baugsfeðga. Ástæðan fyrir reiðinni í garð Davíðs sem þá var seðlabankastjóri var að Seðlabankinn neitaði að veita Glitni tugmilljarða gjaldeyrislán með veðum í svikafélögum á borð við við Stím.
Þjóðin hefur um áratuga skeið treyst Þorsteini Má Baldvinssyni fyrir að njóta og gera verðmæti úr sameiginlegri fiskveiðiauðlind landsmanna. Þorsteinn Már og félagi hans Ólafur Ólafsson í Granda sem löngum hefur verið kenndur við Samskip hafa reist þá kröfu að þeir fái einokunarrétt til að nýta sameiginlega fiskveiðiauðlind löngu eftir sinn dag og jafnvel afkomenda sinna einnig. Almenningi finnst sem vonlegt er að heldur langt sé seilst hjá útrásarvíkingnum og sem fyrr bregst Þorsteinn illur og reiðilega við og nú með hótunum í garð þjóðarinnar. Hótað er að fara með útgerðina úr landi ef þjóðin hlýðir ekki forstjóranum.
Illa launar Þorsteinn Már þjóðinni ofeldið.
Nú fer fram mikil umræða í samfélaginu um kvótann og er oft á tíðum rætt um ljóta kvóta eins og einhverja þekkta köku sem einungis þarf að skera niður og skipta með sem skynsamasta og réttlátasta hætti - en er það svo?
Á vef Hafrannsóknarstofnunar má sjá mjög merkilegan fyrirlestur sem fluttur var þann 28. janúar sl. af sérfræðingi stofnunarinnar um fisktegundirnar löngu og keilu. Rannsóknir Hafró sýndu að þrátt fyrir að fisktegundirnar væru veiddar langt umfram ráðgjöf, að þá eru þær við hestaheilsu.
Langan var veidd að meðaltali hátt í 50% umfram ráðgjöf Hafró á síðasta áratug og keilan var sömuleiðis veidd gríðarlega umfram ráðgjöf. Þrátt fyrir umfram veiðina, þá gáfu rannsóknir til kynna að nýliðun á tímabilinu hafi verið góð og veiðistofnar og lífmassi farið mjög vaxandi. Sömuleiðis leiddu rannsóknir í ljós að þrátt fyrir að veitt væri umfram ráðgjöfina að þá færi veiðiálag minnkandi!
Annað sem mér þótti merkilegt við umrætt erindi var að það dró fram hversu margt er óljóst og matskennt s.s. um raunverulegan aldur fiskanna út frá óvissu í aldursgreiningu og svo í framhaldinu hversu glæfralega var ályktað út frá óljósum gögnum.Mér fannst nánast óhuggulegt að heyra þá umkvörtun um að veitt væri umfram ráðgjöf og brýningu á að nauðsynlegt væri að koma böndum á veiðar þegar stjórnlausar veiðar leiddu af sér jákvætt stofnmat og nýliðun.
Spurningin hlýtur að vakna um hvað sé að marka ráðgjöfina þegar stofnar reiknast í góðu lagi þegar veitt er vel umfram hana? Sömuleiðis hlýtur sú spurning að vakna hvers vegna stofnar reiknast nánast stöðugt minni þegar farið er nánast upp á punkt og prik eftir ráðgjöfinni eins og í þorskinum?
Kakan er nefnilega ekki eins þekkt og látið er í veðri vaka og þess vegna er skynsamlegast að fara í sóknarstýrðar veiðar eins og Frjálslyndi flokkurinn hefur bent á um árabil.
Bloggvinir
- Helga Þórðardóttir
- Gunnar Skúli Ármannsson
- Jens Guð
- Hallgrímur Guðmundsson
- Ásta Hafberg S.
- Jóhann Elíasson
- Aðalheiður Ámundadóttir
- Óskar Helgi Helgason
- Georg Eiður Arnarson
- Óskar Þorkelsson
- Jakob Falur Kristinsson
- Kolbrún Stefánsdóttir
- Baldvin Jónsson
- Jakobína Ingunn Ólafsdóttir
- Ragnheiður Ólafsdóttir
- Hallur Magnússon
- Sigurður Þórðarson
- Gunnlaugur B Ólafsson
- Guðrún María Óskarsdóttir.
- Katrín
- Þarfagreinir
- Samtök sjálfstæðra í sjávarútvegi
- Frjálslyndi flokkurinn í Eyjafirði
- Hallgrímur Óli Helgason
- Jón Kristjánsson
- Hrannar Björn Arnarsson
- Hlynur Þór Magnússon
- Jón Valur Jensson
- Gunnar Th. Gunnarsson
- Kjartan Eggertsson
- Halla Rut
- Ingólfur Þór Guðmundsson
- Grétar Pétur Geirsson
- Guðrún Þóra Hjaltadóttir
- J. Einar Valur Bjarnason Maack
- ragnar bergsson
- Bjarni Harðarson
- Rannveig Þorvaldsdóttir
- Sigurður Sigurðsson
- Eiríkur Guðmundsson
- Stefán Friðrik Stefánsson
- erlahlyns.blogspot.com
- Agný
- Guðjón Ólafsson
- Einar Ben
- Jón Aðalsteinn Jónsson
- Georg P Sveinbjörnsson
- Gunnar Freyr Hafsteinsson
- Ólafur Ragnarsson
- Guðrún Magnea Helgadóttir
- Ólafur Björn Ólafsson
- Halldór Jónsson
- Elvar Atli Konráðsson
- Kristján H Theódórsson
- Guðjón Sigþór Jensson
- Helgi Már Barðason
- Brynja Hlíf Þorsteinsdóttir
- Víðir Benediktsson
- Valgerður Sigurðardóttir
- Jens Sigurjónsson
- Vestfirðir
- Sigurður Ásbjörnsson
- Jón Magnússon
- Viðar Friðgeirsson
- Axel Jóhannes Yngvason
- Svava S. Steinars
- Guðsteinn Haukur Barkarson
- Quackmore
- Árni "Gamli" Einarsson
- Haukur Már Helgason
- Þóra Guðmundsdóttir
- Heiða Þórðar
- Steingrímur Ólafsson
- Vefritid
- Ársæll Níelsson
- S. Einar Sigurðsson
- Rannveig H
- Gísli Gíslason
- Bjarni Kjartansson
- Steingrímur Helgason
- Fiðrildi
- Baldur Fjölnisson
- Þorsteinn Ásgeirsson (Icerock)
- Linda Lea Bogadóttir
- Félag Ungra Frjálslyndra
- Hanna
- Sverrir Stormsker
- Ottó Marvin Gunnarsson
- gudni.is
- Einar Vignir Einarsson
- Hákon Unnar Seljan Jóhannsson
- Valgerður Halldórsdóttir
- Guðmundur Jónas Kristjánsson
- Sæþór Helgi Jensson
- Fríða Björk Einarsdóttir
- Jóhann Kristjánsson
- Oddur Helgi Halldórsson
- Guðrún Jóna Gunnarsdóttir
- María Harðardóttir og Þorsteinn Narfason
- Grétar Rögnvarsson
- Ragnar Þór Ingólfsson
- Róbert Guðmundur Schmidt
- Steinn Hafliðason
- Landssamband ungra frjálslyndra
- Bergþóra Árnadóttir - RIP 15.2.48 - 8.3.07
- Þórir Aðalsteinsson
- Vilborg Traustadóttir
- Arnþrúður Karlsdóttir
- Sævar Einarsson
- Ketilás
- Ómar Pétursson
- Eyþór Grétar Grétarsson
- FF
- Jón Þór Bjarnason
- Óskar Þ. G. Eiríksson
- Vilhjálmur Árnason
- Alexander Kristófer Gústafsson
- Róbert Tómasson
- Landvernd
- ThoR-E
- Haraldur Baldursson
- Sigurður Jón Hreinsson
- Eyþór Laxdal Arnalds
- busblog.is
- Sigríður Inga Sigurjónsdóttir
- Himmalingur
- Svanhildur Karlsdóttir
- Gísli Birgir Ómarsson
- Árni Árnason
- Grétar Mar Jónsson
- Perla
- Ingunn Guðnadóttir
- Irma Þöll
- Skattborgari
- Gulli litli
- Jón Snæbjörnsson
- Þráinn Jökull Elísson
- Sigríður Elfa Eyjólfsdóttir
- Mál 214
- Bullukolla
- kreppukallinn
- hreinsamviska
- Arinbjörn Kúld
- Orgar
- Guðjón Baldursson
- Gunnar Þór Gunnarsson
- Hörður B Hjartarson
- Gunnar Björn Björnsson
- Haraldur Hansson
- Þórólfur S. Finnsson
- Birna Steingrímsdóttir
- Gestur Guðjónsson
- Jónas Rafnar Ingason
- Stríða
- Götusmiðjan
- Brynja skordal
- Haraldur Bjarnason
- Guðmundur Óli Scheving
- Ásta
- Markús frá Djúpalæk
- Jörundur Garðarsson
- MIS
- Þorsteinn H. Gunnarsson
- Björn Júlíus Grímsson
- S Kristján Ingimarsson
- Bryndís Haraldsdóttir
- Þórður Björn Sigurðsson
- Magnús Kristjánsson
- Bergur Sigurðsson
- Guðrún Ólafía Brynleifsdóttir
- Hildur Helga Sigurðardóttir
- Ólafía Herborg Jóhannsdóttir
- Heimssýn
- Brosveitan - Pétur Reynisson
- Óskar Arnórsson
- Sigurbjörn Svavarsson
- Árni Davíðsson
- Lúðvík Lúðvíksson
- Árelíus Örn Þórðarson
- Friðrik Hansen Guðmundsson
- Jakob Þór Haraldsson
- Guðrún Katrín Árnadóttir
- Þorsteinn Valur Baldvinsson
- L.i.ú.
- Rafn Gíslason
- Vilhjálmur Sveinn Björnsson
- Samtök Fullveldissinna
- Vaktin
- Arnar Guðmundsson
- Lárus Baldursson
- Sveinn Elías Hansson
- Þórarinn Baldursson
- Kjartan Magnússon
- ÞJÓÐARHEIÐUR - SAMTÖK GEGN ICESAVE
- Berglind Steinsdóttir
- Bjarney Vigdís Ingimundardóttir
- BJÖRK
- Björn Emilsson
- Dagný
- Dominus Sanctus.
- Friðgeir Sveinsson
- Guðmundur Ásgeirsson
- Guðmundur Pálsson
- Helgi Þór Gunnarsson
- Högni Snær Hauksson
- Inga Sæland Ástvaldsdóttir
- Jón Þórhallsson
- Kristján P. Gudmundsson
- Ómar Bjarki Smárason
- Ragnar Stefán Rögnvaldsson
- Rósa Aðalsteinsdóttir
- Samstaða þjóðar
- Sigurður Ingólfsson
- Stefán Júlíusson
- Sumarliði Einar Daðason
- Sveinn Björnsson
- Tryggvi Gunnar Hansen
- Úrsúla Jünemann
- Valdimar H Jóhannesson
Tenglar
Mínir tenglar
- Losnað við pestina Þetta hefur reynst mér vel við að losna við allar pestir þá 5 mánuði sem ég hef reynt immiflexið
- Ginseng Hér fæ ég kraftinn
- Frjálslyndi flokkurinn Vill breyta kvótakerfinu
- Ungmennasamband Skagafjarðar Ég er formaður
- Hér kaupi ég tölvudótið Ódýrt og gott
Sjávarútvegsmál
- Hafró Stofnunin þar sem ákveðið er hversu mikið má veiða
- Landssamband íslenskra útvegsmanna LÍÚ
- Landssamband smábátaeigenda LS
- Jörgen Niclasen Formaður Fólkaflokksins í Færeyjum
- Helgi Áss Grétarsson Sérfræðingur í HÍ á vegum LÍÚ
Fréttamiðlar
- Al Jazeera Gefur Bandaríkjamönnum engin grið
- BBC BBC
- Börsen Dönsk fjármálasíða
- Seðlabankinn Musteri Davíðs
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.12.): 5
- Sl. sólarhring: 5
- Sl. viku: 34
- Frá upphafi: 1014400
Annað
- Innlit í dag: 4
- Innlit sl. viku: 30
- Gestir í dag: 4
- IP-tölur í dag: 3
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Myndaalbúm
Eldri færslur
- Nóvember 2024
- Október 2024
- September 2024
- Ágúst 2024
- Júlí 2024
- Júní 2024
- Maí 2024
- Apríl 2024
- Mars 2024
- Janúar 2024
- Apríl 2023
- Október 2022
- Október 2021
- Febrúar 2021
- Janúar 2021
- Janúar 2019
- Apríl 2018
- Desember 2017
- Október 2016
- Ágúst 2016
- Janúar 2016
- Nóvember 2015
- Nóvember 2014
- Apríl 2013
- Mars 2013
- Febrúar 2013
- Desember 2012
- Ágúst 2012
- Júlí 2012
- Júní 2012
- Maí 2012
- Apríl 2012
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- Október 2011
- Ágúst 2011
- Júlí 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007