Leita í fréttum mbl.is

Illa launar Þorsteinn Már ofeldið

Fáir ef einhverjir Íslendingar hafa notið gjafmildi þjóðarinnar jafn ríkulega og Þorsteinn Már Baldvinsson.  Ekki hefur Þorsteinn Már kunnað að launa velgerðarfólki sínu ofeldið og skiptir þá einu um hvort að um sé að ræða Davíð Oddsson eða jafnvel íslensku þjóðina.

Davíð Oddsson gerði þau regin mistök að rétta bankana upp í hendurnar á nýríkum oflátungum sem sólunduðu svo glæfralega með verðmætin að þeir komu þjóðinni nánast á vonarvöl. Þjóðin fékk rækilega að kenna á ráðsmennsku bankasnillinganna s.s. Þorsteins Más Baldvinssonar stjórnarformanns Glitnis. Lífeyrissjóðir voru tæmdir og skattgreiðendur komandi kynslóða munu þurfa að blæða fyrir afglöp og fjárglæfra "bankasnillinganna" .  Á meðan hrunið reið yfir lýsti Þorsteinn Már því yfir að  Davíð Oddsson hefði nánast rænt sig og hluthafa Glitnisbanka vegna persónulegra óvildar Davíðs í garð Baugsfeðga. Ástæðan fyrir reiðinni í garð Davíðs sem þá var seðlabankastjóri var að Seðlabankinn neitaði að veita Glitni tugmilljarða gjaldeyrislán með veðum í svikafélögum á borð við við Stím.  

Þjóðin hefur um áratuga skeið treyst Þorsteini Má Baldvinssyni fyrir að njóta og gera verðmæti úr sameiginlegri fiskveiðiauðlind landsmanna.  Þorsteinn Már og félagi hans Ólafur Ólafsson í Granda sem löngum hefur verið kenndur við Samskip hafa reist þá kröfu að þeir fái einokunarrétt til að nýta sameiginlega fiskveiðiauðlind löngu eftir sinn dag og jafnvel afkomenda sinna einnig. Almenningi finnst sem vonlegt er að heldur langt sé seilst hjá útrásarvíkingnum og sem fyrr bregst Þorsteinn illur og reiðilega við og nú með hótunum í garð þjóðarinnar. Hótað er að fara með útgerðina úr landi ef þjóðin hlýðir ekki forstjóranum. 

Illa launar Þorsteinn Már þjóðinni ofeldið.

 

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Það væri kannski bara þjóðhreinsun ef "forstjórinn" færi bara úr landi með útgerðina. Eða hvað halda menn annars um það?

Þjóðin hefur ekkert með að gera að púkka upp á karla á borð við Þorstein Má, sem þurfa að fara bónleiðir í Seðlabankann, á fjórum fótum, til að betla lán fyrir "bankann sinn" eða "bankann minn" eftir að stærstu eigendurnir höfðu þurrmjólkað bankann að innan.

Manstu eftir Kastljósviðtalinu við Þorstein Má, örstuttu eftir hrun, þar sem hann sat niðurlútur, og bað eigengur bankans afsökunar á því að þeir höfðu misst bankann ú hendi sér?

Þorsteinn Már fékk kannski ekki lán hjá Seðlabankanum eftir að Glitnir var í rauninni gjaldþrota. En kannski var það herber tilviljun að Davíð Odds. var Seðlabankastjóri á þeim tíma. Hvaða bankastjóri sem er hefði neitað Glitni um lán. En þar sem krosseignahöldin í þjóðfélaginu voru svo gífurleg, þá voru kross-ráðningarnar líka miklar. Aðili sem hafði kannski verið ráðherra eða í háu embætti, fékk bara stórt embætti í kerfinu, þegar því fyrra lauk. 

Við búum í mjög fámennu samfélagi þar sem það getur hent að sami aðili sitji báðu megin við borðið. Þótt það gerist ekki endilega á sama tíma.

En flestir eru búnir að sjá í gegnum Glitnis leikfléttuna.

Og það þýðir lítið fyrir fyrrverandi eigendur að væla mikið núna.

Ingibjörg Magnúsdóttir (IP-tala skráð) 4.2.2011 kl. 02:45

2 identicon

Þjóðin horfði forviða á þennan mann sem hingað til hefur látið lítið fyrir sér fara. En svo verður ekki lengur, fyrst gargar hann á þjóðina að láta meiri fjármuni í Glitni og nú hótar hann henni að fara með auðlindir hennar úr landi. Eigum við ekki að segja þetta gott?

Anna Sigurdardottir (IP-tala skráð) 4.2.2011 kl. 09:19

3 Smámynd: Sigurjón Þórðarson

Já, ég man eftir þessu Kastljósviðtali þegar hann sagði að eigið fé bankans væri einhver hundruð milljarða og vitnaði m.a. í Pétur Blöndal þingmann því til sönnunar - Þvílíkt og annað eins rugl og maður þakkar fyrir að Seðlabankinn hafi ekki látið undan frekjuganginum.

Ég komst því miður ekki á fund Samherja á Akureyri um daginn en ég renndi í gegnum glærurnar sem Þorsteinn Már bar sletti á tjaldið.  Mér finnst furðulegt að hann komist upp með það gagnrýnislaust að þjóðhagslega hagkvæmt sé að eitt  fyrirtæki sem varið er af samkeppni sjái um alla þætti frá veiðum, vinnslu og sölu afurða.  Þessar fullyrðingar standast enga skoðun ekki frekar en að það eina rétta sé bóndinn sem mjólkar kýrnar fái einkarétt á vinnslu, sölu allra afurða og markaðssetningu erlendis.  

Sigurjón Þórðarson, 4.2.2011 kl. 10:16

4 identicon

Það mátti svo sem búast við einhverju þessu líku af þér og þínum félugum.  Ef þú lest greinina með augun opin sérðu að verið er að tala um sölustarfsemi Samherja sem tengd er verkefni þeirra í Afríku.  Það er ekki verið að tala um útgerðina hérna heima.  Hinsvegar finnst þér og þínum félugum best að slá ryki í augu almennings með því að toga og teygja staðreyndir þannig að ykkur henti - því miður.

Það virðist ekki vera á ykkar plani að fara rétt með staðreyndir og að sjávarútvegurinn njóti sannmælis.

Það er mér einnig ljúft og skylt að benda þér á að fundurinn sem haldinn var hér á Akureyri var ekki á vegum Samherja, heldur var Þorsteinn Már fenginn sem fyrirlesari á fundinn - eðlilega sem stjórnandi og eigandi stærsta sjávarútvegsfyrirtækis við fjörðinn.

Ég held að það væri þér holt að láta af þessari neikvæðu umræðu og fara að tala um sjávarútveginn á jákvæðan og uppbyggjandi hátt.

Björn Hjálmarsson (IP-tala skráð) 4.2.2011 kl. 19:14

5 Smámynd: Aðalsteinn Agnarsson

Lærum af Norðmönnum, veiðar og vinnsla eru aðskilin,

allur fiskur á markað, fiskimiðin nýtt meira með smábátum, sem fara

betur með miðin og lífríkið, þarafleiðandi gefa miðin þjóðinni margfalt

meiri afla.

Aðalsteinn Agnarsson, 4.2.2011 kl. 22:41

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband