Leita í fréttum mbl.is

Vandamál Flateyrar - Vandamál Íslands

Ekki þarf það að koma nokkrum einasta manni á óvart að vandi sé í rekstri fiskvinnslunnar á Flateyri. Niðurskurður á aflaheimildum síðustu ára hefur leitt til þess að minna er til skiptanna fyrir fiskvinnslurnar að moða úr. Þau sjávarútvegsfyrirtæki sem standa verst munu að sjálfsögðu loka fyrst. Á Flateyri seldi útgerðarmaður nýlega veiðiheimildir fyrir miljarða sem hann stakk í eigin vasa og skildi samfélagið eftir vanmáttugt.

Málið er að þó svo að fiskvinnslan á Flateyri fengi allan byggðarkvóta Ísfirðinga, þá dygði það ekki til þess að halda uppi vinnsku í þorpinu. Ekki er hægt að líta á þetta ástand sem eitthvert einkamál þeirra sem búa fyrir Vestan, heldur ættu landsmann að kappkosta í kreppuni að tryggja að Flateyringar geti haldið áfram að búa til miljarða gjaldeyristekjur fyrir Íslendinga. Það er ekki flókið. Það þarf einungis að auka veiðiheimildir svo um munar og tryggja að jafnræði ríki við nýtingu þeirra.



mbl.is Leita allra leiða
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Heyr heyr.

Kristján Loftur Bjarnason (IP-tala skráð) 2.11.2010 kl. 15:10

2 Smámynd: Aðalsteinn Agnarsson

Frjálsar handfæraveiðar, eins og Jóhanna lofaði, leysa fátæktar og

atvinnu vanda Íslendinga!

Aðalsteinn Agnarsson, 2.11.2010 kl. 16:24

3 Smámynd: Haraldur Baldursson

Það hreinlega verður að klippa á milli veiða og vinnslu.

Haraldur Baldursson, 2.11.2010 kl. 16:26

4 Smámynd: Aðalsteinn Agnarsson

Lærum af Færeyingum, sendum 50 til 60 frystiskip út fyrir 200 mílur,

til að ná í fisk, stóraukum strandveiðar, og gefum handfæra veiðar

frjálsar, þetta mundi leysa fátæktar og atvinnu vanda Íslendinga.

Aðalsteinn Agnarsson, 2.11.2010 kl. 17:04

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband