Bloggfærslur mánaðarins, ágúst 2008
29.8.2008 | 13:11
Hálfvitagangur í nafni vísinda - Fornleifafræðingar staðfesta ofveiði
Vísindasamfélagið á það til að senda frá sér algera dómadagsdellu í nafni fræða.
Ég rakst á frétt af einni slíkri sænskri vísindarannsókn þar sem fornleifafræðingar stóðu í að grafa upp nokkur 4.500 ára þorskbein á Gotlandi í Eystrasaltinu.
Markmiðið hjá Svíunum var auðvitað að reikna út stofnstærð þorsksins fyrir nokkur þúsund árum til að geta lagt mat á svokallaða grunnlínu stofnsins (hvað sem það nú er)! Út frá grunnlínunni væri síðan hægt að reikna út ofveiði síðustu ára eða jafnvel árhundruða og sekta svo rækilega sænska sjómenn ef þeir veiða eitthvað umfram ráðlagða veiði. Það er gaman að sjá hve djarfir sænskir reiknisfiskifornleifafræðingar eru að álykta bæði um stofnstærðar- og erfðabreytingar og það út frá nokkrum fiskbeinum.
Hér á landi höfum við ekki farið varhluta af dellu reiknisfiskifræðinnar sem reiknar út stærð fiskistofna áratugi fram í tímann. Fyrir ári síðan ráðlagði Hagfræðistofnun Háskóla Íslands að þorskveiðum yrði hætt í nokkur ár til þess að veiða meira seinna en niðurstaðan var eflaust byggð á reiknilíkönum sem ná nokkra áratugi fram í tímann þó svo hagfræðingunum hafi ekki enn tekist vel til við að spá fyrir um þorskstofn næsta árs.
Einn helsti gúrú reiknisfiskifræðinnar dr. Rosenberg var fenginn til að gera úttekt á aðferðafræði Hafró árið 2001, þegar mörghundruð þúsund tonn töpuðust út úr fiskabókahaldinu og boðaður var enn einn niðurskurðurinn til uppbyggingar á þorskstofninum. Dr. Rosenberg er mjög virtur innan reiknisfiskifræðinnar enda tókst honum að reikna út ofveiði á þorski við Main-flóa á 19. öld. Ekki stóð heldur á því að dr. Rosenberg vottaði að aðferðir Hafró stæðust þrátt fyrir að viðurkennd væri reiknisskekkja sem nam magni sem samsvarar samanlagðri veiði nokkurra ára.
Eina vandamálið var það sama og áður við Main-flóa á 19. öld - það var veitt of mikið.
Hvernig er það, er ekki orðið tímabært að endurskoða þessa vitleysu?
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 13:46 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (8)
28.8.2008 | 16:35
Guðni og Einar hækkuðu verðið á grillinu
Fréttir herma að sláturkostnaður sé að sliga bændur og að jafnvel séu uppi hugmyndir um að flytja fé á fæti úr landi. Maður hlýtur að spyrja hvað hafi orðið um ríkishagræðinguna sem Guðni Ágústsson stóð að með fullum stuðningi núverandi landbúnaðarráðherra. Hundruðum milljóna var veitt í að úrelda sláturhús með loforði um að kostnaðurinn myndi lækka til hagsbóta fyrir bæði neytendur og bændur.
Það virðist samt ekki hafa gengið eftir.
27.8.2008 | 00:59
Bannað að veiða-og-sleppa frá og með 1. september
Ég er ekki mikill laxveiðimaður, þeir eru ekki margir sem ég hef dregið á land en þó fylgist ég með öðru auganu með laxveiðum. Það tíðkast ákveðnar tískusveiflur í þessu, sumum þykir t.d. ótækt að veiða með maðki eins og Atli Gíslason fékk að kenna á en hann var sakaður um að hafa misnotað maðkinn með þeim hætti. Flugan þykir virðulegra drápstæki en nú í seinni tíð hefur borið á nýrri tískubylgju á Íslandi, þ.e. að veiða-og-sleppa. Það er eins og mig minni að kóngurinn sjálfur, Bubbi, hafi verið mikill talsmaður þeirrar aðferðar. Hún hefur um nokkurt skeið verið stunduð úti í heimi en þessum tískustraumum hefur alltaf skolað eitthvað seinna hér á land. Nú er svo komið að í þann mund sem sú ankannalega iðja að veiða til að sleppa er að festa rætur á Íslandi er hún bönnuð í Sviss og eru dýraverndunarsjónarmið höfð til hliðsjónar.
24.8.2008 | 11:25
LÍÚ og Sameinuðu þjóðirnar
Stærsti hluti vöruútflutnings landsmanna er sjávarafurðir en þrátt fyrir það vantar ákveðna skerpu í umfjöllun um íslenska hagsmuni í sjávarútvegi. Í leiðara Morgunblaðsins þann 11. ágúst sl. var t.d. hvatt til þess að íslenskar (grein sem birtist fyrir skömmu í Morgunblaðinu) |
21.8.2008 | 22:29
Er Ómar Ragnarsson líka genginn í Samfylkinguna?
Ef marka má kosningu í ráð og nefndir á vegum borgarinnar er greinilegt að varaformaður Íslandshreyfingarinnar situr í borgarráði fyrir atbeina Samfylkingarinnar en að vísu á kostnað atkvæða sem greidd voru Frjálslynda flokknum. Það er vægast sagt furðuleg staða að einn stærsti stjórnmálaflokkur landsins skuli þurfa að leita á náðir þess allra minnsta til að geta skipað í nefndir á vegum borgarinnar. Ég á bágt með að trúa því að Íslandshreyfingin sé nú þegar orðin eitt af aðildarfélögum Samfylkingarinnar með Ómar í broddi fylkingar, sérstaklega í ljósi þess að Samfylkingin stefnir að því að byggja tvö álver á næstu árum.
Lyklaskipti í Ráðhúsinu | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
16.8.2008 | 23:43
Á fundi með Jóni Magg á Reyðarfirði, Húsavík og Akureyri
Út úr þrengingunum
Sunnudaginn 17. Ágúst verða Jón Magnússon og Sigurjón Þórðarson með fund á Reyðarfirði Fundarstaður: Fjarðarhótel Reyðarfirði og hefst fundurinn kl. 20. Fundarefni: Út úr þrengingunum. Framsögumenn Jón Magnússon og Sigurjón Þórðarson
Mánudaginn 18. Ágúst er fundur á Húsavík í Verkalýðshúsinu og byrjar fundurinn kl. 20. Sama fundarefni sömu framsögumenn
Þriðjudaginn 19. Ágúst verður fundur á Akureyri á Hótel KEA og byrjar fundurinn kl. 20 Sama fundarefni sömu framsögumenn.
15.8.2008 | 19:47
Sjálfstæðisflokkurinn 2006-2008 - geggjaður málflutningur
Sjálfstæðisflokkurinn í Reykjavík býður þjóðinni upp á dellumeik. Það er ekki eitt, það er allt. Gamli góði Villi hóf vegferðina með því að taka snúning og plata Ólaf F. þegar hann átti trúnaðarsamtöl við Björn Inga Hrafnsson um myndun heilsteypts meirihluta sem byggður var á heilindum og trausti. Félagarnir áttu afar gott samstarf þar til upp úr sauð vegna REI-málsins en báðir mökuðu krókinn. Trúnaðurinn brást vegna þess að öðrum eða báðum fannst annar maka meira en hinn.
Við tók meirihluti framsóknarmanna og annarra og þá áttu sjálfstæðismenn ekki orð yfir óheilindum Björns Inga. Notuð voru stór orð um Björninn og svo stór að búast hefði mátt við krossfestingu. Þeir sáu sér leik á borði og skrifuðu án athugasemda undir kosningastefnu Ólafs F. Magnússonar og vörðu hana í 200 daga, hvort sem það var að punga út háum upphæðum fyrir gömlum húsum eða vera á móti Bitruvirkjun og brotthvarfi flugvallarins.
Skyndilega kom babb í bátinn þegar Hanna Birna skoraði ekki nógu hátt í skoðanakönnun. Þá ákvað hún að segja skilið við Ólaf þrátt fyrir að að hennar sögn hafi verið um mjög árangursríkt samstarf að ræða og taka upp samband við hirðsvein Björns Inga og skýringin er auðvitað sú að endurnýja samband við Framsóknarflokkinn sem var traust þangað til því lauk.
Í öllum þessum vaðli sem látinn er ganga úr barka sjálfstæðismanna yfir landsmenn er mikil hætta á því að orð í íslensku máli, s.s. traust, árangur og heilindi, missi upphaflega merkingu sína.
Ólafur: Blekktur til samstarfs | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
15.8.2008 | 13:42
Afstaða Marsibil skiljanleg
Þeir sem hafa unnið með eða nálægt borgarstjórnarflokki Sjálfstæðisflokksins vita sem er að innan hans er gífurleg togstreita og spenna. Hefur hún hvað eftir annað komið upp á yfirborðið þrátt fyrir að borgarstjórnarflokkurinn njóti sérstakrar velvildar Fréttablaðsins þar sem fyrrum formaður flokksins ræður ríkjum. Hið sama má segja um Morgunblaðið og ríkissjónvarpið sem eru undir beinni stjórn varaformanns flokksins.
Það mun fljótt koma í ljós að nýi meirihlutinn mun tvístrast um leið og upp koma pólitísk álitamál. Hvað mun gamli góði Villi segja þegar Björn Ingi og Alfreð verða aftur komnir í Orkuveituna? Það skiptir kannski ekki öllu máli, heldur mun almenningi verða misboðið.
Hreinlegast væri fyrir Marsibil að segja sig af listanum. Það er óviðeigandi að þiggja laun sem varaborgarfulltrúi en taka svo ekki við störfum í nefndum og ráðum. Það kæmi mér ekki á óvart ef almennir framsóknarmenn hefðu fengið nóg af þessu ráðabruggi. Það þarf kosningar og nýtt blóð í borgarstjórn.
Hleypir spennu í sambandið | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
14.8.2008 | 23:54
Samfylkingin fær gula spjaldið
Samkvæmt áreiðanlegum heimildum frá nánum samstarfsmanni Ólafs mun Ólafur F. Magnússon hafa boðið Hönnu Birnu í margra klukkustunda viðræðum í Ráðhúsinu að taka fyrr við sem borgarstjóri en samkomulag þeirra hljóðaði upp á. Nú hefur komið á daginn að viðræður Hönnu Birnu við Ólaf voru bara til málamynda á meðan verið var að þreifa á framsóknarmönnum.
Slit meirihutans snúast því ekkert um embættið eða persónur eins og Gunnar Smára eins og látið hefur verið í veðri vaka, heldur um málefni og að gefa Samfylkingunni gula spjaldið. Það er ljóst að af hendi Ólafs hefur hann verið nokkuð stífur gegn stóru peningaöflunum sem hafa viljað fara í Bitruvirkjun og gramsa í skipulagsmálum borgarinnar. Ekki er heldur hægt að líta framhjá því að margur sjálfstæðismaðurinn er orðinn dauðleiður á Samfylkingunni og með stjórnarskiptunum í borginni er Samfylkingin rækilega minnt á að á Alþingi hafa Framsókn og Sjálfstæðisflokkur nauman meirihluta eða 32 þingmenn og geta þess vegna myndað ríkisstjórn.
Það er greinilegt að Dagur B. Eggertsson virðir spjaldið og vill ekki láta reka Samfylkinguna af velli en hann lætur ekki jafn ófriðlega nú og þegar 3. meirihluti var myndaður í byrjun ársins.
Það verður ákveðin prófraun á fjölmiðla og fréttaskýrendur hvort þeir láti þennan skilnað Ólafs og Hönnu Birnu snúast um mann sem er nýráðinn í tímabundna vinnu hjá borginni eða grafast sjálfir fyrir um það sem málið snýst raunverulega um. Ég er ekki ýkja bjartsýnn, a.m.k. ekki hvað varðar Fréttablaðið.
Hanna Birna borgarstjóri | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
14.8.2008 | 19:17
Einn besti dagurinn á árinu
Það er ekki mikil ánægja hjá fólki almennt með pólitískan farsa Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík sem virðist engan endi ætla að taka. En ég þori að veðja að dagurinn er einn besti dagurinn sem Geir Haarde hefur átt á árinu, en í dag hefur hann getað haldið ótrauður áfram með fræga stefnu sína, þá að gera ekki neitt, og enginn sem truflar hann við þá iðju.
Ég vona svo sannarlega að þessi athugasemdi spilli ekki gleði hans.
Bloggvinir
- Helga Þórðardóttir
- Gunnar Skúli Ármannsson
- Jens Guð
- Hallgrímur Guðmundsson
- Ásta Hafberg S.
- Jóhann Elíasson
- Aðalheiður Ámundadóttir
- Óskar Helgi Helgason
- Georg Eiður Arnarson
- Óskar Þorkelsson
- Jakob Falur Kristinsson
- Kolbrún Stefánsdóttir
- Baldvin Jónsson
- Jakobína Ingunn Ólafsdóttir
- Ragnheiður Ólafsdóttir
- Hallur Magnússon
- Sigurður Þórðarson
- Gunnlaugur B Ólafsson
- Guðrún María Óskarsdóttir.
- Katrín
- Þarfagreinir
- Samtök sjálfstæðra í sjávarútvegi
- Frjálslyndi flokkurinn í Eyjafirði
- Hallgrímur Óli Helgason
- Jón Kristjánsson
- Hrannar Björn Arnarsson
- Hlynur Þór Magnússon
- Jón Valur Jensson
- Gunnar Th. Gunnarsson
- Kjartan Eggertsson
- Halla Rut
- Ingólfur Þór Guðmundsson
- Grétar Pétur Geirsson
- Guðrún Þóra Hjaltadóttir
- J. Einar Valur Bjarnason Maack
- ragnar bergsson
- Bjarni Harðarson
- Rannveig Þorvaldsdóttir
- Sigurður Sigurðsson
- Eiríkur Guðmundsson
- Stefán Friðrik Stefánsson
- erlahlyns.blogspot.com
- Agný
- Guðjón Ólafsson
- Einar Ben
- Jón Aðalsteinn Jónsson
- Georg P Sveinbjörnsson
- Gunnar Freyr Hafsteinsson
- Ólafur Ragnarsson
- Guðrún Magnea Helgadóttir
- Ólafur Björn Ólafsson
- Halldór Jónsson
- Elvar Atli Konráðsson
- Kristján H Theódórsson
- Guðjón Sigþór Jensson
- Helgi Már Barðason
- Brynja Hlíf Þorsteinsdóttir
- Víðir Benediktsson
- Valgerður Sigurðardóttir
- Jens Sigurjónsson
- Vestfirðir
- Sigurður Ásbjörnsson
- Jón Magnússon
- Viðar Friðgeirsson
- Axel Jóhannes Yngvason
- Svava S. Steinars
- Guðsteinn Haukur Barkarson
- Quackmore
- Árni "Gamli" Einarsson
- Haukur Már Helgason
- Þóra Guðmundsdóttir
- Heiða Þórðar
- Steingrímur Ólafsson
- Vefritid
- Ársæll Níelsson
- S. Einar Sigurðsson
- Rannveig H
- Gísli Gíslason
- Bjarni Kjartansson
- Steingrímur Helgason
- Fiðrildi
- Baldur Fjölnisson
- Þorsteinn Ásgeirsson (Icerock)
- Linda Lea Bogadóttir
- Félag Ungra Frjálslyndra
- Hanna
- Sverrir Stormsker
- Ottó Marvin Gunnarsson
- gudni.is
- Einar Vignir Einarsson
- Hákon Unnar Seljan Jóhannsson
- Valgerður Halldórsdóttir
- Guðmundur Jónas Kristjánsson
- Sæþór Helgi Jensson
- Fríða Björk Einarsdóttir
- Jóhann Kristjánsson
- Oddur Helgi Halldórsson
- Guðrún Jóna Gunnarsdóttir
- María Harðardóttir og Þorsteinn Narfason
- Grétar Rögnvarsson
- Ragnar Þór Ingólfsson
- Róbert Guðmundur Schmidt
- Steinn Hafliðason
- Landssamband ungra frjálslyndra
- Bergþóra Árnadóttir - RIP 15.2.48 - 8.3.07
- Þórir Aðalsteinsson
- Vilborg Traustadóttir
- Arnþrúður Karlsdóttir
- Sævar Einarsson
- Ketilás
- Ómar Pétursson
- Eyþór Grétar Grétarsson
- FF
- Jón Þór Bjarnason
- Óskar Þ. G. Eiríksson
- Vilhjálmur Árnason
- Alexander Kristófer Gústafsson
- Róbert Tómasson
- Landvernd
- ThoR-E
- Haraldur Baldursson
- Sigurður Jón Hreinsson
- Eyþór Laxdal Arnalds
- busblog.is
- Sigríður Inga Sigurjónsdóttir
- Himmalingur
- Svanhildur Karlsdóttir
- Gísli Birgir Ómarsson
- Árni Árnason
- Grétar Mar Jónsson
- Perla
- Ingunn Guðnadóttir
- Irma Þöll
- Skattborgari
- Gulli litli
- Jón Snæbjörnsson
- Þráinn Jökull Elísson
- Sigríður Elfa Eyjólfsdóttir
- Mál 214
- Bullukolla
- kreppukallinn
- hreinsamviska
- Arinbjörn Kúld
- Orgar
- Guðjón Baldursson
- Gunnar Þór Gunnarsson
- Hörður B Hjartarson
- Gunnar Björn Björnsson
- Haraldur Hansson
- Þórólfur S. Finnsson
- Birna Steingrímsdóttir
- Gestur Guðjónsson
- Jónas Rafnar Ingason
- Stríða
- Götusmiðjan
- Brynja skordal
- Haraldur Bjarnason
- Guðmundur Óli Scheving
- Ásta
- Markús frá Djúpalæk
- Jörundur Garðarsson
- MIS
- Þorsteinn H. Gunnarsson
- Björn Júlíus Grímsson
- S Kristján Ingimarsson
- Bryndís Haraldsdóttir
- Þórður Björn Sigurðsson
- Magnús Kristjánsson
- Bergur Sigurðsson
- Guðrún Ólafía Brynleifsdóttir
- Hildur Helga Sigurðardóttir
- Ólafía Herborg Jóhannsdóttir
- Heimssýn
- Brosveitan - Pétur Reynisson
- Óskar Arnórsson
- Sigurbjörn Svavarsson
- Árni Davíðsson
- Lúðvík Lúðvíksson
- Árelíus Örn Þórðarson
- Friðrik Hansen Guðmundsson
- Jakob Þór Haraldsson
- Guðrún Katrín Árnadóttir
- Þorsteinn Valur Baldvinsson
- L.i.ú.
- Rafn Gíslason
- Vilhjálmur Sveinn Björnsson
- Samtök Fullveldissinna
- Vaktin
- Arnar Guðmundsson
- Lárus Baldursson
- Sveinn Elías Hansson
- Þórarinn Baldursson
- Kjartan Magnússon
- ÞJÓÐARHEIÐUR - SAMTÖK GEGN ICESAVE
- Berglind Steinsdóttir
- Bjarney Vigdís Ingimundardóttir
- BJÖRK
- Björn Emilsson
- Dagný
- Dominus Sanctus.
- Friðgeir Sveinsson
- Guðmundur Ásgeirsson
- Guðmundur Pálsson
- Helgi Þór Gunnarsson
- Högni Snær Hauksson
- Inga Sæland Ástvaldsdóttir
- Jón Þórhallsson
- Kristján P. Gudmundsson
- Ómar Bjarki Smárason
- Ragnar Stefán Rögnvaldsson
- Rósa Aðalsteinsdóttir
- Samstaða þjóðar
- Sigurður Ingólfsson
- Stefán Júlíusson
- Sumarliði Einar Daðason
- Sveinn Björnsson
- Tryggvi Gunnar Hansen
- Úrsúla Jünemann
- Valdimar H Jóhannesson
Tenglar
Mínir tenglar
- Losnað við pestina Þetta hefur reynst mér vel við að losna við allar pestir þá 5 mánuði sem ég hef reynt immiflexið
- Ginseng Hér fæ ég kraftinn
- Frjálslyndi flokkurinn Vill breyta kvótakerfinu
- Ungmennasamband Skagafjarðar Ég er formaður
- Hér kaupi ég tölvudótið Ódýrt og gott
Sjávarútvegsmál
- Hafró Stofnunin þar sem ákveðið er hversu mikið má veiða
- Landssamband íslenskra útvegsmanna LÍÚ
- Landssamband smábátaeigenda LS
- Jörgen Niclasen Formaður Fólkaflokksins í Færeyjum
- Helgi Áss Grétarsson Sérfræðingur í HÍ á vegum LÍÚ
Fréttamiðlar
- Al Jazeera Gefur Bandaríkjamönnum engin grið
- BBC BBC
- Börsen Dönsk fjármálasíða
- Seðlabankinn Musteri Davíðs
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring: 2
- Sl. viku: 108
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 60
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Myndaalbúm
Eldri færslur
- Nóvember 2024
- Október 2024
- September 2024
- Ágúst 2024
- Júlí 2024
- Júní 2024
- Maí 2024
- Apríl 2024
- Mars 2024
- Janúar 2024
- Apríl 2023
- Október 2022
- Október 2021
- Febrúar 2021
- Janúar 2021
- Janúar 2019
- Apríl 2018
- Desember 2017
- Október 2016
- Ágúst 2016
- Janúar 2016
- Nóvember 2015
- Nóvember 2014
- Apríl 2013
- Mars 2013
- Febrúar 2013
- Desember 2012
- Ágúst 2012
- Júlí 2012
- Júní 2012
- Maí 2012
- Apríl 2012
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- Október 2011
- Ágúst 2011
- Júlí 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
Af mbl.is
Innlent
- Augu almannavarna á mikilvægum innviðum
- Hraun fór yfir Grindavíkurveg
- Él á Norður- og Austurlandi
- Sáu eldgosið brjótast út frá Snæfellsnesi
- Búseta skortir byggingarlóðir
- Gosið gæti varað lengur: Meiri fyrirstaða í gosrásinni
- Erlendir miðlar greina frá tíunda gosinu
- Beint: Eldgos hafið við Stóra-Skógfell
- Verulegar líkur á að hraun renni yfir veginn
- Bein útsending frá gosstöðvunum
- Rafhlaða drónans tæmdist: Þetta leit ekki vel út
- Virknin náð hámarki: Hraun 500 metra frá veginum
- Innan við kílómetra frá Grindavíkurvegi
- Hraun gæti runnið yfir Grindavíkurveg
- Gasdreifingarspá vegna eldgossins