Leita í fréttum mbl.is

Einn besti dagurinn á árinu

Það er ekki mikil ánægja hjá fólki almennt með pólitískan farsa Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík sem virðist engan endi ætla að taka. En ég þori að veðja að dagurinn er einn besti dagurinn sem Geir Haarde hefur átt á árinu, en í dag hefur hann getað haldið ótrauður áfram með fræga stefnu sína, þá að gera ekki neitt, og enginn sem truflar hann við þá iðju.

Ég vona svo sannarlega að þessi athugasemdi spilli ekki gleði hans.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jóhann Kristjánsson

Mér finnst staðsetningin á ráðhúsinu vel við hæfi í augnablikinu. Í daunillum menguðum forarpytti. Ég segi nú ekki annað.

Jóhann Kristjánsson, 14.8.2008 kl. 20:58

2 Smámynd: Georg Eiður Arnarson

Maður er strax kominn með Framsóknar ælubragð í munninn. kv .

Georg Eiður Arnarson, 14.8.2008 kl. 22:47

3 Smámynd: Víðir Benediktsson

Mér hefur sýnst að best sé að Geir og hans attaníossar í Samfylkingunni geri ekki neitt. Í hvert sinn sem eitthvað er gert er það bara til skaða. Síðasti gjörningur umhverfisráðherra staðfestir það.

Víðir Benediktsson, 14.8.2008 kl. 23:30

4 Smámynd: Jóhann Kristjánsson

Æ þessum framsóknargreyjum er ekki viðbjargandi frekar en sjálfstæðismönnum. Framsóknarmenn eru búnir að láta plata sig enn einu sinni í vitleysisganginn í óráðshúsinu.

Undarlegt hve þrælarnir sækja aftur til húsbónda síns eftir að hafa verið leystir úr ánauðinni áður.

Framsóknarmenn verði ykkur að góðu

Jóhann Kristjánsson, 14.8.2008 kl. 23:31

5 Smámynd: Lilja G. Bolladóttir

Djöfull er þetta góð færsla hjá þér!! Vel orðað og eins og talað úr mínum munni 

Lilja G. Bolladóttir, 15.8.2008 kl. 04:11

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband