Leita í fréttum mbl.is

Seðlabankinn hældi bankaeftirlitinu

Það er átakanlegt að horfa upp á Davíð Oddsson standa í þessari vörn þar sem hann reynir að snúa henni í sókn, og þá gegn fjölmiðlum landsins af því að þeir hafi ekki staðið sig nægilega vel í eftirliti með fjármálastarfsemi. Þetta er sér í lagi vitlaust vegna þess að það er ekki lengra síðan en á vormánuðum þessa árs að einn af bankastjórum Seðlabankans lét þessi orð falla um bankaeftirlit:

Þið þekkið að sjálfsögðu regluumhverfið og eftirlit með fjármálastarfsemi á Íslandi. Það byggir á því besta sem þekkist í öðrum löndum og hefur hlotið mjög jákvæða umsögn erlendra aðila. Fjármálaeftirlitið og Seðlabankinn eiga með sér náið samstarf á vettvangi fjármálastöðugleika. Framvinda undanfarna mánuði hefur leitt til þess að samvinnan hefur orðið enn nánari en áður og stofnanirnar tvær fylgjast grannt með framvindu mála hvor á sínu sviði. Þetta er eins og það á að vera og í samræmi við það sem þekkist annars staðar um þessar mundir.

Ekki minnist ég hinna sterku viðvarana úr Seðlabankanum sem Davíð er að rifja upp, en ég man hins vegar greinilega eftir því að Davíð Oddsson sakaði óprúttna aðila um að gera áhlaup á íslensku krónuna. Hann var þá hundsvekktur yfir því að hækkun stýrivaxta næði ekki að smala meira lánsfé inn í landið og hækka gengi krónunnar sem var farið að síga.


mbl.is Fjölmiðlar í heljargreipum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband