Leita í fréttum mbl.is

Mun Jón Hólabiskup kyngja illræmdu matvælafrumvarpi?

Nú eru allar líkur á því að gamli staðarhaldarinn á Hólum, Jón Bjarnason sem nánast var eins og eftirmaður Jóns Arasonar á Hólum, verði næsti landbúnaðarráðherra Íslands. Það mun þá að öllum líkindum koma í hlut Jóns að flytja matvælafrumvarpið sem hann sagði sjálfur að væri illræmt og atlaga að bændastéttinni.

Guð blessi Ísland.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Vigfús Davíðsson

Það má vel vera Sigurjón . En hann mun taka þátt í að breyta kvótakerfinu . En það gast þú ekki .

Vigfús Davíðsson, 7.5.2009 kl. 20:41

2 Smámynd: Sigurjón Þórðarson

Ég tel mig með mörgum fleirum eiga einhvern þátt í að það þokist áfram. Ég á svo eftir að sjá hverju VG og Samfylkingin koma til leiðar. Fréttir innan Samfylkingar herma að Steingrímur J. sé helsti þrándur í götu þess að breyta fiskveiðistjórnunarkerfinu.

Sigurjón Þórðarson, 7.5.2009 kl. 21:29

3 identicon

Ef einhverjum er treystandi til að standa vörð um hagsmuni hinna dreifðu  byggða og þ.m.t. bænda þá er það Jón Bjarnason.

Guðmundur Brynjólfsson (IP-tala skráð) 7.5.2009 kl. 22:06

4 Smámynd: Sigríður Inga Sigurjónsdóttir

Já Sigurjón, það verður "spennandi" að fylgjast með matvælafrumvarpinu.......

Sigríður Inga Sigurjónsdóttir, 8.5.2009 kl. 08:22

5 Smámynd: Sigurjón Þórðarson

Hér er bútur úr magnaðri ræðu Jóns Bjarnasonar þar sem að hann fer yfir hættur hins illræmda matvælafrumvarps: 

Ég staldra við málalista sjávarútvegs- og landbúnaðarráðuneytisins. Lögð var áhersla á það hér í umræðunni, og hæstv. forsætisráðherra gerði það meira að segja, hve mikilvægt væri að standa vörð um atvinnustigið í landinu. Eitt af þeim frumvörpum sem ríkisstjórnin lagði fram í vor, og tókst að stöðva þá, var hið illræmda matvælafrumvarp, sem svo var kallað, þ.e. heimild á innflutningi á hráu kjöti. Með samstilltu átaki tókst að stöðva það í vor. Nú er það sett aftur efst á lista yfir mál sem hæstv. landbúnaðar- og sjávarútvegsráðherra ætlar að flytja. Ég minnist ekki nokkurs máls sem hefur fengið eins mikla andstöðu alls staðar í samfélaginu. Í áliti frá samtökum afurðastöðva, vinnslustöðva í landbúnaði, sem var sent landbúnaðar- og sjávarútvegsnefnd, var bent á að næði það frumvarp fram að ganga mundi það þýða stórkostlega fækkun fólks í matvælaiðnaði í landinu. Er það brýnasta mál af hálfu sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra að endurflytja frumvarpið um innflutning á hráu kjöti og stefna kjötvinnslu og innlendri matvælavinnslu í uppnám?

Sigurjón Þórðarson, 8.5.2009 kl. 09:32

6 identicon

Ef einhver þingmaður á núverandi þingi ætti að verða landbúnaðarráðherra væri það auðvitað Jón Bjarnason.

Sigurdur (IP-tala skráð) 8.5.2009 kl. 14:28

7 Smámynd: Sigurjón Þórðarson

Jón er gamall bóndi og þekkir vel til.  Mér finnst það líklegra en hitt að hann verði landbúnaðarráðherra og þá sömuleiðis að Samfylkingin setji Jón Bjarna í að flytja matvælafrumvarpið illræmda.

Sigurjón Þórðarson, 8.5.2009 kl. 14:41

8 Smámynd: Þorsteinn H. Gunnarsson

Eee, eee, ég landbúnaðarráðherra, eee, eee, já takk fyrir Steingrímur, eee, eee. En matvælafrumvarpið, eee, hver á að flytja það, eee?

Þorsteinn H. Gunnarsson, 8.5.2009 kl. 18:43

9 Smámynd: Þorsteinn H. Gunnarsson

Svo verður gaman að fylgjast með því hver á að flytja frumvarpið um sektir og refsingar við því að framleiða mjólk án greiðslumarks, sem var samið á kaffistofunni í landbúnaðarráðuneytinu, en enginn fékkst til að flytja það.

Einhverjum bónda gæti nú dottið í hug að senda mjólk til vinnslu í mjólkursamlagi umfram greiðslumark og færa vinum og vandamönnum skyr og smjör í kreppunni. Þetta reyndi Kári í Garði á sínum tíma en var neitað.

Ég er hræddur um að þau verði ansi löng eeein nú á næstunni.

Þorsteinn H. Gunnarsson, 8.5.2009 kl. 19:32

10 Smámynd: Sigurjón Þórðarson

Þorsteinn, þetta verður spennandi.

Sigurjón Þórðarson, 8.5.2009 kl. 22:46

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband