Bloggfærslur mánaðarins, desember 2011
26.12.2011 | 12:34
Guðbjartur Hannesson vill stefnu Sjálfstæðisflokksins
Á Sprengisandi nafna míns Egilssonar var meðal gesta á öðrum í jólum, Guðbjartur Hannesson velferðarráðherra sem nú hefur tekið að sér enn og aftur, að móta tillögur ríkisstjórnarinnar í sjávarútvegsmálum.
Á kjörtímabilinu hefur ríkisstjórnin hert á óréttlæti kvótakerfisins frekar en hitt, en hún hlutaði makrílkvótanum til fárra útvaldra.
Í viðtalinu á Sprengisandi kom fram sérkennilegt viðhorf hjá Guðbjarti á því hvernig hann ætlar á næstu vikum, að nálgast verkefnið að gera tillögur að breytingum á kvótakerfinu. Ekki var ætlunin að taka mið af stefnunni sem Samfylkingin bar upp við kjósendur í síðustu kosningum eða að tryggja jafnræði sbr. álit Mannréttindanefndar Sameinuðu þjóðanna. Nei að mati ráðherrans var mikilvægast að hafa það að leiðarljósi að tillögurnar yrðu með þeim hætti, að þær yrðu pólitískum andstæðingum ekki mjög á móti skapi og þeim ekki breytt þó svo að andstæðingarnir kæmust til valda.
Þessi berorði málflutningur Guðbjarts staðfesti það sem æ fleiri kjósendur átta sig á, að það sé sami rassinn undir öllum þingmönnum fjórflokksins.
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 12:40 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
20.12.2011 | 23:34
Lúða á svartan markað
Sjávarútvegsráðherra hefur sagt lúðuveiðum heilagt stríð á hendur.
Fyrr á árinu bannaði ráðherra veiðar með línu en veiðarnar stunduðu örfáir bátar í risavaxinni landhelgi Íslands. Nú hefur ráðherra bætt um betur og bannað alla lúðuveiði og gengur svo langt að tiltaka sérstaklega hvernig útfæra eigi björgun á "lífvænlegri" lúðu sem veiðist á sjóstöng!
Tekið er fram að lúða sem kemur í veiðarfæri og ekki tekst að bjarga, skuli fara á fiskmarkað þar sem andvirði aflans verði gert upptækt í ríkissjóð. Hver maður ætti að sjá það í hendi sér, að lítið af lúðuaflanum mun skila sér á fiskmarkað. Sjómenn munu væntanlega fá að hirða megnið af lúðuaflanum.
Öll þessi atvinnuhöft og umstang eru til komin vegna vafasamrar reiknisfiskifræði Hafró. Það er vægast sagt hæpið að kenna örfáum línubátum og aukaafla í togveiðum um að lúðustofninn sé í meintum voða. Mun líklegri skýring á minnkandi lúðuafla er sú að það sé einfaldlega afleiðing minnkandi togveiða á Íslandsmiðum, endar eru þær nú sáralitlar miðað við það sem áður gerðist.
Mér finnst furðulegt að tillögurnar um atvinnuhöft sem munu hvetja til sóunar og svartamarkaðsbrasks með sameiginlegan nytjastofn þjóðarinnar, skulu ekki fá neina gagnrýna umfjöllun og sömuleiðis líffræðilegur grundvöllur þeirra.
Sleppi lifandi lúðu | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
19.12.2011 | 22:21
Mátti ekki veiða hana?
Síldardauðinn Í Breiðafirðinum vekur upp fjölmargar áhugaverða spurningar:
Var síldin horuð og drapst vegna vanþrifa?
Var síldin sýkt?
Hefur síldin lent í lent í síldarnót en ekki náðst inn fyrir borðstokkinn og drepist í kjölfarið.
Eitt er víst að þessar fréttir gefa til kynn að það hefði mátt veiða meira.
Fjörur þaktar rotnandi síld | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
16.12.2011 | 13:01
Háskólasjoppur
Hlutverk háskóla er að sjá um kennslu og rannsóknir byggðar á vísindalegum grunni þar sem gagnrýnin hugsun er höfð að leiðarljósi. Í aðdraganda hrunsins brugðust háskólarnir því hlutverki sínu að vera sjálfstætt og gagnrýnið afl þegar umræðan barst að augljósum hættum íslensks viðskiptalífs. Í stað þess að taka undir gagnrýnisraddir sem komu m.a. frá erlendum fræðimönnum voru samdar skýrslur í háskólunum þar sem slegið var á gagnrýnisraddir. Fræðimennirnir úr háskólunum fylgdu skýrslunum eftir með miklum lúðrablæstri á ráðstefnum og fjölmiðlum þar sem mikluð var traust staða og snilld íslenska fjármálakerfisins.
Ef marka má nýlega skýrslu Háskólans á Akureyri um áhrif frumvarps sjávarútvegsráðherra á stjórn fiskveiða má ætla að fræðimenn í Háskólanum á Akureyri hafi ekkert lært af hruninu og því hve afdrifaríkar afleiðingar það getur haft að búa áróður fyrir sérhagsmunum í fræðilegan búning.
Efnahags- og viðskiptaráðherra, Árni Páll Árnason, hefur sveiflað niðurstöðum umræddrar skýrslu, Samanburður á áhrifum stóra frumvarpsins og fjórföldunar á veiðigjaldi á rekstur og efnahag íslenskra sjávarútvegsfyrirtækja, en skýrslan var samin sérstaklega fyrir Árna Pál Árnason.
Við lestur skýrslunnar kemur strax í ljós hve gildishlaðin textinn er og hve illa rökstuddar niðurstöðurnar eru. Sömuleiðis blasir við að aðferðafræðilega stendur skýrslan völtum fótum og að umræðan er ruglingsleg.
Í skýrslu Háskólans á Akureyri sem er í stuttu máli lofgjörð um kvótakerfið er nokkuð fjallað um sanngirni og réttlæti kerfisins. Í þeirri umfjöllun er algerlega hlaupið yfir þá staðreynd að í 1. grein laga um stjórn fiskveiða kemur fram að nytjastofnar séu sameign þjóðarinnar og að úthlutun myndi ekki eignarétt. Einnig er því sleppt að minnast á skuldbindandi álit Mannréttindanefndar Sameinuðu þjóðanna sem kveður skýrt á um óréttlæti kvótakerfisins. Í staðinn er í skýrslunni varað við því að það standi til að afhenda aflaheimildir öðrum en þeim sem hafa nú yfir þeim að ráða - og það án endurgjalds. Staðreyndin er sú að þeir sem hafa beitt sér fyrir breytingum á fiskveiðistjórnunarkerfinu, s.s. Frjálslyndi flokkurinn, hafa viljað ná fram því sanngjarna sjónarmiði að Íslendingar standi jafnfætis við nýtingu á sameiginlegum auðlindum.
Í skýrslunni er fullyrt að þjóðhagslegur arður fari augljóslega saman við arð útgerðarfyrirtækja sem búa við sérleyfi og fákeppni. Augljóslega er skýrslan undir áhrifum nýfrjálshyggju þar sem gengið er út frá því að auðsöfnun fárra muni á endanum skila sér til fjöldans. Frjáls og heiðarleg samkeppni er almennt talin vera góð þjóðhagslega þó að hún geti verið þung í skauti fyrir þá sem þurfa þá að keppa á jafnræðisgrunni. Talað er fyrir hækkun veiðigjalds með þeim rökum að hækkunin muni auka hagræðingu en jafnframt er lagst gegn jafnræði útgerða þar sem sá fengi að veiða sem gæti gert það með sem minnstum tilkostnaði!
Ef farið er yfir meginforsendur skýrslunnar sjálfrar sem lagðar eru til grundvallar niðurstöðum um að breyta eigi sem minnstu, nema þá helst að hækka auðlindagjaldið, eru þær einkum þær að kerfið hafi tryggt árangursríka veiðistjórnun. Sú fullyrðing stangast algerlega á við þær upplýsingar sem fram koma í skýrslunni sjálfri þar sem höfundur játar að þorskaflinn hafi árið 2010 einungis verið 44% af því sem hann var á viðmiðunarárunum, fyrir daga kvótakerfisins. Þess ber að geta að upphafleg markmið kvótakerfisins voru að ársafli þorsks yrði innan örfárra að jafnaði 500 þúsund tonn en leyfður þorskafli í ár er einungis 177 þúsund tonn. Hvernig getur þetta talist árangur? Í mínum huga kallast þetta miklu frekar tjón en ávinningur.
Í skýrslu Háskólans á Akureyri eru glannalegar fullyrðingar um hagkvæmni annars vegar átta útgerða sem valdar voru að sögn tilviljunarkennt, útgerða sem veiða einungis með krókum, og hins vegar 20 stærstu útgerða landsins innan LÍÚ. Fullyrt er að krókabátarnir séu illa reknir en samt sem áður er enginn samanburður á framlegð útgerðarflokkanna tveggja án tillits til skuldastöðu. Meintar skýringar á illum rekstri krókabátanna eru að einhverju leyti skýrðar með því að þeir landi sínum afla í meira mæli á frjálsum uppboðsmarkaði. Þetta er nánast fábjánaleg skýring þar sem verð sem útgerðir fá á markaði eru að jafnaði tugum prósenta hærra en það verð sem fæst í föstum samningum við tengda aðila. Sömuleiðis er upphaf fiskmarkaða einhverra hluta vegna rakið til kvótakerfisins í kafla sem ber heitið Breytingaferlið í sjávarútvegi. Umræddur kafli er fordæmalaus ritsmíð þar sem víða er komið við, m.a. í Kína, Austur-Evrópu, vegagerð, byggðamálum, fiskmörkuðum og að lokum á Keflavíkurflugvelli.
Líklegri skýring á mun á fjárhagslegri stöðu útgerðarflokkanna skýrist ekki af raunverulegri hagkvæmni veiðanna sjálfra heldur fyrst og fremst af því að útgerðir á krókaaflabátunum eru yngri og hafa notið gjafakvótans í minna mæli en stórútgerðin. Auk þess fá þeir bátar sem eru á strandveiðum úthlutað örfáum dögum á meðan stórútgerðin er með sín skip á sjó meira og minna allt árið. Samanburðurinn er því fráleitur. Nýlega kom fram að einungis tvö af þeim 20 stærstu útgerðum landsins sem um er getið í skýrslu Háskólans eru að stofni til yngri en þrítug. Það er kristaltært að óbreytt kerfi mun halda áfram að koma í veg fyrir nýliðun í greininni og valda stöðnun.
Í sjálfu sér er sorglegt að háskólasamfélagið geti ekki lagt til frjórri og víðsýnna plagg í einu veigamesta réttlætis- og hagsmunamáli þjóðarinnar. Það er ljóst að ekkert kerfi er algott, og sú lofrulla sem flutt er um kerfi sem skilar stöðugt færri þorskum á land og hvetur til brottkasts og sóunar er kjánaleg. Ekki þarf að leita langt til þess að finna árangursríkara stjórnkerfi. Dagakerfi er notað með ágætum árangri í Færeyjum.
Eðlilegt er að spyrja hvers vegna háskólasamfélagið hafi ekki að leiðarljósi við yfirferð og gagnrýna umfjöllun um lagafrumvörp að mannréttindaákvæði stjórnarskrárinnar séu virt. Ef fræðasamfélagið ætlar að standa undir nafni má það ekki halda áfram að vera einhver sjoppa þar sem hægt er að fá keyptan rökstuðning fyrir hverju sem er, s.s. áframhaldandi mismunun.
10.12.2011 | 02:01
Mannfjandsamleg viðhorf til landsbyggðarinnar
Helstu fjölmiðlar landsins eru staðsettir í Höfuðborginni. Of oft virðist sem að umfjöllunin um þjóðfélagsmál í Höfuðborgarfjölmiðlunum, sé að einhverju marki lituð af vondum fordómum í garð íbúa og málefna landsbyggðarinnar.
Ekki er óalgengt að alið sé á því, að ein helsta rót vandamála stjórnsýslunnar og stjórnmálanna sé vond meðferð fjár, vegna ítaka þingmanna af landsbyggðinni. Sömuleiðis er látið í veðri vaka að íbúar landsbyggðarinnar lifi einhverju sníkjulífi, á styrkjum frá ríkinu. Staðreyndir málsins eru þær að þingmenn landsbyggðarinnar eru færri en þingmenn Höfuðborgarsvæðisins og að ríkissjóður aflar helmingi meiri tekna á landsbyggðinni en ríkissjóður ver utan Höfuðborgarsvæðisins.
Málflutningur þeirra sem harðast hafa barist fyrir að flugi verði hætt til Reykjavíkurflugvallar hefur oft verið skeytingarlaus um hagsmuni og öryggi íbúa landsbyggðarinnar. Mér finnst þó steininn taka úr þegar borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins mat öryggi flugfarþega sem fara um völlinn mun léttvægara, en að sneiða eitthvað ofan af og grisja tré í Öskjuhlíðinni.
Þessi mannfjandsamlegu viðhorf voru síðan endurómuð Eyjunni þar sem pistlahöfundur blandaði hjólaferðum fjölskyldu sinnar í málið!
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 02:03 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
7.12.2011 | 10:04
Ræða á Samráðsfundi Frjálslynda flokksins 3. des 2011
Kæru félagar og gestir ég býð ykkur hjartanlega velkomin á Samráðsfund Frjálslynda flokksins.
Þegar litið er yfir farinn veg þá geta liðsmenn Frjálslynda flokksins borið höfuðið hátt. Óumdeilt er að ef stefnumál Frjálslynda flokksins hefðu náð fram að ganga þá væru Íslendingar í allt annarri og mun betri stöðu. Frá stofnun beitti flokkurinn sér, einn flokka, fyrir jafnræði og frelsi til fiskveiða, þar sem girt væri fyrir veðsetningu á sameign þjóðarinnar.Frjálslyndi flokkurinn beitti sér gegn einkavinavæðingunni og fyrir afnámi verðtryggingarinnar og opnaði bókhald sitt fyrstur íslenskra stjórnmálaflokka.
Þrátt fyrir góða og vandaða stefnu hefur verið á brattann að sækja í baráttunni, þar sem í höggi hefur verið fjórflokkurinn. Fjórflokkurinn á sér langa sögu og er í raun eldri en Íslenska lýðveldið og því margra áratugagamalt fyrirbæri, sem er að mörgu leyti orðinn líkari einni af stofnunum samfélagsins en frjálsum félagasamtökum. Lengi vel byggði fjórflokkurinn veldi sitt á útdeilingu á bitlinga og starfa. Nú eru kraftar hagsmunasamtaka og fjármagnsins orðin æ mikilvægari í stjórnmálabaráttunni.
Flokkarnir á Alþingi hafa skipt sín á milli dágóðri summu af opinberu fé og sömuleiðis hafa fyrirtæki greitt himinháar fjárhæðir í sjóði fjórflokksins. Augljós fylgni hefur verið á milli upphæðar fjárframlaga útgerða og fjármálafyrirtækja til stjórnmálaflokka og frambjóðenda eftir því hversu stjórnmálasamtökin eru líkleg til þess að afnema ójafnræðið og tryggja réttindi almennings. Vart þarf að taka það fram Frjálslyndi flokkurinn hefur ekki þegið krónu í styrk frá LÍÚ og lítið frá fjármálafyrirtækjum, á meðan mokað hefur verið tugum milljóna í fjórflokkinn.
Barátta auðmanna og sérhagsmunasamtaka yfir fjölmiðlum litar og spillir allri vitrænni stjórnmálaumræðu á Íslandi og það enn nokkrum árum eftir hrun. Það er engin til tilviljun að höfuðpaurar hrunsins sækja mjög í að reka fjölmiðla. Ekki er það gróðavonin heldur fyrst og fremst að tryggja sína hagsmuni og síns arms innan fjórflokksins.
LÍÚ rekur Morgunblaðið og blaðið er málgagn þeirra sérhagsmuna og stjórnmálaafla sem leggjast á sveif með þeim.
Samfylkingin endurúthlutaði einum af höfuðpaurum hrunsins aftur, 365 fjölmiðlarveldið eftir að búið var að aflúsa það af skuldum. Það því ekki að undra að 365 þakki greiðann og sé málgagn Samfylkingarinnar um leið og það reynir að uppfylla það erfiða hlutskipti að rétta hlut eigenda sinna.
Ef mark má taka af miklum ræðum sem formenn fjórflokksins hafa flutt á síðustu vikum á landsfundum og miðstjórnarfundum þá má ætla að enginn flokkanna hafi gert mistök eða verið á rangri braut á umliðnum áratug.
Frjálslyndi flokkurinn þarf ekki á því að halda að búa til falskar minningar um stefnumál sín og stjórnmálabaráttu ólíkt fjórflokknum. Ekki dettur mér í hug að bera það á borð að við forystumenn Frjálslynda flokksins höfum ekki gert mistök að minnsta kosti á það við þann sem hér talar þó svo að stefnan hafi verið rétt.
Ég tel nú í kjölfar hrunsins mjög mikilvægt að þeir sem ætli að leiða þjóðina út úr kreppunni og eru í öndvegi þeirra stjórnmálaafla sem bera ábyrgð strandinu viðurkenni það sem aflaga fór, a.m.k. fyrir sjálfum sér og breyti stefnunni.
Haft var eftir Þorgeir ljósvetningagoða: ,,Ef við slítum í sundur löginn þá slítum við í sundur friðinn. Þorgeir var eflaust að tala um það sem kallast nú á fínu máli samfélagssáttmálann þ.e. viljann til þess að fara að reglum ríkisvaldsins. Vilji almennings er forsenda þess að hægt sé að halda uppi allsherjarreglu.
Stjórnmálabarátta komandi mánaða mun skipta miklu máli um framtíð landsins um hvort að hér verði réttarríki eða bananalýðveldi fjármagnseigenda og stórfyrirtækja. Ef ekki verður kúvending á stefnu stjórnvalda þá stefnum við hraðbyri í átt að enn meiri spillingu og upplausn.
Hvernig má það vera að íslensk lögregla neiti að taka við kærum þegar fyrirtæki sem ekki hafa gilt starfsleyfi taka að sér að nema á brott eigur fólks s.s. bifreiðar vegna lána sem hafa verið dæmd ólögmæt?
Hvernig má það vera að innanríkisráðherra Ögmundur Jónasson sem fer með mannréttindamál, haldi áfram að níðast á mannréttindum sjómanna þrátt fyrir að vera búinn að flytja sérstakt þingmál þar sem að hann boðaði að fara að áliti Mannréttindanefndar Sameinuðu þjóðanna þar sem kvað á um að stjórnvöld yrðu að breyta stefnu sinni og greiða þeim Erlingi Sveini Haraldssyni og Erni Snævari Sveinssyni bætur. Ögmundur hefur ekkert gert í þeim efnum og einu skýringarnar sem hann hefur gefið er að hann sé að bíða eftir einhverju svari frá ríkislögmanni um það hvort að honum sé heimilt að greiða þeim bætur.
Það er rétt að staldra við þá staðreynd að mannréttindaráðherrann íslenski telji það eðlilegt að spyrja að því hvort að honum sé heimilt að fara að stjórnarskránni sem hann sór eið að.
Hvernig má það vera að þorri almennings má sætta sig við að stjórnvöld dragi á langinn að leysa með almennum hætti úr stökkbreyttum lánum á meðan höfuðpaurar hrunsins fá milljarða afskriftir.
Reikna má að greiðsluvilji almennings fari mjög þverrandi og það sem verra er að það grípi um sig vonleysi.
Barátta Hagsmunasamtaka heimilanna og Sturlu Jónssonar og fleiri skiptir miklu máli. Það er kristaltært í mínum huga að framkvæmd verðtryggingarinnar á umliðnum árum stangast á við neytenda- og lánareglur ESB sem eru að nafninu til í gildi hér á landi en líkt og með stjórnarskrárvarin mannréttindi, þá eru reglurnar lagðar til hliðar þegar það hentar fjórflokknum.
Þeir sem telja að breytingar á stjórnarskrá breyti sjálfkrafa gangi mála ættu að hafa það í huga að núverandi stjórnarskrá er ekki virt og þess vegna er ekki nægjanlegt að fá nýja stórnarskrá í gagnið heldur þarf ekki síður að fylgja því eftir að ekki verði snúið út úr henni og ákvæði hennar jafnvel vanvirt.
Sturla hefur bent rækilega á að kerfið og lánastofnanir uppfylla ekki formsatriði sem getið er um í lögum og hefur krafist þess að áður en hann verði sviptur húsaskjóli þá verði farið að gildandi lögum. Umhugsunarverð eru viðbrögð kerfisins og bera þau saman við þegar tugfalt stærri skuld bankastjóra Íslandsbanka var strikuð út af FME vegna þess að ákveðin formsatriði voru ekki uppfyllt.
Það er greinilegt að borgararnir eru misjafnir fyrir framkvæmd laga þegar til á að taka.
Í undarlegri röksemdafærslu fyrir því að breyta hvorki stjórn fiskveiða og koma á móts við lánþega er gefin sú skýring að það komi niður á lífeyrisréttindum landsmanna. Horft er algerlega fram hjá þeirri staðreynd að þorskaflinn er einungis þriðjungur af því sem að hann var fyrir daga kerfins og samanlagður botnfiskafli er helmingurinn af því sem að hann var 1990 og þess vegna eru öll rök með því að hugsa stjórn fiskveiða frá grunni eins og Frjálslyndi flokkurinn hefur bent á.
Gott er að velta því fyrir sér hver hinn raunverulegi lífeyrissjóður okkar Íslendinga er. Þegar til á að taka þá eru það ekki þessar tölur á
blaði eða inn í tölvum, sem greina frá eign í krónum talið eða hlutfallslegum réttindum.
Reynsla síðustu ára segja okkur að þessar tölur geta gufað skjótt upp. Fiskveiðistofnarnir og aðrar auðlindir landsins eru hinn raunverulegi lífeyrissjóður auk þeirrar vinnu og verðmæta sem fólk á vinnumarkaði hverju sinni getur látið af hendi rakna til þeirra sem hættir eru að vinna.
Réttlæti og virðing fyrir mannréttindum skipta miklu máli að berjast að alefli fyrir en ef það stríð tapast þá er hætt við að duglegt ungt folk sem treystir á eigin verðleika yfirgefi spillinguna og landið. Ef sú verður raunin í meira mæli en orðið er, þá fyrst er lífeyrissjóðakerfið í hættu og ég tala nú ekki um ef að nýtingarréttur og þar með fiskveiðiauðlindin sjálf lendir sem séreign erlendra vogunarsjóða í gegnum bankana. Baráttan fyrir réttarríkinu og bjartari framtíð er ekki auðunninn eins og málstaðurinn gefur tilefni til, þar sem við er að eiga annars vegar rótgróinn öfl og hins vegar gríðarlegir fjármunir sérhagsmunaaflanna.
Frjálslyndi flokkurinn ætlar sér að sigur í þeirr baráttu. Í því augnamiði höfum við í forystunni leitað eftir samvinnu og samstarfi við aðrar hreyfingar og flokka sem vilja raunverulegar breytingar. Það eru hafnar óformlegar viðræður um samstarf þar sem að koma Frjálslyndir, þjóðarflokkurinn, Fullveldissinnar, Hreyfingin, Borgarahreyfingin og ýmisir fulltrúar í stjórnlagaráð
Ég tel sjálfur mikilvægt að vita hvort að ekki náist sameiginlegur vettvangur fólks sem vill endurreisa réttarríkið og helst að fá sömuleiðis fólk og reynslu innan úr gömlu flokkunum sem sér að bráða
nauðsyn á skynsömum breytingum.
Mikilvægt er til að árangur náist að það takist að virkja þann mikla kraft og reynslu sem býr í liðsmönnum Frjálslynda flokksins.
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 10:22 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
5.12.2011 | 00:43
Árni Páll fær að spegla sig í Silfrinu
Í ráðherratíð sinni hefur Árni Páll Árnason verið eins konar talsmaður fjármálafyrirtækja og dregið taum þeirra á kostnað almennings.
Árni Páll hefur fylgt þeirri stefnu að gera ekki neitt í þágu lántakenda nema þá að hann hafi verið rekinn til þess af dómstólum landsins. Þegar dómar hafa fallið lántakendum í vil, þá hefur Árni Páll verið snar í snúningum, að snúa út úr dómum með því að ákveða gríðarlega háa afturvirka vexti. Leyndin og spillingin grasserar í fjármálkerfinu. 110% leiðin - uppfinning Árna Páls hefur fengið þann dóm hjá erlendum hagfræðingum að vera geggjun.
Í þætti Silfri Egils sá þáttarstjórnandinn ekki ástæðu til þess að spyrja ráðherrann umdeilda einnar gagnrýnnar spurningar. Að þessu tilefni er ágætt að minnast þess að Egill Helgason skaut Árna Páli inn á stjörnuhiminn íslenskra "jafnaðarmanna" þegar sá síðarnefndi sagði frá því í Silfri Egils, að sími hans væri hleraður. Hlerunarmálið var rannsakað með ærnum kostnaði og ekki reyndist vera flugufótur fyrir því.
2.12.2011 | 13:24
Samráðsfundur Frjálslynda flokksins , 3. desember
Samráðsfundur Frjálslynda flokksins
Dagskrá
1. Setning , Sigurjón Þórðarson, formaður.
2. Styrmir Gunnarsson, þjóðfélagsrýnir og fyrrverandi ritstjóri.
3. Lýður Árnason, læknir og stjórnlagaráðsfulltrúi.
Fyrirspurnir og umræður.
14:30 Kynning vinnuhópa:
a) Guðjón Arnar Kristjánsson, velferðar og tryggingamál.
b) Ásta Hafberg, lýðræði og stjórnsýsla.
c) Grétar Mar Jónsson, auðlindir og sjávarútvegur.
d) Sigurjón Þórðarson, landbúnaðar- og umhverfismál, samráð við aðra flokka og hreyfingar .
17:30 Samantekt vinnuhópa kynnt og umræður til 18:30.
20:30 Sameiginleg jólaglögg í Grasrótarmiðstöðinnni.
Fundur Frjálslynda flokksins hefst klukkan 13, laugardaginn 3. desember 2011, í Grasrótarmiðstöðinni að Brautarholti 4, Rvík.
1.12.2011 | 14:26
Hver er ábyrgð stjórnarmanna Glitnis á fjársvikunum?
Nú stendur yfir umfangsmikil rannsókn sérstaks saksóknara á meintum lögbrotum og blekkingum æðstu stjórnenda Glitnisbanka í aðdraganda hrunsins. Blekkingarnar höfðu alvarlegar afleiðingar í för með sér fyrir almenning og sömuleiðis komandi kynslóðir. Ljóst er að það tekur áratugi fyrir íslenskt samfélag að jafna sig og bæta fyrir þann skaða sem unninn var í aðdraganda hrunsins. Birtingarmynd skaðans má m.a. sjá nú við afgreiðslu fjárlagafrumvarpsins í niðurskurði í heilbrigðiskerfinu og víðar.
Rökrétt er að ætla að umrædd sýndarviðskipti og blekkingar upp á tugi milljarða króna hafi verið með vitund og vilja stjórnarmanna Glitnisbanka. Fyrir nokkru tók Níels Ársælsson saman blogg sem sýndi fram á beina tengingu Stíms-málsins, við innkomu Þorsteins Más Baldvinssonar nokkru fyrir hrun sem stjórnarformanns í Glitni-banka.
Vita ekki um hvaða gögn er að ræða | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggvinir
- Helga Þórðardóttir
- Gunnar Skúli Ármannsson
- Jens Guð
- Hallgrímur Guðmundsson
- Ásta Hafberg S.
- Jóhann Elíasson
- Aðalheiður Ámundadóttir
- Óskar Helgi Helgason
- Georg Eiður Arnarson
- Óskar Þorkelsson
- Jakob Falur Kristinsson
- Kolbrún Stefánsdóttir
- Baldvin Jónsson
- Jakobína Ingunn Ólafsdóttir
- Ragnheiður Ólafsdóttir
- Hallur Magnússon
- Sigurður Þórðarson
- Gunnlaugur B Ólafsson
- Guðrún María Óskarsdóttir.
- Katrín
- Þarfagreinir
- Samtök sjálfstæðra í sjávarútvegi
- Frjálslyndi flokkurinn í Eyjafirði
- Hallgrímur Óli Helgason
- Jón Kristjánsson
- Hrannar Björn Arnarsson
- Hlynur Þór Magnússon
- Jón Valur Jensson
- Gunnar Th. Gunnarsson
- Kjartan Eggertsson
- Halla Rut
- Ingólfur Þór Guðmundsson
- Grétar Pétur Geirsson
- Guðrún Þóra Hjaltadóttir
- J. Einar Valur Bjarnason Maack
- ragnar bergsson
- Bjarni Harðarson
- Rannveig Þorvaldsdóttir
- Sigurður Sigurðsson
- Eiríkur Guðmundsson
- Stefán Friðrik Stefánsson
- erlahlyns.blogspot.com
- Agný
- Guðjón Ólafsson
- Einar Ben
- Jón Aðalsteinn Jónsson
- Georg P Sveinbjörnsson
- Gunnar Freyr Hafsteinsson
- Ólafur Ragnarsson
- Guðrún Magnea Helgadóttir
- Ólafur Björn Ólafsson
- Halldór Jónsson
- Elvar Atli Konráðsson
- Kristján H Theódórsson
- Guðjón Sigþór Jensson
- Helgi Már Barðason
- Brynja Hlíf Þorsteinsdóttir
- Víðir Benediktsson
- Valgerður Sigurðardóttir
- Jens Sigurjónsson
- Vestfirðir
- Sigurður Ásbjörnsson
- Jón Magnússon
- Viðar Friðgeirsson
- Axel Jóhannes Yngvason
- Svava S. Steinars
- Guðsteinn Haukur Barkarson
- Quackmore
- Árni "Gamli" Einarsson
- Haukur Már Helgason
- Þóra Guðmundsdóttir
- Heiða Þórðar
- Steingrímur Ólafsson
- Vefritid
- Ársæll Níelsson
- S. Einar Sigurðsson
- Rannveig H
- Gísli Gíslason
- Bjarni Kjartansson
- Steingrímur Helgason
- Fiðrildi
- Baldur Fjölnisson
- Þorsteinn Ásgeirsson (Icerock)
- Linda Lea Bogadóttir
- Félag Ungra Frjálslyndra
- Hanna
- Sverrir Stormsker
- Ottó Marvin Gunnarsson
- gudni.is
- Einar Vignir Einarsson
- Hákon Unnar Seljan Jóhannsson
- Valgerður Halldórsdóttir
- Guðmundur Jónas Kristjánsson
- Sæþór Helgi Jensson
- Fríða Björk Einarsdóttir
- Jóhann Kristjánsson
- Oddur Helgi Halldórsson
- Guðrún Jóna Gunnarsdóttir
- María Harðardóttir og Þorsteinn Narfason
- Grétar Rögnvarsson
- Ragnar Þór Ingólfsson
- Róbert Guðmundur Schmidt
- Steinn Hafliðason
- Landssamband ungra frjálslyndra
- Bergþóra Árnadóttir - RIP 15.2.48 - 8.3.07
- Þórir Aðalsteinsson
- Vilborg Traustadóttir
- Arnþrúður Karlsdóttir
- Sævar Einarsson
- Ketilás
- Ómar Pétursson
- Eyþór Grétar Grétarsson
- FF
- Jón Þór Bjarnason
- Óskar Þ. G. Eiríksson
- Vilhjálmur Árnason
- Alexander Kristófer Gústafsson
- Róbert Tómasson
- Landvernd
- ThoR-E
- Haraldur Baldursson
- Sigurður Jón Hreinsson
- Eyþór Laxdal Arnalds
- busblog.is
- Sigríður Inga Sigurjónsdóttir
- Himmalingur
- Svanhildur Karlsdóttir
- Gísli Birgir Ómarsson
- Árni Árnason
- Grétar Mar Jónsson
- Perla
- Ingunn Guðnadóttir
- Irma Þöll
- Skattborgari
- Gulli litli
- Jón Snæbjörnsson
- Þráinn Jökull Elísson
- Sigríður Elfa Eyjólfsdóttir
- Mál 214
- Bullukolla
- kreppukallinn
- hreinsamviska
- Arinbjörn Kúld
- Orgar
- Guðjón Baldursson
- Gunnar Þór Gunnarsson
- Hörður B Hjartarson
- Gunnar Björn Björnsson
- Haraldur Hansson
- Þórólfur S. Finnsson
- Birna Steingrímsdóttir
- Gestur Guðjónsson
- Jónas Rafnar Ingason
- Stríða
- Götusmiðjan
- Brynja skordal
- Haraldur Bjarnason
- Guðmundur Óli Scheving
- Ásta
- Markús frá Djúpalæk
- Jörundur Garðarsson
- MIS
- Þorsteinn H. Gunnarsson
- Björn Júlíus Grímsson
- S Kristján Ingimarsson
- Bryndís Haraldsdóttir
- Þórður Björn Sigurðsson
- Magnús Kristjánsson
- Bergur Sigurðsson
- Guðrún Ólafía Brynleifsdóttir
- Hildur Helga Sigurðardóttir
- Ólafía Herborg Jóhannsdóttir
- Heimssýn
- Brosveitan - Pétur Reynisson
- Óskar Arnórsson
- Sigurbjörn Svavarsson
- Árni Davíðsson
- Lúðvík Lúðvíksson
- Árelíus Örn Þórðarson
- Friðrik Hansen Guðmundsson
- Jakob Þór Haraldsson
- Guðrún Katrín Árnadóttir
- Þorsteinn Valur Baldvinsson
- L.i.ú.
- Rafn Gíslason
- Vilhjálmur Sveinn Björnsson
- Samtök Fullveldissinna
- Vaktin
- Arnar Guðmundsson
- Lárus Baldursson
- Sveinn Elías Hansson
- Þórarinn Baldursson
- Kjartan Magnússon
- ÞJÓÐARHEIÐUR - SAMTÖK GEGN ICESAVE
- Berglind Steinsdóttir
- Bjarney Vigdís Ingimundardóttir
- BJÖRK
- Björn Emilsson
- Dagný
- Dominus Sanctus.
- Friðgeir Sveinsson
- Guðmundur Ásgeirsson
- Guðmundur Pálsson
- Helgi Þór Gunnarsson
- Högni Snær Hauksson
- Inga Sæland Ástvaldsdóttir
- Jón Þórhallsson
- Kristján P. Gudmundsson
- Ómar Bjarki Smárason
- Ragnar Stefán Rögnvaldsson
- Rósa Aðalsteinsdóttir
- Samstaða þjóðar
- Sigurður Ingólfsson
- Stefán Júlíusson
- Sumarliði Einar Daðason
- Sveinn Björnsson
- Tryggvi Gunnar Hansen
- Úrsúla Jünemann
- Valdimar H Jóhannesson
Tenglar
Mínir tenglar
- Losnað við pestina Þetta hefur reynst mér vel við að losna við allar pestir þá 5 mánuði sem ég hef reynt immiflexið
- Ginseng Hér fæ ég kraftinn
- Frjálslyndi flokkurinn Vill breyta kvótakerfinu
- Ungmennasamband Skagafjarðar Ég er formaður
- Hér kaupi ég tölvudótið Ódýrt og gott
Sjávarútvegsmál
- Hafró Stofnunin þar sem ákveðið er hversu mikið má veiða
- Landssamband íslenskra útvegsmanna LÍÚ
- Landssamband smábátaeigenda LS
- Jörgen Niclasen Formaður Fólkaflokksins í Færeyjum
- Helgi Áss Grétarsson Sérfræðingur í HÍ á vegum LÍÚ
Fréttamiðlar
- Al Jazeera Gefur Bandaríkjamönnum engin grið
- BBC BBC
- Börsen Dönsk fjármálasíða
- Seðlabankinn Musteri Davíðs
Nýjustu athugasemdir
- Bara ef það hentar mér: Hér má sjá ráðleggingar Hafró um afla hvers árs og það sem enda... 7.1.2025
- Bara ef það hentar mér: "Vagn" svei mér þá þú ert bara mun meiri "GRAUTARHAUS" en ég ha... 7.1.2025
- Bara ef það hentar mér: Jóhann, úthlutaður kvóti, veiðiheimildir, er ekki það sama og r... 7.1.2025
- Bara ef það hentar mér: Pálmi það skal tekið fram að ég fylgjandi auknum veiðiheimildum... 7.1.2025
- Bara ef það hentar mér: Sæll Sigurjón Þú ert bara ekki að bera saman epli og epli. Þú v... 7.1.2025
- Bara ef það hentar mér: Hvað er eiginlega á milli eyrnanna á þér "Vagn"???? Kvóti og v... 7.1.2025
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (20.1.): 4
- Sl. sólarhring: 9
- Sl. viku: 88
- Frá upphafi: 1019333
Annað
- Innlit í dag: 4
- Innlit sl. viku: 74
- Gestir í dag: 4
- IP-tölur í dag: 4
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Myndaalbúm
Eldri færslur
- Janúar 2025
- Desember 2024
- Nóvember 2024
- Október 2024
- September 2024
- Ágúst 2024
- Júlí 2024
- Júní 2024
- Maí 2024
- Apríl 2024
- Mars 2024
- Janúar 2024
- Apríl 2023
- Október 2022
- Október 2021
- Febrúar 2021
- Janúar 2021
- Janúar 2019
- Apríl 2018
- Desember 2017
- Október 2016
- Ágúst 2016
- Janúar 2016
- Nóvember 2015
- Nóvember 2014
- Apríl 2013
- Mars 2013
- Febrúar 2013
- Desember 2012
- Ágúst 2012
- Júlí 2012
- Júní 2012
- Maí 2012
- Apríl 2012
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- Október 2011
- Ágúst 2011
- Júlí 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
Af mbl.is
Innlent
- Fjöldi staura brotnaði og línur slitnuðu
- Tveir bílar og rúta skullu saman: 16 um borð í rútunni
- Hljóp í útkall með slökkvitæki í hendi
- Við teljum dóminn í meginatriðum rangan
- Ekki góð áferð á þessu máli
- Hækka hættumat um mánaðamótin
- Hlaupi úr Grímsvötnum lokið
- Verklok við snjóflóðavarnir áætluð 2029
Fólk
- Írönsk poppstjarna dæmd til dauða
- Helgi hættir og óviss með framhaldið
- 100% frá hjartanu
- Þetta eru söngvar lífsins
- Jessica Alba biður um frið
- Gugga í Gúmmíbát og Patrekur Jaime deildu kossi
- Jörðin hvorki flöt né kringlótt
- Þessi lög taka þátt í Söngvakeppninni
- Justin Bieber skilur lítið eftir fyrir ímyndunaraflið
- Hávær orðrómur um framhjáhald og skilnað
- Þurfti ekki að nota kælihettu
- David Lynch vottuð virðing í erlendum fjölmiðlum
- Fylgjendur Katie Price með áhyggjur
- Adam Sandler kíkti til okkar með fjölskyldunni sinni
- Kona lagði út 121 milljón króna fyrir svindlara sem sagðist vera Brad Pitt