Leita í fréttum mbl.is

Árni Mathiesen leyfði gagnrýni sem Jón Bjarnason gerir ekki

Upp úr síðustu aldamótum olli veiðiráðgjöf Hafró gífurlegum vonbrigðum enda töpuðust út úr reiknilíkani Hafró mörhundruð þúsund tonn af þorski. Gerðist það þrátt fyrir að farið væri nokkuð nákvæmlega eftir veiðiráðgjöf Hafró á tíunda áratug síðustu aldar.  Vegna þess hve árangur ráðgjafar Hafró var rýr, þá boðaði Árni M. Mathiesen sjávarútvegsráðherra  til ráðstefnu þar sem andmælendur jafnt sem fylgjendur reiknisfiskiræðinnar gafst kostur á að skiptasta á skoðunum. Í framhaldinu tók Tumi Tómasson fiskifræðingur saman vandaða skýrslu, sem er eitt merkasta plagg sem unnið hefur verið á vegum íslenskra stjórnvalda um fiskveiðistjórn.

Nú árið 2011 hefur enn sigið á ógæfuhliðina hvað varðar afrakstur af ráðgjöf fiskifræðinnar sem gengur út á að veiða minna til að geta veitt meira seinna. Eins og áður grípur núverandi sjávarútvegsráðherra til þess ráðs að boða til ráðstefnu um vandann, rétt eins og forveri hans gerði fyrir áratug en þó með þeirri breytingu, að kyrfilega er búið svo um hnúta, að engri gagnrýni verði hleypt að. Ekki verður heldur gert ráð fyrir fyrirspurnum né almennri umræðum á ráðstefnunni ef mark má taka af dagskrá ráðstefnunnar. Helst má ætla að ráðstefnan gangi út á sjálfstyrkingu talsmanna brostinna vona, á borð við Friðriks Más Baldurssonar.

Það er erfitt að átta sig á harðlínustefnu Vg en það hvarflar að manni sú hugsun að aðalritarinn Steingrímur J. sé þarna setja karlinum Jóni Bjarna fyrir ákveðna vísindastefnu íslenska Fjórflokksins, í anda Lysenko. Lysenko gerði átakanlegar tilraunir í Ráðstjórnarríkjunum sálugu við að beygja lögmál náttúrulögmálin rétt eins og Hafró er að reynir að þvinga viðtekna vistfræði inn í reiknilíkön sín með hræðilegum árangri.  

 

   


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband