Bloggfærslur mánaðarins, nóvember 2010
12.11.2010 | 18:43
Gagnrýnislaus spegill
Ríkisútvarpið er iðið við að fá einhverja útlendinga til að tjá sig um mögulega aðild Íslands að Evrópusambandinu. Í Spegli RÚV í kvöld var langt en gagnrýnislaust viðtal blaðamannsins Sigrúnar Davíðsdóttur við sænska hálfkratann Carl Bildt.
Eitt af því sem Sigrún át margoft upp eftir Carl Bildt var að Ísland hefði svo mikið fram að færa hvað varðar árangursríka stjórn í sjávarútvegi.
Hvernig er það - hefur Sigrún Davíðsdóttir ekkert heyrt um skuldafen útgerðarinnar, öldruðum fiskiskipaflota, að þorskafli nú sé einungis þriðjungurinn af því sem hann var fyrir daga kvótakerfisins og að kvótakerfið brjóti í bága við álit Mannréttindanefndar Sameinuðu þjóðanna?
11.11.2010 | 19:48
Er Jóhanna í samkeppni við geimveruna í ráðhúsinu?
Í fréttum lætur forsætisráðherra í veðri vaka að hún ráði nánast ekki neinu um hvaða lendingu stökkbreyttar skuldir heimilanna fái. Jóhanna Sigurðardóttir skorar á hina og þessa s.s. lífeyrissjóðina og banka sem sumir eru í eigu ríkisins að gera hitt og þetta s.s. að lækka vexti. Hún segist hafa verið á fundi þar sem að það hafi ríkt góður andi þar sem rætt var um útreikninga stjórnarinnar á lausnum á skuldavandanum. Útreikningarnir voru gerðir út frá mjög umdeildum forsendum þar sem kostnaður við almennar aðgerðir var ýktur mjög.
Það er engu líkara en að Jóhanna gefi sig út fyrir að vera hálf kjökrandi sáttasemjara. Þessi aðferð að setja sig í fórnarlambsstellingar á ögurstundu er furðuleg hjá valdamesta ráðamanni landsins sem á að taka stefnuna og ráða för. Maður spyr sig hvort að Jóhanna sé að reyna að yfirtrompa geimveruna í ráðhúsinu í undarlegheitum?
Þessi látalæti Jóhönnu og Samfylkingarinnar eru aum. Hún hefur þegar tekið stefnuna sem felst í því að afskrifa á kúlulánaliðið s.s. Halldór Ásgrímsson og Óla Óla í Samskip og reyna síðan í lengstu lög að þæfa og flækja einfaldan vanda til þess að koma sem allra allra minnst á móts við skuldugan almenning.
Tilbúnir að skoða þætti sem eru ekki útgjaldamiklir | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 21:21 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
9.11.2010 | 13:46
Um hvað á Kaninn á njósna?
Össur Skarphéðinsson utanríkisráðherra gerir hvað hann getur til að blása upp nýtt amerískt njósnamál. Málatilbúnaður Össurar utanríkisráðherra virðist fyrst og fremst byggja á því að starfsmenn sendiráðsins hafi haft gætur á næsta nágrenni byggingarinnar við Laufásveg.
Áhugi Kanans á landinu nú um stundir er ekki meiri en svo að þeir sáu enga ástæðu til þess að hafa hér her áfram þó svo að stjórnvöld nánast grátbáðu þá um áframhaldandi veru varnarliðsins. Sendiherra Bandaríkjamanna er nýkominn til landsins en ekki lá þeim mjög á að setja hér niður sendiherra en það tók um eitt ár fyrir stórveldið - svo mikill var áhugi þeirra á Íslandi.
Ekki skil ég þessa aðferð Össurar við að setja nágrannavörslu sendiráðsins í einhverjar skorður með því að blása málið í hverjum fréttatímanum á fætur öðrum.
Stæði það ekki utanríkisráðherra nær sem hefur verið iðinn við að fara í gegnum gömul skjöl í ráðuneytinu, að kanna til hlítar ásakanir Árna Páls Árnasonar um að hann hafi verið hleraður af íslenskum stjórnvöldum?
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 13:50 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
8.11.2010 | 22:39
Samfylkingin ánægð
Haustið hefur verið Samfylkingunni mótdrægt. Almenn óánægja er með aðgerðarleysi Jóhönnu Sigurðardóttur og það sem erfiðast hefur verið, er að skoðanakannanir sem flokkurinn sveiflast um hafa verið neikvæðar.
Ljósið í myrkrinu ef marka má varaformann Samfylkingarinnar í viðtali á Stöð 2, hefur verið mikilhæf frammistaða Jóns Gnarrs í stóli borgarstjóra. Eftir viðtal Brynju Þorgeirsdóttur á RÚV í kvöld þá er mér sem áður hulin ráðgáta, hvað það er sem Samfylkingin heldur vart vatni yfir í hrifningu sinni við stjórn Jóns Gnarrs á Höfuðborginni. Í viðtalinu við Jón Gnarr kom skýrt fram að hann teldi sig ekki valda starfinu einn og hefði þess vegna ákveðið að ráða Regínu Ásvaldsdóttur skrifstofustjóra sér við hlið. Ég kannast ágætlega við Regínu en hún var félagsráðgjafi hér á Sauðárkróki um skeið og veit að hún er mjög vel meinandi. Eitt er víst að það hefur verið Regínu mjög á móti að taka við svo valdamiklu embætti án auglýsingar en hún lagði á sínum tíma mjög hart að fyrrverandi borgarstjóra að ráða ekki miðborgarstjóra nema að starfið yrði auglýst fyrst. Hún hefur því án efa ekki fallist á að taka við starfi nokkurs konar aðstoðar borgarstjóra nema eftir talsverða eftirgangsmuni.
Eins og áður segir botna ég lítið í hrifningu Dags B. Eggertssonar á afrekum Jóns Gnarrs sem er nýbyrjaður en gæti þess vegna átt eftir að gera betur og ná einhverjum tökum á starfinu.
Það skyldi þó aldrei vera að einlæg gleði Dags stafi af því að sjái borgarstjórastólinn fyrir sér í hillingum.
Geimvera í íslenskum stjórnmálum | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 22:45 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
7.11.2010 | 14:41
Frjálslyndi flokkurinn tilbúinn til þess að leysa Sjálfstæðisflokkinn af hólmi og leggja fram tillögur til lausna
Íslendingar hafa sýnt aðgerðarleysi ríkisstjórnar Samfylkingar og VG gríðarlegt langlundargeð. Það orsakast af því hvað hinir hlutar fjórflokksins hafa lélegt orðspor.Tveimur árum eftir hrun og rúmum mánuði eftir ein stærstu mótmæli í sögu lýðveldisins, hefur ríkisstjórnin storkað almenningi með marklausu tali þar sem slegið er úr og í hvernig marglofuð skjaldborg verði reist um íslensk heimili. Engar aðgerðir liggja fyrir og ekki einu sinni útreikningar á mögulegum lausnum nú tveimur árum eftir hrun!Stjórnvöld bjóða ekki upp á útfærða atvinnustefnu. Háir vextir og gælur við þá aðila sem voru aðalleikarar hrunsins með tilheyrandi afskriftum og jafnvel skattaafslætti, eru enn við líði.Frjálslyndi flokkurinn hefur um árabil bent á og rökstutt að vísasta leiðin til atvinnusóknar er að auka sókn í fiskveiðiauðlindir. Ýta markvisst undir ýmsan útflutningsiðnað smærri og meðalstórra fyrirtækja efla nýsköpun og ferðaþjónustu. Í þriðja lagi á að lækka vexti. Ekki fer saman að standa í afskriftum á sama tíma og verið er að rukka fyrirtæki og einstaklinga um gríðarháa verðtryggða vexti. Ríkisstjórnin hefur í orði kveðnu ráðfært sig við hin ýmsu öfl í samfélaginu m.a. stjórnarandstöðuflokkana sem sumir hafa tekið þeirri málaleitan illa. Frjálslyndi flokkurinn lýsir sig reiðubúinn til þess að fylla þeirra skarð og benda á velrökstuddar tillögur landi og þjóð til heilla.
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 14:43 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
6.11.2010 | 18:46
Flateyri þarf frelsi
Illræmt kvótakerfi hefur ekki skilað sjávarútveginum öðru en gríðarlegri skuldsetningu og svakalegum niðurskurði á aflaheimildum Sömuleiðis hefur kerfið valdið sjávarbyggðunum hringinn í kringum landið miklum búsifjum.
Aukinn byggðakvóti er eini plásturinn fyrir byggðirnar í helsjúku kvótakerfi. Frjálslyndi flokkurinn hefur frá upphafi barist fyrir því að komast út úr ónýtu kerfi.
Framtíð Flateyrar væri gulltryggð ef veitt verður aukið frelsi í sjávarútvegnum. Ekki þarf annað til en að leyfa frjálsar handfæraveiðar og að hver sjómaður geti lagt línu s.s. eins og 8 bala en ágætt er að fá um 100 kg afla á hvern bala. Með þessu yrði ekki einungis framtíð Flateyrar tryggð heldur einnig byggðanna hringinn í kringum landið þannig að þau geti malað þjóðarbúinu gull.
Líflína til Flateyrar | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 18:47 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)
3.11.2010 | 22:55
Til forsætisráðherra Norðurlandanna
ráðherra norrænna samstarfsmála
Hér með er óskað eftir að samstarfsráðherra Katrín Jakobsdóttir komi eftirfarandi ályktun til forsætisráðherra Norðurlandanna sem funda þann 4. nóvember í Reykjavík:
Ályktun frá stjórn Frjálslynda flokksins til norrænu forsætisráðherranna sem sitja á þingi Norðurlandaráðs í Reykjavík í nóvember 2010.
Stjórn Frjálslynda flokksins óskar eftir því fyrir hönd almennings á Íslandi að þið leggið ykkar af mörkum til að tryggja að mannréttindi gagnvart þegnum landsins séu virt.
Stjórn Frjálslynda flokksins óskar eftir aðstoð ykkar við að fá ríkisstjórn Íslands til að bregðast við áliti mannréttindanefndar Sameinuðu þjóðanna frá október 2007 um að núverandi fiskveiðistjórnunarkerfi brjóti gegn 26. gr. alþjóðasamnings um borgaraleg og stjórnmálaleg réttindi sem er samhljóða 65. gr. stjórnarskrár íslenska lýðveldisins.
Stjórn Frjálslynda flokksins óskar einnig eftir aðstoð ykkar við að tryggja að almenningi á Íslandi verði tryggð þau mannréttindi sem tilgreind eru í 25. gr. mannréttindayfirlýsingar Sameinuðu þjóðanna þar sem segir að allir eigi rétt á lífskjörum sem nauðsynleg eru til verndar heilsu og vellíðan þeirra sjálfra og fjölskyldu þeirra. Telst þar til fæði, klæði, húsnæði, læknishjálp og nauðsynleg félagsleg þjónusta, svo og réttur til öryggis vegna atvinnuleysis, veikinda, fötlunar, fyrirvinnumissis, elli eða annars sem skorti veldur og menn geta ekki við gert.
Í viku hverri standa hundruð Íslendinga í biðröð eftir matargjöfum frá hjálparsamtökum til þess að draga fram lífið. Það ætti að vera forgangsverkefni hjá norrænum vinum að ýta við íslenskum stjórnvöldum.
Reykjavík 3. nóvember 2010
Í Skandinavískri þýðingu:
Bestyrelsen af det islandske Frjálslyndi parti hævder et ønske til det nordiske ministerråd som nu er i Island på grund af den nordiske ministerråds konference.
På vegne af det islandske folk ønsker bestyrelsen at det nordiske ministerråd assisterer os for at få den islandske regering til at passe at menneskerettigheder for folket i landet bliver respekteret.
Den islandske regering har ikke taget sig af og udført en dom som blev vedtaget for menneskerettighedsdomstolen i oktober 2007. Ifølge dommen bryder de islandske fiskerilovparagraffer artikel nr. 26 af den internationale konvention om borgerlige rettigheder. Den finder også genklang i artikel nr. 65 i vores egen grundlov.
Den islandske borger skulle have alle de menneskerettigheder som vises i artikel nr. 25. Vi ønsker at I, de nordiske ministre, presser på den islandske regering så at dette bliver efterfulgt.
Artiklen lyder sådan:
Enhver har ret til en sådan levefod, som er tilstrækkelig til hans og hans families sundhed og velvære, herunder til føde, klæder, bolig og lægehjælp og de nødvendige sociale goder og ret til tryghed i tilfælde at arbejdsløshed, sygdom, uarbejdsdygtighed, enkestand, alderdom eller andet tab af fortjenstmulighed under omstændigheder, der ikke er selvforskyldt.
Hver uge står nu islændinger i hundredevis og venter på at få mad fra hjælporganisationer for bare at overleve. Det burde være set som en vigtig opgave hos vore nordiske venner at skynde på de islandske myndighederne at prioritere på vegne af det islandske folk.
Reykjavik 3. november 2010
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 23:08 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
2.11.2010 | 22:37
Aðför heilbrigðisráðherra að landsbyggðinni byggð á vitleysu
Í kvöld var mjög áhugavert viðtal við Guðrúnu Bryndísi Karlsdóttur verkfræðing í Návíginu hjá Þórhalli Gunnarssyni. Útreikningar Guðrúnar Bryndísar sína svart á hvítu að með niðurskurði á sjúkrahúsum vítt og breitt um landið sem framkvæma einfaldar aðgerðir með litlum viðbúnaði og flytja sömu aðgerðir inn á hátækni háskólasjúkrahús er verið að auka kostnað en ekki minnka. Þetta liggur í sjálfu sér í augum uppi ef málið er skoðað enda hefur heilbrigðisráðherra Guðbjartur ekki getað sýnt fram á nokkra útreikninga sem hrekja rök Guðrúnar Bryndísar og annarra sem hafa leyft sér að efast um undarlegan sparnað Samfylkingarinnar.
Fyrr í kvöld samþykktu allir sveitarstjórnarfulltrúar í Skagafirði nema sveitarstjórnarfulltrúi Samfylkingarinnar ályktun, þar sem lýst var m.a. undrun yfir því að Guðbjartur Hannesson heilbrigðisráðherra mætti ekki á fund með sveitarstjórninni þar sem að hann gerði grein fyrir þeim útreikningum og rökum liggja að baki harkalegri aðför hans að Heilbrigðisstofnuninni á Sauðárkróki. Rétt er að taka það fram að í máli fulltrúa Samfylkingarinnar kom ekki fram að hún væri efnislega mótfallin efni samþykktarinnar heldur gat hún af tæknilegum ástæðum ekki veitt henni atkvæði sitt.
Í Návíginu kom fram skýring á því hvers vegna ráðherrann hefur ekki enn treyst sér á fund en hann hefur auglljóslega engin haldbær rök með sér í farteskinu.
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 22:39 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (8)
2.11.2010 | 14:04
Vandamál Flateyrar - Vandamál Íslands
Ekki þarf það að koma nokkrum einasta manni á óvart að vandi sé í rekstri fiskvinnslunnar á Flateyri. Niðurskurður á aflaheimildum síðustu ára hefur leitt til þess að minna er til skiptanna fyrir fiskvinnslurnar að moða úr. Þau sjávarútvegsfyrirtæki sem standa verst munu að sjálfsögðu loka fyrst. Á Flateyri seldi útgerðarmaður nýlega veiðiheimildir fyrir miljarða sem hann stakk í eigin vasa og skildi samfélagið eftir vanmáttugt.
Málið er að þó svo að fiskvinnslan á Flateyri fengi allan byggðarkvóta Ísfirðinga, þá dygði það ekki til þess að halda uppi vinnsku í þorpinu. Ekki er hægt að líta á þetta ástand sem eitthvert einkamál þeirra sem búa fyrir Vestan, heldur ættu landsmann að kappkosta í kreppuni að tryggja að Flateyringar geti haldið áfram að búa til miljarða gjaldeyristekjur fyrir Íslendinga. Það er ekki flókið. Það þarf einungis að auka veiðiheimildir svo um munar og tryggja að jafnræði ríki við nýtingu þeirra.
Leita allra leiða | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggvinir
- Helga Þórðardóttir
- Gunnar Skúli Ármannsson
- Jens Guð
- Hallgrímur Guðmundsson
- Ásta Hafberg S.
- Jóhann Elíasson
- Aðalheiður Ámundadóttir
- Óskar Helgi Helgason
- Georg Eiður Arnarson
- Óskar Þorkelsson
- Jakob Falur Kristinsson
- Kolbrún Stefánsdóttir
- Baldvin Jónsson
- Jakobína Ingunn Ólafsdóttir
- Ragnheiður Ólafsdóttir
- Hallur Magnússon
- Sigurður Þórðarson
- Gunnlaugur B Ólafsson
- Guðrún María Óskarsdóttir.
- Katrín
- Þarfagreinir
- Samtök sjálfstæðra í sjávarútvegi
- Frjálslyndi flokkurinn í Eyjafirði
- Hallgrímur Óli Helgason
- Jón Kristjánsson
- Hrannar Björn Arnarsson
- Hlynur Þór Magnússon
- Jón Valur Jensson
- Gunnar Th. Gunnarsson
- Kjartan Eggertsson
- Halla Rut
- Ingólfur Þór Guðmundsson
- Grétar Pétur Geirsson
- Guðrún Þóra Hjaltadóttir
- J. Einar Valur Bjarnason Maack
- ragnar bergsson
- Bjarni Harðarson
- Rannveig Þorvaldsdóttir
- Sigurður Sigurðsson
- Eiríkur Guðmundsson
- Stefán Friðrik Stefánsson
- erlahlyns.blogspot.com
- Agný
- Guðjón Ólafsson
- Einar Ben
- Jón Aðalsteinn Jónsson
- Georg P Sveinbjörnsson
- Gunnar Freyr Hafsteinsson
- Ólafur Ragnarsson
- Guðrún Magnea Helgadóttir
- Ólafur Björn Ólafsson
- Halldór Jónsson
- Elvar Atli Konráðsson
- Kristján H Theódórsson
- Guðjón Sigþór Jensson
- Helgi Már Barðason
- Brynja Hlíf Þorsteinsdóttir
- Víðir Benediktsson
- Valgerður Sigurðardóttir
- Jens Sigurjónsson
- Vestfirðir
- Sigurður Ásbjörnsson
- Jón Magnússon
- Viðar Friðgeirsson
- Axel Jóhannes Yngvason
- Svava S. Steinars
- Guðsteinn Haukur Barkarson
- Quackmore
- Árni "Gamli" Einarsson
- Haukur Már Helgason
- Þóra Guðmundsdóttir
- Heiða Þórðar
- Steingrímur Ólafsson
- Vefritid
- Ársæll Níelsson
- S. Einar Sigurðsson
- Rannveig H
- Gísli Gíslason
- Bjarni Kjartansson
- Steingrímur Helgason
- Fiðrildi
- Baldur Fjölnisson
- Þorsteinn Ásgeirsson (Icerock)
- Linda Lea Bogadóttir
- Félag Ungra Frjálslyndra
- Hanna
- Sverrir Stormsker
- Ottó Marvin Gunnarsson
- gudni.is
- Einar Vignir Einarsson
- Hákon Unnar Seljan Jóhannsson
- Valgerður Halldórsdóttir
- Guðmundur Jónas Kristjánsson
- Sæþór Helgi Jensson
- Fríða Björk Einarsdóttir
- Jóhann Kristjánsson
- Oddur Helgi Halldórsson
- Guðrún Jóna Gunnarsdóttir
- María Harðardóttir og Þorsteinn Narfason
- Grétar Rögnvarsson
- Ragnar Þór Ingólfsson
- Róbert Guðmundur Schmidt
- Steinn Hafliðason
- Landssamband ungra frjálslyndra
- Bergþóra Árnadóttir - RIP 15.2.48 - 8.3.07
- Þórir Aðalsteinsson
- Vilborg Traustadóttir
- Arnþrúður Karlsdóttir
- Sævar Einarsson
- Ketilás
- Ómar Pétursson
- Eyþór Grétar Grétarsson
- FF
- Jón Þór Bjarnason
- Óskar Þ. G. Eiríksson
- Vilhjálmur Árnason
- Alexander Kristófer Gústafsson
- Róbert Tómasson
- Landvernd
- ThoR-E
- Haraldur Baldursson
- Sigurður Jón Hreinsson
- Eyþór Laxdal Arnalds
- busblog.is
- Sigríður Inga Sigurjónsdóttir
- Himmalingur
- Svanhildur Karlsdóttir
- Gísli Birgir Ómarsson
- Árni Árnason
- Grétar Mar Jónsson
- Perla
- Ingunn Guðnadóttir
- Irma Þöll
- Skattborgari
- Gulli litli
- Jón Snæbjörnsson
- Þráinn Jökull Elísson
- Sigríður Elfa Eyjólfsdóttir
- Mál 214
- Bullukolla
- kreppukallinn
- hreinsamviska
- Arinbjörn Kúld
- Orgar
- Guðjón Baldursson
- Gunnar Þór Gunnarsson
- Hörður B Hjartarson
- Gunnar Björn Björnsson
- Haraldur Hansson
- Þórólfur S. Finnsson
- Birna Steingrímsdóttir
- Gestur Guðjónsson
- Jónas Rafnar Ingason
- Stríða
- Götusmiðjan
- Brynja skordal
- Haraldur Bjarnason
- Guðmundur Óli Scheving
- Ásta
- Markús frá Djúpalæk
- Jörundur Garðarsson
- MIS
- Þorsteinn H. Gunnarsson
- Björn Júlíus Grímsson
- S Kristján Ingimarsson
- Bryndís Haraldsdóttir
- Þórður Björn Sigurðsson
- Magnús Kristjánsson
- Bergur Sigurðsson
- Guðrún Ólafía Brynleifsdóttir
- Hildur Helga Sigurðardóttir
- Ólafía Herborg Jóhannsdóttir
- Heimssýn
- Brosveitan - Pétur Reynisson
- Óskar Arnórsson
- Sigurbjörn Svavarsson
- Árni Davíðsson
- Lúðvík Lúðvíksson
- Árelíus Örn Þórðarson
- Friðrik Hansen Guðmundsson
- Jakob Þór Haraldsson
- Guðrún Katrín Árnadóttir
- Þorsteinn Valur Baldvinsson
- L.i.ú.
- Rafn Gíslason
- Vilhjálmur Sveinn Björnsson
- Samtök Fullveldissinna
- Vaktin
- Arnar Guðmundsson
- Lárus Baldursson
- Sveinn Elías Hansson
- Þórarinn Baldursson
- Kjartan Magnússon
- ÞJÓÐARHEIÐUR - SAMTÖK GEGN ICESAVE
- Berglind Steinsdóttir
- Bjarney Vigdís Ingimundardóttir
- BJÖRK
- Björn Emilsson
- Dagný
- Dominus Sanctus.
- Friðgeir Sveinsson
- Guðmundur Ásgeirsson
- Guðmundur Pálsson
- Helgi Þór Gunnarsson
- Högni Snær Hauksson
- Inga Sæland Ástvaldsdóttir
- Jón Þórhallsson
- Kristján P. Gudmundsson
- Ómar Bjarki Smárason
- Ragnar Stefán Rögnvaldsson
- Rósa Aðalsteinsdóttir
- Samstaða þjóðar
- Sigurður Ingólfsson
- Stefán Júlíusson
- Sumarliði Einar Daðason
- Sveinn Björnsson
- Tryggvi Gunnar Hansen
- Úrsúla Jünemann
- Valdimar H Jóhannesson
Tenglar
Mínir tenglar
- Losnað við pestina Þetta hefur reynst mér vel við að losna við allar pestir þá 5 mánuði sem ég hef reynt immiflexið
- Ginseng Hér fæ ég kraftinn
- Frjálslyndi flokkurinn Vill breyta kvótakerfinu
- Ungmennasamband Skagafjarðar Ég er formaður
- Hér kaupi ég tölvudótið Ódýrt og gott
Sjávarútvegsmál
- Hafró Stofnunin þar sem ákveðið er hversu mikið má veiða
- Landssamband íslenskra útvegsmanna LÍÚ
- Landssamband smábátaeigenda LS
- Jörgen Niclasen Formaður Fólkaflokksins í Færeyjum
- Helgi Áss Grétarsson Sérfræðingur í HÍ á vegum LÍÚ
Fréttamiðlar
- Al Jazeera Gefur Bandaríkjamönnum engin grið
- BBC BBC
- Börsen Dönsk fjármálasíða
- Seðlabankinn Musteri Davíðs
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 1
- Sl. sólarhring: 3
- Sl. viku: 109
- Frá upphafi: 1013224
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 61
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Myndaalbúm
Eldri færslur
- Nóvember 2024
- Október 2024
- September 2024
- Ágúst 2024
- Júlí 2024
- Júní 2024
- Maí 2024
- Apríl 2024
- Mars 2024
- Janúar 2024
- Apríl 2023
- Október 2022
- Október 2021
- Febrúar 2021
- Janúar 2021
- Janúar 2019
- Apríl 2018
- Desember 2017
- Október 2016
- Ágúst 2016
- Janúar 2016
- Nóvember 2015
- Nóvember 2014
- Apríl 2013
- Mars 2013
- Febrúar 2013
- Desember 2012
- Ágúst 2012
- Júlí 2012
- Júní 2012
- Maí 2012
- Apríl 2012
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- Október 2011
- Ágúst 2011
- Júlí 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007