Leita í fréttum mbl.is

Sjálfstæðisflokknum ekki sýnd næg tillitssemi

Eitthvað hefur skort á að Sjálfstæðisflokknum hafi verið sýnd tilhlýðileg tillitssemi. Forystumaður flokksins er nokkuð reikull í spori, það er helst að hann finni taktinn þegar hann berst af heilagri réttlætingu gegn öllum breytingum á gjaldþrota kvótakerfi í sjávarútvegi sem hefur haft í för með sér hærri skuldir og færri þorska á land.

Það má segja að það hafi verið hálfgert óþverrabragð af ríkisstjórninni að vísa Evrópumálinu til þingsins og mátti heyra formann Sjálfstæðisflokksins kvarta sáran undan því að þurfa að taka opinberlega afstöðu til þess. Þrjú af fjórum þingmönnum flokksins i Suðvesturkjördæmi eru jákvæð gagnvart aðildarviðræðum við Evrópusambandið eins og fram hefur komið. Í ljósi umkvörtunar formannsins er undarlegt að reka augun í að bæði hann sjálfur og varaformaðurinn kjósa sér utanríkismálanefnd þingsins sem einu fastanefndina til að sitja í.

Andstyggileg hegðun ríkisstjórnarinnar, er fjórflokkurinn í dauðateygjunum?


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Sjálfstæðismenn eru bara á verði gagnvart Samfylkingunni farnir að átta sig á hvað þeir eru slóttugir ásamt VG.   

Sigurbjörg Jónsdóttir (IP-tala skráð) 20.5.2009 kl. 16:02

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband