Leita í fréttum mbl.is

Samkvæmt rannsóknum Hafró hafa stjórnlausar veiðar mjög jákvæð áhrif!

Nú fer fram mikil umræða í samfélaginu um kvótann og er oft á tíðum rætt um ljóta kvóta eins og einhverja þekkta köku sem einungis þarf að skera niður og skipta með sem skynsamasta og réttlátasta hætti - en er það svo? 

Á vef Hafrannsóknarstofnunar má sjá mjög merkilegan fyrirlestur sem fluttur var þann 28. janúar sl. af sérfræðingi stofnunarinnar um fisktegundirnar löngu og keilu.  Rannsóknir Hafró sýndu að þrátt fyrir að fisktegundirnar væru veiddar langt umfram ráðgjöf, að þá eru þær við hestaheilsu.

Langan var veidd að meðaltali hátt í  50% umfram ráðgjöf Hafró á síðasta áratug og keilan var sömuleiðis veidd gríðarlega umfram ráðgjöf.  Þrátt fyrir umfram veiðina, þá gáfu rannsóknir til kynna að nýliðun á tímabilinu hafi verið góð og veiðistofnar og lífmassi farið mjög vaxandi.    Sömuleiðis leiddu rannsóknir í ljós að þrátt fyrir að veitt væri umfram ráðgjöfina að þá færi veiðiálag minnkandi!

Annað sem mér þótti merkilegt við umrætt erindi var að það dró fram hversu margt er óljóst og matskennt s.s. um raunverulegan aldur fiskanna út frá óvissu í aldursgreiningu og svo í framhaldinu hversu glæfralega var ályktað út frá óljósum gögnum.Mér fannst nánast óhuggulegt að heyra þá umkvörtun um að veitt væri umfram ráðgjöf og brýningu á að nauðsynlegt væri að koma böndum á veiðar þegar stjórnlausar veiðar leiddu af sér jákvætt stofnmat og nýliðun.

Spurningin hlýtur að vakna um hvað sé að marka ráðgjöfina þegar stofnar reiknast í góðu lagi þegar veitt er vel umfram hana? Sömuleiðis hlýtur sú spurning að vakna hvers vegna stofnar reiknast nánast stöðugt minni þegar farið er nánast upp á punkt og prik eftir ráðgjöfinni eins og í þorskinum?

Kakan er nefnilega ekki eins þekkt og látið er í veðri vaka og þess vegna er skynsamlegast að fara í sóknarstýrðar veiðar eins og Frjálslyndi flokkurinn hefur bent á um árabil.

 

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jóhannes Laxdal Baldvinsson

Svo er eitt sem ekki er tekið með og það er brottkast þessara tegunda sem hlýtur að vera umtalsvert hjá leiguliðunum. En þeir sem vit hafa á þegja flestir og hinir sem verja kvótakerfið apa upp allan heilaþvottinn um nauðsyn verndar. En af hverju komu engar fréttir frá Samherja bænasamkomunni í gærkveldi?

Jóhannes Laxdal Baldvinsson, 2.2.2011 kl. 03:33

2 identicon

eg var a bat sem veiddi keilu og vid löndudum fullfermi a utb 10 daga fresti sem er gott ef ekki hefdi bara veris keila efst a körunum,

hitt var torskur og attum vid oft i vandraedum med ad fa nog af keilu i efsta lagid .

tetta leit vel ut a pappirum en vid vorum ad veida torsk !

svo eg veit ad tessar keilu tölur eru falskar

Petur (IP-tala skráð) 2.2.2011 kl. 08:03

3 Smámynd: Ólafur Örn Jónsson

Þetta er staðreyndin um kvótakerfið í hnotskurn Sigurjón. Kerfið virkar alls ekki við stjórnun botnfiskveiða. Hvorki til að vernda og byggja upp né til að hámarka heildar afla hverju sinni. Bæði er langt frá því að fyrir liggi næg þekking á viðkomu og nýliðun eða hegðun fisks í ætisleit.

Á meðan þorski, ýsa og ufsi eru viðkomu miklir fiskar þar sem stofnstærð milli ára sveiflast mikið og ófyrirséð eru karfastofnarnir "reglulegri" , hæg vaxta og staðbundnari.

Til að geta náð hagkvæmri veiði án þess að of setja miðin en fá þó í land þann afrakstur sem hver stofn "getur" gefið af  sér hverju sinni er sóknarmarkið sjálfstýring sem skilar.

Sóknarmarkið var afnumið af því að nokkrir frystihúseigendur sem höfðu sérhæft hús sín til vinnslu á þorski á vissa markaði. Þessir menn gátu ekki sætt sig við að þurfa eins og aðrir að taka þátt í eðlilegri fiskveiðistjórnun. Aðsjálfsögðu er val hvers og eins hvað hann vinnur og þess vegna eru fisk-markaðir til að men geti sérhæft sig.

Verst var að í sæti sjávarútvegsráðherra sat maður sem ekki var starfi sínu vaxinn. Hann var tilbúinn að afnema sennilega eitt besta stjórntæki sem til var við botnfiskveiðar til að þóknast þessum vinum flokksins. Þessi ákvörðun Halldórs er sennilega ein afdrifaríkasta ákvörðun eins ráðherra fyrr og síðar fyrir íslenskt þjóðfélag.

Auðvelt er fyrir okkur að breyta aftur í fyrra sóknarmark sem var orði mjög slípað og þjált fyrir okkur skipstjórana að vinna eftir. Menn hafa haft uppi hræðslu áróður um að upphefjist "Ólimpískar" veiðar. ´En með því að setja allan fisk á markað er hægt að fullvissa efasemdar menn að svo verður ekki. Eftirlitsmenn verða áfram með flotanum eins og var og þeir sem kunna að fara með og umgangast fisk munu áfram skila góðum fiski að landi. Þeir einir halda veiðileyfum sem sýna góða umgegni um fisk.

Jú afli verður misjafn milli skipa því að eðli fiskveiða er sú að sumir veiða aðrir ekki. Sumir útgerða menn munu búa og hlúa að sýnum skipum meir en aðrir og þeirra skipum mun ganga betur. þetta er eðlileg þróun atvinnugreinar sem býr við eðlilegt umhverfi sem ekki er handstýrt af eigingirni.

Auðlindagjald er hugmynd sem margir aðhyllast og er enginn munur á að innheimta gjald af sóknarmarki eða kvótastýringu.

Ólafur Örn Jónsson, 2.2.2011 kl. 08:50

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband