Leita í fréttum mbl.is

Klúður Alþingis

Ísland stendur frammi fyrir mesta hruni fjármálakerfisins og rökstuddur grunur hefur komið fram um að ekki sé allt með felldu. Í stað þess að hefja strax í október lögreglurannsókn var málið tafið með því að ætla að útbúa eitthvert sérstakt örembætti. Einhverra hluta vegna voru þessi nýju lög samþykkt mótatkvæðalaust. Þingmenn hefðu átt að sjá að stofnun embættisins væri bara sýndarmennska þar sem eingöngu 50 milljónir króna eru ætlaðar í starfrækslu þess á næsta ári. Til samanburðar var 350 milljónum varið á örfáum vikum í að kynna ringlaðan málstað ríkisstjórnarinnar eftir bankahrunið, og 30-falt hærri upphæð er varið til Fjármálaeftirlitsins sem hefur sofið á verðinum og varla séð ástæðu til að vísa nokkru máli til lögreglunnar.

Ef stjórnvöld vilja á annað borð öðlast einhvern trúverðugleika er nærtækast að gefa út yfirlýsingu um að hætta strax við stofnun þessa andvana fædda embættis og efla þess í stað efnahagsbrotadeildina og auka að sama skapi trúverðugleika annarra stofnana með því að skipta um mannskap ef einhver minnsti grunur leikur á um að fólk sinni ekki vinnunni sinni sem skyldi.

Það er eins og stjórnvöld átti sig ekki á upplausnarástandinu sem skapast ef allar stofnanir missa trúverðugleika sinn.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigurður Þorsteinsson

Það er gott fyrir Íslendinga að hafa þingmenn Frjálslandaflokksins á þingi. Maður veit þá að þar koma tillögurnar sem hægt er að treysta á. Hlustaði á Jón Magnússon koma með úrræðið í efnahagsmálum þjóðarinnar sem færa á okkur upp úr þeim öldudal sem við nú erum í. Hvatning til þjóðarinnar til þess að kaupa ekki flugelda þetta árið! Maður kemur nú ekki að tómum kofanum hjá Frjálslyndaflokknum. Eftir áramótin kemur sennilega eitthvað nýtt útspil. Gæti verið að hætta að kaupa ársmiða hjá Happdrætti háskólans, eða Krabbameinsfélagsins. Skil ekki af hverju þjóðin áttar sig ekki á þessum snillingum. Annars náði flokkurinn 1% fylgi í síðustu skoðanakönnun? Það þarf sannarlega ekkert utanaðkomandi til þess að klekkja á flokknum.

Sigurður Þorsteinsson, 30.12.2008 kl. 23:34

2 Smámynd: Gunnar Skúli Ármannsson

Sæll Sigurjón,

mikið er ég sammála þér. Stjórnvöld lifa sér lífi og eru ekki í neinum tengslum við raunveruleikann. Hluti þjóðarinnar vill alls ekki að blettur falli á sína menn. Sjálfsagt er sá hluti þjóðarinnar sem er viðhlæjendur valdhafanna.

Að engin umræða né mótatkvæði hafi átt sér stað á hinu háa Alþingi er sorglegt. Þar er meðvirkni á ferðinni. Sjálfsagt eru margir þingmenn sem telja hagsmunum sínum best borgið á þennan hátt.

Þetta rýrir enn frekar þá von sem maður bar í brjósti að einhverjir þingmenn sæju sóma sinn í því að gera eitthvað í málunum. Sjálfsagt hafa þeir einhverra hagsmuna að gæta. 

Spurningin er hvort fullreynt er með núverandi flokkakerfi og kosningakerfi. Þurfum við ekki eitthvað nýtt. Eru þeir ekki sokknir of djúpt allir þingmennirnir okkar í einhverskonar hagsmunagæslu fyrir sig og sína.

Gunnar Skúli Ármannsson, 30.12.2008 kl. 23:37

3 Smámynd: Sigurjón Þórðarson

Voðalegt þvaður er þetta með flugeldasöluna Sigurður reyndar er það svo að Frjálslyndi flokkurinn á Alþingi er eini flokkurinn sem hefur lagt til uppbyggilega stefnu í efnahagsmálum þó svo þingflokkurinn sé langt frá því að vera hafinn yfir gagnrýni eins og að hafa ekki spyrnt betur gegn þessu klúðri Sjálfstæðisflokks og Samfylkingar.

Tillögurnar hafa falið í sér að auka veiðar og auka þar með gjaldeyristekjur þjóðarbúsins um tugi milljarða króna, afnema verðtrygginguna og taka upp annan gjaldmiðil svo eitthvað sé nefnt

Sigurjón Þórðarson, 30.12.2008 kl. 23:44

4 Smámynd: Jakobína Ingunn Ólafsdóttir

Sæll Sigurjón. Bendi á þessa grein um rannsóknarnefndina. Ríkisstjórnir stjálfstæðismanna eru búnar að eyðileggja trúverðugleika dómsvaldsins og eftirlitsstofnana. Uppsöfnuð vanhæfni undirmálsmanna er verulegt vandamál í mörgum stofnunum.

Pólitískar skipanir, vina- og venslaráðningar hafa dregið allan mátt úr stofnunum ríkisins.

Jakobína Ingunn Ólafsdóttir, 30.12.2008 kl. 23:48

5 Smámynd: Sigurður Þorsteinsson

Sæll Sigurjón

Auðvitað var þetta algjört þvaður með flugeldasöluna hjá honum Jóni. Fyrst hélt ég að hann væri fullur, en svo var víst ekki. Þú ræður við Jón að fara nú ekkert að blaðra um Lottoið eða getraunirnar í svona viðtalsþáttum. Það gæti haft hræðilegar afleiðingar fyrir íþróttahreyfinguna og öryrkja.

Sigurður Þorsteinsson, 31.12.2008 kl. 00:22

6 Smámynd: Guðrún Magnea Helgadóttir

Saell Sigurjon!

Eg helt ekki ad tu vaerir svo grunnhygginn ad tu krefdir spillta logreglu um rannsokn a spilltum stjornvoldum...! Er tetta eitthvad nytt utspil fra Frjalslyndaflokknum sem ver sig fra tvi ad vera innan spillingar-aflanna???

Eg hef reynt tad sidustu ar a Islandi ad samtenging radamanna er orofin heild og verdur ekki rofin nema Landinn taki malin i sinar hendur og geri byltingu...

En tid frjalslyndir getid haldid afram ad villa folkinu syn til tess eins ad hljota atkvaedi teirra i naestu kosningum!

Guðrún Magnea Helgadóttir, 31.12.2008 kl. 11:58

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband