Leita í fréttum mbl.is

Bloggfćrslur mánađarins, maí 2009

Innanflokksátök VG um ESB harđna, kynjabrögđum beitt

Ţađ er ekki allt sem sýnist hvađ varđar kröfu Svandísar Svavarsdóttur um afsögn ţeirra Ögmundar og Jóns. Ţeir Jón og Ögmundur hafa veriđ trúir flokkssamţykktum gegn ESB-ađild á međan Svandís hefur haft mildari afstöđu til sambandsins eins og margir félagar og vinir hennar úr Tjarnarkvartettinum. Ţađ er augljóst ađ Svandís á miklu meiri samleiđ međ klćkjastjórnmálamanninum Degi B. Eggertssyni en saklausa sveitamanninum Jóni Bjanasyni. Ekki er ólíklegt ađ ESB-sinnar innan VG vilji ryđja mönnum úr ráđherrastólum og koma auđsveipari fylgismönnum Evrópusambandsins, s.s. Lilju Mósesdóttur, í ráđherrastól.

Hvers vegna vill Svandís bola ţeim Ögmundi og Jóni Bjarna í burt?

Mér finnst nýr umhverfisráđherra vera farinn ađ fćra sig nokkuđ upp á skaftiđ en Svandís er nýbakađur ţingmađur og glćnýr ráđherra.  Ţađ er ekki hćgt ađ túlka orđ ráđherra um ađ jafna kynjahlutföllin međ öđrum hćtti en ţeim ađ hún krefjist afsagnar Ögmundar Jónassonar eđa Jóns Bjarnasonar fyrir ţćr einu sakir ađ ţeir séu af röngu kyni. 

Mađur hefđi haldiđ nýbakađur ráđherra Vinstri grćnna ćtti ađ vera nokkuđ ánćgđur međ ţađ ađ vera kominn í sjálft umhverfisráđherra sem ćtti ađ vera helgasta ráđuneyti flokksins og einbeita sér ađ sínum málaflokkum og jú efnahagsmálunum í stađ ţess ađ byrja daginn á ađ bola öđrum ráđherrum úr embćttum.

 


mbl.is Karl stendur upp fyrir konu
Tilkynna um óviđeigandi tengingu viđ frétt

Eina raunhćfa ađgerđin í efnahagsmálum

Frjálslyndi flokkurinn lagđi til skynsamlegar leiđir í efnahagsmálum og nú er ađ vona ađ ríkiđ taki ţćr upp, annars vegar ađ lćkka vexti og hins vegar ađ snarauka framleiđsluna. Eina leiđin til ađ gera ţađ strax er ađ auka ţorskveiđiheimildir talsvert. Ţegar ţađ var lagt til í kosningabaráttunni sáu sumir fréttamenn Ríkisútvarpsins ţađ sem hálfgert óhćfuverk ţar sem ţeir trúđu ţví ađ ţá myndu allar frystigeymslur og frystikistur landsmanna fyllast af fiski.

Í Fréttaauka ríkissjónvarpsins á sunnudagskvöldiđ kom fram ađ ekki vćru neitt sérstaklega miklar birgđir í landinu og ađ Íslendingar seldu fisk til a.m.k. 50 landa og ţótt ţađ vćru erfiđleikar á saltfiskmörkuđum á Spáni gengi ágćtlega ađ selja á ferskfiskmörkuđum í Bretlandi - en verđiđ vćri vissulega nokkru lćgra. Gagnrýnir fréttamenn hefđu átt ađ sjá ađ 100.000 tonna aukning á fiskveiđiheimildum vćri ekki sú gríđarlega aukning á fiskafla í heiminum og hefđi ekki afgerandi áhrif á fiskframbođ á heimsvísu. Heildaraflinn er vel á annađ hundrađ milljón tonn árlega ţannig ađ menn geta sjálfir reiknađ út hlutfalliđ. Aukning veiđiheimilda gefur sjávarútvegsráđherra andrými til ađ breyta kerfinu og opna fyrir ađgang nýliđa víđs vegar um landiđ án ţess ađ ţađ gangi beinlínis á ţađ sem ađrir eru fyrir ađ veiđa.

Núverandi kerfi er gapvitlaust og mér finnst skjóta skökku viđ ađ sveitarstjórnir víđs vegar um land skuli álykta međ óbreyttu kerfi, s.s. Vestmannaeyingar. Veiđikerfiđ hefur faliđ í sér ađ veiđiheimildir eru skornar gríđarlega mikiđ niđur og ekki er langt síđan ađ Eyjamenn horfđu fram á ţá hćttu ađ missa undirtökin í stćrsta sjávarútvegsfyrirtćki eyjarinnar.


mbl.is Ríkisstjórnarfundur á Akureyri
Tilkynna um óviđeigandi tengingu viđ frétt

Miđborgarelíta Samfylkingarinnar mismunar landsbyggđinni gróflega

Samfylkingin hefur haldiđ ţví á lofti ađ nauđsynlegt sé ađ tryggja ađkomu sem fjölbreyttastra sjónarmiđa ađ allri ákvarđanatöku. Međal annars er rík áhersla lögđ á ađ konur séu ekki fćrri en karlar í ríkisstjórninni. Ţađ vekur athygli ađ Samfylkingin virđist sniđganga sérstaklega landsbyggđarţingmenn sína viđ val á ráđherrum. Ađ vísu fćr Kristján Möller enn ađ hanga inni en hávćrar raddir miđborgarelítunnar vilja hann einnig út úr ríkisstjórninni.

Ţegar fariđ er yfir ráđherralistann sést ađ hann er ađ mestu úr 101 Reykjavík. Ef mađur á ađ sýna fulla sanngirni má kannski halda ţví fram ađ Katrín Júlíusdóttir sé hálfgildings landsbyggđarţingmađur ţar sem hún býr í Kópavogi.


mbl.is Bođa róttćka uppstokkun ráđuneyta
Tilkynna um óviđeigandi tengingu viđ frétt

Ríkisstjórnin spáir illa fyrir heiminum

Ţegar ég las stjórnarsáttmálann varđ mér óneitanlega hugsađ til palladóma Steingríms J. Sigfússonar um stjórnarsáttmála ríkisstjórna sem hann hefur ekki átt ađild ađ. Hann leggur fram eina óskýrustu stjórnarstefnu sem sett hefur veriđ saman, hún hefst á spádómi ţar sem ríkisstjórnin segir ađ miklar efnahagsţrengingar verđi um allan heim og ađ efnahagsástand kunni ađ versna áđur en ţađ fari ađ batna aftur!

Plaggiđ ber međ sér ađ vera samantekt á mjög óljósri lođmullu um margvísleg mál, s.s. merkingu matvćla, kjarnorkuafvopnun á alţjóđavettvangi og svokallađan landslagssáttmála Evrópu, og vćgast sagt óskýrri sýn á hver nćstu skref eiga ađ vera út úr efnahagsvanda ţjóđarinnar. Mikiđ traust er sett á peningastefnunefnd Seđlabankans sem nýbúiđ er ađ finna upp en ríkisstjórnin leggur allt sitt traust á hana í ađ móta stefnu í hinum og ţessum málum.

Örfá atriđi eru kristaltćr í stjórnarsáttmálanum. Eitt er ađ halda eigi áfram ađ beita aflareglunni viđ ákvörđun heildarafla í fiskveiđum ţrátt fyrir ađ reglan byggist ekki á neinni líffrćđi og hafi hvergi í heiminum skilađ árangri. Annađ atriđi er ađ ríkisstjórn Vinstri grćnna og Samfylkingar ćtlar ađ sćkja um ađild ađ Evrópusambandinu. Ţađ er kannski ljósi punkturinn sem veldur ánćgju Gylfa Arnbjörnssonar.

Ţađ er ekki hćgt ađ vćnta mikils árangurs eđa langlífis af stjórn sem hefur nćsta litla hugmynd um ţá vegferđ sem hún er farin í.


mbl.is Trúverđugt plagg
Tilkynna um óviđeigandi tengingu viđ frétt

Óábyrgur formađur Framsóknarflokksins

Ţađ er furđulegt ađ fylgjast međ formanni Framsóknarflokksins en ţađ er engu líkara en ađ hann vilji magna upp deilur Íslendinga og Breta. Stađreyndin er sú ađ viđ höfum ekkert alltof góđan málstađ ađ verja međ Icesave-reikningana sem ríkisstjórn Samfylkingar og Sjálfstćđisflokks leyfđu Landsbankanum ađ vađa uppi međ.

Bretland er eitt mikilvćgasta markađsland fyrir íslenskar sjávarafurđir og ţađ eru hagsmunir Íslendinga ađ tóna deilurnar niđur og semja síđan viđ Breta um eitthvađ sem viđ ráđum viđ. Ţađ er útséđ ađ viđ getum ekki borgađ allt Icesave-dćmiđ og ţađ er hagur beggja landa ađ ná lendingu.


mbl.is Íhugi slit á stjórnmálasambandi viđ Breta
Tilkynna um óviđeigandi tengingu viđ frétt

Davíđ hnýtti snöruna

Ţađ var skemmtilegt og ađ mörgu leyti fróđlegt ađ lesa bók Ólafs Arnarsonar, Sofandi ađ feigđarósi. Hún er afrakstur rannsóknarvinnu en er stundum skrifuđ í kjaftasögustíl og mikiđ gert međ orđróm og sögusagnir. Kannski verđur ekki hjá ţví komist. Í bókinni rekur hann ađdraganda bankahrunsins og kreppunnar og fer síđan yfir hamfarirnar og eftirleikinn sem fylgdi.

Ég tek undir međ höfundi, ađ Davíđ Oddsson muni eigi stóran ţátt í hruninu en hann hnýtti sem forsćtisráđherra og ćđsti ráđamađur ţjóđarinnar ásamt öđrum ráđamönnum snöruna sem hann hengdi íslenskt efnahagslíf í, og viđbrögđ hans í kjölfar hrunsins voru ađ mörgu leyti krampakennd eins og Ólafur tíundar nokkuđ nákvćmlega. Mér finnst ýmsar ađrar ályktanir sem höfundur dregur oft og tíđum grunnhyggnar, s.s. ađ fullyrđa ađ bankarnir hafi veriđ neyddir til ađ taka sér stöđu gegn íslensku krónunni vegna ţess ađ ţeir fengu ekki ađ gera upp í evru. Ţađ er af og frá og hefđi engu breytt. Ţađ má fćra fullgild rök fyrir ţví ađ ţađ hafi veriđ nokkuđ ljóst hvert stefndi um mitt ár 2007 ţar sem umrćđan var ţá ţegar orđin hávćr um ađ bönkunum gengi illa ađ fjármagna sig međ auknu lánsfé.

Davíđ Oddsson og ráđamenn hér heima höfđu međ útrásarliđinu harđsnúiđ klappliđ sem blés á alla gagnrýna umrćđu innanlands og gerđi falliđ miklu hćrra fyrir íslenskt efnahagslíf og sćrđi ţjóđina ţar af leiđandi miklum mun dýpra sári en hefđi ţurft ađ gera. Mér finnst Ólafur gera fullmikinn greinarmun á Davíđ Oddssyni og öđrum sérfrćđingum Seđlabankans. Auđvitađ er eđlilegt ađ helstu hagfrćđingar bankans sem hafa ađ mestu ţagađ ţunnu hljóđi reyni ađ gera meiningarmun sinn og Davíđs meiri ţegar Davíđ er fallinn í ónáđ og bankinn hruninn. Menn eru ađ bjarga eigin skinni og gera sitt ýtrasta til ađ fjarlćgjast Davíđ og allt ţađ sem hann stóđ fyrir. Sömuleiđis er furđulegt ađ ćtla ađ einhver björgunarleiđ hafi veriđ fyrir bankana í október 2008 eins og Ólafur gefur í skyn, hann ýjar ađ ţví ađ einhver önnur viđbrögđ en Seđlabankinn sýndi hefđu getađ afstýrt ferlinu.

Bankarnir voru dauđadćmdir, gátu ekki fjármagnađ sig og höfđu skrúfađ upp eignastöđu sína međ ţví ađ kaupa í sjálfum sér á yfirverđi og slá svo lán í sjálfum sér á yfirverđi. Ţetta gat ekki gengiđ upp. Mér finnst ţann skugga bera á bókina ađ höfundir gerir lítiđ úr svikabrellum, eins og ţegar Arabíufursti keypti ađ nafninu til stóran hlut í bankanum.

Höfundur nćr sér stundum á strik međ líkingamáli úr veiđi á laxfiskum sem er vel viđ hćfi í umfjöllun um mesta flottrćfisrugl sem um getur í sögu ţjóđar.


Mun Jón Hólabiskup kyngja illrćmdu matvćlafrumvarpi?

Nú eru allar líkur á ţví ađ gamli stađarhaldarinn á Hólum, Jón Bjarnason sem nánast var eins og eftirmađur Jóns Arasonar á Hólum, verđi nćsti landbúnađarráđherra Íslands. Ţađ mun ţá ađ öllum líkindum koma í hlut Jóns ađ flytja matvćlafrumvarpiđ sem hann sagđi sjálfur ađ vćri illrćmt og atlaga ađ bćndastéttinni.

Guđ blessi Ísland.


Katrín Jakobsdóttir stígur niđur til undirmanna sinna

Margur hefur undrast sinnuleysi vinstri grćnna varđandi ţađ ađ leysa úr vandamálum heimilanna og atvinnulífsins sem búa viđ hćstu vexti í hinum vestrćna heimi. Núna hefur ríkisstjórnin séđ ástćđu til ađ ná einhverju jarđsambandi og er ţađ vel. Hún mun senda liđsmann sinn til ađ kynna sér kjör kennara viđ háskólann. Verđur hún í ţessum könnunarleiđangri heila vinnuviku (miđađ viđ ađ hún taki helgarnar fríar eins og kynsystir hennar Ásta Ragnheiđur Jóhannesdóttir).

Mér ţykja ţetta frábćrar fréttir og ţćr bestu sem lengi hafa heyrst úr ranni Jóhönnu Sigurđardóttur og ţćr gefa landsmönnum sannarlega von um ađ ríkisstjórnin muni grípa til einhverra ađgerđa í júní, júlí eđa ţá ágúst.

 


mbl.is Menntamálaráđherra kennir í sumar
Tilkynna um óviđeigandi tengingu viđ frétt

Jóhanna Sigurđardóttir lemur í sig kjarkinn

Ýmsir hafa veitt ţví athygli ađ Jóhanna hefur margendurtekiđ ađ ríkisstjórnin sem veriđ er ađ bisa viđ ađ mynda eigi ađ starfa út kjörtímabiliđ. Ýmislegt má lesa út úr ţessu og mér virđist sem hún sé sjálf vantrúuđ á ţađ miđađ viđ ţađ ósćtti sem uppi er og sem reynt er ađ breiđa yfir međ tilgerđarlegu kossaflensi. Hvar er velferđarbrúin sem lá svo á ađ byggja? Hvađ hafa forkólfarnir gert í ţeim málum? Ţegar verulega liggur á ađ slökkva elda sem brenna á heimilum landsmanna virđast Jóhanna og Árni Páll og Katrín Júlíusdóttir og Svandís og Katrín Jakobsdóttir japla og jamla á mögulegri Evrópusambandsađild.

Mér ţykiđ forgangsröđin bjöguđ og er ekki einn um ţađ.


« Fyrri síđa | Nćsta síđa »

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband