Bloggfærslur mánaðarins, október 2011
31.10.2011 | 23:57
Þingmenn Samfylkingarinnar vilja að forsætisráðherra tali við Jón Gnarr!
Þingmenn Samfylkingarinnar vinna, eins og þeir segja sjálfir frá, baki brotnu við að endurreisa Ísland eftir hræðilega stjórn Sjálfstæðisflokksins sem þeir kannast alls ekki við að bera nokkra ábyrgð á.
Ekki eru þingmenn Samfylkingarinnar að pæla í því hvort hægt sé að ná í meiri afla úr hafinu eða þá að gera meiri verðmæti úr honum - nei, þeir eru í mikilvægari verkum eins og þingsályktunartillaga Marðar Árnasonar ber með sér. Hún felur í sér að Jóhanna Sigurðardóttir taki upp viðræður við Jón Gnarr um réttindi og skyldur Reykjavíkurborgar sem höfuðborgar Íslands.
Tillagan er raunar algert bull að mínu viti en á hana hafa samt sem áður hópast þingmenn Samfylkingarinnar. Mér sýnist sem tillagan miði að því að borgarstjórinn verði meira og minna inni á gafli, ekki bara hjá ríkisstjórn heldur einnig hjá Alþingi í skipulögðu samráði.
29.10.2011 | 00:06
Ræða fortíðar
Ræða Steingríms J. Sigfússonar á landsþingi Vg er ræða um fortíðina. Hann gagnrýnir Halldór Ásgrímsson, en samt sem áður hefur Vg endurreist Halldór til starfa fyrir land og þjóð á alþjóðavettvangi.
Vissulega gagnrýndi Vg einkavinavæðinguna og skuldasöfnun þjóðarbúsins sem orakaði hrunið. Ekki var hann einn um þá gagnrýni eins og Steingrímur lætur í veðri vaka en það voru fleiri ábyrgir aðilar sem vöruðu við s.s. Frjálslyndi flokkurinn, fjöldi hagfræðinga og Útvarp Saga.
Óneitanlega skýtur það skökku við að Steingrímur, sem varaði við vondu fjármálkerfi, unir sér ekki hvíldar við að endurreisa nánast óbreyttu kerfi og beitir þar að auki óvönduðum meðulum, sem hann áður harðlega fordæmdi. Steingrímur hefur beitt blekkingum s.s. í Icesavemálinu, leynd og þar að auki verið stórtækastur allra ráðamanna í sögu landsins við að einkavæða.
Mikið áhyggjuefni er fyrir Vg og jú þjóðina á meðan flokkurinn heldur enn um stjórntaumana að eina stefnan sé að endurreisa hið fallna kerfi.
Munum áfram nota krónu | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
27.10.2011 | 23:58
Fer formaðurinn á gamla Volvónum norður?
Það ber helst til tíðinda í aðdraganda fundar Vg norðan heiða að trésmiðurinn Þorvaldur Þorvaldsson hefur boðist til að leysa Steingrím J. Sigfússon af hólmi. Í viðtölum við Steingrím hefur komið fram að hann hefur unnið löngum stundum við mikinn andbyr og er mæddur.
Ég þekki Þorvald Þorvaldsson í gegnum félagsmál og veit að hann er skynsamur og einlægur baráttumaður fyrir hugsjónum sínum þó að okkur hafi oftsinnis greint á um markmið og leiðir. Þetta verður fróðleg viðureign þar sem fullljóst er að Þorvaldur stendur nær hugsjónum flokksins en Steingrímur sem hefur beitt kröftum sínum í að endurbyggja nánast óbreytt fjármálakerfi með stuðningi Alþjóðagjaldeyrissjóðsins, sótt um Evrópusambandsaðild og leynt og ljóst beitt sér fyrir nær óbreyttu kvótakerfi í sjávarútvegi.
Þorvaldur er alþýðumaður sem stendur grasrót flokksins miklu nær og mun örugglega ekki skera niður heilbrigðisstofnanir hringinn í kringum landið til að geta endurreist útrásarliðið eins og atvinnupólitíkusinn Steingrímur ætlar sér.
Hver veit nema Steingrímur grípi til þess bragðs að koma keyrandi á gamla blágræna Volvónum sínum norður í land til að skáka trésmiðnum?
25.10.2011 | 23:35
Láta fjölmiðlar blekkjast?
Jóhanna og Steingrímur J. ætla að halda eitthvert meiri háttar útskriftarpartí þar sem þau kynna gríðarlegan árangur og trausta stöðu þjóðarbúsins. Uppákoman minnir um margt á örvæntingarfulla kynningarferð Geirs Haarde og Ingibjargar Sólrúnar hérna um árið, korteri fyrir hrun, þegar þau kynntu gríðarlega trausta stöðu þjóðarbúsins og glæstar horfur.
Hér er bréf sem ég skrifaði ásamt nokkrum fjölda fólks um raunverulega stöðu þjóðarbúsins þar sem leiðin út úr vanda er að vita hina raunverulega stöðu. Þess vegna kíki ég af og til inn á heimabankann ...
24.10.2011 | 19:41
Græningjarnir í Sjálfstæðisflokknum höfðu rangt fyrir sér
Þegar þingmenn Sjálfstæðisflokksins komust á snoðir um að Vinstri græninginn Jón Bjarnason, sjávarútvegsráðherra ætlaði að gefa veiðar frjálsar á rækju, þá sögðu þeir frelsið svartan blett. Fremstur í því að úthrópa sjávarútvegsráðherrann fór græninginn Jón Gunnarsson. Hann leiðir sömuleiðis fábjánalega baráttu Sjálfstæðisflokksins gegn því að fiskur fari á frjálsan uppboðsmarkað. Með í því, að reyna kveða niður atvinnufrelsið, tók Byggðastofnun en því var haldið fram að frelsið til þess að afla verðmæta myndi gera einhver ólögleg veð sem stofnunin veitti verðlaus!
Hver er síðan niðurstaðan af þessu frelsi til veiða? Það ber ekki á öðru en að Hafró mæli nú meira en nóg af rækju þrátt fyrir upphrópanir Sjálfstæðisflokksins.
Nú er að sjá hvort að þingmenn Sjálfstæðisflokksins dragi ekki þann lærdóm af þessu máli og styðji frjálsar handfæraveiðar og þá sjómenn sem ætla á veiðar í samræmi við álit Mannréttindanefndar Sameinuðu þjóðanna.
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 19:59 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)
22.10.2011 | 02:17
Jóhanna, reið Hæstarétti og forseta Íslands en hælir samvinnu við banka
Eitthvað hlýtur ræða leiðtoga íslenskra "Jafnaðarmanna" að vefjast fyrir venjulegu alþýðufólki. Í ræðunni fullyrðir forsætisráðherra að ríkisstjórnin hafi þurft að glíma við heiftúðugar, óvæntar og ómálefnlegar ákvarðanir Hæstaréttar og forseta Íslands. Allir vita hvaða ákvarðnir Jóhanna á við en það er annars vegar sú ákvörðun forsetans að leyfa þjóðinni sjálfri að ákveða hvort að hún ætlaði að greiða Icesave og hins vegar þá ákvörðun Hæstaréttar að fella þann dóm að lán íslenskra banka í erlendri mynt stæðist ekki lög. Jóhanna og félagar hennar í ríkisstjórninni hafa síðan reynt að snúa út úr dómi Hæstaréttar með því að endurreikna afturvirkt gjaldeyrislánin með hæstu breytilegu vöxtum Seðalbankans.
Miklu mildari tónn var hjá forsætisráðherra í garð bankanna en í ræðunni endurtók hún vafasamar ýkjusögur þeirra um afskriftir, til handa heimila og taldi þeim til tekna að hafa farið að lögum hætt við að innheimta ólöglegu gjaldeyrislánin. Sömuleiðis var tíunduð samvinna banka við stjórnvöld við að greiða úr skuldavanda heimila! Í framhaldinu hreykti Jóhanna sér af því að það hefðu orðið miklar umbætur í ráðningamálum á vegum hins opinbera. Verður þetta ekki túlkað með öðrum hætti en svo að Jóhanna ætli að standa með Páli Magnússyni í Bankasýslunni.
En þetta eru víst tímar Jóhönnu Sigurðardóttur.
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 23:31 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (9)
19.10.2011 | 16:59
Stjórn Frjálslynda flokksins styður sjómenn í mannréttindabaráttu
Stjórn Frjálslynda flokksins styður heilshugar þá sjómenn sem hyggjast berjast fyrir rétti sínum og alls almennings og róa til fiskjar með handfæri, án kvóta. Sjómennirnir eru í fullum rétti enda ótvírætt varðir af jafnræðisreglu stjórnarskrár íslenska lýðveldisins og eru réttindin tryggð í alþjóðasamningum sem íslenska lýðveldið hefur undirgengist. Undir það hafa tekið æðstu valdhafar framkvæmdarvaldsins í málefnum dómsmála og sjávarútvegsmála, sbr. þskj. 6 á 136. löggjafarsamkomu lýðveldisins.
Stjórnarflokkarnir, Vinstri grænir og Samfylkingin, gáfu sjómönnunum í mannréttindabaráttunni, sem margir eru ungir að árum, skýr fyrirheit fyrir síðustu alþingiskosningar um að jafnræði íslenskra þegna yrði virt við nýtingu sameiginlegrar fiskveiðiauðlindar þjóðarinnar. Engin rök eru fyrir því að nokkrir almannahagsmunir geti legið því til grundvallar að takmarka handfæraveiðar, s.s. vegna meintrar ofveiði. Algerlega útilokað er að ofveiða fiskistofna með handfærum.
Sjómennirnir í mannréttindabaráttunni eru með fullgild veiðileyfi og eru því í fullum rétti til þess að nýta sameiginlega auðlind landsmanna. Stjórn Frjálslynda flokksins skorar á ráðherra mannréttinda og sömuleiðis ráðherra sjávarútvegsmála að vera samkvæma sjálfum sér, sbr. fyrrgreint þingskjal, og virða að fullu mannréttindi sjómannanna og styðja frjálsar handfæraveiðar. Stjórn Frjálslynda flokksins skorar sömuleiðis á fjármálaráðherra og forsætisráðherra að styðja verðmætaöflun sjómannanna í mannréttindabaráttunni, en aukin veiði mun án efa auðvelda ráðherrunum stjórn efnahagsmála.
Ríkisstjórn Íslands ætti að hafa það hugfast að frjálsar handfæraveiðar eru einföld og góð leið til þess að tryggja trausta byggð í dreifðum byggðum landsins og þær njóta almenns stuðnings meðal landsmanna.
19. október 2011
Sigurjón Þórðarson, Ásta Hafberg og Grétar Mar Jónsson
15.10.2011 | 00:04
Sjúkt
Ég er nýkominn af mikilli fjármálaráðstefnu, þar sem þröng fjárhagsstaða sveitarfélaga var til umræðu. Heildarskuldir sveitarfélaganna er liðlega þrefaldar árlegar tekjur þeirra. Með því að sleppa að telja með skuldir Orkuveitu Reykjavíkur og lífeyrisskuldbindingar og ætla að greiða niður lán sveitarfélaga um 66 milljarða á næstu 10 árum var mögulegt að ná fram viðunandi stöðu. Með framangreindum reiknikúnstum var talið mögulegt að ná viðunandi stöðu eins og fyrr greinir árið 2021. Reyndar er staða ríkissjóðs síst betri en skuldir eru liðlega þrefaldar tekjur og gríðarlegur hallarekstur í þokkabót. Skuldirnar sem ríkissjóður hefur sankað að sér undir forystu fjórflokksins hefur að mestu farið í að endurreisa nánast óbreytt og fársjúkt fjármálakerfi sem orsakaði hrunið. Á ráðstefnunni benti ég á að upphæðin sem sveitarfélögin ætla sér að nurla saman með sparnaði í leikskólum og skólum til þess að greiða niður stökkbreyttu lánin á næsta áratug væri nánast sú sama upphæð og Ólafur Ólafsson fjárglæframaður, fékk afskrifað í bankanum sínum, sem ber nú nafnið Arion. Sagt er að á móti niðurfellingu skulda hafi Ólafur þurft að láta af hendi hlutabréf í Granda til bankans.
Mikill leyndarhjúpur hvílir yfir eignarhaldi á umræddum Arion banka en ekki kæmi á óvart ef að Ólafur Ólafsson ætti drjúgan hlut í bixinu, en það væri a.m.k. ekki í fyrsta sinn sem að hann stæði í baktjaldarmakki í kringum eignarhald á banka.
Fyrir íslenskan almenning sem glímir við miklar fjárhagsþrengingar er það ekki sjálfgefið að höfuðpaurar hrunsins séu í samningaviðræðum og haldi áfram umsvifamiklum rekstri eins og ekkert hafi í skorist þó svo að svo sé látið í veðri vaka í sumum fjölmiðlum. Það leiðir hugann að því að furðulegt er að fjölmiðlaveldi 365 sé enn stjórnað af Bónusvíkingum og Morgunblaðinu af skuldugum útgerðaraðli sem fór í umsvifamikla fjármála og bankaviðskipti með hræðilegum afleiðingu.
9.10.2011 | 13:51
Tilgagnslítil umræða og æfingar í Geirfinnsmálinu
Sakfellingar í Geirfinnsmálinu voru umdeilanlegar og vafasamar. Fá ný sönnunargögn hafa komið fram í þessu 35 ára gömlu sakamáli en samt sem áður eru ráðamenn gefa í skyn að rétt sé að taka málið upp. Innanríkisráðherra hefur sett af stað starfshóp til þess að fara yfir rannsókn 35 ára gamals sakamáls og nú er kastljós ríkissjónvarpsins sett í að ræða þetta gamla sakamál.
Erfitt er að sjá hverju þessi umræða og æfingar innanríkisráðherra eiga að skila og þær eru hálffáránlegar í þeirri stöðu sem þjóðfélagið er í.
Rannsóknar- og réttarvörslukerfið hefur ekki úr óþjótandi afkastagetu og sjóðum úr að spila og stjórnmálamenn hljóta að þurfa að forgangsraða verkum. Í þeirri þröngu stöðu sem þjóðin er í, væri nær að mínu viti að hraða og skerpa á rannsókn á þeim fjársvikamálum sem ollu hruninu og elta peningana til Tortola. Furðulegt er að fylgjast með að menn á borð við Ólafur Ólafsson í Samskipum hafi enn yfir að ráða drjúgum hluta af fiskveiðiauðlindinni á sama tíma og innanríkisráðherra Ögmundur Jónasson heldur áfram að brjóta mannréttindi á trillukörlum og meina þeim að draga björg í bú.
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 13:53 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
3.10.2011 | 00:00
Rós Vinstri grænna
Eitt helsta afrek að eigin mati Vinstri grænna var að endurreisa bankakerfið. Leiðtogar flokksins hafa mjög gumað af þessu afreki sínu og telja það á heimsmælikvarða. Þeir bankastjórar sem hafa verið valdir til að stýra endurreistu bönkunum eru kúlulánadrottningin í Íslandsbanka, samráðssvikastjórinn í Arion og fyrrum skósveinn efnahagshryðjuverkamannsins sem áður var eigandi og allsráðandi í Landsbankanum sáluga, Björgólfs Thors.
Til að kóróna endurreisnina hafa stjórnvöld fengið einn af þeim áhrifamönnum sem voru innstu koppar í búrum spilltrar einkavinavæðingar á bönkunum til að stýra Bankasýslunni sem á meðal annars að hafa eftirlit og yfirumsjón með fjármálastofnununum.
Þó að Vinstri grænir séu ánægðir með nýja bankakerfið sitt sem þeir hafa dælt í hundruðum milljarða af skattfé verður ekki hið sama sagt um skuldugan almenning sem stóð fyrir utan Alþingishúsið í gær þegar 140. þing var sett. Eflaust verður fjölmenni á Austurvelli þegar stefnuræðan verður flutt annað kvöld.
Bloggvinir
- Helga Þórðardóttir
- Gunnar Skúli Ármannsson
- Jens Guð
- Hallgrímur Guðmundsson
- Ásta Hafberg S.
- Jóhann Elíasson
- Aðalheiður Ámundadóttir
- Óskar Helgi Helgason
- Georg Eiður Arnarson
- Óskar Þorkelsson
- Jakob Falur Kristinsson
- Kolbrún Stefánsdóttir
- Baldvin Jónsson
- Jakobína Ingunn Ólafsdóttir
- Ragnheiður Ólafsdóttir
- Hallur Magnússon
- Sigurður Þórðarson
- Gunnlaugur B Ólafsson
- Guðrún María Óskarsdóttir.
- Katrín
- Þarfagreinir
- Samtök sjálfstæðra í sjávarútvegi
- Frjálslyndi flokkurinn í Eyjafirði
- Hallgrímur Óli Helgason
- Jón Kristjánsson
- Hrannar Björn Arnarsson
- Hlynur Þór Magnússon
- Jón Valur Jensson
- Gunnar Th. Gunnarsson
- Kjartan Eggertsson
- Halla Rut
- Ingólfur Þór Guðmundsson
- Grétar Pétur Geirsson
- Guðrún Þóra Hjaltadóttir
- J. Einar Valur Bjarnason Maack
- ragnar bergsson
- Bjarni Harðarson
- Rannveig Þorvaldsdóttir
- Sigurður Sigurðsson
- Eiríkur Guðmundsson
- Stefán Friðrik Stefánsson
- erlahlyns.blogspot.com
- Agný
- Guðjón Ólafsson
- Einar Ben
- Jón Aðalsteinn Jónsson
- Georg P Sveinbjörnsson
- Gunnar Freyr Hafsteinsson
- Ólafur Ragnarsson
- Guðrún Magnea Helgadóttir
- Ólafur Björn Ólafsson
- Halldór Jónsson
- Elvar Atli Konráðsson
- Kristján H Theódórsson
- Guðjón Sigþór Jensson
- Helgi Már Barðason
- Brynja Hlíf Þorsteinsdóttir
- Víðir Benediktsson
- Valgerður Sigurðardóttir
- Jens Sigurjónsson
- Vestfirðir
- Sigurður Ásbjörnsson
- Jón Magnússon
- Viðar Friðgeirsson
- Axel Jóhannes Yngvason
- Svava S. Steinars
- Guðsteinn Haukur Barkarson
- Quackmore
- Árni "Gamli" Einarsson
- Haukur Már Helgason
- Þóra Guðmundsdóttir
- Heiða Þórðar
- Steingrímur Ólafsson
- Vefritid
- Ársæll Níelsson
- S. Einar Sigurðsson
- Rannveig H
- Gísli Gíslason
- Bjarni Kjartansson
- Steingrímur Helgason
- Fiðrildi
- Baldur Fjölnisson
- Þorsteinn Ásgeirsson (Icerock)
- Linda Lea Bogadóttir
- Félag Ungra Frjálslyndra
- Hanna
- Sverrir Stormsker
- Ottó Marvin Gunnarsson
- gudni.is
- Einar Vignir Einarsson
- Hákon Unnar Seljan Jóhannsson
- Valgerður Halldórsdóttir
- Guðmundur Jónas Kristjánsson
- Sæþór Helgi Jensson
- Fríða Björk Einarsdóttir
- Jóhann Kristjánsson
- Oddur Helgi Halldórsson
- Guðrún Jóna Gunnarsdóttir
- María Harðardóttir og Þorsteinn Narfason
- Grétar Rögnvarsson
- Ragnar Þór Ingólfsson
- Róbert Guðmundur Schmidt
- Steinn Hafliðason
- Landssamband ungra frjálslyndra
- Bergþóra Árnadóttir - RIP 15.2.48 - 8.3.07
- Þórir Aðalsteinsson
- Vilborg Traustadóttir
- Arnþrúður Karlsdóttir
- Sævar Einarsson
- Ketilás
- Ómar Pétursson
- Eyþór Grétar Grétarsson
- FF
- Jón Þór Bjarnason
- Óskar Þ. G. Eiríksson
- Vilhjálmur Árnason
- Alexander Kristófer Gústafsson
- Róbert Tómasson
- Landvernd
- ThoR-E
- Haraldur Baldursson
- Sigurður Jón Hreinsson
- Eyþór Laxdal Arnalds
- busblog.is
- Sigríður Inga Sigurjónsdóttir
- Himmalingur
- Svanhildur Karlsdóttir
- Gísli Birgir Ómarsson
- Árni Árnason
- Grétar Mar Jónsson
- Perla
- Ingunn Guðnadóttir
- Irma Þöll
- Skattborgari
- Gulli litli
- Jón Snæbjörnsson
- Þráinn Jökull Elísson
- Sigríður Elfa Eyjólfsdóttir
- Mál 214
- Bullukolla
- kreppukallinn
- hreinsamviska
- Arinbjörn Kúld
- Orgar
- Guðjón Baldursson
- Gunnar Þór Gunnarsson
- Hörður B Hjartarson
- Gunnar Björn Björnsson
- Haraldur Hansson
- Þórólfur S. Finnsson
- Birna Steingrímsdóttir
- Gestur Guðjónsson
- Jónas Rafnar Ingason
- Stríða
- Götusmiðjan
- Brynja skordal
- Haraldur Bjarnason
- Guðmundur Óli Scheving
- Ásta
- Markús frá Djúpalæk
- Jörundur Garðarsson
- MIS
- Þorsteinn H. Gunnarsson
- Björn Júlíus Grímsson
- S Kristján Ingimarsson
- Bryndís Haraldsdóttir
- Þórður Björn Sigurðsson
- Magnús Kristjánsson
- Bergur Sigurðsson
- Guðrún Ólafía Brynleifsdóttir
- Hildur Helga Sigurðardóttir
- Ólafía Herborg Jóhannsdóttir
- Heimssýn
- Brosveitan - Pétur Reynisson
- Óskar Arnórsson
- Sigurbjörn Svavarsson
- Árni Davíðsson
- Lúðvík Lúðvíksson
- Árelíus Örn Þórðarson
- Friðrik Hansen Guðmundsson
- Jakob Þór Haraldsson
- Guðrún Katrín Árnadóttir
- Þorsteinn Valur Baldvinsson
- L.i.ú.
- Rafn Gíslason
- Vilhjálmur Sveinn Björnsson
- Samtök Fullveldissinna
- Vaktin
- Arnar Guðmundsson
- Lárus Baldursson
- Sveinn Elías Hansson
- Þórarinn Baldursson
- Kjartan Magnússon
- ÞJÓÐARHEIÐUR - SAMTÖK GEGN ICESAVE
- Berglind Steinsdóttir
- Bjarney Vigdís Ingimundardóttir
- BJÖRK
- Björn Emilsson
- Dagný
- Dominus Sanctus.
- Friðgeir Sveinsson
- Guðmundur Ásgeirsson
- Guðmundur Pálsson
- Helgi Þór Gunnarsson
- Högni Snær Hauksson
- Inga Sæland Ástvaldsdóttir
- Jón Þórhallsson
- Kristján P. Gudmundsson
- Ómar Bjarki Smárason
- Ragnar Stefán Rögnvaldsson
- Rósa Aðalsteinsdóttir
- Samstaða þjóðar
- Sigurður Ingólfsson
- Stefán Júlíusson
- Sumarliði Einar Daðason
- Sveinn Björnsson
- Tryggvi Gunnar Hansen
- Úrsúla Jünemann
- Valdimar H Jóhannesson
Tenglar
Mínir tenglar
- Losnað við pestina Þetta hefur reynst mér vel við að losna við allar pestir þá 5 mánuði sem ég hef reynt immiflexið
- Ginseng Hér fæ ég kraftinn
- Frjálslyndi flokkurinn Vill breyta kvótakerfinu
- Ungmennasamband Skagafjarðar Ég er formaður
- Hér kaupi ég tölvudótið Ódýrt og gott
Sjávarútvegsmál
- Hafró Stofnunin þar sem ákveðið er hversu mikið má veiða
- Landssamband íslenskra útvegsmanna LÍÚ
- Landssamband smábátaeigenda LS
- Jörgen Niclasen Formaður Fólkaflokksins í Færeyjum
- Helgi Áss Grétarsson Sérfræðingur í HÍ á vegum LÍÚ
Fréttamiðlar
- Al Jazeera Gefur Bandaríkjamönnum engin grið
- BBC BBC
- Börsen Dönsk fjármálasíða
- Seðlabankinn Musteri Davíðs
Nýjustu athugasemdir
- Bara ef það hentar mér: Hér má sjá ráðleggingar Hafró um afla hvers árs og það sem enda... 7.1.2025
- Bara ef það hentar mér: "Vagn" svei mér þá þú ert bara mun meiri "GRAUTARHAUS" en ég ha... 7.1.2025
- Bara ef það hentar mér: Jóhann, úthlutaður kvóti, veiðiheimildir, er ekki það sama og r... 7.1.2025
- Bara ef það hentar mér: Pálmi það skal tekið fram að ég fylgjandi auknum veiðiheimildum... 7.1.2025
- Bara ef það hentar mér: Sæll Sigurjón Þú ert bara ekki að bera saman epli og epli. Þú v... 7.1.2025
- Bara ef það hentar mér: Hvað er eiginlega á milli eyrnanna á þér "Vagn"???? Kvóti og v... 7.1.2025
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (20.1.): 4
- Sl. sólarhring: 9
- Sl. viku: 88
- Frá upphafi: 1019333
Annað
- Innlit í dag: 4
- Innlit sl. viku: 74
- Gestir í dag: 4
- IP-tölur í dag: 4
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Myndaalbúm
Eldri færslur
- Janúar 2025
- Desember 2024
- Nóvember 2024
- Október 2024
- September 2024
- Ágúst 2024
- Júlí 2024
- Júní 2024
- Maí 2024
- Apríl 2024
- Mars 2024
- Janúar 2024
- Apríl 2023
- Október 2022
- Október 2021
- Febrúar 2021
- Janúar 2021
- Janúar 2019
- Apríl 2018
- Desember 2017
- Október 2016
- Ágúst 2016
- Janúar 2016
- Nóvember 2015
- Nóvember 2014
- Apríl 2013
- Mars 2013
- Febrúar 2013
- Desember 2012
- Ágúst 2012
- Júlí 2012
- Júní 2012
- Maí 2012
- Apríl 2012
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- Október 2011
- Ágúst 2011
- Júlí 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007