Leita í fréttum mbl.is

Óábyrgur formaður Framsóknarflokksins

Það er furðulegt að fylgjast með formanni Framsóknarflokksins en það er engu líkara en að hann vilji magna upp deilur Íslendinga og Breta. Staðreyndin er sú að við höfum ekkert alltof góðan málstað að verja með Icesave-reikningana sem ríkisstjórn Samfylkingar og Sjálfstæðisflokks leyfðu Landsbankanum að vaða uppi með.

Bretland er eitt mikilvægasta markaðsland fyrir íslenskar sjávarafurðir og það eru hagsmunir Íslendinga að tóna deilurnar niður og semja síðan við Breta um eitthvað sem við ráðum við. Það er útséð að við getum ekki borgað allt Icesave-dæmið og það er hagur beggja landa að ná lendingu.


mbl.is Íhugi slit á stjórnmálasambandi við Breta
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ár & síð

Í ljósi þess að þjóðþing allra ESB-landa þurfa að samþykkja aðildarumsókn Íslendinga er þetta undarlegt framlag frá flokki sem styður ESB-aðild. Nóg er að eitt þjóðþing hafni umsókn til þess að hún nái ekki fram að ganga.
Matthías

Ár & síð, 9.5.2009 kl. 12:51

2 Smámynd: Skaz

Jó, það er ekkert verið að tala um ICESAVE.

Málið sem Gordon Brown var spurður að í þinginu sneri að banka, Singer & Friedlander , sem var breskur að öllu leyti nema hvað að þjóðerni eigandans var íslenskt. Þetta væri eins og að gera Íslenska ríkið ábyrgt fyrir skuldum Klörubars eða álíka fyrirtækis sem Íslendingar eiga um allan heim en eru skráð í þeim löndum sem þau starfa og teljast því þess þjóðernis.

Þannig að ef að Gordon Brown var að meina það sem hann sagði þá vill hann að Íslendingar gangi í það að borga skuldir sem sannanlega koma Íslandi ekki við á nokkurn skapaðan hátt. Þetta er Breta að borga.

Icesave er hins vega allt, allt annað. Þar er banki skráður á Íslandi, ekki í Bretlandi að starfa á íslenskri kennitölu og alles í Bretlandi.

Singer og Friedlander var breskur banki út í gegn, dótturfyrirtæki Kaupþings hvað varðaði eignarhald en starfaði sem fyrirtæki skráð í Bretlandi. 

Og ég veit ekki með þig en þetta er ekki ein hurð sem mig langar sérstaklega að opna, að gera Ísland ábyrgt fyrir skuldum fyrirtækja eingöngu vegna þjóðernis eigandans, algjörlega óháð því hvort að fyrirtækið er skráð hér eða þar.

 Og viðbrögð Íslendinga verða að vera hörð og eftir því að Gordon Brown hafi meint það sem hann sagði (þó svo að vð tökum ekkert mark á honum). Og að hóta að slíta stjórnmálasambandi er nokkuð gott merki til þeirra að við séum ekki á því að láta þetta eftir.

Skaz, 9.5.2009 kl. 13:41

3 Smámynd: Sævar Einarsson

Þar kom að því að ég er ósammála þér, við værum ennþá með 4 mílna efnahagslögsögu í dag ef þessar pissudúkkur á alþingi hefðu ráðið á sínum tíma þegar við fórum út í að stækka lögsögu íslands. Láta hart mæta ennþá meiri hörku og ekkert japl, jaml og fuður, knésetja þetta Breska h(g)eimsveldi fyrir alþjóðlegum dómstólum og svo ég tali nú ekki um að kæra þá til yfirstjórnar NATO fyrir að beita hryðjuverkalögum á aðra NATO þjóð. Það vantar stjórnmálamenn í dag sem sýna hörku, þor og staðfestu en ekki blaðra út í eitt, sjá nánar hér

Sævar Einarsson, 9.5.2009 kl. 13:54

4 Smámynd: Reynir Jóhannesson

Óábyrgur? Ertu ekki að grínast eða?

Það þarf ekkert að verja Bretana núna... stundum þarf einfaldlega smá hörku. Við höfum áður tekið bretana í gegn. Eins og Sævarinn segir hér fyrir ofan, þá væri lögsaga Íslands ekki 200 sjómílur án smá hörku á sínum tíma.

Ég er ekki í Framsóknarflokknum - en ég er hins vegar mjög ánægður með nýja formanninn.

Reynir Jóhannesson, 9.5.2009 kl. 14:12

5 Smámynd: Sigurjón Þórðarson

Útfærsla landhelginnar snérist nú ekki um að rífa kjaft strákar heldur að nýta þá vinda sem blésu í alþjóðlegum stjórnmálum m.a.  kaldastríðið og sýna skynsemi.

Til þess að leysa mál við aðrar þjóðir sem hafa þurft að afskrifa mörg þúsund milljarða lán og sitja uppi með svikna sparifjáreigendur þá þarf að sýna fram á ábyrgð Breta og Hollendinga sjálfra á að láta óábyrga starfsemi vera í gangi, sem þeir vissu jafnvel betur en íslensk stjórnvöld að gæti ekki gengið upp.

Íslendingar geta ekki borgað þessar skuldir sem Samfylking og Sjálfstæðisflokkur gerðu útrásarvíkingunum kost á að stofna til og við þurfum að ná skynsömum samningum og þá er ég viss um að leið Sigmundar Davíðs er ekki einungis óábyrg heldur fávitaleg.

Sigurjón Þórðarson, 9.5.2009 kl. 15:08

6 identicon

Vond Hugmynd hjá formanni framsóknar. Við höfum átt viðskipti við breta í árhundruði. Þegar einokunarviðskipti voru til staðar voru bretar þeir einu sem ögruðu því. Þar áttu þeir í mun ábatasamari viðskiptum við landsmenn en við agenta danakonungs. Ætla ekki að fara út í þá sálma að réttlæta veiðar þeirra hér á þeim dögum, en eitt er víst að þjóðin var ekki í stakk búin til þess að veiða umfram þessi 50 þúsund tonn sem sagt er að útróðurinn hafi skilað á ári hverju í þá daga. Ef bretar virðast þóttafullir í samskiptum núna eigum við ekkert að borga, það er óþarfi að slíta samskiptum, það er fáránlegt. Því miður lítur svo út að við þurfum að borga pening fyrir ,,dekursyni“ landsins, svokallaða útrásárvíkinga. Ef við gerum það á það að vera á okkar forsendum, en ekki breta. Við eigum að kalla það skaðabætur til þess að bæta tjón sem börn okkar ollu í garði vina okkar. Þó að Gordon Brown virðist vondur maður, ljótur og illvilja – þá er almenningsálitið á Bretlandseyjum þannig að þeir líta á okkur sem systkini sín. Við megum ekki falla í þá gryfju að láta reiðina yfirtaka okkur í þessu sambandi. Leysum málin með samningum þegar bretar eru tilbúnir að setjast niður ekki fyrr.

Benóný Jónsson (IP-tala skráð) 9.5.2009 kl. 15:21

7 Smámynd: Sigurður Ásbjörnsson

Hjartanlega sammála Sigurjóni.  Mér finnst eins og enginn íslenskur stjórnmálamaður hafi prófað að setja sig í spor Breta í ICESAVE málinu.  Hvað hefðum við sagt ef Breskur banki hefði hagað sér á Íslandi með sama hætti og Lansbankinn gerði í Bretlandi?

Sigurður Ásbjörnsson, 9.5.2009 kl. 15:22

8 Smámynd: Óskar Þorkelsson

sammála þér Sigurjón

Óskar Þorkelsson, 9.5.2009 kl. 16:16

9 identicon

Algjörlega ósammála. Það ætti að vera búið að slíta þessu daginn eftir að þeir beittu hryðjaverkalögunum. Allt annað er til marks um kjarkleysi. Við látum Breta vaða yfir okkur á skítugum skónum

Jóhann Gunnar (IP-tala skráð) 9.5.2009 kl. 16:46

10 identicon

Það á að reka sendiráðsfulltrúa Breta heim strax.  Samhliða því á að hefja mál fyrir evrópskum dómstólum um greiðsluskyldu íslendinga á reikningum íslenskra banka, umfram ákvæði laga sem gilda í tilfellum gjaldþrots bankastofnanna.

Við megum ekki gleyma þeirri þvingun sem ESB beitti íslendinga í kjölfar bankahrunsins. Við báðum um aðstoð Evrópuríkja og okkur var neitað. Okkur var neitað að láta reyna á gildandi lög, því þessi ríki voru skíthrædd um niðurstöðuna. Því voru við þvinguð til samstarfs við IMF, án þess að hafa haft möguleika á að leita réttlætis fyrir evrópskum dómstólum.

Það verður tekið eftir því að við rekum bretana heim. Það eru ákveðin skilaboð til evrópu, um að við tökum málununum ekki létt. Við sýnum festu og segjum við þá að við látum ekki meðhöndla okkar þjóð, eins og þeim sýninst. 

Ég held að ef við sýnum ekki þessa festu, þá verður valtað yfir okkur í komandi framtíð. Evrópa mun líta á okkur sem vesalinga, sem þora ekki að leita réttar síns. Við eigum að sýna þeim hvar "davíð keypti ölið" og vaða í bretana/evrópu og ná fram réttlæti fyrir þjóðina. 

Eggert Guðmundsson (IP-tala skráð) 9.5.2009 kl. 19:45

11 identicon

Samningsstaða okkar íslendinga mun verða miklu betri og sterkari ef við sínum þessa festu í leit þjóðarinnar að réttlæti svk. lögum og sínum alheim að við látum ekki bjóða okkur allan óþverran sem þeim sýnist að sýna okkur.

Eggert Guðmundsson (IP-tala skráð) 9.5.2009 kl. 19:59

12 identicon

Þetta er fáránleg hugmynd hjá formanni Framsóknarflokksins, eins margt fleira sem komið hefur úr þeirra herbúðum að undanförnu. Ætli Bretum sé ekki slétt sama að þjóð, sem hlegið er að út um allan heim, slíti stjórnmálasambandi við þá. Málið er það að hagsmunir okkar byggja á samstarfi og góðu sambandi við aðrar þjóðir og í Bretlandi eru mikilvægir markaðir bæði fyrir vöru og þjónustu. Þetta mál verður ekki leyst, nema bæði á pólitískan og diplómatískan hátt. Við erum ekki í þeirri stöðu að við getum ekki hagað okkur á þann hátt sem Framsóknarmenn leggja til.  Við þurfum í dag umfram allt að skapa okkur trúverðugleika. Við þurfum að halda því til haga að Gordon Brown fór með rangt mál, en það er hans vandamál, gagnvart breskum kjósendum.

ET (IP-tala skráð) 9.5.2009 kl. 20:28

13 Smámynd: Eiður Ragnarsson

Það hefði átt að slíta stjórnarsamstarfi við Breta sama dag og þeir brutu á okkur með hryðjuverkalögunum.

Þarna er sá stóri að reyna að vaða yfir þann litla og hann kemst upp með það.  Það eru engin fordæmi fyrir þessari hegðun þjóðarleiðtoga hvorki fyrr né síðar. 

Það má vel vera að okkur beri að borga þetta að einhverju eða öllu leyti, en það breytir ekki því að þessi beyting hryðjuverkalaga var í sjálfu sér hryðjuverk og ætti því að meðhöndlast sem slíkt.

ég hef aldrei vitað til þess að það bæti samningstöðu eins né neins, að láta vaða yfir sig á skítugum skónum eins og nú hefur gerst, áður en samningaviðræður hefjast...

Ef eitthvað er þá veikir það samningsstöðu þína að láta slá þig niður og sparka svo í þig liggjandi... Það er efitt að semja í þeirri stöðu ekki satt??

En ef þú stendur upp og verð þig með því sem þú átt tiltækt, þá ertu í mun betri málum....

Eiður Ragnarsson, 9.5.2009 kl. 22:42

14 Smámynd: Sævar Einarsson

ET auðvitað er hlegið að þjóð sem lét það yfir sig ganga steinþegjandi og hljóðalaust(fyrir utan smá grátur) að vera beitt hryðjuverkalögum, land sem er ekki einu sinni með her en er í NATO og lét aðra NATO þjóð setja á sig slík lög, ekkert skrítið að okkur sé hlegið, RÍKISSTJÓRNIN GERÐI EKKI RASSGAT ! korteri eftir að Bretar settu þessi lög á okkur, átti þessi vanhæfa slefandi þvengpípandi ríkisstjórn sem þá var við völd að vísa breska sendiherranum úr landi og kalla okkar sendiherra heim en þetta pakk hafði og hefur engan metnað, kjark eða þor, hélt bara áfram að semja um eitthvað sem er ekkert að semja um, enda Bretar búnir að setja okkur á hryðjuverkalista.

Sævar Einarsson, 10.5.2009 kl. 00:17

15 Smámynd: Sævar Einarsson

Og hugsið ykkur ruglið, er virkilega eitthvað lið að semja við Breta í dag þegar við erum ennþá á hryðjuverkalista hjá þeim ? spáið aðeins í því, hvar er stoltið ykkar ?

Sævar Einarsson, 10.5.2009 kl. 00:19

16 Smámynd: Sævar Einarsson

Svo ef maður vill aðeins skoða lögfræðilegu hliðina þá settu Bretar sjálfir lög um að ef einhver ríki sé í pólitískum eða efnahagslegum tengslum við land sem er á hryðjuverkalista eða er að taka við peninga af landi sem er á þeim lista skal slíta stjórnmálatengsl við það land(þetta er kannski ekki alveg orðað svona en eitthvað í þá áttina), núna er sko gúrkutíð fyrir lögfræðinga næstu árin.

Sævar Einarsson, 10.5.2009 kl. 00:24

17 Smámynd: Magnús Helgi Björgvinsson

Bullið hér í mönnum! Þetta er hárrétt hjá Sigurjóni. Hvaða stöðu halda menn að við séum í? Við vorum með megnið af okkar gjaldeyri og viðskiptum í Bretlandi. Þeir upplifðu það að við gátum ekki bjargað bönkunum okkar og þarf með töpuðu þúsindir félaga, borga og breskar stofnir milljörðum á milljarða ofan sem voru geymdir á IceSave. Og á tímabili leit út fyrir að hundruð þúsunda einstaklinga mundu tapa öllu sparifé sínu sem þeir geymdu inn á IceSave. Hvað áttir stjórnvöld í Bretlandi að gera?

Og hvað halda menn að við nú mundum græða á því að slíta sambandi við þá þjóð sem við seljum stóran hluta af fiski okkar til, land þar sem við eigum enn eignir sem við ætlum að láta renna upp í skuldir gömlu bankana á næstu árum. Þjóð sem væri í aðstöðu til að að láta loka á flesta lánamöguleika okkar.

Með þannig framkomu værum við bara lokuð af hér og ættum engan möguleika á viðskiptum við neinn. Halda menn að t.d. USA mundi styggja Breta með því að skipta við okkur?  Eða lönd í ESB?

Landhelgisdeila okkar við þá var af allt öðrum toga. Bæði er heimurinn breyttur síðan sem og að lífsstandard okkar er allt annar en þá. Við þurfum miklu meira á neysluvörum að utan að halda en áður. Bendi fólki á að þegar síðasta landhelgisstríð var haldið voru Íslendingar ekki farnir að borða Pizzur t.d. Og í því stríði áttum við USA að bandamönnum en ekki lengur.

Magnús Helgi Björgvinsson, 10.5.2009 kl. 01:19

18 Smámynd: Sævar Einarsson

Magnús Helgi Björgvinsson ? við höfum nákvæmlega ENGU að tapa ENDA er landið okkar undir skóhæl Breta og ríkiskassinn tómur og rúmlega það og ég neita að borga skuldir vogunarsjóða og banka sem tóku skortstöðu gagnvart okkar gjaldmiðli og felldu krónuna, en kannski þér finnist það gott að vera tekinn í kakóið með valdi, ekki tek ég það í mál. En við höfum ALLT að vinna, hugsaðu nú aðeins fyrir utan pappakassann, hvað getur þú ímyndað þér að Bretar myndu gera ef við myndum grípa til "vopna" ? jú við myndum afvopna þá á einu augabragði því þeir hafa jú ÖLLU að tapa.

Sævar Einarsson, 10.5.2009 kl. 01:41

19 identicon

Hér er ágæt skrif varðandi þetta :

http://www.baldurmcqueen.com/2009/2222-nieurlaegjandi

http://www.baldurmcqueen.com/2009/2230-traust-eea-vantraust-vanskubb

JR (IP-tala skráð) 10.5.2009 kl. 02:14

20 identicon

Hefur Framsóknarflokkurinn nokkurt erindi lengur.  Hann misnotaði afstöðu sína til bænda, með Kaupfélögunum a.m.k. hin síðustu ár, og gleypti síðast í sig seinustu verðmætin þar á bæ. þar á ég við samvinnu-fyrirtækin.  Þetta er úreltur flokkur og það fyrir löngu. Burt með hann sem allra fyrst.

Vigdís Ágústsdóttir (IP-tala skráð) 10.5.2009 kl. 11:11

21 Smámynd: Árni Gunnarsson

Ef þetta verður til þess að Bretar hafni umsókn okkar í ESB finnst mér allt til vinnandi að standa uppi í hárinu á þeim.

 Annars hef ég nú þá trú að Bretar séu nú að miklu leyti hættir að gera eitthvað með þennan pólitíska leiðtoga sinn og dagar hans í pólitík séu bráðum taldir.

Árni Gunnarsson, 10.5.2009 kl. 12:20

22 identicon

Þessi piltungur, sem eigendur framsóknarflokksins hafa sett tímabundið sem formann, er eins og smalahundur, geltir þegar honum er sigað. Nú á að draga athyglina frá þeirri staðreynd, að það voru framsóknarráðherrarnir Valgerður Sverrisdóttir og Finnur Ingólfsson sem fóru með bankamálin, þegar þjóðarbankarnir voru einkavinavæddir og réðu mestu um framgang þeirra mála. Sem og að helstu fósarnir í liði útrásarvíkinga voru þeim einkar hjartfólgnir.

Brassó hinn ósigrandi (IP-tala skráð) 10.5.2009 kl. 16:53

23 Smámynd: Gísli Guðmundsson

What about ummæli heilbrigðismálaráðherra http://www.visir.is/article/20090509/FRETTIR01/496980202/-1

Það er eins og menn telji sig enn vera í stjórnarandstöðu.......Svona ummæli eru ekki samboðin mönnum með ábyrgð og í stjórn......

Gísli Guðmundsson, 10.5.2009 kl. 18:41

24 Smámynd: Oddur Helgi Halldórsson

Það er alltaf sami undirlægjuhátturinn í okkur. Byrjaði 1262 með Gamla sáttmála.

Oddur Helgi Halldórsson, 10.5.2009 kl. 22:32

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband