Leita í fréttum mbl.is

Frjálslyndir í Eyjafirði

Eftir fjörugt þorrablót Frjálslynda flokksins sem haldið var í Reykjavík lagði ég land undir fót og fór norður á Akureyri þar sem ég kom að stofnun Félags frjálslyndra í Eyjafirði. Ég bind miklar vonir við félagið enda er formaður þess enginn annar en Jóhann Kristjánsson sem hefur sýnt það í félagsstörfum að hann getur látið gott af sér leiða. Ég var sjanghæjaður af skipstjóranum Hallgrími Guðmundssyni til að stjórna stofnfundi nýrra samtaka útgerðarmanna sem vilja breytingar á fiskveiðistjórnunarkerfinu.

Það var orðið ljóst af yfirlýsingum Arthúrs Bogasonar, formanns Landssambands smábátaeigenda, um álit mannréttindanefndar Sameinuðu þjóðanna að hann teldi að engu þyrfti að breyta í kjölfar áltsins. Það var orðið skýrt að hagsmunir þeirra útgerðarmanna sem vildu breytingar og hinna sem vildu alls engar breytingar á eignarhaldi voru orðnir svo ólíkir að leiðir hlaut að skilja.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðrún Jóna Gunnarsdóttir

Til lukku með þennan áfanga.

Guðrún Jóna Gunnarsdóttir, 18.2.2008 kl. 10:37

2 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Þetta er alveg rétt og komin tími til Sigurjón. 

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 18.2.2008 kl. 15:59

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband