Bloggfærslur mánaðarins, júlí 2007
13.7.2007 | 00:52
12. júlí - Göngudagurinn mikli að kvöldi kominn
Eitt það jákvæðasta sem Tony Blair vann að í stjórnartíð sinni var að stuðla að því að sætta stríðandi fylkingar á Norður-Írlandi. Ég hef fylgst með öðru auganu með norður-írskum stjórnmálum í gegnum árin eða allt frá því að ég vann sumarlangt á rannsóknarstofu í Belfast við að mæla veirusmit í kartöflugrösum.
Norður-írsk stjórnmál eru engu lík þar sem trúarbrögð og öfgar skipta gríðarlega miklu máli. Eldklerkurinn Ian Paisley og slunginn talsmaður stjórnmálaarms hryðjuverkasamtakanna IRA, Gerry Adams, hafa leikið stórt hlutverk á sviði stjórnmálanna um áratuga skeið og nú virðist sem þessi öfl séu að slíðra sverðin.
Það hefur þurft mikið pólitískt þor til þess að stíga skref til sátta og friðar og hafa sumir, s.s. friðarverðlaunahafi Nóbels David Trimble, þurft að færa pólitískar fórnir fyrir gæfuspor til sátta. Öfgasamtök og stjórnmálaöfl eru ráðandi í fréttum en það hafa einnig verið starfandi hófsamiri samtök sem hafa beitt sér mjög fyrir friði, t.d. stjórnmálaflið Alliance Party sem hefur beinlínis beitt sér fyrir sáttum og blöndun samfélaga kaþólskra og mótmælenda. Ég er ekki frá því að flokkurinn hafi haft talsverð áhrif í að koma á skynsamlegri umræðu þó að hann hafi fengið mikið kjörfylgi.
Tólfti júlí er hátíðisdagur mótmælenda þar sem þeir halda uppi á sigur á kaþólskum hersveitum fyrir liðlega 300 árum. Það er Appelsínugulareglan sem stendur fyrir göngum á Norður-Írlandi en göngumenn koma víðar að. Reglan kynnir sig sem menningarsamtök sem standa vörð um gömul og góð bresk gildi. Kaþólikkar líta margir hverjir þessar göngur hornauga og þykir sem að tilgangur þeirra sé öðrum þræði að storka og viðhalda fornum deilum. Sérstaklega á það við þegar gengið er um hverfi kaþólskra.
Tólfti júlí er hápunktur í göngutíðinni og er oft á tíðum spennuþrunginn þar sem talsverð hætta er á að það slái í brýnu á milli fylkinga og sjóði upp úr þegar á líður kvöld.
Ég vona svo sannarlega að kvöldið og nóttin verði friðsöm þar sem nú ætti vissulega að vera lag til þess að komast frá deilum og hjaðningavígum fortíðar.
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 07:22 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
11.7.2007 | 14:40
Hafa álverin hverfandi áhrif á efnahag Íslands?
Hafa álverin hverfandi áhrif á efnahag Íslands? Ég tel að það leiki mikill vafi á því að ef að mark má taka af hagfræðingum sem að Viðskiptablaðið setti sig í samband við til þess að fá fra álit þeirra á því hvernig niðurskurður á aflaheimildum muni koma niður á þjóðarskútunni. Í kostuglegri fréttaskýringu Viðskiptablaðsins er nánast fullyrt að áhrif sjávarútvegsins á efnahag þjóðarinnar sé hverfandi!
Hagfræðingarnir sem líklega eru starfandi á hinum ýmsu greiningadeildum telja að svo sé, þrátt fyrir að sjávarútvegurinn standi undir meira en helmingi af vöruútflutningi landsmanna. Það er gert með því að greina frá því hversu hátt hlutfall sjávarútvegurinn er af allri veltu í landinu þ.e. landsframleiðslunni. Vegna vanhugsaðara og óþarfra sekerðingar ríkisstjórnarinnar á aflaheimildum fer hlutfall sjávarútvegsins niður fyrir 10% af landsframleiðslunni.
Með því að setja hlutina í þetta samhengi og nota svipaða röksemdafærslu má fullyrða að álframleiðsla landsmanna sem stendur undir helmingi minni útflutningsverðmætum en fiskurinn skipti nánast engu máli, sérstaklega ef litið er til þess að það þarf að flytja inn verðmæti s.s. súrál til þess að geta framleitt álið góða.
Í áðurnefndri "fréttaskýringu" er það rakið skilmerkilega að sjávarútvegurinn eigi mikla sök á helstu efnahagskreppum sem landsmenn fóru í gegnum á 20. öld og þess vegna væri vel að hann væri hverfandi þar sem þá væri þjóðin að mestu laus við þetta vandræðabarn sitt.
Þessi skrif í Viðskiptablaðinu eru ef til vill lýsandi fyrir þá vitleysis umræðu sem fram fer um sjávarútvegsmál s.s. þegar ráðherra telur það æðislega gott fyrir orðspor Íslendinga að geta ekki veitt og selt vegna meintrar ofveiði liðinna ára. Sumir reyna að leynast þegar talið berst að sjávarútvegi s.s. Dr. Össur Skarphéðinsson ráðherra byggðamála sem ræðst að sjávarbyggðunum með gerræðislegum aðgerðum ríkisstjórnarinnar en svarar með þögn þegar hann er spurður nánar málefnalegra spurninga um veikan grundvöll ákvörðunar ríkisstjórnarinnar.
10.7.2007 | 10:09
Það varð lækkun en ekki hækkun á föstu verðlagi
Fréttin er því miður ekki jafn jákvæð og fyrirsögnin gefur til kynna þar sem á bls. 2 í riti Hagstofunnar segir: Aflaverðmæti ársins 2006 á föstu verðlagi er 10,3 milljörðum króna lægra en aflaverðmæti ársins 2005 eða 11,9%."
Þessi raunlækkun stangast algerlega á við þróun kvótaverðs sem einhverra hluta vegna snarhækkaði á sama tíma. Það verður fróðlegt að fylgjst með hvernig verðlag á aflaheimildum mun þróast nú á næstu vikum þegar stjórnvöld hafa boðað að niðurskurðurinn á aflaheimildum mun vara næstu árin til þess að fá mögulega meiri afla 2018.
Aflaverðmæti á síðasta ári var 76 milljarðar króna | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 12:52 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
9.7.2007 | 18:39
Hin máttuga Byggðastofnun mun bæta bölið
Samfylkingin og Sjálfstæðisflokkur eru í stökustu vandræðum með að útskýra hvernig mótvægisaðgerðir muni bæta fólki í sjávarbyggðunum það tjón sem þær verða fyrir vegna ákvörðunar ríkisstjórnarinnar um umtalsverða minnkun á þorskafla. Í raun er ekkert handfast í tillögunum nema að það eigi að afleggja veiðigjald á þorskveiðar. Annað er ekki að finna í tillögunum nema gamla froðusnakkið sem Sjálfstæðisflokkurinn hefur flutt á liðnum árum.
Eini munurinn er að nú tekur Samfylkingin heilshugar undir sömu tillögur og hún gagnrýndi áður en hún settist í ríkisstjórn.
Til að bæta úr þessu hafa stjórnarliðar boðað að Byggðastofnun muni bæta það böl sem aflasamdrátturinn mun augljóslega valda. Í umræðum um þátt Byggðastofnunar hef ég ekki orðið var við að nokkur hafi enn sem komið er velt því fyrir sér hvort Byggðastofnun sé þess umkomin. Ég get ómögulega séð að svo sé þar sem rekstur stofnunarinnar er mjög viðkvæmur. Á árinu 2006 var rekstur Byggðastofnunar í járnum en hafði engu að síður batnað mjög frá fyrri árum. Batinn hefur verið skýrður m.a. með því að útlánatöp voru minni á síðasta ári en áður.
Talsverðar líkur eru til þess að boðaður samdráttur í aflaheimildum auki á greiðsluvanda fyrirtækja og komi að lokum niður á fjárhagslegri afkomu og bolmagni Byggðastofnunar. Við núverandi aðstæður er því beinlínis fáránlegt að ætla að Byggastofnun verði mjög stór liður í því að bregðast við vanda sem upp kemur vegna niðurskurðarins þar sem hann mun einnig koma niður á stofnuninni.
Ákvörðun ríkisstjórnar Samfylkingar og Sjálfstæðisflokks um niðurskurð á aflaheimildum er algerlega óábyrg þar sem líffræðilegar forsendur hennar eru vægst sagt mjög hæpnar. Ráðamenn, forstjóri Hafró og sérfræðingar innan stofnunarinnar sem komu að ráðgjöfinni hafa reynt að skjóta sér undan því að svara málefnalega rökstuddri gagnrýni.
Það væri vert að fjölmiðlar veltu því upp hvað það voru margir sérfræðingar innan Hafró sem komu beint að ráðgjöfinni um 130 þús. tonna þorskkvóta og hvort algjör samstaða hafi verið um hana.
Ég vil minna á að öll þessi fórn er gerð til þess að fá mögulega meiri afla árið 2018! Er ekki orðið tímabært að setja spurningarmerki við þessa spá um framtíðina þar sem sömu fræðingar ofmeta hvað eftir annað að eigin sögn fiskistofna fortíðarinnar.
8.7.2007 | 20:47
„Óhlutdrægur“ endurskoðandi í fiskveiðiráðgjöf
Ég rakti í færslu nýlega að gríðarlegur niðurskurður Hafró væri einungis fyrsta vers sem yrði örugglega til þess að niðurskurður yrði til langs tíma enn meiri á aflaheimildum. Aflamark næsta árs er 30% þess sem veiddist við Íslandsstrendur áður en uppbyggingarstarfið hófst og þá stýring veiðanna.
Í Norðursjónum (Skotlandi) er uppbyggingarstarfið komið enn lengra á veg og þar er aflinn einungis um tíundi hluti þess sem var áður en meint uppbyggingarstarf í Norðursjónum hófst.
Þá eru allar líkur til að niðurskurðurinn verði enn meiri við Íslandsstrendur á næstu árum ef þessar kenningar - sem hvergi í heiminum hafa skilað árangri - eiga að halda áfram að ráða för.
Í kvöldfréttum RÚV kom fram að Guðrún Marteinsdóttir prófessor, fyrrum starfsmaður Hafró, telur að núverandi samdráttur í aflaheimildum muni halda áfram á næstu árum til þess að tryggja uppbyggingu þorskstofnsins.
Það sem mér þótti nöturlegast við þessa frétt var að umræddur prófessor á að stýra endurskoðun á núverandi stefnu stjórnvalda í fiskveiðiráðgjöf. Og það sem er grátbroslegast við þetta er að niðurskurðurinn byggir á þeirri kenningu að stór hrygningarstofn skili mikilli nýliðun, en það hefur ekki verið hægt að sýna fram á jákvætt samband þar um. Það virðist miklu frekar neikvætt ef eitthvað er.
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 21:10 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
6.7.2007 | 16:23
Bullukollar - VG voru fylgjandi ráðgjöfinni 12. júní sl.
Ég verð a að segja eins og er að ég á mjög bágt með að skilja málflutning VG en þann 12 júní sl. sendi þingflokkur VG frá sér yfirlýsingu þar sem sagði að það ætti að fylgja ráðgjöf Hafró í einu og öllu en það er einmitt það sem sjávar- og landbúnaðarráðherra hefur gert varðandi ákvörðun þorskkvóta næsta árs.
Nú hefur VG miklar efasemdir um þá ákvörðun sem þeir þó studdu. Í sjálfu sér er það er jákvætt að flokkar geti tekið nýja stefnu en ég veit eiginlega ekki hvaða stefnu flokkurinn hefur tekið þar sem má lesa á milli línanna að VG vilji veiða enn minna en ráðherra hefur boðað en þó jafnvel meira.
Það sem mér þótti þó fróðlegt í þessari yfirlýsingu VG sem ég hef sannast sagna aldrei heyrt áður en það eru fullyrðingin um að viðgerðir á húsum og vegum gagnist ekki konum!
VG: Kvótakerfið gjaldþrota | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 16:28 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (7)
5.7.2007 | 11:32
Séra Lárus sagði grand en ekki pass líkt og séra Karl
Mér bárust athugasemdir frá skagfirskum lesanda bloggsins sem kannaðist ekki við að séra Lárus á Miklabæ hefði sagt pass, heldur á hann að hafa sagt grand þegar hann var spurður hvað hann segði við frekar óheppilegar aðstæður.
Viðbrögð séra Lárusar voru því öllu sköruglegri en varaformanns sjávarútvegs- og landbúnaðarnefndar sem segir pass þegar hann er spurður málefnalegra spurninga er varða ráðgjöf Hafró sem Samfylking og Sjálfstæðisflokkur trúa á í blindni.
Í svari við athugasemd Jóns Vals Jenssonar við færslu um að stjórnvöld hunsi einhverra hluta vegna að fara í gegnum rök þeirra sem efast um að ráðgjöf Hafró sé byggð á traustum grunni vitna ég í að séra Lárus hafi sagt pass - en auðvitað er það ekki rétt þar sem sagan segir að hann hafi sagt hátt og snjallt grand í stólræðu.
4.7.2007 | 11:19
Konur bættar um þorsk
Umræðan um þorskkvóta næsta árs hefur farið út um víðan völl. Fáránlegustu tillögurnar hafa komið úr Háskóla Íslands en Hagfræðistofnun þeirrar stofnunar lagði til að þorskveiðum yrði hætt í nokkur ár til að fá meira seinna. Við sem höfum fylgst með ráðgjöf umliðinna ára vitum að þetta seinna hefur enn ekki komið heldur aðeins meiri niðurskurður. Og varla annars að vænta þegar töfraorðinu seinna er kastað inn í umræðuna.
Nú keppast stjórnarflokkarnir Sjálfstæðisflokkur og Samfylking við að boða mótvægisaðgerðir til að aðstoða byggðir sem munu fara illa út úr niðurskurðinum sem á auðvitað þegar fram í sækir að skila þrisvar sinnum meiri afla.
Samfylkingin boðar tillögur sem fela í sér að fiskveiðiheimildum sem ætlaðar eru byggðarlögum sem standa höllum fæti verði ráðstafað til hæstbjóðenda og fjármunum sem fáist úr þeirri sölu verði síðan ráðstafað til að aðstoða sömu sveitarfélög. Nú berast þær fréttir frá ríkisstjórninni að þessi vinna sé svo langt komin að það sé verið að vinna tillögur til þess að skipta fjármununum jafnt niður á karl- og kvenkynsþorpsbúa.
Það á að bæta konur um nokkra þorska.
Eflaust væri þetta allt gott og blessað ef það væri búið að ígrunda forsendur niðurskurðarins en svo er alls ekki enda hafa stjórnvöld enn ekki rætt við þá sem hafa lagt fram vel rökstudda gagnýni á veiðiráðgjöfina, hvað þá haft fyrir því að fara yfir hana. Jón Kristjánsson fiskifræðingur lagði t.d. fram gögn sem enginn hefur hrakið, gögn sem sýna að stór hrygningarstofn sé langt í frá að vera ávísun á nýliðun - samt er haldið áfram og boðaðar sérstakar mótvægisaðgerðir fyrir konur.
Miklu nær væri að auka frelsi í handfæra- og línuveiðum, nota gjöful fiskimið þar sem þau eru og leyfa t.d. íbúum að veiða innan 4 mílnanna. Skaðinn væri enginn fyrir heildarhagsmuni, en ávinningurinn fyrir íbúa sjávarbyggðanna mikill. Sem sagt hagur allra, íbúa til sjávar, sveita og þéttra byggða, kvenna sem karla.
Margir þingmenn stjórnarflokkanna eru ekki óvanir að ræða miklu flóknari hluti en uppbyggingu fiskistofnanna og þeim ætti því ekki að verða skotaskuld úr því að rökstyðja forsendur veiðiráðgjafar Hafró. Ég vísa þá m.a. til þess að margir eiga það til að setja á langar (og lærðar?) ræður um áhrif koltvísýrings á hlýnun jarðar.
Það hlýtur að mega gera þær kröfur til kjörinna fulltrúa að þeir fari á gagnrýninn hátt yfir forsendur ákvarðana sem hafa gríðarleg áhrif á hag þjóðarinnar.
3.7.2007 | 11:37
Ekki enn rætt við gagnrýnendur "uppbyggingarstarfsins"
Það er skynsamlegt að fresta þessari ákvörðun um þorskkvóta næsta árs enda er fátt sem rekur á eftir henni.
Það trúir því hver sem vill að ekki ríki gríðarlegur ágreiningur um málið innan ríkisstjórnarinnar, þar sem Morgunblaðið greinir frá hörðum umræðum um málið í þingflokki Sjálfstæðismanna í gærkvöldi.
Einar Kristinn segist ætla að nota tímann til þess að ræða við hagsmunaaðila. Hvernig væri nú að ráðherra splæsti einum degi í að yfir málefnalega gagnrýni Jóns Kristjánssonar fiskifræðings sem sýndi nýlega línurit á Stöð 2 þar sem að sýnt var fram á að það mætti alls ekki vænta meiri nýliðunar þó svo að hrygingarstofn væri stór. Með öðrum orðum var sýnt fram á að forsenda uppbyggingarstarfsins á þorsstofninum væri ekki fyrir hendi.
Auðvitað ætti ráðherra einnig að gefa sér tíma til að fara í gegnum rök Kristins Péturssonar ofl. um að ekki sé rétt að náttúrulegur dauði geti verið fasti og að það endalausa endurmat á stærð þorsksstofnsins aftur í tímann megi ef til vill skýra með því að náttúrulegur dauði hafi aukist umfram það sem Hafró gerir ráð fyrir í sínum forsendum.
Ákvörðun um kvóta ekki tekin strax | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
1.7.2007 | 22:54
Kvótinn var skiptimynt í stjórnarmyndunarviðræðum S og D
Ég hef ítrekað reynt að spyrja talsmenn Samfylkingarinnar í sjávarútvegsmálum, þá Össur Skarphéðinsson og Karl Matthíasson, út í skrif og afstöðu þeirra til skýrslna Hafró og Hagfræðistofnunar og jafnframt þá til kvótakerfisins. Þeir hafa ekki enn séð ástæðu til að svara málefnalegum spurningum en það gladdi mig óneitanlega að Karl Matthíasson, varaformaður sjávarútvegs- og landbúnaðarnefndar, sá ástæðu til að bregðast við skrifum mínum. Það hafði nefnilega verið gefið í skyn af samfylkingarfólki hér á síðunni að þingmenn Samfylkingarinnar væru merkilegri en svo að þeir ættu í skoðanaskiptum við almúgann. Auðvitað geta kjörnir fulltrúar ekki hlaupið eftir tittlingaskít og svarað öllum spurningum, en þegar um er að ræða spurningar sem varða grundvallarmál eins og jafnræði er ekki til of mikils mælst að þeir svari fyrr eða síðar. Samfylkingin gefur sig út fyrir að vera jafnaðarmannaflokk og kvótakerfið elur á ójafnrétti þannig að það er vandfundið mál sem ætti að brenna heitar á jafnaðarmönnum.
Það er vissulega miður að hvorki Karl né Össur hafi enn sem komið er svarað efnislega spurningum mínum en samt sem áður koma fram mjög merkilegar upplýsingar í skrifum Karls Matthíassonar.
Í fyrsta lagi kemur fram að óbreytt fiskveiðistefna sé Samfylkingunni þvert um geð en um það hafi engu að síður verið samið við Sjálfstæðisflokkinn og þá að Samfylkingin hafi fengið eitthvað gott í staðinn.
Í öðru lagi kemur fram að Karli Matthíassyni þyki þetta mjög erfitt mál enda hafi þetta gert hann að ómerkingi orða sinna í kosningabaráttunni þegar hann lofaði fólkinu í sjávarbyggðunum breytingum á þessu óréttláta kerfi sem - eins og hann lýsti því - hefur rústað sjávarbyggðunum.
Bloggvinir
- Helga Þórðardóttir
- Gunnar Skúli Ármannsson
- Jens Guð
- Hallgrímur Guðmundsson
- Ásta Hafberg S.
- Jóhann Elíasson
- Aðalheiður Ámundadóttir
- Óskar Helgi Helgason
- Georg Eiður Arnarson
- Óskar Þorkelsson
- Jakob Falur Kristinsson
- Kolbrún Stefánsdóttir
- Baldvin Jónsson
- Jakobína Ingunn Ólafsdóttir
- Ragnheiður Ólafsdóttir
- Hallur Magnússon
- Sigurður Þórðarson
- Gunnlaugur B Ólafsson
- Guðrún María Óskarsdóttir.
- Katrín
- Þarfagreinir
- Samtök sjálfstæðra í sjávarútvegi
- Frjálslyndi flokkurinn í Eyjafirði
- Hallgrímur Óli Helgason
- Jón Kristjánsson
- Hrannar Björn Arnarsson
- Hlynur Þór Magnússon
- Jón Valur Jensson
- Gunnar Th. Gunnarsson
- Kjartan Eggertsson
- Halla Rut
- Ingólfur Þór Guðmundsson
- Grétar Pétur Geirsson
- Guðrún Þóra Hjaltadóttir
- J. Einar Valur Bjarnason Maack
- ragnar bergsson
- Bjarni Harðarson
- Rannveig Þorvaldsdóttir
- Sigurður Sigurðsson
- Eiríkur Guðmundsson
- Stefán Friðrik Stefánsson
- erlahlyns.blogspot.com
- Agný
- Guðjón Ólafsson
- Einar Ben
- Jón Aðalsteinn Jónsson
- Georg P Sveinbjörnsson
- Gunnar Freyr Hafsteinsson
- Ólafur Ragnarsson
- Guðrún Magnea Helgadóttir
- Ólafur Björn Ólafsson
- Halldór Jónsson
- Elvar Atli Konráðsson
- Kristján H Theódórsson
- Guðjón Sigþór Jensson
- Helgi Már Barðason
- Brynja Hlíf Þorsteinsdóttir
- Víðir Benediktsson
- Valgerður Sigurðardóttir
- Jens Sigurjónsson
- Vestfirðir
- Sigurður Ásbjörnsson
- Jón Magnússon
- Viðar Friðgeirsson
- Axel Jóhannes Yngvason
- Svava S. Steinars
- Guðsteinn Haukur Barkarson
- Quackmore
- Árni "Gamli" Einarsson
- Haukur Már Helgason
- Þóra Guðmundsdóttir
- Heiða Þórðar
- Steingrímur Ólafsson
- Vefritid
- Ársæll Níelsson
- S. Einar Sigurðsson
- Rannveig H
- Gísli Gíslason
- Bjarni Kjartansson
- Steingrímur Helgason
- Fiðrildi
- Baldur Fjölnisson
- Þorsteinn Ásgeirsson (Icerock)
- Linda Lea Bogadóttir
- Félag Ungra Frjálslyndra
- Hanna
- Sverrir Stormsker
- Ottó Marvin Gunnarsson
- gudni.is
- Einar Vignir Einarsson
- Hákon Unnar Seljan Jóhannsson
- Valgerður Halldórsdóttir
- Guðmundur Jónas Kristjánsson
- Sæþór Helgi Jensson
- Fríða Björk Einarsdóttir
- Jóhann Kristjánsson
- Oddur Helgi Halldórsson
- Guðrún Jóna Gunnarsdóttir
- María Harðardóttir og Þorsteinn Narfason
- Grétar Rögnvarsson
- Ragnar Þór Ingólfsson
- Róbert Guðmundur Schmidt
- Steinn Hafliðason
- Landssamband ungra frjálslyndra
- Bergþóra Árnadóttir - RIP 15.2.48 - 8.3.07
- Þórir Aðalsteinsson
- Vilborg Traustadóttir
- Arnþrúður Karlsdóttir
- Sævar Einarsson
- Ketilás
- Ómar Pétursson
- Eyþór Grétar Grétarsson
- FF
- Jón Þór Bjarnason
- Óskar Þ. G. Eiríksson
- Vilhjálmur Árnason
- Alexander Kristófer Gústafsson
- Róbert Tómasson
- Landvernd
- ThoR-E
- Haraldur Baldursson
- Sigurður Jón Hreinsson
- Eyþór Laxdal Arnalds
- busblog.is
- Sigríður Inga Sigurjónsdóttir
- Himmalingur
- Svanhildur Karlsdóttir
- Gísli Birgir Ómarsson
- Árni Árnason
- Grétar Mar Jónsson
- Perla
- Ingunn Guðnadóttir
- Irma Þöll
- Skattborgari
- Gulli litli
- Jón Snæbjörnsson
- Þráinn Jökull Elísson
- Sigríður Elfa Eyjólfsdóttir
- Mál 214
- Bullukolla
- kreppukallinn
- hreinsamviska
- Arinbjörn Kúld
- Orgar
- Guðjón Baldursson
- Gunnar Þór Gunnarsson
- Hörður B Hjartarson
- Gunnar Björn Björnsson
- Haraldur Hansson
- Þórólfur S. Finnsson
- Birna Steingrímsdóttir
- Gestur Guðjónsson
- Jónas Rafnar Ingason
- Stríða
- Götusmiðjan
- Brynja skordal
- Haraldur Bjarnason
- Guðmundur Óli Scheving
- Ásta
- Markús frá Djúpalæk
- Jörundur Garðarsson
- MIS
- Þorsteinn H. Gunnarsson
- Björn Júlíus Grímsson
- S Kristján Ingimarsson
- Bryndís Haraldsdóttir
- Þórður Björn Sigurðsson
- Magnús Kristjánsson
- Bergur Sigurðsson
- Guðrún Ólafía Brynleifsdóttir
- Hildur Helga Sigurðardóttir
- Ólafía Herborg Jóhannsdóttir
- Heimssýn
- Brosveitan - Pétur Reynisson
- Óskar Arnórsson
- Sigurbjörn Svavarsson
- Árni Davíðsson
- Lúðvík Lúðvíksson
- Árelíus Örn Þórðarson
- Friðrik Hansen Guðmundsson
- Jakob Þór Haraldsson
- Guðrún Katrín Árnadóttir
- Þorsteinn Valur Baldvinsson
- L.i.ú.
- Rafn Gíslason
- Vilhjálmur Sveinn Björnsson
- Samtök Fullveldissinna
- Vaktin
- Arnar Guðmundsson
- Lárus Baldursson
- Sveinn Elías Hansson
- Þórarinn Baldursson
- Kjartan Magnússon
- ÞJÓÐARHEIÐUR - SAMTÖK GEGN ICESAVE
- Berglind Steinsdóttir
- Bjarney Vigdís Ingimundardóttir
- BJÖRK
- Björn Emilsson
- Dagný
- Dominus Sanctus.
- Friðgeir Sveinsson
- Guðmundur Ásgeirsson
- Guðmundur Pálsson
- Helgi Þór Gunnarsson
- Högni Snær Hauksson
- Inga Sæland Ástvaldsdóttir
- Jón Þórhallsson
- Kristján P. Gudmundsson
- Ómar Bjarki Smárason
- Ragnar Stefán Rögnvaldsson
- Rósa Aðalsteinsdóttir
- Samstaða þjóðar
- Sigurður Ingólfsson
- Stefán Júlíusson
- Sumarliði Einar Daðason
- Sveinn Björnsson
- Tryggvi Gunnar Hansen
- Úrsúla Jünemann
- Valdimar H Jóhannesson
Tenglar
Mínir tenglar
- Losnað við pestina Þetta hefur reynst mér vel við að losna við allar pestir þá 5 mánuði sem ég hef reynt immiflexið
- Ginseng Hér fæ ég kraftinn
- Frjálslyndi flokkurinn Vill breyta kvótakerfinu
- Ungmennasamband Skagafjarðar Ég er formaður
- Hér kaupi ég tölvudótið Ódýrt og gott
Sjávarútvegsmál
- Hafró Stofnunin þar sem ákveðið er hversu mikið má veiða
- Landssamband íslenskra útvegsmanna LÍÚ
- Landssamband smábátaeigenda LS
- Jörgen Niclasen Formaður Fólkaflokksins í Færeyjum
- Helgi Áss Grétarsson Sérfræðingur í HÍ á vegum LÍÚ
Fréttamiðlar
- Al Jazeera Gefur Bandaríkjamönnum engin grið
- BBC BBC
- Börsen Dönsk fjármálasíða
- Seðlabankinn Musteri Davíðs
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 1
- Sl. sólarhring: 3
- Sl. viku: 109
- Frá upphafi: 1013224
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 61
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Myndaalbúm
Eldri færslur
- Nóvember 2024
- Október 2024
- September 2024
- Ágúst 2024
- Júlí 2024
- Júní 2024
- Maí 2024
- Apríl 2024
- Mars 2024
- Janúar 2024
- Apríl 2023
- Október 2022
- Október 2021
- Febrúar 2021
- Janúar 2021
- Janúar 2019
- Apríl 2018
- Desember 2017
- Október 2016
- Ágúst 2016
- Janúar 2016
- Nóvember 2015
- Nóvember 2014
- Apríl 2013
- Mars 2013
- Febrúar 2013
- Desember 2012
- Ágúst 2012
- Júlí 2012
- Júní 2012
- Maí 2012
- Apríl 2012
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- Október 2011
- Ágúst 2011
- Júlí 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007