Bloggfærslur mánaðarins, maí 2009
30.5.2009 | 21:25
Svartsýnissjúkir fjölmiðlar
Það er merkilegt hvað íslenskir fjölmiðlar eru ginkeyptir fyrir hverri dómsdagsspánni á fætur annarri um að algert hrun blasi við undirstöðuatvinnugrein landsmanna þ.e. fiskveiðum.
Fyrir nokkru var það aðalfréttin í helstu fjölmiðlum landsins að algert hrun blasti við fiskistofnum heimsins árið 2048 en upp komst að sú spá var einungis fölsk beita til þess að vekja athygli fjölmiðla.
Núna hefur Einar Árnason birt grein, þar sem spáir úrkynjun og hruni þorsksins a Íslandsmiðum, byggða á mjög hæpnum gögnum. Það er eins og við manninn mælt, helstu fjölmiðlar landsins kokgleypa beituna gagnrýnislaust og virðast vera jafn meðvirkir með sértrúarvísindaliðinu sem boðar hver endalokin á fætur öðrum og þeir voru með blessaða útrásarliðinu okkar.
Ég hef um nokkurt skeið velt því fyrir mér hvers vegna þeir vísindamenn s.s. Jón Kristjánsson fiskifræðingur, sem boða bjarta framtíð byggða á viðtekinni vistfræði, fá enga umfjöllun.
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 21:50 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)
29.5.2009 | 19:18
Hrun er enn í tísku
Það er í mikilli tísku að boða hrun. Ef það er ekki sandsílið sem er að hruni komið hér við land vegna hlýnunar jarðar þó svo að það lifi ágætis lífi sunnar á hnettinum, þá er það þorskurinn sem er að úrkynjast og það vegna AA, AB og BB. Ég hef ekki hugmynd um hvað þetta AA, AB eða BB er en ég veit þó nóg til þess að vera þess fullviss að Einar Árnason og kó séu með víðtækar fullyrðingar út frá hæpnum forsendum.
Ef litið er til þeirra valkrafta sem eru að verki á þorskstofninn þá er það augljóst að megnið af þeim milljónum seiða sem hver þorskhrygna klekur út, drepast ekki af völdum veiða heldur farast megnið af þeim af "náttúrulegum" orsökum. Það að ætla að veiðar sem eru minniháttar affallaþáttur skipti sköpum og valdi hruni á örfáum árum er meira en lítið vafasamt. Það er sér í lagi undarlegt þar sem veiðar hafa dregist gríðarlega saman á þorski hér við land og ekki hafa orðið einhver drastískar breytingar á sókninni ef frá er talið að minna er um vertíðabáta sem sóttu einkum í stóran hrygningarfisk. Nýlega las ég reyndar grein þar sem sýnt var fram á að þar sem arfgerð fiskstofns var breytt með mjög hörðu vali í nokkrar kynslóðir, þá gengu breytingar mjög hratt til baka um leið og valinu var hætt.
Annars heyrði ég á Einari Árnasyni vitna til hrunsins í Kanada máli sínu til stuðnings en honum virðist vera ókunnugt um að fiskurinn horfið vegna breytinga í umhverfisþáttum þar sem kuldaskeið ríkti bæði á Grænlandsmiðum og Nýfundnalandsmiðum á þessum tíma.
Í lokin er rétt að huga að því að þar sem að hlutirnir eru í góðu lagi í Barentshafinu þar sem veitt er langt umfram ráðleggingar og hafa menn gáð að því hvort að þar sé á ferðinni AA, AB, BB eða Rúskí púskí.
Er boðun hruns innan örfárra ára góð leið til þess að komast í aukna styrki?
Telur þorskstofninn í hættu | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 19:20 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
28.5.2009 | 17:59
Guðmundur Reykás Steingrímsson
Ragnar Reykás, heimilisvinur þjóðarinnar, hefði ekki toppað þessa mótsagnasteypu hins nýkjörna þingmanns Framsóknarflokksins í umræðu um stjórn fiskveiða:
Ég er t.d. þeirrar skoðunar og þannig manneskja að mér finnst alveg þess virði að skoða hvort kerfi sem er þannig gert að þeir sem vilja ekki, geta ekki eða sjá sér einhverra hluta vegna ekki lengur fært að vera í greininni selji veiðiheimildir til þeirra sem vilja vera í greininni eða vilja fara inn í hana. Þetta er kallað markaðshagkerfi. Það er ekkert því til fyrirstöðu og ég tel raunar alveg skýrt að þjóðin eigi þessar veiðiheimildir þó að kerfið sé svona.
Annars er merkilegt hvað þingmenn eru uppteknir af kvótanum sem stjórntæki til að stýra fiskveiðum en vinir okkar, Færeyingar, gáufst fyrir löngu upp á kvótanum og stjórna með sóknarstýringu sem tryggir að allur aflinn komi á land.
26.5.2009 | 00:32
Bæjarstjórar í vörn fyrir handónýtt kerfi
Í 10-fréttum birtust tveir bæjarstjórar á Austurlandi og héldu uppi miklum vörnum fyrir kvótakerfið í sjávarútvegi. Það má ætla að þau séu málpípur sérhagsmunaaflanna þar sem þau standa vörð um kerfi sem hefur leikið Austfirðina mjög illa. Réttast væri fyrir þessa ágætu bæjarstjóra áður en þau halda áfram í vörninni að velta fyrir sér hver skuldastaða austfirsku útgerðanna er núna og fyrir 10 árum, hver aflaverðmæti á föstu verðlagi eru nú og fyrir 10 árum, hver aldur togaraflotans er nú og fyrir 10 árum og hvort heimaaðilar ráði för í stærstu útgerðarfyrirtækjunum.
Þau ættu sömuleiðis að velta fyrir sér hvaða nýliðar eru á ferðinni í greininni og hvernig kerfið muni leika byggðirnar eftir 10 ár ef framtíðin verður með svipuðu sniði og þróun síðustu 10 ára.
Við í Frjálslynda flokknum höfum ekki verið sérstakir talsmenn fyrningarleiðarinnar sem er að ýmsu leyti gölluð, en teljum að það ætti að stórauka veiðar og auka frelsi almennt í greininni og sérstaklega í útgerð minni báta.
Bæjarstjórarnir sem um ræðir eru ekki þau einu sem eru að fara á taugum, heldur virðist blað allra landsmanna helga skrif sín sérhagsmunaöflum og kerfi sem skilar færri og færri fiskum á land. Er ekki orðið tímabært að skoða fleiri þætti en eignarhald, t.d. stjórnunina í grunninn? Hver maður sem eitthvað hefur á milli eyrnanna ætti að sjá að það er meira en lítið vafasamt að selja veiðirétt landshorna á milli, t.d. úr Breiðdalsvík í Breiðafjörðinn.
24.5.2009 | 23:21
100% vaxtamunur
Það er spurning hvort hægt sé að tala um stjórn efnahagsmála á Íslandi, hvort ekki sé réttara að tala um að hlutirnir séu látnir flæða, þeir veltast einhvern veginn um. Krónan hefur lekið niður og vextir eru ennþá gríðarlega háir. Þrátt fyrir samdrátt og mikla erfiðleika í rekstri fyrirtækja virðist gríðarleg tregða við að lækka útlánsvexti.
Þeirri tregðu er ekki fyrir að fara þegar skoðaðir eru þeir vextir sem ríkisbankarnir bjóða innlánseigendum þar sem þeir hafa hríðlækkað. Hæstu innlánsvextir sem Kaupþing býður upp á eru liðlega 8% en þá þarf maður að eiga 100 milljónir króna á reikningi hjá bankanum. Yfirdráttarlán einstaklinga eru í kringum 16% þannig að vaxtamunurinn slagar augljóslega upp í 100%.
Nú er ég ekki að segja að 8% vextir séu lágir vextir þegar það er nánast verðhjöðnun, en það segir þá enn meira hvers konar rugl það er að bjóða fyrirtækjum sem berjast í bökkum upp á á annan tug prósenta í vaxtagreiðslur. Stjórnvöld hljóta nú að fara að fara miklu hraðar í vaxtalækkun og stefna á eðlilegan vaxtamun í landinu. Það er ekkert í efnahagslífinu sem kallar á þessa háu vexti.
Nú er vonandi að ríkisstjórnin taki sér tak og boði aðgerðir, s.s. auknar veiðar, til að auka gjaldeyristekjur þjóðarinnar og lækka strax útlánsvexti til að gefa lífvænlegum fyrirtækjum kost á að draga andann.
22.5.2009 | 12:03
Borgarahreyfingin dregur sig í hlé
Það er áhugavert að fylgjast með þjóðinni á þingi. Margir bundu vonir við að þjóðarflokkurinn léti duglega til sín taka um helstu pólitísku álitamál samfélagsins. Þess vegna kom mér verulega á óvart að Borgarahreyfingin sæi ekki nokkra ástæðu til að taka þátt í umræðu um fyrningu aflaheimilda á þinginu í fyrradag. Markmiðið með henni er m.a. að koma til móts við álit mannréttindanefndar Sameinuðu þjóðanna, ekki síður að auðlindir þjóðarinnar lendi ekki í höndunum á erlendum lánardrottnum og enn fremur að gera skuldug sjávarútvegsfyrirtæki rekstrarhæf. Það er deginum ljósara að engin sátt verður um það að skuldir verði afskrifaðar í stórum stíl og að haldið verði áfram að veðsetja og leigja aflaheimildir eins og ekkert sé. Kvótakerfið markaði upphaf hrunsins og er nauðsynlegt að taka á málum.
Þó að ég hefði viljað fara aðra leið, fara í aukningu veiðiheimilda sem hefði verið úthlutað af jafnræði, er fyrningarleiðin skoðunar virði og furðulegt að Borgarahreyfingin hafi ekki skoðun á málinu.
Þegar ég sá þetta ákvað ég að kanna hvaða þingmál Borgarahreyfingin leggur áherslu á. Á þeim mánuði sem brátt er liðinn frá alþingiskosningum hafa liðsmenn Borgarahreyfingarinnar ekki séð ástæðu til að leggja fram eitt einasta mál ef frá er talið að Birgitta Jónsdóttir er meðflutningsmaður á fortakslausu banni við nektarsýningum. Einhvern veginn held ég að það mál brenni ekki á mörgum heimilum í landinu.
20.5.2009 | 18:01
Kynjabull
20.5.2009 | 14:15
Sjálfstæðisflokknum ekki sýnd næg tillitssemi
Eitthvað hefur skort á að Sjálfstæðisflokknum hafi verið sýnd tilhlýðileg tillitssemi. Forystumaður flokksins er nokkuð reikull í spori, það er helst að hann finni taktinn þegar hann berst af heilagri réttlætingu gegn öllum breytingum á gjaldþrota kvótakerfi í sjávarútvegi sem hefur haft í för með sér hærri skuldir og færri þorska á land.
Það má segja að það hafi verið hálfgert óþverrabragð af ríkisstjórninni að vísa Evrópumálinu til þingsins og mátti heyra formann Sjálfstæðisflokksins kvarta sáran undan því að þurfa að taka opinberlega afstöðu til þess. Þrjú af fjórum þingmönnum flokksins i Suðvesturkjördæmi eru jákvæð gagnvart aðildarviðræðum við Evrópusambandið eins og fram hefur komið. Í ljósi umkvörtunar formannsins er undarlegt að reka augun í að bæði hann sjálfur og varaformaðurinn kjósa sér utanríkismálanefnd þingsins sem einu fastanefndina til að sitja í.
Andstyggileg hegðun ríkisstjórnarinnar, er fjórflokkurinn í dauðateygjunum?
18.5.2009 | 21:44
Núll núll hjá frú Jóhönnu Sigurðardóttur og herra Bjarna Benediktssyni
Það er svo sannarlega óskandi að ráðamenn taki sig á og boði raunverulegar aðgerðir en ræður forsætisráðherra og sömuleiðis stærsta stjórnarandstöðuflokksins voru afar rýrar og gefa því ekki góð fyrirheit.
Frú Jóhanna Sigurðardóttir byrjaði ræðuna á einkennilegri söguskýringu á þá leið að það hefði orðið eitthvert skyndilegt hrun fyrir 100 dögum. Þjóðin veit sem er að hrunið hófst fyrir ári á vakt Samfylkingarinnar, með hruni krónunnar og síðan hruni bankanna í október árið 2008. Sú mynd sem forsætisráðherra dró upp hvað varðar verðbólgu, vexti og flökt krónunnar var að allt væri á réttri leið en seinna í ræðunni var helsta röksemd fyrir inngöngu í Evrópusambandið sú að ráðast gegn núverandi ástandi hvað varðar verðbólgu, ægilega vexti, óvissu í gengismálum og illræmda verðtyggingu sem ríkisstjórn hennar treystir sér að vísu ekki til að afnema.
Herra Bjarni Benediktsson nýtti ekki tækifærið til að kynna þjóðinni stefnu Sjálfstæðisflokksins og ekki bætti Ólöf Nordal neinu við nema óljósu tali um næstu kynslóðir, nýsköpunartafli og háskóla-eitthvað.
Leiðtogi Sjálfstæðisflokksins lagði þó þunga áherslu á að ekki mætti hrófla við nánast hnökralausu kvótakerfi í sjávarútvegi og varaði við hættulegri þjóðnýtingarstefnu ríkisstjórnarinnar.
Hvernig er það, veit formaður Sjálfstæðisflokksins ekki að kvótinn er meira og minna veðsettur út fyrir öll skynsamleg mörk og megnið af honum mun að óbreyttu lenda í höndunum á lánardrottnum sem eru ríkisbankarnir og sömuleiðis útlendingar?
Það er vonandi að ráðandi stjórnmálaflokkar átti sig sem fyrst á því að hvorki fyrirtækin né heimilin þola þá okurvexti sem boðið er upp á og ekki heldur að gengi krónunnar styrkist ekki. Eina skynsamlega leiðin út úr ógöngum íslensks efnahagslífs er að auka framleiðsluna og útflutning en það mun styrkja gengi krónunnar.
Nærtækast er að auka veiðar strax í vannýttan þorskstofninn en veiðin nú er nálægt 100 þúsund tonnum minni en kom í hlut Íslendinga á meðan vinir okkar Bretar stunduðu veiðar hér við land.
Leiði mótun sjávarútvegsstefnu | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt 19.5.2009 kl. 10:23 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
13.5.2009 | 22:36
Lífeðlisfræðileg rannsókn á þinghópi Borgarahreyfingarinnar
Fáar fréttir berast neðan frá Austurvelli sem skipta hag skuldugs almennings mjög miklu. Það er að vísu nokkuð harðvítug umræða um stóra kynjamálið í VG en helstu fréttir af hópi þingmanna Borgarahreyfingarinnar er að varaformaður þinghópsins tilkynnir með miklu stolti að það hafi ekki tekið hópinn nema eina viku að finna klósettið í byggingunni. Ég fór óneitanlega að velta fyrir mér hvort þvagblaðran í þessum hópi væri eitthvað stærri en gengur og gerist meðal þjóðarinnar. Mér finnst þetta verðugt viðfangsefni fyrir lífeðlisfræðinga og jafnvel kynjafræðinga sem eru að einhverju leyti tengdir þessu líffæri.
Fyrsta skýrslubeiðnin verður kannski um þetta mál.
Bloggvinir
- Helga Þórðardóttir
- Gunnar Skúli Ármannsson
- Jens Guð
- Hallgrímur Guðmundsson
- Ásta Hafberg S.
- Jóhann Elíasson
- Aðalheiður Ámundadóttir
- Óskar Helgi Helgason
- Georg Eiður Arnarson
- Óskar Þorkelsson
- Jakob Falur Kristinsson
- Kolbrún Stefánsdóttir
- Baldvin Jónsson
- Jakobína Ingunn Ólafsdóttir
- Ragnheiður Ólafsdóttir
- Hallur Magnússon
- Sigurður Þórðarson
- Gunnlaugur B Ólafsson
- Guðrún María Óskarsdóttir.
- Katrín
- Þarfagreinir
- Samtök sjálfstæðra í sjávarútvegi
- Frjálslyndi flokkurinn í Eyjafirði
- Hallgrímur Óli Helgason
- Jón Kristjánsson
- Hrannar Björn Arnarsson
- Hlynur Þór Magnússon
- Jón Valur Jensson
- Gunnar Th. Gunnarsson
- Kjartan Eggertsson
- Halla Rut
- Ingólfur Þór Guðmundsson
- Grétar Pétur Geirsson
- Guðrún Þóra Hjaltadóttir
- J. Einar Valur Bjarnason Maack
- ragnar bergsson
- Bjarni Harðarson
- Rannveig Þorvaldsdóttir
- Sigurður Sigurðsson
- Eiríkur Guðmundsson
- Stefán Friðrik Stefánsson
- erlahlyns.blogspot.com
- Agný
- Guðjón Ólafsson
- Einar Ben
- Jón Aðalsteinn Jónsson
- Georg P Sveinbjörnsson
- Gunnar Freyr Hafsteinsson
- Ólafur Ragnarsson
- Guðrún Magnea Helgadóttir
- Ólafur Björn Ólafsson
- Halldór Jónsson
- Elvar Atli Konráðsson
- Kristján H Theódórsson
- Guðjón Sigþór Jensson
- Helgi Már Barðason
- Brynja Hlíf Þorsteinsdóttir
- Víðir Benediktsson
- Valgerður Sigurðardóttir
- Jens Sigurjónsson
- Vestfirðir
- Sigurður Ásbjörnsson
- Jón Magnússon
- Viðar Friðgeirsson
- Axel Jóhannes Yngvason
- Svava S. Steinars
- Guðsteinn Haukur Barkarson
- Quackmore
- Árni "Gamli" Einarsson
- Haukur Már Helgason
- Þóra Guðmundsdóttir
- Heiða Þórðar
- Steingrímur Ólafsson
- Vefritid
- Ársæll Níelsson
- S. Einar Sigurðsson
- Rannveig H
- Gísli Gíslason
- Bjarni Kjartansson
- Steingrímur Helgason
- Fiðrildi
- Baldur Fjölnisson
- Þorsteinn Ásgeirsson (Icerock)
- Linda Lea Bogadóttir
- Félag Ungra Frjálslyndra
- Hanna
- Sverrir Stormsker
- Ottó Marvin Gunnarsson
- gudni.is
- Einar Vignir Einarsson
- Hákon Unnar Seljan Jóhannsson
- Valgerður Halldórsdóttir
- Guðmundur Jónas Kristjánsson
- Sæþór Helgi Jensson
- Fríða Björk Einarsdóttir
- Jóhann Kristjánsson
- Oddur Helgi Halldórsson
- Guðrún Jóna Gunnarsdóttir
- María Harðardóttir og Þorsteinn Narfason
- Grétar Rögnvarsson
- Ragnar Þór Ingólfsson
- Róbert Guðmundur Schmidt
- Steinn Hafliðason
- Landssamband ungra frjálslyndra
- Bergþóra Árnadóttir - RIP 15.2.48 - 8.3.07
- Þórir Aðalsteinsson
- Vilborg Traustadóttir
- Arnþrúður Karlsdóttir
- Sævar Einarsson
- Ketilás
- Ómar Pétursson
- Eyþór Grétar Grétarsson
- FF
- Jón Þór Bjarnason
- Óskar Þ. G. Eiríksson
- Vilhjálmur Árnason
- Alexander Kristófer Gústafsson
- Róbert Tómasson
- Landvernd
- ThoR-E
- Haraldur Baldursson
- Sigurður Jón Hreinsson
- Eyþór Laxdal Arnalds
- busblog.is
- Sigríður Inga Sigurjónsdóttir
- Himmalingur
- Svanhildur Karlsdóttir
- Gísli Birgir Ómarsson
- Árni Árnason
- Grétar Mar Jónsson
- Perla
- Ingunn Guðnadóttir
- Irma Þöll
- Skattborgari
- Gulli litli
- Jón Snæbjörnsson
- Þráinn Jökull Elísson
- Sigríður Elfa Eyjólfsdóttir
- Mál 214
- Bullukolla
- kreppukallinn
- hreinsamviska
- Arinbjörn Kúld
- Orgar
- Guðjón Baldursson
- Gunnar Þór Gunnarsson
- Hörður B Hjartarson
- Gunnar Björn Björnsson
- Haraldur Hansson
- Þórólfur S. Finnsson
- Birna Steingrímsdóttir
- Gestur Guðjónsson
- Jónas Rafnar Ingason
- Stríða
- Götusmiðjan
- Brynja skordal
- Haraldur Bjarnason
- Guðmundur Óli Scheving
- Ásta
- Markús frá Djúpalæk
- Jörundur Garðarsson
- MIS
- Þorsteinn H. Gunnarsson
- Björn Júlíus Grímsson
- S Kristján Ingimarsson
- Bryndís Haraldsdóttir
- Þórður Björn Sigurðsson
- Magnús Kristjánsson
- Bergur Sigurðsson
- Guðrún Ólafía Brynleifsdóttir
- Hildur Helga Sigurðardóttir
- Ólafía Herborg Jóhannsdóttir
- Heimssýn
- Brosveitan - Pétur Reynisson
- Óskar Arnórsson
- Sigurbjörn Svavarsson
- Árni Davíðsson
- Lúðvík Lúðvíksson
- Árelíus Örn Þórðarson
- Friðrik Hansen Guðmundsson
- Jakob Þór Haraldsson
- Guðrún Katrín Árnadóttir
- Þorsteinn Valur Baldvinsson
- L.i.ú.
- Rafn Gíslason
- Vilhjálmur Sveinn Björnsson
- Samtök Fullveldissinna
- Vaktin
- Arnar Guðmundsson
- Lárus Baldursson
- Sveinn Elías Hansson
- Þórarinn Baldursson
- Kjartan Magnússon
- ÞJÓÐARHEIÐUR - SAMTÖK GEGN ICESAVE
- Berglind Steinsdóttir
- Bjarney Vigdís Ingimundardóttir
- BJÖRK
- Björn Emilsson
- Dagný
- Dominus Sanctus.
- Friðgeir Sveinsson
- Guðmundur Ásgeirsson
- Guðmundur Pálsson
- Helgi Þór Gunnarsson
- Högni Snær Hauksson
- Inga Sæland Ástvaldsdóttir
- Jón Þórhallsson
- Kristján P. Gudmundsson
- Ómar Bjarki Smárason
- Ragnar Stefán Rögnvaldsson
- Rósa Aðalsteinsdóttir
- Samstaða þjóðar
- Sigurður Ingólfsson
- Stefán Júlíusson
- Sumarliði Einar Daðason
- Sveinn Björnsson
- Tryggvi Gunnar Hansen
- Úrsúla Jünemann
- Valdimar H Jóhannesson
Tenglar
Mínir tenglar
- Losnað við pestina Þetta hefur reynst mér vel við að losna við allar pestir þá 5 mánuði sem ég hef reynt immiflexið
- Ginseng Hér fæ ég kraftinn
- Frjálslyndi flokkurinn Vill breyta kvótakerfinu
- Ungmennasamband Skagafjarðar Ég er formaður
- Hér kaupi ég tölvudótið Ódýrt og gott
Sjávarútvegsmál
- Hafró Stofnunin þar sem ákveðið er hversu mikið má veiða
- Landssamband íslenskra útvegsmanna LÍÚ
- Landssamband smábátaeigenda LS
- Jörgen Niclasen Formaður Fólkaflokksins í Færeyjum
- Helgi Áss Grétarsson Sérfræðingur í HÍ á vegum LÍÚ
Fréttamiðlar
- Al Jazeera Gefur Bandaríkjamönnum engin grið
- BBC BBC
- Börsen Dönsk fjármálasíða
- Seðlabankinn Musteri Davíðs
Nýjustu athugasemdir
- Bara ef það hentar mér: Hér má sjá ráðleggingar Hafró um afla hvers árs og það sem enda... 7.1.2025
- Bara ef það hentar mér: "Vagn" svei mér þá þú ert bara mun meiri "GRAUTARHAUS" en ég ha... 7.1.2025
- Bara ef það hentar mér: Jóhann, úthlutaður kvóti, veiðiheimildir, er ekki það sama og r... 7.1.2025
- Bara ef það hentar mér: Pálmi það skal tekið fram að ég fylgjandi auknum veiðiheimildum... 7.1.2025
- Bara ef það hentar mér: Sæll Sigurjón Þú ert bara ekki að bera saman epli og epli. Þú v... 7.1.2025
- Bara ef það hentar mér: Hvað er eiginlega á milli eyrnanna á þér "Vagn"???? Kvóti og v... 7.1.2025
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (20.1.): 4
- Sl. sólarhring: 9
- Sl. viku: 88
- Frá upphafi: 1019333
Annað
- Innlit í dag: 4
- Innlit sl. viku: 74
- Gestir í dag: 4
- IP-tölur í dag: 4
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Myndaalbúm
Eldri færslur
- Janúar 2025
- Desember 2024
- Nóvember 2024
- Október 2024
- September 2024
- Ágúst 2024
- Júlí 2024
- Júní 2024
- Maí 2024
- Apríl 2024
- Mars 2024
- Janúar 2024
- Apríl 2023
- Október 2022
- Október 2021
- Febrúar 2021
- Janúar 2021
- Janúar 2019
- Apríl 2018
- Desember 2017
- Október 2016
- Ágúst 2016
- Janúar 2016
- Nóvember 2015
- Nóvember 2014
- Apríl 2013
- Mars 2013
- Febrúar 2013
- Desember 2012
- Ágúst 2012
- Júlí 2012
- Júní 2012
- Maí 2012
- Apríl 2012
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- Október 2011
- Ágúst 2011
- Júlí 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007