Bloggfærslur mánaðarins, mars 2010
29.3.2010 | 18:08
Samherji minn Eiríkur Stefánsson í tómri vitleysu
Á hálftíma langri eldmessu samherja míns Eiríks Stefánssonar, á Útvarpi Sögu fyrr í dag, mátt glöggt heyra að félagi minn í samtökum um Þjóðareign var reiður og vanstilltur.
Eiríkur var um nokkurt skeið í Frjálslynda flokknum og vorum við um margt sammála nema þá helst Evrópumálin. Eiríkur gekk úr Frjálslynda flokknum og í Samfylkinguna þar sem að hann átti rætur m.a. vegna þess að hann taldi vænlegra að ná fram breytingum á kvótakerfinu í stærri stjórnmálaflokki.
Ég hef haft nokkurn skilning á vonbrigðum Eiríks með Samfylkinguna, þar sem að hann hefur hvað eftir annað þurft að horfa upp á undanslátt og svik Samfylkingarinnar í sjávarútvegsmálum. Samfylkingin hefur haldið áfram að brjóta mannréttindi og ekki virt þá sjómenn viðlits sem sóttu rétt sinn til Mannréttindanefndar Sameinuðu þjóðanna. Eiríkur á mjög erfitt með að horfast í augu við að vistaskipti hans voru ekki til mikils gagns fyrir málstaðinn. Í stað þess að beina spjótum sínum að andstæðingum breytinga á illræmdu kvótakerfi, þá hefur hann ráðist með útúrsnúningum að fyrrum félögum sínum í Frjálslynda flokknum sem hafa haldið fram óbreyttri stefnu.
Mér finnst þó steininn taka úr í vitleysisgangi og rangtúlkunum þáttargerðarmannsins á Útvarpi Sögu þegar hann þykist lesa út úr eftirfarandi ályktun einhvern stuðning við kvótakerfið, þar sem dreginn er fram tvískinnungur Jóhönnu Sigurðardóttur forsætisráðherra:
Frjálslyndi flokkurinn er fylgjandi þjóðaratkvæðagreiðslum um umdeild mál.
Miðstjórn flokksins lýsir þó undrun sinni á því að forsætisráðherra þurfi að vísa stefnumörkun stjórnvalda í sjávarútvegsmálum í þjóðaratkvæðagreiðslu.
Miðstjórn telur óþarft að kjósa um hvort að stjórnvöld hætti mannréttindabrotum.
Frjálslyndi flokkurinn hefur margoft komið með raunhæfar tillögur um hvernig megi komast út úr illræmdu kvótakerfi og hætta mannréttindabrotum og þannig auka verðmæti sjávarfangs landi og þjóð til heilla.
Eiríkur Stefánsson situr víst í framkvæmdastjórn samtakanna Þjóðareignar sem ég og ýmsir aðrir í miðstjórn Frjálslynda flokksins erum meðlimir í og hann flytur mál sitt einatt í nafni samtakanna. Það hljóta eðlilega að vakna efasemdir um samtökinn ef að forvígismenn þverpólitískra samtaka sjá tíma sínum best varið í að snúa út úr ályktunum sem styðja við málstaðinn og krefjast þess að stjórnvöld hætti strax án undanbragða að brjóta mannréttindi.
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 18:11 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (18)
28.3.2010 | 23:00
Miðstjórn Frjálslynda flokksins undrast tal forsætisráðherra, um að setja eigi kvótakerfið í þjóðaratkvæðagreiðslu
Frjálslyndi flokkurinn er fylgjandi þjóðaratkvæðagreiðslum um umdeild mál.
Miðstjórn flokksins lýsir þó undrun sinni á því að forsætisráðherra þurfi að vísa stefnumörkun stjórnvalda í sjávarútvegsmálum í þjóðaratkvæðagreiðslu.
Miðstjórn telur óþarft að kjósa um hvort að stjórnvöld hætti mannréttindabrotum.
Frjálslyndi flokkurinn hefur margoft komið með raunhæfar tillögur um hvernig megi komast út úr illræmdu kvótakerfi og hætta mannréttindabrotum og þannig auka verðmæti sjávarfangs landi og þjóð til heilla.
26.3.2010 | 21:36
Fólkið brást en stefnan ekki
Helsta niðurstaða endurreisnarskýrslu Sjálfstæðisflokksins sem gerð var undir yfirumsjón Skagfirðingsins Vilhjálms Egilssonar var að stefna flokksins væri í góðu lagi en fólkið hefði brugðist. Það er því rökrétt framhald að minni spámenn flokksins í Skagafirði skyldu fara eftir leiðsögn flokksforystunnar og skipta út öllum efstu mönnum á framboðslista Sjálfstæðisflokksins í Skagafirði sem hafa borið uppi og varið sjálfstæðisstefnuna.
Ég er ekki sammála þessu mati þar sem ég tel fólkið í flokknum vera eins og gengur og gerist, hvorki verra né betra en almennt gerist. Það sem brást var stefna spilltrar forystu Sjálfstæðisflokksins sem fól í sér einkavinavæðingu, mannréttindabrot í sjávarútvegi, skuldasöfnun, óráðsíu og útþenslu hins
opinbera. Flokkar sem hafa lent í því að stefna þeirra hafi rústað samfélögum og valdið eyðileggingu hafa venjulega endurskoðað stefnu sína eða þá jafnvel verið lagðir niður.
Það kemur verulega á óvart að sjá hve margt velmeinandi fólk er tilbúið að leggja nafn sitt við lista og óbreytta stefnu Sjálfstæðisflokksins sem rústaði íslensku samfélagi á valdatíð sinni.
Nú er spurning hvort að oddvitinn, Jón Magnússon og hans meðreiðarsveinar og -meyjar munu boða iðrandi bót og betrun eða áframhald gjaldþrota Sjálfstæðisstefnu?
24.3.2010 | 17:04
Fyrrverandi forsetar gefa sjómannaforustunni falleinkunn
Tveir fyrrverandi forsetar Farmanna- og fiskimannasambandsins sitja í framkvæmdastjórn Frjálslynda flokksins en framkvæmdastjórnin sendi frá sér eftirfarandi ályktun í dag:
Sjómannaforystan með þá Sævar Gunnarsson formann sjómannasambandsins og Árna Bjarnason formann Farmanna- og fiskimannasambands í forsvari, hafa sýnt það með yfirlýsingum sínum vegna skötuselsmálsins, að hún er úrelt og komin gjörsamlega úr takti við sjómenn og fólkið í landinu.
Það sætti mikilli furðu ef að þessum foringjum tækist að sannfæra sjómenn um að það þjóni hagsmunum sjómanna að viðhalda leigukvótakerfi undir eignahaldi og forystu LÍÚ, þar sem starfandi sjómönnum er gert að greiða okurverð fyrir aðgang að sameiginlegri auðlind Íslendinga til framtíðar.
Ef þessi stefna er orðin sérstök kjarastefna sjómannaforystunnar, þá má vorkenna sjómannastéttinni undir forystu þeirra.
24. mars, 2010.
Sigurjón Þórðarson, formaður.
Ásta Hafberg, varaformaður.
Grétar Mar Jónsson, ritari.
Guðjón Arnar Kristjánsson, formaður fjármálaráðs.
24.3.2010 | 12:12
Bæjarstjórinn í Vesturbyggð bæði á móti íbúum og nýbúum
ÞAÐ getur verið snúið að átta sig á því hvert helstu forystumenn Samfylkingarinnar stefna. Forsætisráðherrann bauð þjóðinni upp á breytingar á fiskveiðistjórninni fyrir síðustu alþingiskosningar og festi síðan stefnuna í stjórnarsáttmála ríkisstjórnarinnar. Í stað þess að ríkisstjórnin hrindi stefnunni í framkvæmd vill forsætisráðherrann láta fara fram sérstaka auka-þjóðaratkvæðagreiðslu um málið. Það er mjög sérstakt, þar sem hún hefur haft uppi stór orð um einu þjóðaratkvæðagreiðsluna sem farið hefur fram á lýðveldistímanum um einstök mál, þ.e. að kosningarnar væru algjör markleysa og tímaeyðsla.
Á meðan á þessum mótsagnakennda farsa stendur skrifar bæjarstjóri einn á Vestfjörðum í slagtogi við varaþingmann Sjálfstæðisflokksins grein í Morgunblaðið þann 16. mars sl., þar sem þau mótmæla markaðri stefnu ríkisstjórnarinnar í sjávarútvegsmálum. Það sem gerir málið eftirtektavert og stórundarlegt er að bæjarstjórinn sem um ræðir, Ragnar Jörundsson, barðist með oddi og egg fyrir síðustu alþingiskosningar, sem frambjóðandi Samfylkingarinnar, fyrir sjávarútvegsstefnu flokksins sem hann nú er á móti.
Kvótakerfið hefur leikið Vesturbyggð mjög illa en það sýnir best fækkun íbúa í sjávarbyggðunum Patreksfirði og Bíldudal. Íbúum hefur fækkað um fjórðung síðasta áratuginn á Patreksfirði og Bíldudal sem er bein afleiðing kvótakerfisins. Á áratugnum urðu miklar úrbætur á samgöngum og íþróttaaðstöðu í þessum einu fallegustu byggðum landsins.
Óhætt er því að segja að kerfið sem bæjarstjórinn vill með öllum ráðum halda í, þrátt fyrir mannréttindabrot sem því fylgir, hafi fækkað íbúum sveitarfélagsins. Bæjarstjórinn góði lagði ofuráherslu á í greininni að koma yrði með öllum ráðum í veg fyrir, að útgerðir á Vestfjörðum gætu veitt skötusel með því að greiða hæfilegt gjald í tóman ríkissjóð. Hann vildi halda í lénsfyrirkomulagið sem felur í sér að þeir sem haldi til veiða á skötuselnum þurfi að leigja veiðiheimildir af útgerðum á Suðurlandi en þegar fiskurinn var kvótasettur veiddist hann nær eingöngu við suðurströndina. Það er ekki langt síðan skötuselur fór að veiðast í einhverjum mæli fyrir vestan og er hann því nokkurs konar nýbúi á svæðinu sem bæjarstjórinn vill greinilega ekki fá á bryggjuna sína.
Þegar litið er yfir málflutning helstu leiðtoga Samfylkingarinnar í lands- og sveitarstjórnarmálum hlýtur að vakna sú spurning hvort þeir vilji láta taka sig alvarlega?
22.3.2010 | 18:53
Ályktun framkvæmdastjórnar Frjálslynda flokksins um Skötuselslögin
Frjálslyndi flokkurinn fagnar ný samþykktum breytingum á lögum um stjórn fiskveiða sem fela í sér heimild til aukinna veiða á skötusel. Breytingin felur í sér að það ríkir jafnræði við úthlutun aukinna veiðiheimilda.
Málið er lítið skref í rétta átt og hvetur Frjálslyndi flokkurinn sjávarútvegsráðherra til að stíga strax fleiri skref í sömu átt, með aðrar tegundir s.s. þorsk. Með því yrði veitt krafti og bjartsýni inn í íslenskt efnahagslíf.
Það er furðulegt en kom þó ekki á óvart að horfa upp á Sjálfstæðisflokkinn og Framsóknarflokkinn gæta sérhagsmuna á kostnað almannahagsmuna.
Það er greinilegt að hvorki Sjálfstæðisflokkur né Framsóknarflokkur hafa nokkuð lært af hruninu.
Skötuselsfrumvarp að lögum | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
22.3.2010 | 08:56
Vill Fréttablaðið að þjóðin greiði skuldir óreiðumanna?
Í vandaðri stjórnmálaályktun Frjálslynda flokksins er kjarnyrt umfjöllun um fjölmörg þjóðmál s.s. efnahagsmál, verðtrygginguna, skuldsetningu þjóðarbúsins, mannréttindamál, sjávarútvegsmál, landbúnað, skattamál, lýðræðisumbætur, umbætur í háskólastarfi og dómstóla.
Eina umfjöllun Fréttablaðsins um stjórnmálaályktunina hingað til er um eftirfarandi setningu sem virðist eitthvað fara í taugarnar á ritstjórn blaðsins
Frjálslyndi flokkurinn lýsir yfir stuðningi við þá ákvörðun Ólafs Ragnars Grímssonar forseta, að vísa þeirri ákvörðun til þjóðarinnar, hvort að þjóðin eigi að greiða skuldir óreiðumanna.
Stór hluti þjóðarinnar sem hvatti forsetann til þess að vísa málinu til þjóðarinnar og felldi lögin gerði það einmitt á þeim forsendum að vilja ekki greiða skuldir óreiðumanna.
Það er svo við hæfi að velta því fyrir sér hverjir eigi svo Fréttablaðið?
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 09:03 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
21.3.2010 | 22:44
Stjórnmálayfirlýsing Frjálslynda flokksins
Því verður ekki á móti mælt að ef stefna Frjálslynda flokksins hefði orðið ofan á við stjórn landsins á síðasta áratug, þá stæði þjóðin nú í allt öðrum og miklu betri sporum. Frjálslyndi flokkurinn barðist gegn einkavinavæðingunni, verðtryggingunni, skuldsetningu þjóðfélagsins og illræmdu kvótakerfi sem brýtur í bága við mannréttindi.
Eina leiðin fyrir Íslendinga út úr þröngri stöðu er að auka framleiðslu og gjaldeyrisöflun en alls ekki að fara leið AGS og Fjórflokksins um stóraukna skuldsetningu, niðurskurð og hækkun skatta. Við endurskoðun efnahagsáætlunar AGS verði tekið mið af íslenskum raunveruleika. Beinasta leiðin við öflun aukins gjaldeyris er að gera betur í þeim atvinnugreinum sem þjóðin gerir vel í s.s. sjávarútvegi, landbúnaði og ferðaþjónustu. Frjálslyndi flokkurinn hefur ítrekað rökstutt að hægt sé að ná miklu mun meiri verðmætum í sjávarútvegi án aukins kostnaðar með því að fiskur fari á frjálsan markað, taka í burt hvata til brottkasts, veiðiheimildir verði auknar verulega og bæta nýtingu. Möguleikar ferðaþjónustunnar eru ótæmandi enda er landið fagurt og gott en almennt glímir atvinnugreinin líkt og aðrar við gríðar háa vexti sem verður að lækka. Nauðsynlegt er að samningar um stóriðju verði gagnsæir og tryggi úrvinnslu afurða. Ýta á undir almenna nýsköpun í smáu sem stóru í; líftækni, tækni, landbúnaði og þjónustu. Horfa skal til skynsamlegra lausna óháð kreddum, við eflingu atvinnulífs s.s. að tryggja iðnaði og garðyrkjubændum rafmagn á hagstæðu verði.
Kreppa er staðreynd á Íslandi en hún er skilgetið afkvæmi sambúðar spilltrar stjórnmálastéttar og fjárglæframanna. Frjálslyndi flokkurinn hafnar því að afleiðingarnar af henni lendi með fullum þunga á þeim sem síst skyldi og eiga enga sök. Fjármagnseigendum var bættur strax skaðinn en skuldugur almenningur látinn blæða og blæðir enn.
Allir eiga rétt á mannréttindum og viðunandi lífskjörum til verndar heilsu og vellíðan. Stöðva verður að fólk sé hrakið út af heimilum sínum sökum; kreppunnar, verð- og gengistryggðra lána. Tryggja verður sanngjarna lausn, lágmarksframfærslu og að sérstök áhersla verði lögð á aðbúnað þeirra sem erfa munu landið. Endurskoða þarf samspil álagningar skatta og beitingu skerðingarreglna hjá Tryggingarstofnun svo tryggja megi eldri borgurum, öryrkjum og atvinnulausum viðunandi lágmarks laun.
Staða mála í íslensku samfélagi kallar á endurmat á skipulagi samfélagsins og á það jafnt við um stjórnskipan og samkrull hagsmunasamtaka. Frjálslyndi flokkurinn hvetur fólk til virkari þátttöku í kjarabaráttu en verkalýðsforystan er orðin verulega höll undir Fjórflokkinn og á í óskiljanlegu samkrulli við Samtök atvinnulífsins. Minni atvinnurekendur og nýliðar í rekstri eiga lítið skjól í SA sem virðast telja það heilaga skyldu að viðhalda óbreyttu kerfi sérhagsmuna.
Frjálslyndi flokkurinn hefur frá stofnun lagt áherslu á að landið verði eitt kjördæmi. Ráðherrar skulu víkja af þingi til þess að skerpa á þrískiptingu valdsins.
Frjálslyndi flokkurinn lýsir yfir stuðningi við þá ákvörðun Ólafs Ragnars Grímssonar forseta, að vísa þeirri ákvörðun til þjóðarinnar, hvort að þjóðin eigi að greiða skuldir óreiðumanna. Frjálslyndi flokkurinn er fylgjandi beinu lýðræði. Þjóðaratkvæðagreiðslur færa valdið til þjóðarinnar frá stjórnmálastétt sem bundin er á klafa þröngra sérhagsmuna.
Tryggja skal rétt minnihluta þingsins til þess að vísa málum til þjóðarinnar en það leiðir til þess að leiðtogar stjórnarflokka sem ráða sínu þingliði verði ekki einráðir við lagasetningu
Sömuleiðis er það krafa að 10% atkvæðisbærra manna geti með undirskrift hjá opinberu embætti, s.s. sýslumanni eða ráðhúsi, látið fara fram þjóðaratkvæðagreiðslur um einstök mál. Sömuleiðis skal halda í málskotsrétt forseta Íslands.
Festa skal í sessi að stjórnlagaþing verði kallað saman á 25 ára fresti til þess að tryggja að grundvallarlög lýðveldisins verði tekin til endurskoðunar fjórum sinnum á öld.
Við hrunið hafa mikilvægustu stofnanir landsins misst trúverðugleika sinn og fer Hæstiréttur ekki varhluta af því. Grundvöllur þess að bæta þar úr er að það ríki almenn sátt í samfélaginu um skipan dómara að tilnefning dómsmálaráðherra þurfi samþykki aukins meirihluta Alþingis
Bæta þarf vinnubrögð Alþingis m.a. svo að fundir þingnefnda verði í heyranda hljóði en það tryggir opin og lýðræðisleg vinnubrögð.
Standa skal vörð um að háskólar og fjölmiðlar ræki hlutverk sitt sem miðstöð og miðlun gagnrýnar hugsunar en mikið hefur skort þar á. Frjálslyndi flokkurinn leggur til að Háskóli Íslands þiggi ekki stöður eða styrki til einstakra embætta, heldur verði styrkjum veitt í einn pott sem úthlutað verði til rannsókna. Það yrði til þess að sérhagsmunaöfl, s.s. LÍÚ, geti ekki búið áróður í fræðilegan búning og gengisfellt háskólastarf. Tímabært er að taka aðferðir Hafró til gagngerrar endurskoðunar. Uppbygging fiskistofnanna síðustu áratugina hefur ekki gengið eftir, enda stangast aðferðir Hafró á við viðtekna vistfræði.
Frjálslyndi flokkurinn mun setja sér siða- og umgengnisreglur sem fela m.a. í sér að frambjóðendur undirriti drengskaparheit um að láta af trúnaðarstörfum fyrir flokkinn ef viðkomandi verður viðskila við hann.
Nú í niðursveiflunni, er talsverður vandi að afla fjár í gegnum skattkerfið til þess að halda uppi samfélagslegum gæðum á borð við; menntun, heilbrigðisþjónustu, löggæslu, trygga lágmarksframfærslu o.s.f. Hætt er við að aukin skattheimta skrúfi efnahagslífið í enn frekari niðursveiflu og því mikilvægt að fara varlega í skattahækkanir.
Ísland ætti í ljósi biturrar reynslu vafasamra fjármagnsflutninga að verða leiðandi á alþjóðavettvangi um upptöku Tóbínskatts á fjármagnsflutninga á milli landa.
Ekki verður séð að Ísland eigi nokkuð erindi inn í ESB, en sambandið er hvorki vont né gott í eðli sínu heldur stórt hagsmunatengt stjórnkerfi. Sérstaklega í ljósi fiskveiðistefnu sambandsins og harðneskjulegrar afstöðu í garð Íslendinga í kjölfar bankahrunsins.
Íslenska þjóðin getur átt bjarta framtíð en þá verður hún að þora að losa sig úr viðjum sérhagsmunabandalaga og vinna sameinuð að aukinni verðmætasköpun og atvinnu í landinu.
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 23:28 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)
18.3.2010 | 00:20
Sögufölsun sagnfræðingsins Björgvins G. Sigurðssonar
Björgvin G. Sigurðsson þingmaður lagði fram frumvarp þess efnis að landið yrði gert að einu kjördæmi. Í greinargerð með frumvarpinu kemur að Héðinn Valdimarsson hafi fyrstur lagt það til að landið yrði eitt kjördæmi og síðan hafi ekki verið hreyft við málinu fyrr en að Guðmundur Árni Stefánsson sendiherra Samfylkingarinnar hefði lagt fram frumvarp sjö áratugum síðar.
Auðvitað er það ekki rétt hjá Björgvini og nánast sögufölsun þar sem fyrrum formaður Frjálslynda flokksins Sverrir Hermannsson og Pétur Bjarnason þingmaður Frjálslynda flokksins lögðu fram þingmál sama efnis árið 2000. Umræddur Guðmundur Árni Stefánsson tók þá þátt í umræðu á þingi um mál Sverris en í ræðu Guðmundur Árna Stefánssonar kemur fram að hann hafi verið á móti því að landið yrði gert að einu kjördæmi.
Það er greinilegt á öllu að málflutningur þingmanna Frjálslynda flokksins hafði þau áhrif á Guðmund Árna að hann hafði sinnaskipti og gerði gott mál að sínu.
17.3.2010 | 10:22
Sjálfstæðisflokkurinn þarf hjálp
Stjórnmálaflokkar sem hafa lent í því að stefna þeirra hafi rústað og valdið eyðileggingu hafa venjulega endurskoðað stefnu sína eða þá verið lagðir niður sbr. þýski nasistaflokkurinn. Ekki verður því á móti mælt að löng óábyrg stjórnarstefna Sjálfstæðisflokksins olli hruninu sem miklu frekar einkenndist af spillingu en eðlilegum stjórnarháttum kennda við hægri eða vinstri. Engu að síður virðist sem flokkurinn sé ekki tilbúinn að endurskoða stefnu sína í neinum atriðum og meiri segja ekki í sjávarútvegsmálum, þó svo að stefnan brjóti í bága við mannréttindi og hafi ekki skila þjóðfélaginu öðru en stórtjóni.
Í Morgunblaðinu í dag má lesa grein eftir sjálfan Sigurð Kára sérlegan aðstoðarmann Bjarna formanns Sjálfstæðisflokksins. Í grein sinni spyr Sigurður Kári liðsmenn Vg um trúnað þeirra við stefnu flokksins í umhverfismálum vegna þess að til stendur að opna örlitla glufu eitthvert jafnræði og frelsis til skötuselsveiða. Aukið frelsi til veiða myndi leiða til þess m.a. að grásleppusjómenn hringinn í kringum landið, sem fá skötusel í netin geti fénýtt fiskinn.
Það rekst hvað á annars horn í málflutningi Sjálfstæðisflokksins þar sem forysta flokksins hefur nýverið lagt til að auka þorskveiðiheimildir um tugi þúsunda tonna þ.e. ef og aðeins ef aukningin lendir hjá núverandi handhöfum veiðiheimilda, en síðan virðist vera sem að sömu aðilar tíni til öll rök m.a. sjálfbæra nýtingu, græna atvinnustefnu og umhverfismerkingar gegn því að auka skötuselsveiðar um einhver hundruð tonna. Ástæðan fyrir andstöðunni er augljóslega eingöngu sú að það eigi að gæta jafnræðis við úthlutun veiðiheimilda á skötuselnum.
Það er augljóst að almennt jafnræði, virðing fyrir atvinnufrelsi einstaklinga er eitur í beinum forystu Sjálfstæðisflokkins en ég efast að sama skapi um að almennir flokksmenn taki undir með forystunni í þessum efnum.
Leyft en þó ekki ávísun á ofveiði | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 10:44 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (15)
Bloggvinir
- Helga Þórðardóttir
- Gunnar Skúli Ármannsson
- Jens Guð
- Hallgrímur Guðmundsson
- Ásta Hafberg S.
- Jóhann Elíasson
- Aðalheiður Ámundadóttir
- Óskar Helgi Helgason
- Georg Eiður Arnarson
- Óskar Þorkelsson
- Jakob Falur Kristinsson
- Kolbrún Stefánsdóttir
- Baldvin Jónsson
- Jakobína Ingunn Ólafsdóttir
- Ragnheiður Ólafsdóttir
- Hallur Magnússon
- Sigurður Þórðarson
- Gunnlaugur B Ólafsson
- Guðrún María Óskarsdóttir.
- Katrín
- Þarfagreinir
- Samtök sjálfstæðra í sjávarútvegi
- Frjálslyndi flokkurinn í Eyjafirði
- Hallgrímur Óli Helgason
- Jón Kristjánsson
- Hrannar Björn Arnarsson
- Hlynur Þór Magnússon
- Jón Valur Jensson
- Gunnar Th. Gunnarsson
- Kjartan Eggertsson
- Halla Rut
- Ingólfur Þór Guðmundsson
- Grétar Pétur Geirsson
- Guðrún Þóra Hjaltadóttir
- J. Einar Valur Bjarnason Maack
- ragnar bergsson
- Bjarni Harðarson
- Rannveig Þorvaldsdóttir
- Sigurður Sigurðsson
- Eiríkur Guðmundsson
- Stefán Friðrik Stefánsson
- erlahlyns.blogspot.com
- Agný
- Guðjón Ólafsson
- Einar Ben
- Jón Aðalsteinn Jónsson
- Georg P Sveinbjörnsson
- Gunnar Freyr Hafsteinsson
- Ólafur Ragnarsson
- Guðrún Magnea Helgadóttir
- Ólafur Björn Ólafsson
- Halldór Jónsson
- Elvar Atli Konráðsson
- Kristján H Theódórsson
- Guðjón Sigþór Jensson
- Helgi Már Barðason
- Brynja Hlíf Þorsteinsdóttir
- Víðir Benediktsson
- Valgerður Sigurðardóttir
- Jens Sigurjónsson
- Vestfirðir
- Sigurður Ásbjörnsson
- Jón Magnússon
- Viðar Friðgeirsson
- Axel Jóhannes Yngvason
- Svava S. Steinars
- Guðsteinn Haukur Barkarson
- Quackmore
- Árni "Gamli" Einarsson
- Haukur Már Helgason
- Þóra Guðmundsdóttir
- Heiða Þórðar
- Steingrímur Ólafsson
- Vefritid
- Ársæll Níelsson
- S. Einar Sigurðsson
- Rannveig H
- Gísli Gíslason
- Bjarni Kjartansson
- Steingrímur Helgason
- Fiðrildi
- Baldur Fjölnisson
- Þorsteinn Ásgeirsson (Icerock)
- Linda Lea Bogadóttir
- Félag Ungra Frjálslyndra
- Hanna
- Sverrir Stormsker
- Ottó Marvin Gunnarsson
- gudni.is
- Einar Vignir Einarsson
- Hákon Unnar Seljan Jóhannsson
- Valgerður Halldórsdóttir
- Guðmundur Jónas Kristjánsson
- Sæþór Helgi Jensson
- Fríða Björk Einarsdóttir
- Jóhann Kristjánsson
- Oddur Helgi Halldórsson
- Guðrún Jóna Gunnarsdóttir
- María Harðardóttir og Þorsteinn Narfason
- Grétar Rögnvarsson
- Ragnar Þór Ingólfsson
- Róbert Guðmundur Schmidt
- Steinn Hafliðason
- Landssamband ungra frjálslyndra
- Bergþóra Árnadóttir - RIP 15.2.48 - 8.3.07
- Þórir Aðalsteinsson
- Vilborg Traustadóttir
- Arnþrúður Karlsdóttir
- Sævar Einarsson
- Ketilás
- Ómar Pétursson
- Eyþór Grétar Grétarsson
- FF
- Jón Þór Bjarnason
- Óskar Þ. G. Eiríksson
- Vilhjálmur Árnason
- Alexander Kristófer Gústafsson
- Róbert Tómasson
- Landvernd
- ThoR-E
- Haraldur Baldursson
- Sigurður Jón Hreinsson
- Eyþór Laxdal Arnalds
- busblog.is
- Sigríður Inga Sigurjónsdóttir
- Himmalingur
- Svanhildur Karlsdóttir
- Gísli Birgir Ómarsson
- Árni Árnason
- Grétar Mar Jónsson
- Perla
- Ingunn Guðnadóttir
- Irma Þöll
- Skattborgari
- Gulli litli
- Jón Snæbjörnsson
- Þráinn Jökull Elísson
- Sigríður Elfa Eyjólfsdóttir
- Mál 214
- Bullukolla
- kreppukallinn
- hreinsamviska
- Arinbjörn Kúld
- Orgar
- Guðjón Baldursson
- Gunnar Þór Gunnarsson
- Hörður B Hjartarson
- Gunnar Björn Björnsson
- Haraldur Hansson
- Þórólfur S. Finnsson
- Birna Steingrímsdóttir
- Gestur Guðjónsson
- Jónas Rafnar Ingason
- Stríða
- Götusmiðjan
- Brynja skordal
- Haraldur Bjarnason
- Guðmundur Óli Scheving
- Ásta
- Markús frá Djúpalæk
- Jörundur Garðarsson
- MIS
- Þorsteinn H. Gunnarsson
- Björn Júlíus Grímsson
- S Kristján Ingimarsson
- Bryndís Haraldsdóttir
- Þórður Björn Sigurðsson
- Magnús Kristjánsson
- Bergur Sigurðsson
- Guðrún Ólafía Brynleifsdóttir
- Hildur Helga Sigurðardóttir
- Ólafía Herborg Jóhannsdóttir
- Heimssýn
- Brosveitan - Pétur Reynisson
- Óskar Arnórsson
- Sigurbjörn Svavarsson
- Árni Davíðsson
- Lúðvík Lúðvíksson
- Árelíus Örn Þórðarson
- Friðrik Hansen Guðmundsson
- Jakob Þór Haraldsson
- Guðrún Katrín Árnadóttir
- Þorsteinn Valur Baldvinsson
- L.i.ú.
- Rafn Gíslason
- Vilhjálmur Sveinn Björnsson
- Samtök Fullveldissinna
- Vaktin
- Arnar Guðmundsson
- Lárus Baldursson
- Sveinn Elías Hansson
- Þórarinn Baldursson
- Kjartan Magnússon
- ÞJÓÐARHEIÐUR - SAMTÖK GEGN ICESAVE
- Berglind Steinsdóttir
- Bjarney Vigdís Ingimundardóttir
- BJÖRK
- Björn Emilsson
- Dagný
- Dominus Sanctus.
- Friðgeir Sveinsson
- Guðmundur Ásgeirsson
- Guðmundur Pálsson
- Helgi Þór Gunnarsson
- Högni Snær Hauksson
- Inga Sæland Ástvaldsdóttir
- Jón Þórhallsson
- Kristján P. Gudmundsson
- Ómar Bjarki Smárason
- Ragnar Stefán Rögnvaldsson
- Rósa Aðalsteinsdóttir
- Samstaða þjóðar
- Sigurður Ingólfsson
- Stefán Júlíusson
- Sumarliði Einar Daðason
- Sveinn Björnsson
- Tryggvi Gunnar Hansen
- Úrsúla Jünemann
- Valdimar H Jóhannesson
Tenglar
Mínir tenglar
- Losnað við pestina Þetta hefur reynst mér vel við að losna við allar pestir þá 5 mánuði sem ég hef reynt immiflexið
- Ginseng Hér fæ ég kraftinn
- Frjálslyndi flokkurinn Vill breyta kvótakerfinu
- Ungmennasamband Skagafjarðar Ég er formaður
- Hér kaupi ég tölvudótið Ódýrt og gott
Sjávarútvegsmál
- Hafró Stofnunin þar sem ákveðið er hversu mikið má veiða
- Landssamband íslenskra útvegsmanna LÍÚ
- Landssamband smábátaeigenda LS
- Jörgen Niclasen Formaður Fólkaflokksins í Færeyjum
- Helgi Áss Grétarsson Sérfræðingur í HÍ á vegum LÍÚ
Fréttamiðlar
- Al Jazeera Gefur Bandaríkjamönnum engin grið
- BBC BBC
- Börsen Dönsk fjármálasíða
- Seðlabankinn Musteri Davíðs
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring: 2
- Sl. viku: 108
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 60
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Myndaalbúm
Eldri færslur
- Nóvember 2024
- Október 2024
- September 2024
- Ágúst 2024
- Júlí 2024
- Júní 2024
- Maí 2024
- Apríl 2024
- Mars 2024
- Janúar 2024
- Apríl 2023
- Október 2022
- Október 2021
- Febrúar 2021
- Janúar 2021
- Janúar 2019
- Apríl 2018
- Desember 2017
- Október 2016
- Ágúst 2016
- Janúar 2016
- Nóvember 2015
- Nóvember 2014
- Apríl 2013
- Mars 2013
- Febrúar 2013
- Desember 2012
- Ágúst 2012
- Júlí 2012
- Júní 2012
- Maí 2012
- Apríl 2012
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- Október 2011
- Ágúst 2011
- Júlí 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007