Leita í fréttum mbl.is

Bloggfærslur mánaðarins, janúar 2009

Er Ísland endanlega fokking fokkd?

Fréttir herma að helstu hugmyndafræðingar og ráðgjafar nýju ríkisstjórnarinnar séu helstu klappstýrur útrásarinnar, þeir fyrrum vinnufélagarnir Ragnar Árnason og Ásgeir Jónsson, hagfræðingur og forstöðumaður greiningardeildar Kaupþings. Ekki þarf að fjölyrða um að spádómar Ásgeirs um auðlegð og ævintýr íslensku þjóðinni til handa hafa ekki gengið eftir og hið sama má segja um dellureikninga Ragnars Árnasonar um gríðarlega hagræðingu og hagsæld sem fylgdi íslenska kvótakerfinu.

Ragnar Árnason játaði nýlega í grein að íslenska kvótakerfið hefði verið forsenda útrásarinnar. Núna er það almennt viðurkennt að kerfið hafi verið upphaf þeirrar gríðarlegu fjármálabólu sem engin innistæða var fyrir og hafi verið upphafið að því hruni íslenska fjármálakerfisins sem þjóðin er lent í.

Þegar maður horfir fram á að ráð þessara manna ráði för þeirra sem ætla að taka við af vonlausri ríkisstjórn Sjálfstæðisflokks og Samfylkingar koma hin fleygu orð upp í hugann: Ísland er helvítis fokking fokkd. Ekki síst þegar maður rifjar upp að um mitt sumar 2007 lagði Ragnar Árnason til að þorskveiðum yrði hætt í þrjú ár vegna þess að efnahagslífið væri í svo miklum blóma!


mbl.is Telur forsendur fyrir stjórn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hvalræðisstjórnin komin á koppinn - viðhafnarríkisstjórnin kynnt í dag

Eina málið sem vefst fyrir VG við stjórnarmyndunina er hvalamálið en Einar Kristinn hafði loksins kjark til að leyfa hvalveiðar þegar hann laumaðist út úr ráðuneytinu. Það virðist hvorki standa í Vinstri grænum né Samfylkingunni að Framsókn hefur sett grænt bann - í staðinn fyrir blátt bann - við að taka á fjárglæframönnunum sem margir eru tengdir inn í innstra hring Framsóknarflokksins. Ekki ber á öðru en að báðir flokkar séu þægir og glaðir með það að halda áfram að brjóta mannréttindi á sjómönnum.


mbl.is Ríkisstjórnin kynnt í dag
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Er þetta ekki frambjóðandinn sem vill Reykjavíkurflugvöll burt?

Mér kæmi það verulega á óvart ef að Framsóknarmenn í Norðvesturkjördæmi tækju Guðmundi Steingrímssyni fagnandi, en ekki veit ég betur en að hann hefi verið mikill talsmaður þess að Ísland gengi nánast án nokkurra skilyrða inn í Evrópusambandið og að Reykjavíkurflugvöllur fari hið snarasta burt úr Vatnsmýrinni.

 


mbl.is Guðmundur: Stefnir á fyrsta sætið í NV-kjördæmi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Mun VG halda áfram að brjóta mannréttindi?

Allt útlit er nú fyrir ríkisstjórn verkalýðsflokkanna sem í orði kveðnu eru málsvarar jöfnuðar og réttlætis. Hið fyrsta verk slíkrar ríkisstjórnar ætti að vera að fara að áliti mannréttindanefndar SÞ um að hætta að brjóta mannréttindi á sjómönnum. Þó að málið virðist augljóst er ekki á vísan að róa þar sem leiðtogi VG á sér svarta sögu hvað varðar afskipti sín af illræmdu kvótakerfi. Steingrímur J. Sigfússon studdi á sínum tíma framsal veiðiheimilda og drap á dreif umræðu um breytingar á kerfinu í kjölfar Valdimarsdómsins sem nú er orðinn 10 ára gamall.
mbl.is Hittast kl. 14 í dag
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Sjálfstæðisflokkur og Samfylking í leðjunni

Fyrir viku mátti heyra á fulltrúum beggja stjórnarflokkanna að ríkisstjórn þeirra væri í miðjum björgunarleiðangri og miklum verkefnum enda stjórnin byggð á traustum grunni þar sem miklir kærleikar voru með báðum flokkum og ástúð umlék allt. Ekki var annað að heyra á málflutningnum en að samstarfið væri traust og gott þrátt fyrir mótmæli - fólk áttaði sig bara ekki á að afrakstur nauðsynlegrar vinnu léti bíða eftir sér.

Í dag þegar ljóst var að stjórnin væri sprungin tóku við glímutök. Flokkarnir voru komnir í leðjuslag þar sem ásakanirnar gengu á víxl um að lausatök hvors annars væru sökin á ógæfunni. Það sem mér fannst skemmtilegast í þessu öllu var að sjá friðardúfuna Steingrím J. Sigfússon koma fram, ekki lengur sem reiðan byltingarmann heldur yfirvegaðan og ábyrgan föður.

Það verður æsispennandi að fylgjast með næstu köflum í leikfléttunum sem varða okkur öll. Maður vonast til þess að flétturnar gangi út á eitthvað annað en að vinna fréttatíma eða Kastljós kvöldsins.


mbl.is VG leggur línurnar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Kristinn H. Gunnarsson forsætisráðherra

Það má örugglega segja að Kristinn H. Gunnarsson sé sameiningartákn starfandi Alþingis því að hann hefur verið í öllum flokkum á þingi, eða forverum þeirra, nema Sjálfstæðisflokknum. Á þessu þingi hefur hann hins vegar stutt ríkisstjórnina dyggilega, ríkisstjórn Sjálfstæðisflokksins þannig að taugarnar frá honum til þess flokks hafa greinilega verið miklar. Hann er gamall flokksbróðir og vinur forseta Íslands.

Góðar líkur eru á því að Kristinn leiði „þjóðstjórnina“ sem vilji er til að mynda.

Wink


Samfylkingin vill fara í stólaleik korteri fyrir kosningar

Báðir stjórnarflokkarnir hafa haldið uppi þeim málflutningi að þeir séu í gríðarlega mikilvægum björgunarleiðangri sem ekki megi trufla með kosningum. Varaformaður Sjálfstæðisflokksins hefur gefið það í skyn að það geti framlengt líf kreppunnar sem mátti skilja á forsætisráðherra að hefði komið eins og grýla inn í íslenskt efnahagslíf utan úr heimi.

Almenningi varð fljótlega ljóst að björgunarleiðangur ríkisstjórnarinnar gekk nær eingöngu út á að bjarga sér og sínum. Samfylkingin og Sjálfstæðisflokkurinn voru svo einbeittir í sjálfshjálpinni að það þurfti að gera hlé á þingstörfum til þess að ráðherrar gætu undirbúið sig undir umræðu um efnahagsmál en þá voru þingmenn nýkomnir til þings eftir um mánaðarlangt frí.

Þegar farið er yfir kröfur beggja flokka fyrir áframhaldandi samstarfi í þá þrjá mánuði sem eru til kosninga afhjúpast algjört stefnu- og ráðaleysi flokkanna en ein krafan erað aðgerðaáætlun um efnahagslífið og peningastjórnun verði hrundið af stað“.

Hvaða vit er svo í því að fara að fara róta í ráðherraembættum og fara í einhver stólaskipti korteri fyrir kosningar?


mbl.is Þingflokksfundir hefjast
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Björgvin er búinn að þvælast fyrir í 110 daga

Þær aðgerðir Björgvins að hreinsa út úr Fjármálaeftirlitinu hafa blasað við sem nauðsynlegar um langt langt langt skeið. Jón Sigurðsson, formaður stjórnar Fjármálaeftirlitsins, er búinn að vera í auglýsingabæklingi Icesave í Hollandi, engu máli hefur verið vísað til lögreglunnar og það er engu líkara en að menn hafi verið í liði með fjárglæframönnunum sem bjuggu til pappírsfyrirtækin, s.s. Stím, og sendu hundruð milljarða úr landi skömmu fyrir hrunið.

Nú, þegar að öllum líkindum er komin dagsetning á kosningar, reynir Björgvin að bjarga eigin skinni. Margir hljóðnemar standa á viðskiptaráðherraAf ræðunni sem hann hélt á blaðamannafundinum mátti skilja að þetta væri lykillinn að prófkjörsbaráttu hans á Suðurlandi. Sunnlendingar eru einstaklega gott fólk og hafa sýnt í gegnum tíðina að þeir geta auðveldlega fyrirgefið stjórnmálaflokkum og veitt þeim uppreist æru.

 


mbl.is Björgvin segir af sér
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Spennandi flokksþing Frjálslyndra verður haldið um miðjan mars

Það eru spennandi tímar framundan í Frjálslynda flokknum en um miðjan mars verður haldið flokksþing Frjálynda flokksins og verður kosið um öll embætti flokksins.

Ekki býst ég við miklum breytingum á stefnu flokksins enda hefur þjóðin áttað sig á því að helstu baráttumál Frjálslynda flokksins eru þjóðþrifamál sem nauðsynlegt er að nái fram s.s. breytt og réttlátari  fiskveiðistjórn og breytingar á kosningareglum s.s. að landið verði eitt kjördæmi.


Gaza - Guantanamo - Anger in Iceland

Ég stillti á Al Jazeera sjónvarpsstöðina til að hvíla mig á kreppufréttum hér heima, ráðleysi ríkisstjórnarinnar og hundruða milljarða hvarfi út í buskann, þrálátum fréttum af fyrirsjáanlegum vaxtagreiðslum og sérkennilegum björgunarleiðangri oddvita ríkisstjórnarinnar.

Já, þetta var allt orðið svo pínlegt að ég ákvað að stilla á erlenda stöð, Al Jazeera. Þegar helstu fréttir stöðvarinnar voru kynntar voru þær um ástandið á Gaza, lokun Obama á Gvantanamó-búðunum og svo tók við löng frétt um reiði íslensks almennings yfir ástandinu.

Það er greinilegt að þegar ástandið á Íslandi er komið á par við ástandið í Gaza og lokun búðanna í Gvantanamó á alþjóðafréttastöðvum er komin full ástæða fyrir stjórnvöld til að leggja við hlustir og axla sín skinn.


Næsta síða »

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband