Leita í fréttum mbl.is

Varaformður Samfylkingarinnar skammar Albaníu

Á dögum kaldastríðsins var til siðs að skamma Albaníu þegar það þótti nauðsynlegt að koma skilaboðunum alla leið til Kína.

Það er nokkuð ljóst á skrifum varaformanns Samfylkingarinnar að hann er mjög óánægður með stefnu ríkisstjórnarinnar í landbúnaðarmálum en honum er að verða ljóst að engu verður breytt í kvótakerfum landsmanna, hvorki til sjávar né sveita . 

Í stað þess að beina orðum sínum beint til samherja sinna í ríkisstjórninni húðskammar hann Framsókn og VG en flokkarnir virðast vera komnir í það hlutverk sem Albanía gegndi á árum áður. 

Ég get tekið undir íhaldssemi VG á mörgum sviðum en engu að síður er það mjög ósanngjarnt að varaformaðurinn láti  skammir dynja á VG vegna landbúnaðarstefnu núverandi ríkisstjórnar.  VG hefur aldrei setið í ríkisstjórn og ber því ekki nokkra ábyrgð á kvótakerfum til sjávar og sveita sem Samfylkingin ætlar sér nú að standa vörð um í nafni stöðugleika.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jóhann Elíasson

Mér finnst Samfylkingin heldur betur hafa misst niður um sig. í ríkisstjórnarsamstarfinu við Sjálfstæðisflokkinn, ekki síst hefur Ingibjörg Sólrún Gísladóttir étið ofan í sig öll stóru orðin sem hún viðhafði í kosningabaráttunni og það er víst að margir kjósendur Samfylkingarinnar hafa orðið fyrir miklum vonbrigðum.  Það að varaformaður Samfylkingarinnar leiti að öðrum aðila til að vera "blóraböggull" segir meira um hann en þann aðila sem hann beinir spjótum sínum að.

Jóhann Elíasson, 13.7.2007 kl. 23:37

2 Smámynd: Gunnar Skúli Ármannsson

Varaformanninum er spurn hverjir græða á þessu kerfi. Hann veit þó að það eru hvorki neytendur né bændur. Hann nefnir ekki þá á nafn sem græða. Svo kennir hann VG um allt saman.

Hvar er ég? Þvílíkt rugl.

Tifinning mín er sú að Samfylkingin sé að vakna upp við vondan draum. Nú vita þeir ekki vel hvar þeir standa í samflotinu með Sjálfstæðisflokknum. Þetta eru nú allt atvinnumenn þannig að þeir verða ekki í vandræðum með að kokgleypa afganginn af stoltinu. 

Gunnar Skúli Ármannsson, 14.7.2007 kl. 20:38

3 Smámynd: Georg Eiður Arnarson

Klukk á þig.

Georg Eiður Arnarson, 15.7.2007 kl. 00:14

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband