Bloggfærslur mánaðarins, júní 2007
29.6.2007 | 13:25
Nýtt afbrigði Samfylkingarinnar af umræðustjórnmálum - þagnir og ómarkviss kjaftavaðall
Samfylkingin boðaði þá fyrir nokkrum misserum síðan að taka upp umræðustjórnmál undir forystu Samfylkingarinnar sem áttu að leysa átakastjórnmál af hólmi. Þau sem boðuðu þessa nýbreytni voru m.a. hugmyndafræðingurinn Eiríkur Bergmann og núverandi formaður Ingibjörg Sólrún Gísladóttir.
Eftir að Samfylkingin komst í stjórn hjá Sjálfstæðisflokknum virðist vera sem að það hafi verið tekin upp algerlega ný tegund umræðastjórnmála sem einkennist af ómarkvissum kjaftavaðli og grafarþögn þegar beint er til ráðamanna Samfylkinganna markvissum spurningum.
Þetta nýja og einkennilega afbrigði kemur nokkuð skýrt fram sérkennilegri framgöngu varaformanns sjávarútvegs- og landbúnaðarnefndar Karls Matthíassonar og Össurar Skarphéðinssonar ráðherra byggðamála sem skrifa ruglingslegar greinar um sjávarútvegsmál og svara síðan ekki í nokkru málefnalegum spurningum er varða skrif sín.
Ég hef beint spurningum til þessara háu herra á heimasíðum þeirra en einhverra hluta vegna hafa þeir ekki séð ástæðu til að svara enn sem komið er.
Karl er talsmaður Samfylkingarinnar í sjávarútvegsmálum og lét óréttlætið og óstjórnina í sjávarútvegi sig miklu varða fyrir síðustu kosningar og ætti þess vegna að vera það létt verk að svara einföldum spurningum ef vilji væri fyrir hendi. Spurningarnar eru m.a. hvernig Hagfræðistofnun geti spáð fyrir um stofnstæð áratugi fram út frá mismunandi aflareglum, ef mikil óvissa ríkir um mælingu á stofnstærð þorskins sem nú er á sundi á í kringum landið og sérstaklega í ljósi þess að það hefur þurft að "leiðrétta" stofnstæð þorsks mörg ár aftur í tímann?
Í nýrri skýrslu Hagfræðistofnunar er þetta sérstaklega tekið fram m.a. á bls. 48 að erfitt sé að meta veiðistofn í upphafi hvers árs með mikilli nákvæmni.
Það verður fróðlegt að fylgjast með því hvort að hvort að þessir valdamiklu menn Karl og Össur taki sig á og svari eða þá hvort að vaðallinn verður látinn nægja.
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 13:50 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (12)
28.6.2007 | 10:46
Misskilningur prófessors í vísindasögu
Þorsteinn Vilhjálmsson skrifar grein á vef Morgunblaðsins sem hefur yfirskriftina Veit þorskurinn eftir hvaða kerfi hann er veiddur? Í greininni lætur Þorsteinn að því liggja að ýmsir stjórnmálamenn sem tjá sig um stjórn fiskveiða telji jafnvel að þorskurinn sé svo skynug skepna að hann viti eftir hvaða kerfi hann sé veiddur. Þorsteinn sakar síðan aðra stjórnmálamenn um að éta hvern af öðrum upp þá vitleysu að hægt sé að kenna stjórnkerfinu um ástand fiskistofna.
Flestum ber saman um að það sé talsverð óvissa á mældri stærð og ástandi fiskistofna og svo raunverulegri stærð. Sem dæmi má nefna að Hafró hefur ítrekað ofmetið stærð fiskistofna, t.d. gríðarlega um síðustu aldamót þegar ofmatið nam mörghundruð þúsund tonnum og í glænýrri skýrslu er enn getið um nýlegt ofmat. Kristinn Pétursson hefur reyndar lagt áherslu á að það sé miklu nærtækara að skýra þetta endurmat á stofnstærð út frá því að náttúrulegur dauði sé breytilegur en ekki fasti eins og stofnlíkön Hafró gefa til kynna. Fyrir líffræðing er skýring Kristins miklu trúverðugri þar sem náttúrulegur dauði hlýtur að vera mjög breytilegur hjá villtum dýrastofnum sem sveiflast.
Í umfjöllun um mælingar á stærð fiskistofna er ítrekað rætt um ofmat en í hlutarins eðli er þá að óvissan ætti ekki eingöngu að vera fólgin í ofmati á fiskistofnum heldur einnig vanmati.
Í kvótakerfi er innbyggður hvati til þess að vanmeta nýliðun sem markast af því að það er hvati til að henda minnsta fiskinum sem er verðminni en sá stærri. Það er ekkert vit í því að landa fiski ef kvótaleigan er hærri en það verð sem fæst fyrir sama fisk á markaði. Fiskur sem ekki er landað telst ekki vera til í aldursaflaaðferð sem notuð er þess að meta stærð fiskistofna.
Í sjálfu sér getur það varla verið skynsamleg nýtingarstefna að stefna öllum flotanum í allra stærsta fiskinn.
Í kvótakerfum, ólíkt sóknarkerfum, fær útgerðin ekki að veiða stofna sem rísa skyndilega og eru vanmetnir. Það eru skýr dæmi um það í Færeyjum og Barentshafinu að útgerðin hefði farið á mis við gríðarlega mikinn afla ef ráðgjöf um hámarksafla hefði verið fylgt og á meðan á þeirri ofveiði stóð hafa fiskistofnarnir vaxið.
Það er rétt að íhuga það að uppbygging fiskistofna með þeirri aðferðafræði sem Hafró beitir hefur hvergi gengið eftir þar sem hún hefur verið reynd enda stangast hún á við viðtekna vistfræði.
26.6.2007 | 20:47
Kemur ekki á óvart - Það var líka ofveiði á 17. öld
Hagfræðingarnir í HÍ eru klókir að eigin mati í líffræði. Það verður ekki frá þeim tekið enda reikna þeir stærð dýrastofna rétt eins og vexti á bankabók. Það er hægt að semja hærri vexti ef menn eiga stærri summu inni á bókinni.
Þessi "líffræði" í viðskiptadeildarinnar í HÍ stangast hins vegar á við alla viðtekna vistfræði sem kennd er við Háskóla Íslands sem gerir ráð fyrir að dýrastofnar sveiflist út frá æti og búsvæði.
Ég hef fylgst með þessari dellu forviða um árabil þar sem að hagfræðingar sem styðjast við reiknisfiskifræði og munar ekki um að reikna út stærð fiskistofna áratugi fram í tímann. Ég hef alltaf furðað mig á þessum útreikningum áratugi fram í tímann þegar ekki er hægt að spa fyrir um stærð stofna eitt ár fram í tímann.
Ég hef líka séð sömu sérfræðinga reikna út mikla ofveiði aftur í tímann og jafnvel með sömu stofnlíkönum sem brúkuð eru í dag þá hefur verið reiknuð út gífurleg ofveiði á síld í Norðursjó á 17. öld.
Það ætti hver maður að þetta er allt ein della.
Hvers vegna er þessu haldið áfram?
Hagkvæmt að hætta þorskveiðum um tíma | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
26.6.2007 | 18:25
Illskiljanlegar deilur og teiknimyndir
Nú hafa enn og aftur blossað upp deilur um bókina Söngva Satans sem gefin var út fyrir tæplega 20 árum. Bókin er bönnuð í Pakistan, Malasíu og fleiri múslimskum löndum. Höfundinum var hótað lífláti og þýðendur bókarinnar víða um heim máttu sæta harkalegum ofsóknum. Nú gusu þessar deilur upp á ný um miðjan mánuðinn þegar drottning Bretaveldis sæmdi rithöfundinn riddaratign.
Það er erfitt að fá einhvern botn í þessar deilur sem valda því að fólk hópast út á götur í Pakistan og mótmælir og hefur í hótunum vegna skáldsögu. Það eru talsverðar líkur á því að stór hluti mótmælenda hafi ekki lesið bókina þar sem um helmingur Pakistana er ólæs.
Mótmælin virðast vera af sömu rótum og furðuleg mótæli gegn dönsku teiknimyndunum þar sem allt ætlaði af göflum að ganga vegna teiknimynda í dönsku dagblaði.
Það virðist vera mjög frjór jarðvegur fyrir óvild og hatur í garð vesturlanda í múslimaheiminum og ekki nokkur skilningur á rit- og skoðanafrelsi.
Eitt er víst, heilagt stríð Bush gegn hryðjuverkum í nafni frelsis og mannréttinda hefur miklu frekar magnað upp róttæk öfgaöfl en slegið á þau. Það er nauðsynlegt að breyta um takt í samskiptum við hinn múslimska heim og ég hef miklar efasemdir um að nánasti meðreiðarsveinn Bush, Tony Blair ,sé best til þess fallinn.
25.6.2007 | 09:40
Líklegast ungviði þegar nýliðun hefur brugðist frá árinu 2001!
Það virðist fátt sem ekkert breyta heildarmyndinni hjá stjórnendum Hafró en hún virðist vera óbreytanleg.
Það er samt sem áður rétt að íhuga hvort að það sé einhver samfella í röksemdafærslunni. Skilaðboðin síðustu vikur frá forstjóra og forstöðumanni veiðistjórnunarsviðs Hafró hafa verið á þá leið að það megi skilja góð aflabrögð nú í vor og í vetur að þau séu vegna þess að nú séu sterkir árgangar að veiðst upp en þeir ágangar sem eru að koma inn í veiðina séu aftur á móti mjög veikir og eru allir frá árinu 2001 undir langtímameðaltali 170 milljónir nýliða.
Þessar fullyrðingar stangast algerlega á við að það hafa líklegast aldrei áður verið jafn oft beitt umdeildum skyndilokunum vegna smáfisks á veiðislóð. Það er líka sékennilegt að það fyrsta sem forráðamönnum Hafró dettur í hug þegar það fréttist af mikilli þorskgegnd að þá sé um ungviði að ræða þegar það má það á bls. 22 í nýlegri skýrslu stofnunarinnar, að nýliðun hafi brugðist allt frá aldamótum.
Þetta gengur ekki upp.
Þorskur á Hampiðjutorgi breytir ekki heildarmyndinni | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
24.6.2007 | 15:37
Hlutdræg umfjöllun Ríkisútvarpsins um fiskveiðistjórn
Nokkur umræða hefur farið fram um þá þöggun sem þeir eru beittir sem efast um þau fræði sem Hafró hefur notað við fiskveiðiráðgjöf sína síðustu áratugina. Fram hafa komið harðar ásakanir hjá ráðherra í ríkisstjórn Íslands um að hafrannsóknir við strendur Íslands búi við sovéskt fyrirkomulag.
Vegna þessarar umræðu hlýddi ég með nokkurri athygli á fréttaþátt RÚV í gær þar sem fjallað var um mjög svo umdeilda fiskveiðiráðgjöf Hafró. Í þættinum var einungis rætt við forstjóra Hafró og sjávarútvegsráðherra sem voru eins og eineggja tvíburar sem studdu hvor annan. Í ljósi þeirrar umræðu sem fram hefur farið að undanförnu kom mér á óvart að það var ekki rætt við nokkurn einasta andófsmann ríkisvísindanna, hvað þá að ráðherra eða forstjóri Hafró þyrftu að svara efnislegum athugasemdum sem fram hafa komið frá andófmönnunum.
Ríkisútvarpið ohf. hlýtur að gera betur grein fyrir mismunandi skoðunum á ráðgjöf Hafró. Ef það gerir það ekki fer það á svig við 3. grein laga um Ríkisútvarpið ohf.
23.6.2007 | 00:33
Hvað er að þegar ekkert er að, dr. Össur?
Í heitum pottum landsmanna fer fram nokkuð fjörug umræða um algjöran viðsnúning Samfylkingarinnar í fjölda mála sem flokkurinn hefur lagt áherslu á, s.s. hvað varðar það að vera áfram á alræmdum lista yfir stuðning við innrásina í Írak, í kvótamálum og stóriðjumálum.
Ég hef reynt að sýna þessum algjöra viðsnúningi Samfylkingarinnar skilning. Formaður Samfylkingarinnar, Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, hefur jú sagt þjóð sinni að nú stöndum við frammi fyrir breyttum veruleika í utanríkismálum. Jafnaðarmannaflokkurinn vill ekki heldur raska þeim stöðugleika sem nú ríkir í sjávarútvegi sem íbúar sjávarbyggðanna, t.d. á Flateyri, kunna svo vel að meta - eða hitt þó heldur. Það má einnig skilja gríðarlegan áhuga Samfylkingarinnar á að reisa fleiri álver á suðvesturhorninu út frá sjónvarpsþættinum sem sýndur var á RÚV um að ekki þyrfti að hafa nokkrar áhyggjur af losun CO2 - ha?
Ég á hins vegar miklu erfiðara með að skilja skrif líffræðingsins dr. Össurar Skarphéðinssonar um stjórn fiskveiða. Hann fer mikinn í að gagnrýna sovéskt fyrirkomulag rannsókna þar sem málsmetandi vísindamenn, s.s. Jón Kristjánsson fiskifræðingur o.fl., eru beittir þöggun í stað þess að fara yfir rök þeirra.
Þrátt fyrir þessar þungu ásakanir virðist sem Össur fallist algerlega á rök þeirra sem starfa innan þessa sovéska skipulags og eru varðir með því að þagga skipulega niður efasemdarraddir, og hagsmunir rekast augljóslega á að mati ráðherra.
Ég verð að viðurkenna að eftir að ég las í gegnum skrif Össurar komu mér í hug þessi fleygu orð: Hvað er að ef ekkert er að?
Össur virðist algerlega taka undir að um mikla ofveiði sé að ræða og að það hefði átt að beita breytilegri aflareglu eftir því hvernig áraði í hafinu, taka sem sagt hlutfallslega minna þegar árar illa. Ég hef lesið allt sem ég hef komist yfir varðandi umrædda aflareglu og hef ekki séð hvernig það ætti að breyta henni út frá því hvernig áraði í hafinu og hvað þá hvernig ætti að meta þær breytingar. Umrædd aflaregla byggir ekki á neinni vistfræði heldur er einkar einkennilegur sambræðingur af hagfræði og reiknisfræðilegri fiskifræði þar sem viðtekin vistfræði hefur verið algerlega útilokuð.
Ég beindi nokkrum spurningum til dr. Össurar á heimasíðu hans varðandi fráleitar fullyrðingar hans um meinta ofveiði á þorskinum. Nú verður spennandi að sjá hvort Össur svarar spurningunum eða beitir sovéskri þöggun.
Hér eru spurningarnar:
Hvernig getur verið um ofveiði á þorski að ræða ef vöxtur einstaklinga er við sögulegt lágmark?
Hvernig er hægt að skýra aukinn fjölda skyndilokana vegna smáfisks nú á sama tíma og Hafró segir að það vanti nýliðun og að þeir fiskar sem eru að koma inn í veiðina séu fáliðaðir?
Hvernig er hægt að skýra að endurheimtur merkinga eru ekki í nokkru samræmi við stofnlíkön, þ.e. margfalt færri fiskmerki endurheimtast en stofnlíkan gerir ráð fyrir?
21.6.2007 | 11:19
Að byggja upp þorskstofninn
Það er alltaf hollt að velta fyrir sér grundvallarforsendum ef hlutirnir virðast ekki virka. Ef það kviknar t.d. ekki á neinni ljósaperu í húsinu þá er skynsamlegt að kanna hvort öryggið sé farið eða athuga hvort hafi rafmagnið slegið út í stað þess að hamast á öllum rofum tímunum saman.
Að sama skapi er skynsamlegt að ígrunda forsendur veiðiráðgjafar Hafró sem gefa skýrt til kynna að uppbyggingarstarf síðustu áratuga hafi alls ekki gengið upp. Það er stöðugt klifað á því að það sé nauðsynlegt að byggja upp hrygningarstofninn til þess að geta fengið meiri nýliðun og veitt þá meira seinna. Forsendur þessa hljóta annað hvort að vera að því fleiri fiskar sem hrygna þeim mun hærri ættu lífslíkur seiða að vera eða að lífslíkur þorskseiða séu alltaf þær sömu og með því að fjölga hrygnum með minnkuðu veiðihlutfalli fáist meiri nýliðun. Hvort tveggja gengur í berhögg við viðtekna vistfræði þar sem lífslíkur seiða ættu miklu frekar að minnka en aukast þegar meiri mergð er á ferðinni og vandséð er að hægt sé að stækka stofn sem augljóslega skortir fæðu þar sem mælingar sýna að vöxtur er í sögulegu lágmarki. Það er rétt að hafa í huga að hver hængur og hrygna í hrygningarstofni í jafnvægi koma á legg að jafnaði 2 kynþroska fiskum af öllum þeim milljónum seiða sem parið framleiðir. Fyrir hrygningarstofn sem er að vaxa gífurlega hratt eða um 50% þá eru fiskarnir ekki fleiri en 3 sem parið skilar áfram.
Stjórnvöld stjórna ekki einungis með því að ákveða leyfilegt heildarmagn sem veitt er heldur er markvisst verið að vernda smáfisk með því að loka veiðisvæðum ef mikið er um undirmálsfisk í veiði. Nú, á miðju ári, er búið að beita skyndilokunum sem aldrei fyrr sem bendir augljóslega til þess að mikið er um smáfisk og er það í hrópandi mótsögn við skýrslu Hafró um að þeir árgangar sem von er á inn í veiðina á næstu árum séu óvenju litlir.
Lokun veiðisvæða og markviss friðun á smáfiski hlýtur að leiða til þess að sjómenn verða að sækja í stærri fisk til þess að ná því heildarmagni sem þeim er úthlutað. Auðvitað leiða þessar stjórnvaldsaðgerðir til þess að sótt er enn meira en ella í stóra hrygningarfiskinn sem stjórnvöld segjast vera að byggja upp til þess að fá meiri nýliðun. Það rekst því hvað á annars horn í besta kvótakerfi í heimi.
Ábyrg stjórnvöld hljóta að taka núverandi forsendur kvótakerfisins til gagngerar endurskoðunar og gaumgæfa rök þeirra sem hafa sett fram vel rökstudda gagnrýni á núverandi fiskveiðstjórn.
20.6.2007 | 18:39
Ég var á fundi með sérfræðingum Hafró í gær
Þá fengu þeir gagnrýnar spurningar sem þeir gátu ekki svarað. Ég er sannfærður um að ef fréttamenn hefðu rætt við Grétar Mar Jónsson og spurt út í þennan fund hefði fréttin orðið með allt öðrum hætti. Grétar er atvinnumaður og búinn að vera áratugum saman í greininni og hefur, eins og fleiri, enga trú á þessari ráðgjöf.
Það stendur ekki steinn yfir steini í málflutningnum.
Þingnefnd fjallaði um ástandsskýrslu Hafró | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 18:40 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (10)
19.6.2007 | 16:16
Ferskt Viðskiptablað
Ekki er hægt að segja að ég lesi Viðskiptablaðið reglulega en þegar það verður á vegi mínum þá renni ég í gegnum það og oftar en ekki er eitt og annað áhugavert að finna í því.
Í síðasta helgarblaði er t.d. forvitnilegt viðtal við Sigurð Gylfa Magnússon sagnfræðing en hann er ekki tíður viðmælandi í opnuviðtölum. Oftar en ekki eru blöðin með meira og minna sama fólkið í þessum viðtölum að segja nánast það sama og fyrir nokkrum mánuðum. Það er ekki hægt að kenna blöðunum einum um þessa stöðugu endurvinnslu heldur eigum við lesendur örugglega okkar þátt í þessu. Viðtölin eru auðvitað lítið annað en söluvara og lesendur sækja í þekkt vörumerki í þessu sem öðru.
Sigurður Gylfi Magnússon greindi frá sýn sinni á samspil fræða og stjórnmála og sömuleiðis ákveðna stöðnun í Háskóla Íslands.
Ég get vel tekið undir margt í viðtalinu og gagnrýni Sigurðar Gylfa. Ég er reyndar viss um að stjórnmálamönnum sem hafa haft uppi mikla tilburði til þess að skrifa eigin sögu, s.s. Davíð Oddsson í gegnum forsætisráðherrabókina, verði ekki kápan úr því klæðinu til langs tíma litið þar sem þau skrif verða örugglega tekin sem dæmi um tildur og smásálarhátt þar sem allt gengur út á að reisa sjálfum sér minnisvarða.
Það getur verið mikil þrautaganga að fara gegn blokk stjórnvalda og ríkisrekinna fræða eins og ég hef orðið var með málefnalega gagnrýni mína á núverandi veiðiráðgjöf. Helsta vörn þeirra sem vilja halda óbreyttri stefnu í fiskveiðistjórn er að svara í engu málefnalegri gagnrýni og láta eins og að hún sé ekki til. Ég á ekki von á öðru en að Háskóli Íslands muni reyna að þegja gegn gagnrýni Sigurðar Gylfa í lengstu lög.
Bloggvinir
- Helga Þórðardóttir
- Gunnar Skúli Ármannsson
- Jens Guð
- Hallgrímur Guðmundsson
- Ásta Hafberg S.
- Jóhann Elíasson
- Aðalheiður Ámundadóttir
- Óskar Helgi Helgason
- Georg Eiður Arnarson
- Óskar Þorkelsson
- Jakob Falur Kristinsson
- Kolbrún Stefánsdóttir
- Baldvin Jónsson
- Jakobína Ingunn Ólafsdóttir
- Ragnheiður Ólafsdóttir
- Hallur Magnússon
- Sigurður Þórðarson
- Gunnlaugur B Ólafsson
- Guðrún María Óskarsdóttir.
- Katrín
- Þarfagreinir
- Samtök sjálfstæðra í sjávarútvegi
- Frjálslyndi flokkurinn í Eyjafirði
- Hallgrímur Óli Helgason
- Jón Kristjánsson
- Hrannar Björn Arnarsson
- Hlynur Þór Magnússon
- Jón Valur Jensson
- Gunnar Th. Gunnarsson
- Kjartan Eggertsson
- Halla Rut
- Ingólfur Þór Guðmundsson
- Grétar Pétur Geirsson
- Guðrún Þóra Hjaltadóttir
- J. Einar Valur Bjarnason Maack
- ragnar bergsson
- Bjarni Harðarson
- Rannveig Þorvaldsdóttir
- Sigurður Sigurðsson
- Eiríkur Guðmundsson
- Stefán Friðrik Stefánsson
- erlahlyns.blogspot.com
- Agný
- Guðjón Ólafsson
- Einar Ben
- Jón Aðalsteinn Jónsson
- Georg P Sveinbjörnsson
- Gunnar Freyr Hafsteinsson
- Ólafur Ragnarsson
- Guðrún Magnea Helgadóttir
- Ólafur Björn Ólafsson
- Halldór Jónsson
- Elvar Atli Konráðsson
- Kristján H Theódórsson
- Guðjón Sigþór Jensson
- Helgi Már Barðason
- Brynja Hlíf Þorsteinsdóttir
- Víðir Benediktsson
- Valgerður Sigurðardóttir
- Jens Sigurjónsson
- Vestfirðir
- Sigurður Ásbjörnsson
- Jón Magnússon
- Viðar Friðgeirsson
- Axel Jóhannes Yngvason
- Svava S. Steinars
- Guðsteinn Haukur Barkarson
- Quackmore
- Árni "Gamli" Einarsson
- Haukur Már Helgason
- Þóra Guðmundsdóttir
- Heiða Þórðar
- Steingrímur Ólafsson
- Vefritid
- Ársæll Níelsson
- S. Einar Sigurðsson
- Rannveig H
- Gísli Gíslason
- Bjarni Kjartansson
- Steingrímur Helgason
- Fiðrildi
- Baldur Fjölnisson
- Þorsteinn Ásgeirsson (Icerock)
- Linda Lea Bogadóttir
- Félag Ungra Frjálslyndra
- Hanna
- Sverrir Stormsker
- Ottó Marvin Gunnarsson
- gudni.is
- Einar Vignir Einarsson
- Hákon Unnar Seljan Jóhannsson
- Valgerður Halldórsdóttir
- Guðmundur Jónas Kristjánsson
- Sæþór Helgi Jensson
- Fríða Björk Einarsdóttir
- Jóhann Kristjánsson
- Oddur Helgi Halldórsson
- Guðrún Jóna Gunnarsdóttir
- María Harðardóttir og Þorsteinn Narfason
- Grétar Rögnvarsson
- Ragnar Þór Ingólfsson
- Róbert Guðmundur Schmidt
- Steinn Hafliðason
- Landssamband ungra frjálslyndra
- Bergþóra Árnadóttir - RIP 15.2.48 - 8.3.07
- Þórir Aðalsteinsson
- Vilborg Traustadóttir
- Arnþrúður Karlsdóttir
- Sævar Einarsson
- Ketilás
- Ómar Pétursson
- Eyþór Grétar Grétarsson
- FF
- Jón Þór Bjarnason
- Óskar Þ. G. Eiríksson
- Vilhjálmur Árnason
- Alexander Kristófer Gústafsson
- Róbert Tómasson
- Landvernd
- ThoR-E
- Haraldur Baldursson
- Sigurður Jón Hreinsson
- Eyþór Laxdal Arnalds
- busblog.is
- Sigríður Inga Sigurjónsdóttir
- Himmalingur
- Svanhildur Karlsdóttir
- Gísli Birgir Ómarsson
- Árni Árnason
- Grétar Mar Jónsson
- Perla
- Ingunn Guðnadóttir
- Irma Þöll
- Skattborgari
- Gulli litli
- Jón Snæbjörnsson
- Þráinn Jökull Elísson
- Sigríður Elfa Eyjólfsdóttir
- Mál 214
- Bullukolla
- kreppukallinn
- hreinsamviska
- Arinbjörn Kúld
- Orgar
- Guðjón Baldursson
- Gunnar Þór Gunnarsson
- Hörður B Hjartarson
- Gunnar Björn Björnsson
- Haraldur Hansson
- Þórólfur S. Finnsson
- Birna Steingrímsdóttir
- Gestur Guðjónsson
- Jónas Rafnar Ingason
- Stríða
- Götusmiðjan
- Brynja skordal
- Haraldur Bjarnason
- Guðmundur Óli Scheving
- Ásta
- Markús frá Djúpalæk
- Jörundur Garðarsson
- MIS
- Þorsteinn H. Gunnarsson
- Björn Júlíus Grímsson
- S Kristján Ingimarsson
- Bryndís Haraldsdóttir
- Þórður Björn Sigurðsson
- Magnús Kristjánsson
- Bergur Sigurðsson
- Guðrún Ólafía Brynleifsdóttir
- Hildur Helga Sigurðardóttir
- Ólafía Herborg Jóhannsdóttir
- Heimssýn
- Brosveitan - Pétur Reynisson
- Óskar Arnórsson
- Sigurbjörn Svavarsson
- Árni Davíðsson
- Lúðvík Lúðvíksson
- Árelíus Örn Þórðarson
- Friðrik Hansen Guðmundsson
- Jakob Þór Haraldsson
- Guðrún Katrín Árnadóttir
- Þorsteinn Valur Baldvinsson
- L.i.ú.
- Rafn Gíslason
- Vilhjálmur Sveinn Björnsson
- Samtök Fullveldissinna
- Vaktin
- Arnar Guðmundsson
- Lárus Baldursson
- Sveinn Elías Hansson
- Þórarinn Baldursson
- Kjartan Magnússon
- ÞJÓÐARHEIÐUR - SAMTÖK GEGN ICESAVE
- Berglind Steinsdóttir
- Bjarney Vigdís Ingimundardóttir
- BJÖRK
- Björn Emilsson
- Dagný
- Dominus Sanctus.
- Friðgeir Sveinsson
- Guðmundur Ásgeirsson
- Guðmundur Pálsson
- Helgi Þór Gunnarsson
- Högni Snær Hauksson
- Inga Sæland Ástvaldsdóttir
- Jón Þórhallsson
- Kristján P. Gudmundsson
- Ómar Bjarki Smárason
- Ragnar Stefán Rögnvaldsson
- Rósa Aðalsteinsdóttir
- Samstaða þjóðar
- Sigurður Ingólfsson
- Stefán Júlíusson
- Sumarliði Einar Daðason
- Sveinn Björnsson
- Tryggvi Gunnar Hansen
- Úrsúla Jünemann
- Valdimar H Jóhannesson
Tenglar
Mínir tenglar
- Losnað við pestina Þetta hefur reynst mér vel við að losna við allar pestir þá 5 mánuði sem ég hef reynt immiflexið
- Ginseng Hér fæ ég kraftinn
- Frjálslyndi flokkurinn Vill breyta kvótakerfinu
- Ungmennasamband Skagafjarðar Ég er formaður
- Hér kaupi ég tölvudótið Ódýrt og gott
Sjávarútvegsmál
- Hafró Stofnunin þar sem ákveðið er hversu mikið má veiða
- Landssamband íslenskra útvegsmanna LÍÚ
- Landssamband smábátaeigenda LS
- Jörgen Niclasen Formaður Fólkaflokksins í Færeyjum
- Helgi Áss Grétarsson Sérfræðingur í HÍ á vegum LÍÚ
Fréttamiðlar
- Al Jazeera Gefur Bandaríkjamönnum engin grið
- BBC BBC
- Börsen Dönsk fjármálasíða
- Seðlabankinn Musteri Davíðs
Nýjustu athugasemdir
- Bara ef það hentar mér: Hér má sjá ráðleggingar Hafró um afla hvers árs og það sem enda... 7.1.2025
- Bara ef það hentar mér: "Vagn" svei mér þá þú ert bara mun meiri "GRAUTARHAUS" en ég ha... 7.1.2025
- Bara ef það hentar mér: Jóhann, úthlutaður kvóti, veiðiheimildir, er ekki það sama og r... 7.1.2025
- Bara ef það hentar mér: Pálmi það skal tekið fram að ég fylgjandi auknum veiðiheimildum... 7.1.2025
- Bara ef það hentar mér: Sæll Sigurjón Þú ert bara ekki að bera saman epli og epli. Þú v... 7.1.2025
- Bara ef það hentar mér: Hvað er eiginlega á milli eyrnanna á þér "Vagn"???? Kvóti og v... 7.1.2025
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (20.1.): 4
- Sl. sólarhring: 9
- Sl. viku: 88
- Frá upphafi: 1019333
Annað
- Innlit í dag: 4
- Innlit sl. viku: 74
- Gestir í dag: 4
- IP-tölur í dag: 4
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Myndaalbúm
Eldri færslur
- Janúar 2025
- Desember 2024
- Nóvember 2024
- Október 2024
- September 2024
- Ágúst 2024
- Júlí 2024
- Júní 2024
- Maí 2024
- Apríl 2024
- Mars 2024
- Janúar 2024
- Apríl 2023
- Október 2022
- Október 2021
- Febrúar 2021
- Janúar 2021
- Janúar 2019
- Apríl 2018
- Desember 2017
- Október 2016
- Ágúst 2016
- Janúar 2016
- Nóvember 2015
- Nóvember 2014
- Apríl 2013
- Mars 2013
- Febrúar 2013
- Desember 2012
- Ágúst 2012
- Júlí 2012
- Júní 2012
- Maí 2012
- Apríl 2012
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- Október 2011
- Ágúst 2011
- Júlí 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007