Leita í fréttum mbl.is

Illa upplýstur forsætisráðherra

Gamli góði Villi er líklegast í gamalli stöðu Albaníu sem öll spjót beindust að þegar menn vildu gagnrýna Kína. Það ríkir mikil ólga í herbúðum sjálfstæðismanna vegna ráða- og dáðleysis forsætisráðherra og í stað þess að ræða það undanbragðalaust ræða menn opinskátt önnur mál eins og REI-málið með beinskeyttum hætti.

Ég hef heyrt að mönnum hafi misboðið ræða Geirs á fundi Samtaka atvinnulífsins. Þar opinberaði hann fyrirhyggjuleysi sitt um sviptivindana sem nú leika um íslenskt efnahagslíf og kenndi fjölmiðlum og jafnvel stjórnarandstöðu um ástandið. Það ástand ætti engum að koma á óvart sem fylgst hefur með efnahagsmálum á liðnum árum og ber þá fyrst að nefna að erlendir bankar, s.s. Danske bank, hafa ítrekað bent á vissa veikleika í íslenska fjármálageiranum, s.s. mikla skuldasöfnun og eignatengsl viðskiptaaðila.

Það er engu líkara en að Geir hafi látið þessi viðvörunarorð sem vind um eyru þjóta og má eflaust að einhverju leyti rekja þá dýfu sem íslenskt efnahagslíf er í til þessa fyrirhyggjuleysis. Það er vafamál að ýmsar skýringar sem Geir Haarde býður upp á sem orsök þessa uppnáms í fjármálalífinu séu trúverðugar. Hann telur t.d. eina orsökina hækkun á ýmsum hrávörum. Það er fráleitt að tefla því fram enda er einmitt styrkur Íslands í núverandi ástandi sá að vera að miklu leyti hrávöruframleiðandi, sbr. ál, fisk og orku. Allir þessir þættir hafa hækkað í verði og við gætum eflaust sparað olíu ef stjórnvöld færu skipulega í það verkefni.

Geir er afar illa upplýstur um sjávarútvegsmál en hann virðist einhverra hluta vegna telja að sjávarútvegurinn standi traustum fótum. Honum virðist ókunnugt um að þorskveiðin núna sé einungis þriðjungur þess sem hún var fyrir daga kvótakerfisins, og nýleg fiskatalning Hafró gefur ekki til kynna að stjórnvöld muni auka kvótann, heldur skera ýsukvótann niður um fjórðung. Skuldir sjávarútvegsins eru gríðarlegar og engin nýliðun er í atvinnugreininni. Í lok ræðu sinnar segist hann vera nýkominn úr ferð til Kanada og þar hafi hann komist að því að þorskurinn hafi horfið frá Kanada vegna ómögulegs fiskveiðistjórnunarkerfis þarlendra.

Það virðist því sem Geir Haarde hafi ekki kynnt sér grein í vísindaritinu Science þar sem sagt var frá því að þáttur veiða hefði verið ofmetinn, miklu frekar mætti leita skýringa á hvarfi þorsksins í lækkandi hitastigi.

Geir hefur það sér að vísu til málsbóta að Ríkisútvarpið okkar sneri að einhverju leyti fréttum af þessari grein á hvolf og neitaði síðan að leiðrétta rangfærsluna. Það er greinilegt að Birni Bjarnasyni er orðið nóg um þessa stefnu Geirs Haarde að gera ekki neitt, enda sjálfur maður sem lætur verkin tala og er eflaust með þessari dagbókarfærslu sinni að gefa félögum sínum í Sjálfstæðisflokknum til kynna að hann sé tilbúinn að leysa Geir Haarde af hólmi.


mbl.is Björn: Vandræðum OR sópað undir teppið
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðrún Þóra Hjaltadóttir

Heldur þú Sigujón að Birni tækist betur að vinna úr öllum vandanum sem hans flokkur er búin að koma sér í ?

Guðrún Þóra Hjaltadóttir, 20.4.2008 kl. 23:26

2 Smámynd: Guðrún María Óskarsdóttir.

Sæll Sigurjón og takk fyrir síðast í Grindavík.

Aðgerðaleysi Geirs er algjört og í raun flokkurinn flýtur eins og korktappi þess hins sama að sjá má Þorgerður breytir þar litlu um enn sem komið er.

kv.gmaria.

Guðrún María Óskarsdóttir., 21.4.2008 kl. 02:06

3 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Góður pistill eins og þín er von og vísa.  Sammála þér.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 21.4.2008 kl. 10:23

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband