Bloggfærslur mánaðarins, júlí 2007
31.7.2007 | 00:23
Vinir og ,,vinur" Akureyrar
Það er til áhugamannafélag sem kallar sig Vini Akureyrar. Það hefur m.a. staðið fyrir skemmtunum á Akureyri um verslunarmannahelgar og er það vel.
Ég ætla að renna á Akureyri um verslunarmannahelgina enda er ég mikill vinur höfuðstaðar Norðurlands. Einhverjir Eyfirðingar drógu í efa að ýmsar af tillögum sem ég lagði fram til breytinga á fiskveiðistjórnarkerfinu fyrir síðustu kosningar væru til hagsbóta fyrir áframhaldandi öfluga útgerð í Eyjafirði. Nú er að renna upp fyrir mörgum að þær breytingar sem lagðar voru fram eru lykillinn að framþróun í sjávarútvegi.
Það eru einkum aðgerðir Guðmundar Kristjánssonar, harðduglegs útgerðarmanns vestan af Snæfellsnesi, sem hafa opnað augu margra. Hann hefur allt frá því að hann gerði Akureyringum þann vinargreiða að kaupa Brim af Landsbankanum sagst ætla að stuðla að margvíslegum framförum í Eyjafirði. Það átti að efla útgerð og landvinnslu á Akureyri en einn liður í því var fjárfesta í bátum sem veiddu á línu. Eitthvað hafa þessar breytingar staðið á sér en öðrum breytingum verið hrundið í framkvæmd sem hafa ekki allar verið fallnar til vinsælda, s.s. að skrá skip félagsins í Reykjavík og sömuleiðis breytingar á vinnutíma sjómanna.
Kaupin á glæsifleyinu Brimnesi sem sagan segir að hafi átt að heita Vinur hafa sett ugg að mörgum Eyfirðingnum þar sem hætt er við að veiðiheimildir verði fluttar af gömlum togurum Útgerðarfélags Akureyrar og yfir á Brimnesið sem skráð er í Reykjavík.
Ef sú verður raunin verður það mikil blóðtaka fyrir atvinnulíf og öll umsvif á Akureyri.
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 02:07 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
27.7.2007 | 12:36
Krónan titrar
Gengi íslensku krónunnar hefur lækkað nokkuð skart nú síðustu daga. Dæmin sanna að slíkir gengiskippir þurfa ekki endilega að leiða til mikils falls heldur getur gengið styrkst á ný líkt og gerðist fyrr í sumar.
Það þrengist þó óhjákvæmilega að krónunni þar sem genginu er haldið uppi með háum vöxtum sem hvetja til innstreymis á erlendu lánsfé. Það er vandséð að það sé hægt að skrúfa vextina hærra upp og það hljóta einnig að vera einhver mörk á því hvað hægt er að skuldsetja skútuna.
Það er mjög vandasamt að stunda viðskipti í þessum stöðuga gengisskjálfta með tilheyrand sigum og gosum. Íslenskir bankar eru að vonum orðnir mjög hæfir í ráðgjöf sem felur í sér að minnka gengisáhættu fyrirtækja og hefur byggst upp sérþekking sem er orðin útflutningsvara.
Úrvalsvísitalan heldur áfram að lækka | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 12:47 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
26.7.2007 | 11:50
Nýbúi sem hefði betur aldrei komið til landsins
Í síðasta greinarkorni sagði ég frá því að ég hefði orðið vitni að rústaskoðun Geirs forsætisráðherra á Siglufirði þegar ég var að koma úr veiðitúr á Siglunesi.
Það sem helst bar til tíðinda í veiðinni var að snemma morguns þegar ég var að vitja um net á Neskróknum sá ég að einn silungurinn var með djúpt hringlaga sár. Mér datt strax í hug að um væri að ræða steinsugu sem er frumstæður kjaftlaus fiskur sem lifir sníkjulífi á öðrum fiskum en hann bítur sig fastan í hold og skilur eftir sig hringlaga sár.
Ég ýtti þessari hugsun til hliðar þar sem ég hafði ekki heyrt af því að steinsugur væru tíðir gestir í náttúru Íslands. Þegar ég var kominn í hús skömmu síðar heyrði ég á Rás 1 viðtal við Sigurð Guðjónsson framkvæmdastjóra Veiðimálastofnunar sem greindi frá að þær væru nýir nýbúar í náttúru Íslands, þeirra hefði aðallega orðið vart á Suðurlandi en jafnframt var tekið fram að þær hefðu ekki sést á Norðurlandi.
Eftir að hafa rætt við Benóný Jónsson líffræðing er nokkuð ljóst að sárið á silungnum er eftir nýbúann sem allir veiðimenn eru sammála um að hefði betur aldrei komið til landsins.
Vísindi og fræði | Breytt s.d. kl. 13:41 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
24.7.2007 | 16:07
Geir Haarde í rústaskoðun á Siglufirði
Í þann mund sem ég var að fara að hífa gúmmíbátinn minn á Siglufirði sá ég útundan mér Geir forsætisráðherra sem var að sækja Siglfirðinga heim. Hann er væntanlega að skoða rústirnar eftir stefnu Sjálfstæðisflokksins í sjávarútvegsmálum í hátt í tvo áratugi.
Staðan á Siglufirði hefur gerbreyst á þessum tíma. Nú er ekki nokkur von fyrir nýja aðila að hefja útgerð og fiskvinnslu, það er enginn togari á staðnum, ekkert frystihús og rækjuvinnslan er í þann mund að leggja upp laupana. Flaggskip fiskvinnslunnar á Siglufirði verður væntanlega salfiskverkunin Þeysill sem er lítil saltfiskvinnsla.
Það er kaldhæðnislegt að um leið og ég sá forsætisráðherrann skarta ljósum búningi sá ég fiskverkanda sem hafði starfrækt fiskverkun um áratugaskeið, en sagan segir að hann hafi verið knúinn í gjaldþrot af sjálfri Byggðastofnun vegna 4 milljóna kr. skuldar við stofnunina. Það var skömmu áður en ríkisstjórnin tilkynnti að Byggðastofnun ætti að gegna meginhlutverki í að bjarga landsbyggðinni.
Ef maður þekkir stjórnarherrana rétt er ekki líklegt að mikið kjöt verði á beinunum í umtöluðum mótvægisaðgerðum. Fyrri aðgerðir hafa verið til friðþægingar og að nafninu til. Raunverulegar mótvægisaðgerðir á Siglufirði sem akkur væri í væru að auka frelsi í sjávarútveginum, t.d. væri byrjunin að leyfa handfæraveiðar og tryggja að fiskur færi á markað.
23.7.2007 | 23:29
Morgunblaðið og mótvægisaðgerðirnar
Í Morgunblaðinu í dag fjallaði bryggjuspjallarinn um það hvers vegna mótvægisaðgerðirnar fælu ekki í sér aukið þorskeldi og var það skýrt út með því að aleldi svokallað í þorski væri skammt á veg komið á Íslandi og það tæki jafnvel þá einhver ár að framleiða sláturfiska í því eldi. Í umfjölluninni var hlaupið yfir þá staðreynd að þorskeldi á Íslandi felst fyrst og fremst í áframeldi á villtum þorski. Þess vegna þurfa þeir sem stunda eldið að hafa yfir þorskkvóta að ráða og eins og ég hef fjallað um á blogginu eru 500 tonn ætluð í þetta verkefni.
Það er ljóst að kvótakerfið kemur í veg fyrir að kraftur sé settur í þorskeldið á Íslandi.
Það er fleira sem vakti athygli mína í Morgunblaðinu í dag, t.d. frétt um fjölgun á kaupsamningum vegna fasteignaviðskipta sem lesa mátti um á forsíðu. Þá hlýtur að vakna spurningin hvort tekin hafi verið í reikninginn kaup félaga á eignum sem ekki er farið að nýta. Það væri fróðlegt að brjóta töluna niður og sjá hvað er raunverulega á bak við 71,9% aukningu milli ára. Þessi frétt vakti athygli mína og það væri fróðlegt að sjá frekari skýringar á næstunni.
21.7.2007 | 12:22
Húsbílagasið var rætt fyrr á þessu ári á Alþingi
Frú forseti. Ég er með fyrirspurn sem ég beini til hæstv. félagsmálaráðherra og hún hljóðar svo:
1. Hvernig fer eftirlit og skoðun fram á gasbúnaði í hjólhýsum og húsbílum?
2. Kemur til greina að breyta því fyrirkomulagi sem nú er viðhaft?
Eftir því sem ég kemst næst heyrir þetta eftirlit undir hæstv. félagsmálaráðherra en samt sem áður er Vinnueftirlitið, sem er hans eftirlitsstofnun, lítið í þessum verkum.
Þessi tæki, hjólhýsi og húsbílar, fara að öllum líkindum í bifreiðaeftirlit og það væri þess vegna nær að flytja þetta eftirlit til þeirrar starfsemi. Þetta gæti verið liður í því að einfalda stjórnsýsluna en sá háttur sem hér er á, að hvert ráðuneyti hefur eftirlit með sínum lögum, reglugerðum og stofnunum, gerir stundum allt verklag mjög flókið. Ég vil heyra frá hæstv. félagsmálaráðherra hvaða viðhorf hann hefur til þessara mála en hér er um að ræða búnað sem verður sífellt algengari, hjólhýsum og húsbílum fjölgar mjög mikið, það er eins og landsmenn sér farnir að leggja gömlu tjöldunum og farnir að taka þessi tæki meira í notkun. Það er sjálfsagt að heyra hjá hæstv. ráðherra hvort hann sé tilbúinn til að gera Ísland að einhverju leyti einfaldara en það er nú.
Húsbíll fylltist af gasi og sprakk | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 13:34 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
20.7.2007 | 17:11
Eru möguleikar framþróunar þorskeldisins njörvaðir niður?
Mér þótti athyglisverð gagnrýni Þórarins Ólafssonar, sjávarútvegsfræðings hjá Hraðfrystihúsinu Gunnvöru í Hnífsdal, fyrr í mánuðinum þar sem Þórarinn lýsti undrun sinni á að hvergi væri minnst á þorskeldi í svokölluðum mótvægisaðgerðum ríkisstjórnarinnnar vegna þeirra lítt ígrunduðu aðgerða stjórnvalda að skerða aflaheimildir næsta árs.
Ég get vel tekið undir með Þórarni, það sætir ákveðinni furðu að Samfylking og Sjálfstæðisflokkur skuli ekki skoða þennan vaxtarmöguleika. Þorskeldið átti að vera mikilvægur liður í því markmiði stjórnvalda að tvöfalda verðmæti útfluttra sjávarafurða fyrir árið 2012. Það var farið af stað með umrætt metnaðarfullt markmið í byrjun aldarinnar en því miður virðist sem markmiðið náist ekki þar sem verðmæti útfluttra sjávarafurða hefur dregist saman á tímabilinu en ekki aukist.Í dag byggist þorskeldi á Íslandi einkum á að fanga smávaxinn villtan fisk og ala hann áfram til slátrunar. Það er talið líklegt að svokallað aleldi aukist í framtíðinni, þ.e. framleiðsla þorskseiða sem verða alin í sláturstærð. Ástæðan er einkum sú að vonir standa til að með kynbótastarfi fáist hraðvaxta fiskur og eldismenn losna við kostnað sem hlýst af veiðum.
Stjórnvöld hafa talsverða möguleika á að hleypa strax auknum krafti í áframeldi á villtum þorski og margfalda þyngd hans í kvíum. Eftir því sem ég veit best stendur þó sá rekstur í járnum vegna kostnaðar við fóðrun og veiðar á villtum fiski en samt sem áður eru möguleikar fyrir hendi að auka starfsemi.
Forsenda þessara tilrauna er að stjórnvöld úthluti 500 tonna þorskkvóta til þorskeldisins en ef fyrirtækin þyrftu að leigja þessar aflaheimildir á markaðsvirði væri enanlega búið að loka fyrir þennan vaxtarsprota líkt og aðra í sjávarútvegi.
Það er vert að velta fyrir sér hvers vegna Samfylking og Sjálfstæðisflokkur hleypa ekki auknum krafti í þorskeldið. Ég tel ástæðuna vera þá að það kostar aukinn kvóta til fiskeldisfyrirtækjanna og svo fáránlegt sem það nú er þá dragast þyrsklingar sem veiddir eru á grunnsævi t.d. inni í Breiðafirði eða Ísafjarðardjúpi frá því sem má veiða af vertíðarþorski við suðurströnd landsins.
Það er margsannað að kvótakerfið gengur ekki upp líffræðilega. Það kemur í veg fyrir framþróun og heftir mjög athafnafrelsi.
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 18:41 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
18.7.2007 | 15:26
Össur og Einar Kristinn svara ekki gagnrýni
Það er vert að velta því fyrir sér hvers vegna hvorki sjávarútvegsráðherra Einar Kristinn Guðfinnsson né Össur Skarphéðinsson byggðamálaráðherra svara málefnalegri gagnrýni á forsendur fiskveiðiráðgjafar sem gengur mjög nærri sjómönnum og byggðum landsins. Í gær var t.d. mjög vönduð grein í Morgunblaðinu eftir Jón Kristjánsson fiskifræðing sem ætti að kalla á viðbrögð.
Þeir vinirnir Össur og Einar Kristinn eru ekki einir um að svara í engu gagnrýni á veikar forsendur fiskveiðiráðgjafarinnar, en það sama má segja um viðbrögð opinberra stofnana, s.s. Hafró og Hagfræðistofnunar sem svara með þögninni.
Þegar gagnrýni er ekki svarað er það venjulega annars vegar vegna þess að þeir aðilar sem hún beinist að eiga engin svör og reyna því með öllum ráðum að leynast en hins vegar getur verið að ráðamönnum þyki gagnrýnin svo fádæma vitlaus og ómerkileg að hún sé ekki svaraverð.
Smábátafélagið Reykjanes ályktaði í fyrradag að stofnstærðarmæling Hafró væri út úr öllu korti og rökstuddi þá ályktun ágætlega, s.s. með því að þorskstofninn hefði minnkað, vel að merkja samkvæmt mælingum, um 200 þúsund tonn á hálfu ári.
Ég tel rétt að sjómenn á Reykjanesi og landsmenn almennt velti fyrir sér hvers vegna þessari gagnrýni er ekki svarað. Er það vegna þess að Össur og Einar Kristinn treysta sér ekki í röksemdafærsluna þrátt fyrir fulltingi allra færustu sérfræðinga sem að sögn eru í fremstu röð í heiminum eða telja Sjálfstæðisflokkurinn og Samfylkingin þessa gagnrýni og þá aðila sem setja hana fram svo ómerkilega að hún sé ekki svaraverð?
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 20:22 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (12)
15.7.2007 | 15:40
Góðar greinar eftir formennina Guðjón og Guðna
Það var ánægjulegt að lesa Morgunblaðið í gær en á bls. 33 voru greinar eftir formenn Framsóknar- og Frjálslyndaflokksins. Guðjón Arnar Kristjánsson gerði vel og skilmerkilega grein fyrir miklum tæknilegum ágöllum togararallsins en niðurstöður þess eru forsenda stóradómsins sem ríkisstjórn Samfylkingar og Sjálfstæðisflokks hefur kveðið upp yfir þorskveiðum næsta árs.
Formaður Framsóknarflokksins skrifar tímamótagrein þar sem hann dregur í efa vísindalegar forsendur kvótakerfisins og bendir á þá staðreynd að hvergi í Atlantshafi hefur tekist að byggja upp fiskistofna með því að skera niður aflaheimildir. Tímamótagrein skrifa ég vegna þess að hingað til hafa formenn Framsóknarflokksins staðið dyggan vörð um kerfið þrátt fyrir efasemdarraddir almennra flokksmanna.
Nú verður fróðlegt að fylgjast með því hvort varaformaður Framsóknar Valgerður Sverrisdóttir taki undir efasemdir foramannsins um fiskveiðistjórn liðinna ára, en hún taldi einhvern tímann að smávægilegar breytingar á kvótakerfinu væru ómerkilegt föndur við hinar dreifðu byggðir.
Það væri óskandi að framsóknarmenn væru nú í þann mund að snúa við blaðinu í afstöðu sinni til kvótakerfisins sem hefur rústað sjávarbyggðunum og skilað æ færri þorskum á land.
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 15:49 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (9)
13.7.2007 | 22:25
Varaformður Samfylkingarinnar skammar Albaníu
Á dögum kaldastríðsins var til siðs að skamma Albaníu þegar það þótti nauðsynlegt að koma skilaboðunum alla leið til Kína.
Það er nokkuð ljóst á skrifum varaformanns Samfylkingarinnar að hann er mjög óánægður með stefnu ríkisstjórnarinnar í landbúnaðarmálum en honum er að verða ljóst að engu verður breytt í kvótakerfum landsmanna, hvorki til sjávar né sveita .
Í stað þess að beina orðum sínum beint til samherja sinna í ríkisstjórninni húðskammar hann Framsókn og VG en flokkarnir virðast vera komnir í það hlutverk sem Albanía gegndi á árum áður.
Ég get tekið undir íhaldssemi VG á mörgum sviðum en engu að síður er það mjög ósanngjarnt að varaformaðurinn láti skammir dynja á VG vegna landbúnaðarstefnu núverandi ríkisstjórnar. VG hefur aldrei setið í ríkisstjórn og ber því ekki nokkra ábyrgð á kvótakerfum til sjávar og sveita sem Samfylkingin ætlar sér nú að standa vörð um í nafni stöðugleika.
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 22:29 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
Bloggvinir
- Helga Þórðardóttir
- Gunnar Skúli Ármannsson
- Jens Guð
- Hallgrímur Guðmundsson
- Ásta Hafberg S.
- Jóhann Elíasson
- Aðalheiður Ámundadóttir
- Óskar Helgi Helgason
- Georg Eiður Arnarson
- Óskar Þorkelsson
- Jakob Falur Kristinsson
- Kolbrún Stefánsdóttir
- Baldvin Jónsson
- Jakobína Ingunn Ólafsdóttir
- Ragnheiður Ólafsdóttir
- Hallur Magnússon
- Sigurður Þórðarson
- Gunnlaugur B Ólafsson
- Guðrún María Óskarsdóttir.
- Katrín
- Þarfagreinir
- Samtök sjálfstæðra í sjávarútvegi
- Frjálslyndi flokkurinn í Eyjafirði
- Hallgrímur Óli Helgason
- Jón Kristjánsson
- Hrannar Björn Arnarsson
- Hlynur Þór Magnússon
- Jón Valur Jensson
- Gunnar Th. Gunnarsson
- Kjartan Eggertsson
- Halla Rut
- Ingólfur Þór Guðmundsson
- Grétar Pétur Geirsson
- Guðrún Þóra Hjaltadóttir
- J. Einar Valur Bjarnason Maack
- ragnar bergsson
- Bjarni Harðarson
- Rannveig Þorvaldsdóttir
- Sigurður Sigurðsson
- Eiríkur Guðmundsson
- Stefán Friðrik Stefánsson
- erlahlyns.blogspot.com
- Agný
- Guðjón Ólafsson
- Einar Ben
- Jón Aðalsteinn Jónsson
- Georg P Sveinbjörnsson
- Gunnar Freyr Hafsteinsson
- Ólafur Ragnarsson
- Guðrún Magnea Helgadóttir
- Ólafur Björn Ólafsson
- Halldór Jónsson
- Elvar Atli Konráðsson
- Kristján H Theódórsson
- Guðjón Sigþór Jensson
- Helgi Már Barðason
- Brynja Hlíf Þorsteinsdóttir
- Víðir Benediktsson
- Valgerður Sigurðardóttir
- Jens Sigurjónsson
- Vestfirðir
- Sigurður Ásbjörnsson
- Jón Magnússon
- Viðar Friðgeirsson
- Axel Jóhannes Yngvason
- Svava S. Steinars
- Guðsteinn Haukur Barkarson
- Quackmore
- Árni "Gamli" Einarsson
- Haukur Már Helgason
- Þóra Guðmundsdóttir
- Heiða Þórðar
- Steingrímur Ólafsson
- Vefritid
- Ársæll Níelsson
- S. Einar Sigurðsson
- Rannveig H
- Gísli Gíslason
- Bjarni Kjartansson
- Steingrímur Helgason
- Fiðrildi
- Baldur Fjölnisson
- Þorsteinn Ásgeirsson (Icerock)
- Linda Lea Bogadóttir
- Félag Ungra Frjálslyndra
- Hanna
- Sverrir Stormsker
- Ottó Marvin Gunnarsson
- gudni.is
- Einar Vignir Einarsson
- Hákon Unnar Seljan Jóhannsson
- Valgerður Halldórsdóttir
- Guðmundur Jónas Kristjánsson
- Sæþór Helgi Jensson
- Fríða Björk Einarsdóttir
- Jóhann Kristjánsson
- Oddur Helgi Halldórsson
- Guðrún Jóna Gunnarsdóttir
- María Harðardóttir og Þorsteinn Narfason
- Grétar Rögnvarsson
- Ragnar Þór Ingólfsson
- Róbert Guðmundur Schmidt
- Steinn Hafliðason
- Landssamband ungra frjálslyndra
- Bergþóra Árnadóttir - RIP 15.2.48 - 8.3.07
- Þórir Aðalsteinsson
- Vilborg Traustadóttir
- Arnþrúður Karlsdóttir
- Sævar Einarsson
- Ketilás
- Ómar Pétursson
- Eyþór Grétar Grétarsson
- FF
- Jón Þór Bjarnason
- Óskar Þ. G. Eiríksson
- Vilhjálmur Árnason
- Alexander Kristófer Gústafsson
- Róbert Tómasson
- Landvernd
- ThoR-E
- Haraldur Baldursson
- Sigurður Jón Hreinsson
- Eyþór Laxdal Arnalds
- busblog.is
- Sigríður Inga Sigurjónsdóttir
- Himmalingur
- Svanhildur Karlsdóttir
- Gísli Birgir Ómarsson
- Árni Árnason
- Grétar Mar Jónsson
- Perla
- Ingunn Guðnadóttir
- Irma Þöll
- Skattborgari
- Gulli litli
- Jón Snæbjörnsson
- Þráinn Jökull Elísson
- Sigríður Elfa Eyjólfsdóttir
- Mál 214
- Bullukolla
- kreppukallinn
- hreinsamviska
- Arinbjörn Kúld
- Orgar
- Guðjón Baldursson
- Gunnar Þór Gunnarsson
- Hörður B Hjartarson
- Gunnar Björn Björnsson
- Haraldur Hansson
- Þórólfur S. Finnsson
- Birna Steingrímsdóttir
- Gestur Guðjónsson
- Jónas Rafnar Ingason
- Stríða
- Götusmiðjan
- Brynja skordal
- Haraldur Bjarnason
- Guðmundur Óli Scheving
- Ásta
- Markús frá Djúpalæk
- Jörundur Garðarsson
- MIS
- Þorsteinn H. Gunnarsson
- Björn Júlíus Grímsson
- S Kristján Ingimarsson
- Bryndís Haraldsdóttir
- Þórður Björn Sigurðsson
- Magnús Kristjánsson
- Bergur Sigurðsson
- Guðrún Ólafía Brynleifsdóttir
- Hildur Helga Sigurðardóttir
- Ólafía Herborg Jóhannsdóttir
- Heimssýn
- Brosveitan - Pétur Reynisson
- Óskar Arnórsson
- Sigurbjörn Svavarsson
- Árni Davíðsson
- Lúðvík Lúðvíksson
- Árelíus Örn Þórðarson
- Friðrik Hansen Guðmundsson
- Jakob Þór Haraldsson
- Guðrún Katrín Árnadóttir
- Þorsteinn Valur Baldvinsson
- L.i.ú.
- Rafn Gíslason
- Vilhjálmur Sveinn Björnsson
- Samtök Fullveldissinna
- Vaktin
- Arnar Guðmundsson
- Lárus Baldursson
- Sveinn Elías Hansson
- Þórarinn Baldursson
- Kjartan Magnússon
- ÞJÓÐARHEIÐUR - SAMTÖK GEGN ICESAVE
- Berglind Steinsdóttir
- Bjarney Vigdís Ingimundardóttir
- BJÖRK
- Björn Emilsson
- Dagný
- Dominus Sanctus.
- Friðgeir Sveinsson
- Guðmundur Ásgeirsson
- Guðmundur Pálsson
- Helgi Þór Gunnarsson
- Högni Snær Hauksson
- Inga Sæland Ástvaldsdóttir
- Jón Þórhallsson
- Kristján P. Gudmundsson
- Ómar Bjarki Smárason
- Ragnar Stefán Rögnvaldsson
- Rósa Aðalsteinsdóttir
- Samstaða þjóðar
- Sigurður Ingólfsson
- Stefán Júlíusson
- Sumarliði Einar Daðason
- Sveinn Björnsson
- Tryggvi Gunnar Hansen
- Úrsúla Jünemann
- Valdimar H Jóhannesson
Tenglar
Mínir tenglar
- Losnað við pestina Þetta hefur reynst mér vel við að losna við allar pestir þá 5 mánuði sem ég hef reynt immiflexið
- Ginseng Hér fæ ég kraftinn
- Frjálslyndi flokkurinn Vill breyta kvótakerfinu
- Ungmennasamband Skagafjarðar Ég er formaður
- Hér kaupi ég tölvudótið Ódýrt og gott
Sjávarútvegsmál
- Hafró Stofnunin þar sem ákveðið er hversu mikið má veiða
- Landssamband íslenskra útvegsmanna LÍÚ
- Landssamband smábátaeigenda LS
- Jörgen Niclasen Formaður Fólkaflokksins í Færeyjum
- Helgi Áss Grétarsson Sérfræðingur í HÍ á vegum LÍÚ
Fréttamiðlar
- Al Jazeera Gefur Bandaríkjamönnum engin grið
- BBC BBC
- Börsen Dönsk fjármálasíða
- Seðlabankinn Musteri Davíðs
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.1.): 7
- Sl. sólarhring: 10
- Sl. viku: 75
- Frá upphafi: 1019344
Annað
- Innlit í dag: 7
- Innlit sl. viku: 66
- Gestir í dag: 7
- IP-tölur í dag: 7
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Myndaalbúm
Eldri færslur
- Janúar 2025
- Desember 2024
- Nóvember 2024
- Október 2024
- September 2024
- Ágúst 2024
- Júlí 2024
- Júní 2024
- Maí 2024
- Apríl 2024
- Mars 2024
- Janúar 2024
- Apríl 2023
- Október 2022
- Október 2021
- Febrúar 2021
- Janúar 2021
- Janúar 2019
- Apríl 2018
- Desember 2017
- Október 2016
- Ágúst 2016
- Janúar 2016
- Nóvember 2015
- Nóvember 2014
- Apríl 2013
- Mars 2013
- Febrúar 2013
- Desember 2012
- Ágúst 2012
- Júlí 2012
- Júní 2012
- Maí 2012
- Apríl 2012
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- Október 2011
- Ágúst 2011
- Júlí 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007