Leita í fréttum mbl.is

Steingrímur J. - Ţađ geta ekki allir veriđ Gordjöss

Klúđur og óheilindi Steingríms J. í Icesave málinu eru svakaleg og slaga ţau hátt upp í ađ jafna ábyrgđarlaus vinnubrögđ ţeirra ráđamanna sem stóđu bankavaktina á međan brjálćđiđ vatt upp á sig s.s. Björgvins Sigurđssonar og Jóns Sigurđssonar ţáverandi stjórnarformađur FME. 

Steingrímur J. var harđur andstćđingur ţess ađ greiđa Icesave reikninginn en snarsnérist um leiđ og hann komst til valda og hélt ţeim sinnaskiptum rćkilega leyndum fyrir kjósendum fram yfir Alţingiskosningarnar 2009. Ađ loknum kosningum landađi Svavar Gestsson fyrir hönd Steingríms "glćsilegri niđurstöđu" sem var alslćm ţrátt fyrir ađ vera snöggtum skárri en ţau loforđ sem Geir Haarde hafđi gefiđ í deilunni.

Megniđ af orku Steingríms og ríkisstjórnarinnar á kjörtímabilinu hefur fariđ  í ađ ţvinga ţetta "ömurlega mál" í gegnum ţingiđ međ hótunum og látum, ef frá er taldar ţćr stundir sem hafa fariđ í  Magma ćfingar og  björgunarađgerđir fyrir gjaldţrota fjármálafyrirtćki sem stjórnađ var af vafasömum pappírum  s.s. Saga Capital, Sjóvá, VBS, Byr og Spkef.      

Forsetinn Ólafur Ragnar Grímsson bjargađi ţjóđinni frá ósanngjörnum Icesavesamningum međ ţví ađ vísa verkum ríkisstjórnarinnar í dóm ţjóđarinnar . 98% kjósenda hafnađi samningnum ţrátt fyrir hótanir og dómsdagsspár; ríkisstjórnarinnar, Samtaka atvinnulífsins, ASÍ og frćđinganna í Háskóla Íslands.  Allir vita nú hvađ mikiđ mark var takandi á öllum ţessum svartnćttistali Steingrím J og có.

Eitthvađ hafa bloggarar á DV og Eyjunni, espađ Steingrímur J. upp í ađ ybba sig viđ forsetann í kjölfar umrćđu um komandi ţjóđaratkvćđagreiđslu og telja ţeir honum trú um ađ hann sé alveg Gordjöss. Steingrímur virđist ţótt ótrúlegt sé, jafnvel ennţá telja ađ málflutningur sinn eđa hótanir um afsögn skipti miklu máli ţegar kemur ađ ţví ţegar ţjóđin gerir  upp sig varđandi Icesave III. 

Ţegar upp er stađiđ skipta brýningar fjármálaráđherra eđa tilraunir Steingríms til hanaslags viđ stjórnarskrána engu máli, heldur haldgóđar upplýsingar um samninginn sem ţjóđin mun greiđa atkvćđi um. 

Ţađ stendur m.a. upp á stjórnvöld ađ útskýra hvers vegna í ósköpunum íslenskum skattborgurum er einum ćtlađ ađ axla ábyrgđ á skuldum einkabanka sem eru tilkomnar vegna gallađrar í löggjafar Evrópusambandsins og vanrćkslu stjórnvalda ekki einungis á Íslandi heldur einnig Bretlandi og Hollandi. 

 


mbl.is Steingrímur íhugađi afsögn
Tilkynna um óviđeigandi tengingu viđ frétt

« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sćvarinn

Yndisleg fyrirsögn Sigurjón ! LOL, ţađ gefa nefnilega ekki allir veriđ gordjöss

Sćvarinn, 22.2.2011 kl. 06:17

2 Smámynd: corvus corax

Stengrímur er löngu búinn ađ fremja pólitískt sjálfsmorđ međ undirlćgjuhćtti viđ samfylkinguna og Breta og Hollendinga. Hvernig vćri ađ hann notađi síđustu dagana eđa vikurnar sínar til ađ hefja málsókn á hendur Bretum fyrir beitingu hryđjuverkalaganna á Ísland? ţađ skiptir miklu meira máli fjárhagslega fyrir Ísland en ţetta IceSave ţjófnađarmál ţeirra Sigurjóns digra og Halldórs heimska.

corvus corax, 22.2.2011 kl. 09:29

3 Smámynd: Gunnar Th. Gunnarsson

Ţú varst flottur og málefnalegur í "Silfrinu" um daginn, Sigurjón.

Steingrímur er óheiđarlegur, ţó merkilega margir virđist halda hiđ gagnstćđa. Ţađ eina sem hann hafđi ađ segja um hótun sína viđ forsetann um afsögn, ef hann skrifađi ekki undir hina "glćsilegu niđurstöđu", var ađ kvarta yfir ţví ađ Ólafur sagđi frá ţví.

Hann reyndi ađ sverta ćru forsetans fyrir ađ ţegja ekki yfir ţví ađ hann reyndi ađ hóta og kúga forsetann til hlýđni. Svo lét hann ađ ţví liggja ađ hann myndi passa sig nćst hvađ hann segđi viđ hann í "trúnađarsamtali".

Gunnar Th. Gunnarsson, 22.2.2011 kl. 09:34

4 identicon

Góđur pistill Sigurjón. Klappstýrur Steingríms reyna ađ telja ţjóđinni trú um ţađ ađ mađurinn sé enn ađ moka flór en gleyma alveg ađ geta ţess ađ búiđ er ađ frysta eignir Múbaraks í Sviss - nú ţegar.

Elín Sigurđardóttir (IP-tala skráđ) 22.2.2011 kl. 10:56

5 identicon

„Treystum viđ ekki ţjóđinni? Ekki getur ţađ veriđ vandinn ađ nokkrum manni í ţessum sal, ţingrćđissinna, detti í hug ađ ţjóđin sé ekki fullfćr um ađ meta ţetta mál sjálf og kjósa um ţađ samhliđa ţví ađ hún kýs sér ţingmenn. Stundum heyrist ađ vísu einstaka hjáróma rödd um ađ sum mál séu svo flókin ađ ţau henti ekki í ţjóđaratkvćđi. Ţađ er einhver allra ömurlegasti málflutningur sem ég heyri.“

- Steingrímur J. Sigfússon í rćđu á Alţingi Íslands 4. mars 2003

marat (IP-tala skráđ) 22.2.2011 kl. 11:53

6 identicon

Sammála. 

Ţú virkar nú stundum dáldiđ kjaftfor, en betra ađ menn skauti glannalega á málefnasvellinu heldur en ţessi andskotans leyndarhyggja og virđingarleysi fyrir dómgreind ţjóđarinnar sem t.d. téđur Steingrímur J. virđist nú ađhyllast öllum mönnum fremur.

Hefurđu t.d. gripiđ einhver rök hjá honum fyrir ţessum fjáraustri í sparisjóđina langt umfram greiđsluskyldu (ađ ţví er virđist)?

Eina sem ég hef heyrt og séđ er ađ ţađ ţurfi ađ vernda "sparisjóđakejuna" hvađ sem ţađ nú er.

Ég hlustađi á fjármálaráđherrann í kastljósi rćđa um forsetann og Icesave, ekki tókst mér ađ heyra nein rök fyrir ţví ađ viđ ćttum ađ borga. Ef sjálfur fjármálaráđherrann kemur ekki međ slík rök á ögurstundu, hver ţá?

Bjarni Gunnlaugur (IP-tala skráđ) 22.2.2011 kl. 12:34

7 Smámynd: Birna Jensdóttir

Ţađ eru ekki til nein haldbćr rök nema AF ŢV'I BARA ţess vegna er Steingrímur og Jóhanna alltaf međ ţessar elífu hótanir  kúgunartilburđi og hrćđsluáróđur.Mikiđ vildi ég óska ţess ađ ţau hefđu vit á ţví ađ segja af sér.

Birna Jensdóttir, 22.2.2011 kl. 17:24

8 Smámynd: Birna Jensdóttir

Eitt sem ég gleymdi:Ţau hefđu veriđ góđ sem einrćđisherrar.

Birna Jensdóttir, 22.2.2011 kl. 17:26

9 identicon

 Frábćr pistill Sigurjón !  vil taka undir međ Birnu  međ afsögn  Steingrims og Jóhönnu ... eru ekki margir  búnir ađ fá tveim árum of stórann skammt af ţeim ?  Svo er bara hvađ mađur skilgreinir sem Einrćđisherra ?

Ragnhildur H. J. (IP-tala skráđ) 23.2.2011 kl. 00:24

10 Smámynd: Kolbrún Stefánsdóttir

Vantađi ekki .... "eins og ég" í fyrirsögnina hjá ţér Sigurjón kveđja Kolla

Kolbrún Stefánsdóttir, 23.2.2011 kl. 12:36

Bćta viđ athugasemd

Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband