Bloggfærslur mánaðarins, febrúar 2008
29.2.2008 | 16:20
Viðskiptahallinn eins og búast mátti við
Ekki var við öðru að búast en að vöruútflutningur drægist gífurlega saman við það að þruma þorskveiðum niður um 35%. Eitthvað virðist þó sem samdrátturinn og áhrif hans hafi komið ýmsum sem hafa verið ráðandi í umræðunni á óvart enda hefur markvisst verið reynt að spila þá fölsku plötu að sjávarútvegurinnn skipti í raun litlu máli þar sem aðrir þættir í atvinnulífi landsmanna skipti öllu máli.
Prófessor í hagfræði og núverandi rektor á Bifröst benti á að tónlist og aðrar listir væru hálfdrættingur á við sjávarútveginn og væru á uppleið á meðan sjávarútvegurinn væri fallandi, þess vegna ætti að gefa listum meiri gaum. Afrakstur og mikilvægi fjármálageirans hefur verið miklað og af almennri umræðu um hann má skilja að það sé miklum mun meiri framtíð í að Íslendingar láni hver öðrum peninga og miðli fjármálavisku sinni til heimsbyggðarinnar en að stunda fiskveiðar. Þegar nánar er að gáð virðist heldur mikið í lagt með þá fullyrðingu þótt ekki vilji ég gera lítið úr mikilvægi vel rekinna fjármálafyrirtækja. Menn skulu samt ekki gleyma að aðeins 3% íslensks vinnuafls vinna í þessum fyrirtækjum en fá að vísu 6% af launagreiðslunum.
Það liggur beinast við fyrir Íslendinga þegar við horfum upp á samdrátt í vöruútflutningi að gaumgæfa hvort ekki sé hægt að ná meiru út úr sjávarauðlindinni - en einmitt það liggur beinast við. Loðnukvótinn hefur verið endurskoðaður og verður að öllum líkindum endurskoðaður hvað eftir annað og því ætti ekki að vera tilefni til að endurskoða þorskveiðiheimildirnar. Ríkið gæti hæglega sparað sér dýrar og ómarkvissar mótvægisaðgerðir ef leyft yrði að sækja sjóinn af meiri krafti þó að ekki væri það nema einungis af smábátum.
Vöruskiptahallinn eykst | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
28.2.2008 | 16:40
Mælt fyrir gardínum
Það er merkilegt að fylgjast með mælingum Hafrannsóknastofnunar og síðan hvernig sjávarútvegsráðherra hringsnýst og skoppar í kringum þessar mælingar. Það er engu líkara en að þær séu mjög nákvæmar. Hann virðist meta mælingarnar með svipuðum hætti og húsmóðir sem mælir með tommustokk fyrir gardínum fyrir gluggann hjá sér.
Þeim sem velta nákvæmni þessara loðnumælinga fyrir sér ætti að vera ljóst að það er langt frá því að vera nokkur nákvæmni í þessu. Eflaust má finna eitthvert samhengi á milli fjölda skipa sem eru á sjó við leit að loðnu og þess sem mælist. Sjaldnast er fjallað um þá gríðarlegu óvissu sem hlýtur að vera í þessum mælingum. Í framhaldinu spyr maður sig hvort rétt sé að hlaupa stöðugt eftir þessum niðurstöðutölum sem hljóta að vera mjög óvissar.
Sjaldnast er rætt um líffræðina í forsendunum fyrir ákvarðanatökunni, s.s. hvernig það var fundið út að það ætti að skilja eftir 400.000 tonn í hafinu til hrygningar. Það er ýmislegt sem bendir til þess að áhrif veiða séu stórlega ofmetin.
Í mínum huga er fráleitt að mæla loðnu upp á sporð.
Mörg skip á loðnuveiðum | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
27.2.2008 | 09:50
Børsen á bömmer
Ég les Børsen einstaka sinnum og mér áskotnaðist eintak um daginn. Þá varð mér ljóst að ritstjórinn er meira og minna á bömmer yfir stöðu efnahagsmála. Það er leitun að jákvæðum fréttum í þessu ágæta blaði. Þeir eiga erfitt með að sjá ljósið þessa dagana.
Það er eðlilegt að það sé umfjöllun um Ísland í Børsen vegna þátttöku Íslendinga í dönsku efnahagslífi og er hún neikvæð og í samræmi við aðra umfjöllun blaðsins. Íslendingar virðast vera viðkvæmir fyrir því að lenda í þessu kastljósi Børsens og jafnvel lesa í umræðuna meira en efni standa til, s.s. að Danir séu afbrýðisamir út í velgengni Íslendinga og að verið sé að nota neikvæða umfjöllun sem lið í samkeppni sem sé aftur liður í að koma höggi á samkeppnisaðila.
Það er ekki gert lítið úr því verkefni sem er framundan hjá íslensku bönkunum við að lækka skuldatryggingarálagið heldur er það verkefni sem bankarnir þurfa að fara skipulega í með því að bæta rekstur sinn, lækka kostnað og auka trúverðugleika sinn.
Nordea: Varað við Íslandi | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
26.2.2008 | 13:53
Unga sjálfstæðismenn dreymir um enn meiri verðbólgu
Ég renndi í gegnum mikinn og loðinn langhund tveggja þingmanna Sjálfstæðisflokksins af yngri kynslóðinni þar sem þeir fjölluðu vítt og breitt um stöðu efnahagsmála.
Tónninn var ólíkur þeim sem var sleginn fyrir síðustu kosningar, hann var myrkur um stöðu bankanna. Nú er helsta tillaga sjálfstæðismannanna að fallið verði frá verðbólgumarkmiðum Seðlabankans sem þýðir einfaldlega að verðbólgan eykst enn frekar með tilheyrandi kjaraskerðingu. Með þessu tali er kynt undir enn meiri óvissu um framvindu efnahagsmála. Það skýtur óneitanlega skökku við að Sjálfstæðisflokkurinn boði kjararýrnun núna nokkrum dögum eftir að skrifað hefur verið upp á kjarasamninga til þriggja ára.
Markmiðið með því að hleypa verðbólgunni í gegn var að sögn liður í að bjarga bönkunum en það er vandséður frekari rökstuðningur í greininni um hvernig hærri verðbólga eigi að bjarga þeim. Í greininni fór lítið fyrir að boðaðar væru aðgerðir um hvernig ætti að taka á síauknum ríkisútgjöldum sem hafa hækkað um 20% á milli ára, hvað þá að taka til endurskoðunar kvótakerfið sem valdið hefur samdrætti í helstu útflutningsgrein þjóðarinnar. Það ætti þó að standa mönnum miklu nær en að skrúfa viljandi upp verðbólguna.
Það væri fróðlegt að fá viðbrögð formanns stjórnar Seðlabankans, Halldórs Blöndals, við þessum arftökum sínum á þingi sem sjá það ráð vænst í efnahagsmálum þjóðarinnar að snarhækka verðbólguna.
Er ekki nóg komið með verðbólguna í 6,8%?
Verðbólga mælist 6,8% | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
25.2.2008 | 14:22
Loðnuveiðar strax
Það er sárgrætilegt að horfa upp á sjávarútvegsráðherra meina íslenskum sjómönnum að veiða loðnu. Það er eins og að ráðherrann sé kontóristi og láti stjórnast í einu og öllu af ráðgjöf Hafró sem hefur óneitanlega ekki verið hafin yfir gagnrýni. Stofnunin hefur látið hjá líða að svara rökstuddum athugasemdum við veiðiráðgjöfina undanfarin ár sem hefur í rauninni ekki gengið upp.
Það er vafasamt að ætla fiskiskipaflotanum að ráða úrslitum. Stofnunin var búin að gefa út byrjunarkvóta í loðnunni og það er ekki traustvekjandi að afturkalla hann eins og hendi sé veifað án þess að gaumgæfilega sé farið í gegnum röksemdir fyrir þeirri breytni.
Núna herma fregnir af miðunum að það sé gríðarlega mikil loðna á ferðinni. Staðan er þannig að flotinn er bundinn við bryggju þegar Hafró ætlar í það ævintýralega verkefni að kasta tölu á fjölda fiska á ferðinni. Þannig er hætt við að stór hluti af loðnunni syndi hjá og drepist engum til gagns í fjöruborði að lokinni hrygningu.
Sumir virðast trúa því að ekki sé rétt að veiða loðnu vegna þess að með því sé maturinn tekinn frá þorskinum. Þess vegna er rétt að fara í gegnum það hvort sú hætta sé til staðar. Ef við gefum okkur að í stað þess að veiða 1 milljón tonna af loðnu myndum við leyfa henni að synda sína leið færi helmingurinn í kjaftinn á þorskinum, þ.e. um 500 þúsund tonn. Í sjálfu sér er það vel í lagt af þeim þar sem ekki er mikið um meðafla í þorski á loðnuveiðum. Það er langt frá því að allar loðnunætur séu fullar af þorski með loðnunni. Þumalputtaregla í vistfræði segir að þegar farið er upp eitt fæðuþrep verði í rauninni einungis 9% af því sem innbyrt er til þyngdaraukningar fyrir þann sem ofar er í keðjunni.
Því má ætla að þessum forsendum gefnum, sem eru vel að merkja mjög í vil þeim sem hafa áhyggjur af loðnuskorti fyrir þorksinn, að þyngdaraukning þorskstofnsins yrði um 50 þúsund tonn. Ný veiðiregla segir að þá megi veiða 20% af þorskstofninum sem gefur 10 þúsund tonn.
Valið er mögulega að í stað þess að velja 1 milljón tonna af loðnu að velja 10 þúsund tonn af þorski.
Þessar stofnstærðarmælingar og fiskatalning eru ekki neinar absalúttmælingar, enda mjög ónákvæmar eins og sjá má á kvóta sem er dreginn til baka. Þá liggur beinast við að ef þorskurinn er horaður og vöxturinn í sögulegu lágmarki sé miklu vænlegra að veiða hann í stað þess að mata hann.
21.2.2008 | 23:46
Búhyggindi ráðherrans á Bakka
Ég er einn þeirra sem batt afar miklar vonir við sameiningu landbúnaðar- og sjávarútvegsráðuneytisins en með því gætu ferskir vindar leikið um feyskna málaflokkana sem sérstaklega veitir ekki af við stjórn fiskveiða.
Flestum ber saman um að afar illa hafi verið haldið á málum á umliðnum árum, s.s. niðurskurður aflaheimilda og úrskurður mannréttindanefndar Sameinuðu þjóðanna er órækur vitnisburður um.
Nýlega hefur sjávarútvegráðherra látið hafa eftir sér að hann hafi mikið velt vöngum um hvort hann ætti að skera aflaheimildir þorsks niður um 22% eða þá skera niður aflaheimildir um 35% en hann tók þá óábyrgu afstöðu að leyfa 35% minni veiðar á þessu ári en því síðasta.
Í viðtali í Fréttablaðinu þann 10. febrúar sagði hann ástæðuna fyrir svo grófum niðurskurði vera þá að ef ekki hefði verið tekið svo stórt skerf niður á við væri hætta á að það þyrfti að skera niður aflaheimildir enn og aftur á því næsta.
Sjávarútvegsráðherra virðist trúa þeim kenningum að ef við drögum úr eða jafnvel hættum veiðum á þorski fari að byggjast upp einhver gríðarlegur lífmassi af þorski sem muni síðan gefa af sér hlutfallslega enn stærri lífmassa sem loksins verði hægt að veiða úr.
Þessar kenningar um að veiða minna til að veiða meira seinna hafa ekki gengið upp hér við Íslandsstrendur sl. áratugi og hafa í raun hvergi í heiminum gengið eftir.
Í síðustu ástandsskýrslu Hafró kemur fram á bls. 20 að meðalþyngd flestra aldursflokka þorsks er í eða við sögulegt lágmark, og í rannsóknum á áti hrefnunnar má leiða að því líkum að hún éti allt að tvöfalt meira af þorski en íslenskum útgerðum er leyft að veiða í ár.
Hvað myndi bóndinn gera? Varla færi hann að fjölga gripum á afrétt ef þeir héldu ekki eðlilegum holdum og hvað þá að ætla að geyma þá til langframa á beitilöndum þar sem stór hluti verður rándýrum að bráð.
Nú er að vona að ráðunautar í landbúnaðarráðuneytinu sýni nýjum húsbónda að ekki gengur að halda áfram með búskap sem þennan sem er líkastur því sem bræðurnir á Bakka ráku hér norðanlands forðum daga.
Greinin birtist í Fréttablaðinu í dag.
20.2.2008 | 22:24
Jens góður í Kastljósinu
20.2.2008 | 13:37
Lækkun þrátt fyrir kjarasamninga
Það kemur óþægilega á óvart að úrvalsvísitalan haldi áfram að lækka þrátt fyrir nýgerða kjarasamninga og í framhaldinu er rétt að huga að því hvað veldur og hvert stefnir.
Það hefði mátt ætla að nýgerðir samningar hefðu hleypt inn bjartsýni og trú á fjárfestingu í íslensku atvinnulífi þar sem hægt er að sjá fyrir þróun launa næstu þrjú árin. Laun eru jú einn stærsti kostnaðarliður í rekstri fyrirtækja og ætti þess vegna að skipta afar miklu máli.
Ástæðan fyrir því að hlutbréfamarkaðurinn hressist ekki er að öllum líkindum sú að íslenski hlutabréfamarkaðurinn er að stærstum hluta markaður banka og fjármálafyrirtækja. Íslensku bankarnir sem vaxið hafa hratt eru í erfiðleikum, m.a. við að fjármagna sig og sömuleiðis hafa þeir tekið þátt í að valda fyrirtæki sem gengið hafa illa og eru í eigu sömu aðila, s.s. fjárfestingar Glitnis í FL.
Þessi vandi birtist almenningi með skorti á lánsfé og gríðarlegum vaxtamun en það hefur verið nokkuð erfitt að henda nákvæmar reiður á hvað hann er mikill. Prófessor í Háskóla Íslands hefur bent á að hann hafi farið hækkandi frá einkavæðingu bankanna og sé nú kominn í 13,4% á meðan bankarnir sjálfir segja að vaxtamunur sé 10 sinnum lægri. Ég er ekki frá því að það sé sanngjarnt að ætla að raunverulegur vaxtamunur sé um 5%.
Í umræðunni hefur farið hæst að það eigi að leysa þennan vanda bankanna með einhverri sameiginlegri auglýsingherferð stjórnvalda og bankamanna. Ég er ekki trúaður á að ferðalög Ingibjargar Sólrúnar og Geirs Haarde í fylgd Jóns Ásgeirs og Hreiðars Más muni breyta einu eða neinu.
Það hlýtur að vera vænlegra að bankarnir líti í eigin barm og taki til í eigin ranni. Það ættu að vera fjölmörg tækifæri til hagræðingar í rekstri þar sem bankarnir hafa vaxið gríðarlega hratt og alls óvíst er að á þeirri hraðferð hafi á öllum stigum verið horft í budduna, a.m.k. hefur það ekki verið þegar hundruðum milljóna er dælt árlega í einstaka stjórnendur.
Hlutabréf lækkuðu í byrjun dags | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
18.2.2008 | 19:59
Getur Samfylkingin reiknað barn í konu?
Samfylkingin fer mikinn í útreikningum sínum á því hvað hægt er að fá fyrir að leigja út 12.000 tonna byggðakvóta. Fyrir þessi 12.000 tonn telur Ingibjörg Sólrún Gísladóttir að hægt sé að fá heila 2 milljarða. Þá er líklegast reiknað með að kílóið af þorski sé leigt út á um 170 krónur. Samkvæmt Verðlagsstofu skiptaverðs var vegið meðalverð alls þorskaflans tæpar 180 krónur á kíló þannig að það sem situr eftir þegar búið er að borga leigu eru heilar 10 krónur á kíló til að standa undir rekstri við útgerðina og borga sjómönnum laun.
Með þessum útreikningum væri hægt að leigja allan þorskafla á Íslandsmiðum fyrir um 22 milljarða króna. Virði hans er samkvæmt opinberri stofnun 23,4 milljarðar þannig að það sem eftir situr er ekki há upphæð.
Þessar tölur sem Samfylkingin notar til viðmiðunar eru það viðmiðunarverð sem leiguliðar þurfa að greiða einhverjum handhafa kvótans fyrir að fá að veiða hann, algjört jaðarverð. Útgerðir sem þurfa að greiða þetta verð lifa alls ekki af venjulegum þorskveiðum, heldur þarf að stefna markvisst að því að veiða stærri fisk sem gefur þá hærra verð en meðalverðið segir til um og veiða ýsu í meira mæli þar sem leiguverð er mun lægra og gefur þá útgerðinni eitthvert lítilræði í aðra hönd.
Það er vonandi að Samfylkingin komi sér niður úr fílabeinsturninum, fari betur yfir útreikninga sína og átti sig á því hvers konar vitleysa er í gangi í sjávarútvegi landsmanna.
Þessir útreikningar Samfylkingarinnar minna núna óneitanlega á útreikninga Sölva Helgasonar sem fór mikinn og reiknaði m.a. tvíbura í eina afríkanska og var annað barnið hvítt og hitt svart. Nú reiknar Samfylkingin tugi ef ekki hundruð milljóna í hvert og eitt sjávarþorp landsmanna.
Segir tímabært að endurskoða byggðakvóta | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
17.2.2008 | 23:02
Frjálslyndir í Eyjafirði
Eftir fjörugt þorrablót Frjálslynda flokksins sem haldið var í Reykjavík lagði ég land undir fót og fór norður á Akureyri þar sem ég kom að stofnun Félags frjálslyndra í Eyjafirði. Ég bind miklar vonir við félagið enda er formaður þess enginn annar en Jóhann Kristjánsson sem hefur sýnt það í félagsstörfum að hann getur látið gott af sér leiða. Ég var sjanghæjaður af skipstjóranum Hallgrími Guðmundssyni til að stjórna stofnfundi nýrra samtaka útgerðarmanna sem vilja breytingar á fiskveiðistjórnunarkerfinu.
Það var orðið ljóst af yfirlýsingum Arthúrs Bogasonar, formanns Landssambands smábátaeigenda, um álit mannréttindanefndar Sameinuðu þjóðanna að hann teldi að engu þyrfti að breyta í kjölfar áltsins. Það var orðið skýrt að hagsmunir þeirra útgerðarmanna sem vildu breytingar og hinna sem vildu alls engar breytingar á eignarhaldi voru orðnir svo ólíkir að leiðir hlaut að skilja.
Bloggvinir
- Helga Þórðardóttir
- Gunnar Skúli Ármannsson
- Jens Guð
- Hallgrímur Guðmundsson
- Ásta Hafberg S.
- Jóhann Elíasson
- Aðalheiður Ámundadóttir
- Óskar Helgi Helgason
- Georg Eiður Arnarson
- Óskar Þorkelsson
- Jakob Falur Kristinsson
- Kolbrún Stefánsdóttir
- Baldvin Jónsson
- Jakobína Ingunn Ólafsdóttir
- Ragnheiður Ólafsdóttir
- Hallur Magnússon
- Sigurður Þórðarson
- Gunnlaugur B Ólafsson
- Guðrún María Óskarsdóttir.
- Katrín
- Þarfagreinir
- Samtök sjálfstæðra í sjávarútvegi
- Frjálslyndi flokkurinn í Eyjafirði
- Hallgrímur Óli Helgason
- Jón Kristjánsson
- Hrannar Björn Arnarsson
- Hlynur Þór Magnússon
- Jón Valur Jensson
- Gunnar Th. Gunnarsson
- Kjartan Eggertsson
- Halla Rut
- Ingólfur Þór Guðmundsson
- Grétar Pétur Geirsson
- Guðrún Þóra Hjaltadóttir
- J. Einar Valur Bjarnason Maack
- ragnar bergsson
- Bjarni Harðarson
- Rannveig Þorvaldsdóttir
- Sigurður Sigurðsson
- Eiríkur Guðmundsson
- Stefán Friðrik Stefánsson
- erlahlyns.blogspot.com
- Agný
- Guðjón Ólafsson
- Einar Ben
- Jón Aðalsteinn Jónsson
- Georg P Sveinbjörnsson
- Gunnar Freyr Hafsteinsson
- Ólafur Ragnarsson
- Guðrún Magnea Helgadóttir
- Ólafur Björn Ólafsson
- Halldór Jónsson
- Elvar Atli Konráðsson
- Kristján H Theódórsson
- Guðjón Sigþór Jensson
- Helgi Már Barðason
- Brynja Hlíf Þorsteinsdóttir
- Víðir Benediktsson
- Valgerður Sigurðardóttir
- Jens Sigurjónsson
- Vestfirðir
- Sigurður Ásbjörnsson
- Jón Magnússon
- Viðar Friðgeirsson
- Axel Jóhannes Yngvason
- Svava S. Steinars
- Guðsteinn Haukur Barkarson
- Quackmore
- Árni "Gamli" Einarsson
- Haukur Már Helgason
- Þóra Guðmundsdóttir
- Heiða Þórðar
- Steingrímur Ólafsson
- Vefritid
- Ársæll Níelsson
- S. Einar Sigurðsson
- Rannveig H
- Gísli Gíslason
- Bjarni Kjartansson
- Steingrímur Helgason
- Fiðrildi
- Baldur Fjölnisson
- Þorsteinn Ásgeirsson (Icerock)
- Linda Lea Bogadóttir
- Félag Ungra Frjálslyndra
- Hanna
- Sverrir Stormsker
- Ottó Marvin Gunnarsson
- gudni.is
- Einar Vignir Einarsson
- Hákon Unnar Seljan Jóhannsson
- Valgerður Halldórsdóttir
- Guðmundur Jónas Kristjánsson
- Sæþór Helgi Jensson
- Fríða Björk Einarsdóttir
- Jóhann Kristjánsson
- Oddur Helgi Halldórsson
- Guðrún Jóna Gunnarsdóttir
- María Harðardóttir og Þorsteinn Narfason
- Grétar Rögnvarsson
- Ragnar Þór Ingólfsson
- Róbert Guðmundur Schmidt
- Steinn Hafliðason
- Landssamband ungra frjálslyndra
- Bergþóra Árnadóttir - RIP 15.2.48 - 8.3.07
- Þórir Aðalsteinsson
- Vilborg Traustadóttir
- Arnþrúður Karlsdóttir
- Sævar Einarsson
- Ketilás
- Ómar Pétursson
- Eyþór Grétar Grétarsson
- FF
- Jón Þór Bjarnason
- Óskar Þ. G. Eiríksson
- Vilhjálmur Árnason
- Alexander Kristófer Gústafsson
- Róbert Tómasson
- Landvernd
- ThoR-E
- Haraldur Baldursson
- Sigurður Jón Hreinsson
- Eyþór Laxdal Arnalds
- busblog.is
- Sigríður Inga Sigurjónsdóttir
- Himmalingur
- Svanhildur Karlsdóttir
- Gísli Birgir Ómarsson
- Árni Árnason
- Grétar Mar Jónsson
- Perla
- Ingunn Guðnadóttir
- Irma Þöll
- Skattborgari
- Gulli litli
- Jón Snæbjörnsson
- Þráinn Jökull Elísson
- Sigríður Elfa Eyjólfsdóttir
- Mál 214
- Bullukolla
- kreppukallinn
- hreinsamviska
- Arinbjörn Kúld
- Orgar
- Guðjón Baldursson
- Gunnar Þór Gunnarsson
- Hörður B Hjartarson
- Gunnar Björn Björnsson
- Haraldur Hansson
- Þórólfur S. Finnsson
- Birna Steingrímsdóttir
- Gestur Guðjónsson
- Jónas Rafnar Ingason
- Stríða
- Götusmiðjan
- Brynja skordal
- Haraldur Bjarnason
- Guðmundur Óli Scheving
- Ásta
- Markús frá Djúpalæk
- Jörundur Garðarsson
- MIS
- Þorsteinn H. Gunnarsson
- Björn Júlíus Grímsson
- S Kristján Ingimarsson
- Bryndís Haraldsdóttir
- Þórður Björn Sigurðsson
- Magnús Kristjánsson
- Bergur Sigurðsson
- Guðrún Ólafía Brynleifsdóttir
- Hildur Helga Sigurðardóttir
- Ólafía Herborg Jóhannsdóttir
- Heimssýn
- Brosveitan - Pétur Reynisson
- Óskar Arnórsson
- Sigurbjörn Svavarsson
- Árni Davíðsson
- Lúðvík Lúðvíksson
- Árelíus Örn Þórðarson
- Friðrik Hansen Guðmundsson
- Jakob Þór Haraldsson
- Guðrún Katrín Árnadóttir
- Þorsteinn Valur Baldvinsson
- L.i.ú.
- Rafn Gíslason
- Vilhjálmur Sveinn Björnsson
- Samtök Fullveldissinna
- Vaktin
- Arnar Guðmundsson
- Lárus Baldursson
- Sveinn Elías Hansson
- Þórarinn Baldursson
- Kjartan Magnússon
- ÞJÓÐARHEIÐUR - SAMTÖK GEGN ICESAVE
- Berglind Steinsdóttir
- Bjarney Vigdís Ingimundardóttir
- BJÖRK
- Björn Emilsson
- Dagný
- Dominus Sanctus.
- Friðgeir Sveinsson
- Guðmundur Ásgeirsson
- Guðmundur Pálsson
- Helgi Þór Gunnarsson
- Högni Snær Hauksson
- Inga Sæland Ástvaldsdóttir
- Jón Þórhallsson
- Kristján P. Gudmundsson
- Ómar Bjarki Smárason
- Ragnar Stefán Rögnvaldsson
- Rósa Aðalsteinsdóttir
- Samstaða þjóðar
- Sigurður Ingólfsson
- Stefán Júlíusson
- Sumarliði Einar Daðason
- Sveinn Björnsson
- Tryggvi Gunnar Hansen
- Úrsúla Jünemann
- Valdimar H Jóhannesson
Tenglar
Mínir tenglar
- Losnað við pestina Þetta hefur reynst mér vel við að losna við allar pestir þá 5 mánuði sem ég hef reynt immiflexið
- Ginseng Hér fæ ég kraftinn
- Frjálslyndi flokkurinn Vill breyta kvótakerfinu
- Ungmennasamband Skagafjarðar Ég er formaður
- Hér kaupi ég tölvudótið Ódýrt og gott
Sjávarútvegsmál
- Hafró Stofnunin þar sem ákveðið er hversu mikið má veiða
- Landssamband íslenskra útvegsmanna LÍÚ
- Landssamband smábátaeigenda LS
- Jörgen Niclasen Formaður Fólkaflokksins í Færeyjum
- Helgi Áss Grétarsson Sérfræðingur í HÍ á vegum LÍÚ
Fréttamiðlar
- Al Jazeera Gefur Bandaríkjamönnum engin grið
- BBC BBC
- Börsen Dönsk fjármálasíða
- Seðlabankinn Musteri Davíðs
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.12.): 5
- Sl. sólarhring: 5
- Sl. viku: 34
- Frá upphafi: 1014400
Annað
- Innlit í dag: 4
- Innlit sl. viku: 30
- Gestir í dag: 4
- IP-tölur í dag: 3
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Myndaalbúm
Eldri færslur
- Nóvember 2024
- Október 2024
- September 2024
- Ágúst 2024
- Júlí 2024
- Júní 2024
- Maí 2024
- Apríl 2024
- Mars 2024
- Janúar 2024
- Apríl 2023
- Október 2022
- Október 2021
- Febrúar 2021
- Janúar 2021
- Janúar 2019
- Apríl 2018
- Desember 2017
- Október 2016
- Ágúst 2016
- Janúar 2016
- Nóvember 2015
- Nóvember 2014
- Apríl 2013
- Mars 2013
- Febrúar 2013
- Desember 2012
- Ágúst 2012
- Júlí 2012
- Júní 2012
- Maí 2012
- Apríl 2012
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- Október 2011
- Ágúst 2011
- Júlí 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007