Leita í fréttum mbl.is

Krónan titrar

Gengi íslensku krónunnar hefur lækkað nokkuð skart nú síðustu daga.  Dæmin sanna að slíkir gengiskippir þurfa ekki endilega að leiða til mikils falls heldur getur gengið styrkst á ný líkt og gerðist fyrr í sumar. 

Það þrengist þó óhjákvæmilega að krónunni þar sem genginu er haldið uppi með háum vöxtum sem hvetja til innstreymis á erlendu lánsfé.  Það er vandséð að það sé hægt að skrúfa vextina hærra upp og það hljóta einnig að vera einhver mörk á því hvað hægt er að skuldsetja skútuna.

Það er mjög vandasamt að stunda viðskipti í þessum stöðuga gengisskjálfta með tilheyrand sigum og gosum.  Íslenskir bankar eru að vonum orðnir mjög hæfir í ráðgjöf sem felur í sér að minnka gengisáhættu fyrirtækja og hefur byggst upp sérþekking sem er orðin útflutningsvara.


mbl.is Úrvalsvísitalan heldur áfram að lækka
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jóhann Elíasson

Hagvöxturinn hér á landi um þessar mundir er keyrður áfram af einkaneyslu, sem aftur er keyrð áfram af erlendum lánum.  Genginu er viðhaldið háu með hávaxtastefnu Seðlabankans, en þessar ráðstafanir eru viðhafðar til þess að halda verðbólgu innan "marka", sem ríkisstjórnin setur.  En þá kemur spurningin:  HVORT ER MIKILVÆGARA AÐ SEÐLABANKINN HALDI VERÐBÓLGUMARKMIÐUM SÍNUM EÐA AÐ HALDA ÚTFLUTNINGSATVINNUVEGUNUM GANGANDI?  Er Seðlabankinn ríki í ríkinu og lýtur hann engri stjórn?

Jóhann Elíasson, 27.7.2007 kl. 14:19

2 Smámynd: Baldur Fjölnisson

Hávextir seðlabankans hreinlega fóðra verðbólguna þar sem þeir spenna upp aðra vexti td. yfirdráttarvexti fyrirtækja sem velta þeim kostnaði eins og öðrum út í verðlagið. Skiljanlega eru því 3-4 ár síðan bankanum tókst síðast að ná draumórakenndum verðbólgumarkmiðum sínum.

Við höfum flutt inn verðhjöðnun með háu gengi og flytjum þar að auki inn offramleiðslugetu annarra sem að sjálfsögðu drepur innlenda framleiðslu aðra en skuldapappíraframleiðsluna. En einhvers staðar hljóta endamörk vaxtarins að vera í skuldaframleiðslu eins og öðru.

Bankakerfi heimsins er yfirþanið út úr öllu korti af ótrúlegum fjármálainstrúmentum og afleiðum og kerfið tryggir svo hreinlega sjálft sig gegn hruni. Er það ekki traustvekjandi?

Mér skilst að eitthað um 500 trilljónir dollara gutli einhvern veginn fram og til baka um þetta ótrúlega kerfi (tíu sinnum árleg verg heimsframleiðsla). Þetta er eins konar risavaxinn keðjubréfafaraldur sem alls ekki má stoppa eða einu sinni hægja á sér að ráði þá er voðinn vís. Gróðinn getur verið mikill á meðan veltuhraðinn helst en tapið getur líka fljótt orðið risavaxið. Verði td. kjarnorkuvopnum beitt einhvers staðar held ég að stórar bankastofnanir gætu hreinlega gufað upp á einni nóttu.  

Baldur Fjölnisson, 27.7.2007 kl. 15:33

3 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Mæli með að þú pælir þig í gegnum blogg Ívars Pálssonar viðskiptafræðings, svona til að skyggnast inn í hvað er í raun á seyði hér.  Þarna eru margar færslur um gengis og vaxtamál, sem sumar hafa reinst skelfilega sannspáar. Nú þarf ekki mikið til að þetta hrynji held ég. Hér stjórna erlendir skammtímafjárfestar að ávaxta sitt pund í súpervöxtum, ekki Davíð eða Geir.  Hér eru um 700 milljarðar í skammtímafjárfestingum, sem verður kippt út um leið og stýrivextir lækka.  Við förum svo öll á uppboð.

Þá skulum við athuga hve sjálfstæð við erum og hvort við eigum þetta land yfirleitt.  Hér er BLOGGIÐ.

Jón Steinar Ragnarsson, 28.7.2007 kl. 04:31

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband