Leita í fréttum mbl.is

Frjálslyndi flokkurinn tilbúinn til þess að leysa Sjálfstæðisflokkinn af hólmi og leggja fram tillögur til lausna

Ályktun frá miðstjórn Frjálslynda flokksins 7. nóvember 2010

Íslendingar hafa sýnt aðgerðarleysi ríkisstjórnar Samfylkingar og VG gríðarlegt langlundargeð.  Það orsakast af því hvað hinir hlutar fjórflokksins hafa lélegt orðspor.Tveimur árum eftir hrun og rúmum mánuði eftir ein stærstu mótmæli í sögu lýðveldisins,  hefur ríkisstjórnin storkað almenningi með marklausu tali þar sem slegið er úr og í hvernig marglofuð skjaldborg verði reist um íslensk heimili.  Engar aðgerðir liggja fyrir og ekki einu sinni útreikningar á mögulegum lausnum nú tveimur árum eftir hrun!Stjórnvöld bjóða ekki upp á útfærða atvinnustefnu. Háir vextir og gælur við þá aðila sem voru aðalleikarar hrunsins með tilheyrandi afskriftum og jafnvel skattaafslætti, eru enn við líði.Frjálslyndi flokkurinn hefur um árabil bent á og rökstutt að vísasta leiðin til atvinnusóknar er að auka sókn í fiskveiðiauðlindir. Ýta markvisst undir ýmsan útflutningsiðnað smærri og meðalstórra fyrirtækja efla nýsköpun og ferðaþjónustu. Í þriðja lagi á að lækka vexti.  Ekki fer saman að standa í afskriftum á sama tíma og verið er að rukka fyrirtæki og einstaklinga um gríðarháa verðtryggða vexti.  Ríkisstjórnin hefur í orði kveðnu ráðfært sig við hin ýmsu öfl í samfélaginu m.a. stjórnarandstöðuflokkana sem sumir hafa tekið þeirri málaleitan illa. Frjálslyndi flokkurinn lýsir sig reiðubúinn til þess að fylla þeirra skarð og benda á velrökstuddar tillögur landi og þjóð til heilla. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Heiðar Sigurðarson

Og hvar eru þá þessar tillögur?

Heiðar Sigurðarson, 7.11.2010 kl. 17:32

2 Smámynd: Aðalsteinn Agnarsson

Íslendingar þurfa frelsi til línu og handfæraveiða allt árið,  til að leysa

fátæktar og atvinnu vandann!

Aðalsteinn Agnarsson, 7.11.2010 kl. 20:05

3 Smámynd: Ólafur Ingi Hrólfsson

Þú ert nú dálítið fyndinn - eða kannski eru þetta bara fjörkippirnir.

Haltu bara áfram að liggja hjá flokknum þínum - sem ég reyndar batt vonir við hér áður fyrr -

Ólafur Ingi Hrólfsson, 9.11.2010 kl. 11:26

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband