Leita í fréttum mbl.is

Mannfjandsamleg viðhorf til landsbyggðarinnar

Helstu fjölmiðlar landsins eru staðsettir í Höfuðborginni. Of oft virðist sem að umfjöllunin um þjóðfélagsmál í Höfuðborgarfjölmiðlunum, sé að einhverju marki lituð af vondum fordómum í garð íbúa og málefna landsbyggðarinnar.

Ekki er óalgengt að alið sé á því, að ein helsta rót vandamála stjórnsýslunnar og stjórnmálanna sé vond meðferð fjár, vegna ítaka þingmanna af landsbyggðinni.  Sömuleiðis er látið í veðri vaka að íbúar landsbyggðarinnar lifi einhverju sníkjulífi, á styrkjum frá ríkinu. Staðreyndir málsins eru þær að þingmenn landsbyggðarinnar eru færri en þingmenn Höfuðborgarsvæðisins og að ríkissjóður aflar helmingi meiri tekna á landsbyggðinni en  ríkissjóður ver utan Höfuðborgarsvæðisins. 

Málflutningur þeirra sem harðast hafa barist fyrir að flugi verði hætt til Reykjavíkurflugvallar hefur oft verið skeytingarlaus um hagsmuni og öryggi íbúa landsbyggðarinnar.  Mér finnst þó steininn taka úr þegar borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins mat öryggi flugfarþega sem fara um völlinn mun léttvægara, en að sneiða eitthvað ofan af og grisja tré í Öskjuhlíðinni.

Þessi mannfjandsamlegu viðhorf voru síðan endurómuð Eyjunni þar sem pistlahöfundur blandaði hjólaferðum fjölskyldu sinnar í málið! 

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Ef stór Reykjavikur svæðið nyti ekki landsbyggaðarinnar ,Ja eg byði ekki i það ....En  Lansdbygginni lettir að losna við ómagann ,  svei mer þá !

Ragnhildur H. (IP-tala skráð) 10.12.2011 kl. 12:03

2 Smámynd: Sigurjón Þórðarson

Ragnhildur H. Það ætti að vera augljóst að hagsmunir okkar þessa liðlega 300 þúsund sem byggjum þessa eyju fara mjög saman og þess vegna á ég erfitt með að skilja þetta algjöra skeytingarleysi í garð þeirra sem búa utan Höfuðborgarinnar.

Sigurjón Þórðarson, 10.12.2011 kl. 12:29

3 Smámynd: Berglind Steinsdóttir

Þurfa umræðurnar nokkuð að fara út í krytur? Ef innanlandsflugið yrði flutt til Keflavíkur þyrfti augljóslega að bæta samgöngurnar þangað. Gæti ekki verið að allir græddu þegar upp væri staðið?

Mér finnst að vísu Vatnsmýrin ekki lengur eins fýsilegt byggingarland og ég veit að ef þar risu margar íbúðarbyggingar yrði umferðin svo þung að þeir sem eru á fleti fyrir myndu kvarta - en að gera hana að útivistarsvæði?

Og getur ekki verið að einhver hópur sem flýgur frá Ísafirði, Akureyri og Egilsstöðum til Reykjavíkur eigi erindi annað en í miðborgina? Fólk á kannski ömmu í Þórðarsveignum eða þekkir einhvern í Setberginu. Eða ætlar beint í flug til útlanda.

Það er samt alveg sársaukalaust af minni hálfu að taka ofan af trjánum í Öskjuhlíðinni.

Berglind Steinsdóttir, 11.12.2011 kl. 09:42

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband