Leita í fréttum mbl.is

Samfylkingin fær gula spjaldið

Samkvæmt áreiðanlegum heimildum frá nánum samstarfsmanni Ólafs mun Ólafur F. Magnússon hafa boðið Hönnu Birnu í margra klukkustunda viðræðum í Ráðhúsinu að taka fyrr við sem borgarstjóri en samkomulag þeirra hljóðaði upp á. Nú hefur komið á daginn að viðræður Hönnu Birnu við Ólaf voru bara til málamynda á meðan verið var að þreifa á framsóknarmönnum.

Slit meirihutans snúast því ekkert um embættið eða persónur eins og Gunnar Smára eins og látið hefur verið í veðri vaka, heldur um málefni og að gefa Samfylkingunni gula spjaldið. Það er ljóst að af hendi Ólafs hefur hann verið nokkuð stífur gegn stóru peningaöflunum sem hafa viljað fara í Bitruvirkjun og gramsa í skipulagsmálum borgarinnar. Ekki er heldur hægt að líta framhjá því að margur sjálfstæðismaðurinn er orðinn dauðleiður á Samfylkingunni og með stjórnarskiptunum í borginni er Samfylkingin rækilega minnt á að á Alþingi hafa Framsókn og Sjálfstæðisflokkur nauman meirihluta eða 32 þingmenn og geta þess vegna myndað ríkisstjórn. 

Það er greinilegt að Dagur B. Eggertsson virðir spjaldið og vill ekki láta reka Samfylkinguna af velli en hann lætur ekki jafn ófriðlega nú og þegar 3. meirihluti var myndaður í byrjun ársins.

Það verður ákveðin prófraun á fjölmiðla og fréttaskýrendur hvort þeir láti þennan skilnað Ólafs og Hönnu Birnu snúast um mann sem er nýráðinn í tímabundna vinnu hjá borginni eða grafast sjálfir fyrir um það sem málið snýst raunverulega um. Ég er ekki ýkja bjartsýnn, a.m.k. ekki hvað varðar Fréttablaðið.


mbl.is Hanna Birna borgarstjóri
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hólmdís Hjartardóttir

Ég vil henda ÖLLUM  borgarfulltrúum út.

Hólmdís Hjartardóttir, 15.8.2008 kl. 01:37

2 Smámynd: Sigurður Þorsteinsson

Sæll Sigurjón

Þetta er nú dálítið vandræðalegt. Held að væri ég í sporum frjálslindra þá færi ég í berjamó, eða að veiða og segði ekki neitt.

Sigurður Þorsteinsson, 15.8.2008 kl. 06:52

3 identicon

Ég held ég hafi nú ekki séð lélegri pólitíska analíseringu...

Þó sjálfstæðismenn í borginni séu að stunda hara-kiri í borginni, heldur þú virkilega að þeir vilji gjörsamlega stúta trúverðugleika flokksins með því að enda stjórnarsamstarfið með Samfylkingunni og "byrja með madömmunni"? Fáránlegt!

Brynjar (IP-tala skráð) 15.8.2008 kl. 08:58

4 Smámynd: Guðrún Þóra Hjaltadóttir

Ég held að flestir sem hafa einhvern vott af skynsemi vlja nýja kosningu.

Það þarf að breyta lögum í þeim málum, ekki spurning.

Guðrún Þóra Hjaltadóttir, 15.8.2008 kl. 09:30

5 Smámynd: 365

Hanna Birna er nú skynsamari en það en að fara að hafa í eftirdragi mann eins og Ólaf Fr.  Hann var og er skemmda eplið í samstarfi manna á meðal og klókt hjá henni að láta þá áþján ekki trufla sig lengur.  Nú er loksins komin ró á mannskapinn.  Nú verður líka tekið til hendinni í Bitruháls- Laugarvegs- Flugvallar- Lækjargötu- og Listaháskólamálum ásam þeim málum sem maðurinn er búinn að klúðra á rúmlega 200 dögum.

365, 15.8.2008 kl. 09:57

6 Smámynd: Sigurjón Þórðarson

365  þau Hanna Birna og Ólafur hafi verið mjög samstíga í ýmsum þeim málum sem þú telur upp.

Guðrún Þóra, Það er deginum ljósara að það þarf kosnigar sem fyrst.  Nú má Óskar ekki bregða sér af bæ en þá er meirihlutinn fallinn.

 Andrés ég er sammála þér að Dagur er ekkert að hafa sig í frammi og gula spjaldið virkar.

Sigurjón Þórðarson, 15.8.2008 kl. 11:14

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband