Leita í fréttum mbl.is

Leikaraskapur Samfylkingarinnar heldur áfram

Einn þingmaður Samfylkingarinnar setti á svið í upphafi þingfundar í dag stuttan leikþátt þar sem hann þóttist eitthvað ósáttur við forsætisráðherra. Ekki reikna ég með að mikil meining hafi verið á bak við þann þátt hjá Samfylkingunni, heldur hafi stutt skens verið á ferðinni til að friða óánægða samfylkingarmenn.

Fáránleikinn var algjör, forsætisráðherra lýðveldisins var spurður af þingmanni hvað hefði orðið til þess að hryðjuverkalög voru sett á Landsbankann. Ástæðan var dylgjur Davíðs Oddssonar á fundi með Viðskiptaráði um að hann vissi ástæðuna fyrir beitingu laganna. Ég vissi ekki hvort ég ætti að hlæja eða gráta þegar ég heyrði svar valdamesta manns Íslands þegar hann flutti þær fréttir að hann hefði heyrt að ástæðan hefði getað verið fjármagnsflutningar Kaupþings frá Bretlandi - en bætti síðan við að Kaupþingsmenn hefðu neitað því opinberlega.

Æðsti valdamaður þjóðarinnar vissi ekkert meira en lesa mátti í blöðunum!

Hver trúir þessu kjaftæði?

Davíð Geir og Björgólfur

Annars er ágætt að lesendur virði fyrir sér meðfylgjandi mynd (sem er tekin af vef mbl.is) og spyrji sig hvort einhverjar líkur séu á að raunveruleg rannsókn fari fram.


mbl.is Nýja Seðlabankastjórn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Hvar er sómatilfinning þeirra sem vita að ÍSLENSK börn þurfa að upplifa HUNGUR vegna fátæktar sem blasir við fjölskyldum þeirra.Hverju eiga foreldrar að svara þegar þau hafa misst HEIMILINN í gjaldþrot.ÉG legg til að við setjum myndir upp á vegg fyrir BÖRNIN svo þau viti hverjir beri ÁBYRÐ á fátækt þeirra.BURT MEÐ ÞESSA RÍKISSTJÓRN eins og skot. Kannski þurfum við að fá aðstoð frá ALÞJÓÐARSAMFÉLÆGINU til að losna við þetta spillta fólk.

guðrún hlín adolfsdótt (IP-tala skráð) 20.11.2008 kl. 16:35

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband