Leita í fréttum mbl.is

Núll núll hjá frú Jóhönnu Sigurđardóttur og herra Bjarna Benediktssyni

Ţađ er svo sannarlega óskandi ađ ráđamenn taki sig á og bođi raunverulegar ađgerđir en rćđur forsćtisráđherra og sömuleiđis stćrsta stjórnarandstöđuflokksins voru afar rýrar og gefa ţví ekki góđ fyrirheit.

Frú Jóhanna Sigurđardóttir byrjađi rćđuna á einkennilegri söguskýringu á ţá leiđ ađ ţađ hefđi orđiđ eitthvert skyndilegt hrun fyrir 100 dögum. Ţjóđin veit sem er ađ hruniđ hófst fyrir ári á vakt Samfylkingarinnar, međ hruni krónunnar og síđan hruni bankanna í október áriđ 2008.  Sú mynd sem forsćtisráđherra dró upp hvađ varđar verđbólgu, vexti og flökt krónunnar var ađ allt vćri á réttri leiđ en seinna í rćđunni var helsta röksemd fyrir inngöngu í Evrópusambandiđ sú ađ ráđast gegn núverandi ástandi hvađ varđar verđbólgu, ćgilega vexti, óvissu í gengismálum og illrćmda verđtyggingu sem ríkisstjórn hennar treystir sér ađ vísu ekki til ađ afnema.

Herra Bjarni Benediktsson nýtti ekki tćkifćriđ til ađ kynna ţjóđinni stefnu Sjálfstćđisflokksins og ekki bćtti Ólöf Nordal neinu viđ nema óljósu tali um nćstu kynslóđir, nýsköpunartafli og háskóla-eitthvađ. 

Leiđtogi Sjálfstćđisflokksins lagđi ţó ţunga áherslu á ađ ekki mćtti hrófla viđ nánast hnökralausu kvótakerfi í sjávarútvegi og varađi viđ hćttulegri ţjóđnýtingarstefnu ríkisstjórnarinnar. 

Hvernig er ţađ, veit formađur Sjálfstćđisflokksins ekki ađ kvótinn er meira og minna veđsettur út fyrir öll skynsamleg mörk og megniđ af honum mun ađ óbreyttu lenda í höndunum á lánardrottnum sem eru ríkisbankarnir og sömuleiđis útlendingar?

Ţađ er vonandi ađ ráđandi stjórnmálaflokkar átti sig sem fyrst á ţví ađ hvorki fyrirtćkin né heimilin ţola ţá okurvexti sem bođiđ er upp á og ekki heldur ađ gengi krónunnar styrkist ekki. Eina skynsamlega leiđin út úr ógöngum íslensks efnahagslífs er ađ auka framleiđsluna og útflutning en ţađ mun styrkja gengi krónunnar.

Nćrtćkast er ađ auka veiđar strax í vannýttan ţorskstofninn en veiđin nú er nálćgt 100 ţúsund tonnum minni en kom í hlut Íslendinga á međan vinir okkar Bretar stunduđu veiđar hér viđ land.


mbl.is Leiđi mótun sjávarútvegsstefnu
Tilkynna um óviđeigandi tengingu viđ frétt

« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Haraldur Hansson

Evrurökin eru alltaf jafn eitursnjöll.

Ţetta töfralyf mun lćkna allar meinsemdir; lćkka vexti, auka stöđugleika, lćkka verđbólgu, minnka skuldir og bćta ástandiđ.

En til ţess ađ fá evruna ţarf fyrst ađ lćkka vexti, auka stöđugleika, lćkka verđbólgu, minnka skuldir og bćta ástandiđ.

Sem sagt: Fyrst ţarf sjúklingurinn ađ láta sér batna, svo má hann fá töfralyfiđ sitt.

Haraldur Hansson, 18.5.2009 kl. 22:33

2 Smámynd: Kristján P. Gudmundsson

Ţetta kalla ég ađ rađa hlutunum upp í réttri röđ.

Međ kveđju, KPG.

Kristján P. Gudmundsson, 19.5.2009 kl. 07:57

Bćta viđ athugasemd

Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband