Leita í fréttum mbl.is

Flateyri þarf frelsi

Illræmt kvótakerfi hefur ekki skilað sjávarútveginum öðru en gríðarlegri skuldsetningu og svakalegum niðurskurði á aflaheimildum   Sömuleiðis hefur kerfið valdið sjávarbyggðunum hringinn í kringum landið miklum búsifjum.

Aukinn byggðakvóti er eini plásturinn fyrir byggðirnar í helsjúku kvótakerfi.  Frjálslyndi flokkurinn hefur frá upphafi barist fyrir því að komast út úr ónýtu kerfi.  

Framtíð Flateyrar væri gulltryggð ef veitt verður aukið frelsi í sjávarútvegnum.  Ekki þarf annað til en að leyfa frjálsar handfæraveiðar og að hver sjómaður geti lagt línu s.s. eins og 8 bala en ágætt er að fá um 100 kg afla á hvern bala. Með þessu yrði ekki einungis framtíð Flateyrar tryggð heldur einnig byggðanna hringinn í kringum landið þannig að þau geti malað þjóðarbúinu gull.


mbl.is Líflína til Flateyrar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Hverju orði sannara hjá þér, vandamálið liggur hjá ákveðnum hluta Íslendinga, sem eru þannig innréttaðir að þeim er nákvæmlega sama þótt þeir eyðileggi allt fyrir mörgum öðrum, bara ef þeir geti hrifsað til sín, allt, þeim dugar aldrei minna en allt.  Þessa manngerð á Íslandi voru Danir búnir að uppgötva fyrir margt löngu, og þessvegana sagði einn konungsmaður danskur, þegar fréttin kom um að Íslendingar hefðu hrifsað til sín yfirráðin á Íslandi úr hendi Danskra. Það er bara það versta við þetta að Íslendingar munu aldrei geta stjórnað sér sjálfir.     Det har vi jo set nu.

Robert (IP-tala skráð) 6.11.2010 kl. 19:52

2 Smámynd: Aðalsteinn Agnarsson

Sigurjón, einfaldara getur þetta ekki verið, eftir hverju eru Íslendingar

að býða ?

Aðalsteinn Agnarsson, 6.11.2010 kl. 19:58

3 Smámynd: Jóhannes Laxdal Baldvinsson

Flateyringar eiga bara að nýta hefðarréttinn og hefja útgerð á stundinni. Svo framarlega sem menn eru að nýta miðin byggðarlaginu til bjargar þá getur ekkert stjórnvald bannað það! Ég er viss um að heimavarnarliðið mun hjálpa til ef á þarf að halda.

Jóhannes Laxdal Baldvinsson, 6.11.2010 kl. 20:32

4 Smámynd: Óskar Þorkelsson

Þetta er merguinn málsins Sigurjón, frjálst krókaleifi. hægt að takmarka veiðar með stærð báta og gerð veiðarfæranna.. td eins og þú segir með hámark á línubölum og fjölda handfærarúlla á hverjum bát..

Þetta mundi einnig vekja von hjá yngra fólki.. 

Óskar Þorkelsson, 6.11.2010 kl. 20:47

5 Smámynd: Valdimar Samúelsson

Ég barðist fyrir frjálsum veiðum með krókum í mörg ár en það er eina rétta. Það er eina raunhæfa veiðiaðferðin á grunnmiðum og skemmir ekkert þótt menn fari út undir miðlínu.  Ég var alltaf í huga með báta upp að 15 metrum en í dag má bara miða við heimalandandi báta með króka aðeins. Þetta eru engin vísindi en þessar veiðar gætu gefið margfalt meiri upplýsingar en vísindaveiðarnar þ.e togararallið. Upplýsingar um grunnmiðin eru grunnur fyrir stofnstærð.

Valdimar Samúelsson, 6.11.2010 kl. 21:21

6 identicon

Sammála öllum ræðumönnum.  Tel auðlindapakka algera nauðsyn í nýrri stjórnarskránþar sem kveðið er á um ævarandi og óvéfengjanlegan eignarrétt þjóðarinnar á auðlindum sínum til sjávar og sveita.  Minni um leið á framboð mitt til stjórnlagaþings en kominn þangað inn er ofangreint mitt helzta hitamál.

LÁ 

lydurarnason (IP-tala skráð) 7.11.2010 kl. 00:29

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband