Leita í fréttum mbl.is

Einkaþotur eða almannahagsmunir

Allar breytingar fela í sér tækifæri. Ýmislegt sem lítur út fyrir að vera ógn, s.s. hækkað eldsneytisverð, ætti að geta falið í sér tækifæri í landi sem hefur yfir orkuauðlindum að ráða. Víða eru katlar í minni iðnfyrirtækjum kyntir með olíu en það væri hægur vandi að nota rafmagn sem orkugjafa.

Það sem framsækin stjórnvöld ættu að gera nú er að koma á markvissum hvata til breytinga líkt og gert hefur verið við jarðhitaleit hringinn í kringum landið. Með skilvirkum hætti hefur hver byggðakjarninn á fætur öðrum nýtt sér heitt vatn í stað rafmagns eða olíu til húshitunar. Með svipuðum hætti þyrfti að koma á hvata til þess að minnka olíunotkun, m.a. í iðnaði og samgöngum.

Því miður hafa ráðamenn úr Samfylkingunni og Sjálfstæðisflokki verið í öðrum verkum, eins og að flögra um heiminn í einkaþotum, annað hvort til þess að tryggja mannréttindi í heiminum eða þá að fá orrustuvélar til þess að fljúga yfir landið bláa. Er ekki orðið tímabært að snúa sér að almannahagsmunum?


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðrún María Óskarsdóttir.

Sæll Sigurjón.

Ætli stjórnvöld þurfi ekki að setja á fót nefnd til þess að skilgreina almannahagsmuni ?

Kæmi ekki á óvart miðað við vitundarleysið.

kv.gmaria.

Guðrún María Óskarsdóttir., 28.4.2008 kl. 23:47

2 Smámynd: Sigurður Hreiðar

Ef ég tek mér leigubíl, kannski til að þurfa ekki að sæta því að taka strætó frá A til B til þess að taka annan almenningsvagn frá B til C og vera 4 tíma á leið sem ég er aðeins eina klukkustund með leigubílnum -- er þá þessi leigubíll orðinn einkabíll minn?

Forlátið mér, en mér finnst í þessu samhengi miskunnarlaust ruglað saman einkaþotum og leiguþotum.

Sigurður Hreiðar, 29.4.2008 kl. 12:45

3 Smámynd: Jón Aðalsteinn Jónsson

Stjórnvöld eiga að ógilda eftirlaunafrumvarpið nú þegar síðan að draga þennan 1,3 miljarð út og hætta við þetta varnarmálakjaftæði strax

einfalt hvorutveggja setur ekki neinn á vonarvöl en sínir smá vit

Jón Aðalsteinn Jónsson, 29.4.2008 kl. 14:43

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband