Leita í fréttum mbl.is

Fíflagangur Páls Magnússonar

Páll Magnússon virðist vera mikill spaugari, gerir mikið grín og hefur gaman. Honum er ekkert heilagt, ekki einu sinni landslög. Samkvæmt nánast glænýjum útvarpslögum er honum ætlað að starfa eftir upplýsingalögum, en þegar stofnunin er krafin upplýsinga í krafti upplýsingalaganna þvælir hann málið í hið óendanlega og jafnvel í nafni persónuverndar.

Nýjasta djók RÚV, ríkisútvarpsins okkar, er að miða rekstrarár sitt við kvótaárið. Á þeim örfáu mánuðum sem Ríkisútvarpið ohf. hefur starfað hefur það tapað gríðarlegum fjármunum. Engin rök hafa komið fyrir því hvers vegna útvarpsstjóri miðar við kvótaárið í stað þess að taka almanaksárið. Kannski er það til að bæta fyrir að hafa lagt niður Auðlindina, þátt um sjávarútvegsmál.

Hvað ætli Ríkisendurskoðun segi um málið?

Það var að heyra á varaformanni Sjálfstæðisflokksins á Alþingi í dag að henni þætti ekki mikið til kerskni Páls koma og var henni frekar misboðið.

Þótt svo virðist sem varaformanni Sjálfstæðisflokksins sé misboðið  hefur enginn samfylkingarmaður gert athugasemdir þannig að í þeim herbúðum má reikna með mikilli sátt um fíflaganginn.

Mér er svo sem alveg sama sjálfum, þ.e. mér væri sama ef ég væri ekki skyldugur til að borga til þessa battarís.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Haraldur Bjarnason

Góður!!!

Haraldur Bjarnason, 21.4.2008 kl. 23:35

2 Smámynd: Steingrímur Helgason

Ég borga líka til batterísins, mér er ekkert sama, & rennur til gruns að þér geri það nú ekki heldur.

Hvað var aftur þetta sem þú kallar 'Samfylkíng' ?

Trúðahópur?

Steingrímur Helgason, 21.4.2008 kl. 23:49

3 Smámynd: B Ewing

Það er eitt sem ég sé að varðandi tap á gríðarlegum fjármunum.  Nú var tekið skýrt fram að hagnaður hefði orðið á rekstri Rúv ohf þessa fyrstu mánuði ef
biðlaunasamningar við starfsmenn hefðu ekki verið gjaldfærðir að öllu leyti á þetta stutta rekstrarár.  Þannig að óráðsían er líklega ekki meiri en svo að stofnunin stendur réttu megin við núllið í venjulegu árferði.

B Ewing, 22.4.2008 kl. 00:04

4 Smámynd: Sigurjón Þórðarson

B. Ewing það er erfitt að ráða í hvernig reksturinn gekk fyrir sig á fyrsta kvótaári Ríkisútvarpsins þar sem það var einungi 5 mánuðir.  Þessi framsetning á gögnum er langt frá því að vera trúverðug og gefa skýra mynd af rekstir fyrirtækisins.  Það ætti einmitt að vera markmið ársreikninga.

Samþykki Samfylkingarinnar á þessum vinnubrögðum er afar athyglisverð i ljósi langra ræða þingmanna flokksins um frumvarpið ríkisútvarpið ohf og atkvæðaskýringa þar sem kjósendum var lofað breytingum ef að Samfylkingin kæmist til valda.

Nú virðist vera sem allt sé breytt og samfylkingin sé af sátt við stöðu mála enda komin í ríkisstjórn.

Úr ræðu Björgvins Sigurðssonar í aðrdaganda kosninga:

Í þriðja lagi: Í frumvarpinu er gert ráð fyrir að ríkisstjórnarmeirihluti í nýju útvarpsráði ráði útvarpsstjóra og reki að vild. Fyrirtækið er því áfram — sem er algjörlega afleitt, frú forseti, og er fyrsti liður í tillögu Samfylkingarinnar þar sem við leggjum til að sjálfseignarstofnunin verði frelsuð undan oki pólitískra afskipta, en hinir stjórnlyndu sjálfstæðismenn ætla að treysta kverkatakið á Ríkisútvarpinu. Það er náttúrlega alveg með ólíkindum að þurfa að búa svo um hnúta að pólitískt kverkatak Sjálfstæðisflokksins á Ríkisútvarpinu verði treyst enn frekar og hægt sé að herða að þegar það henti, að Sjálfstæðisflokkurinn geti hert kverkatakið þegar hentar og þarf á að halda, alveg með ólíkindum hvernig þetta er lagt upp hérna. Gert er gert ráð fyrir að ríkisstjórnarmeirihluti í nýju útvarpsráði ráði útvarpsstjóra og reki að vild. Fyrirtækið er áfram undirselt flokkspólitískum afskiptum og inngripum ef valdhöfum þykir þurfa. Kverkatakið er áfram og hægt er að herða að ólinni þegar herða þarf að.

Sigurjón Þórðarson, 22.4.2008 kl. 10:12

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband