Leita í fréttum mbl.is

Ferskt Viðskiptablað

Ekki er hægt að segja að ég lesi Viðskiptablaðið reglulega en þegar það verður á vegi mínum þá renni ég í gegnum það og oftar en ekki er eitt og annað áhugavert að finna í því.

Í síðasta helgarblaði er t.d. forvitnilegt viðtal við Sigurð Gylfa Magnússon sagnfræðing en hann er ekki tíður viðmælandi í opnuviðtölum. Oftar en ekki eru blöðin með meira og minna sama fólkið í þessum viðtölum að segja nánast það sama og fyrir nokkrum mánuðum. Það er ekki hægt að kenna blöðunum einum um þessa stöðugu endurvinnslu heldur eigum við lesendur örugglega okkar þátt í þessu. Viðtölin eru auðvitað lítið annað en söluvara og lesendur sækja í þekkt vörumerki í þessu sem öðru.

Sigurður Gylfi Magnússon greindi frá sýn sinni á samspil fræða og stjórnmála og sömuleiðis ákveðna stöðnun í Háskóla Íslands.

Ég get vel tekið undir margt í viðtalinu og gagnrýni Sigurðar Gylfa. Ég er reyndar viss um að stjórnmálamönnum sem hafa haft uppi mikla tilburði til þess að skrifa eigin sögu, s.s. Davíð Oddsson í gegnum forsætisráðherrabókina, verði ekki kápan úr því klæðinu til langs tíma litið þar sem þau skrif verða örugglega tekin sem dæmi um tildur og smásálarhátt þar sem allt gengur út á að reisa sjálfum sér minnisvarða.

Það getur verið mikil þrautaganga að fara gegn blokk stjórnvalda og ríkisrekinna fræða eins og ég hef orðið var með málefnalega gagnrýni mína á núverandi veiðiráðgjöf. Helsta vörn þeirra sem vilja halda óbreyttri stefnu í fiskveiðistjórn er að svara í engu málefnalegri gagnrýni og láta eins og að hún sé ekki til. Ég á ekki von á öðru en að Háskóli Íslands muni reyna að þegja gegn gagnrýni Sigurðar Gylfa í lengstu lög.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Varstu að kíkja í spegil?

"Oftar en ekki eru blöðin með meira og minna sama fólkið í þessum viðtölum að segja nánast það sama og fyrir nokkrum mánuðum. Það er ekki hægt að kenna blöðunum einum um þessa stöðugu endurvinnslu heldur eigum við lesendur örugglega okkar þátt í þessu. Viðtölin eru auðvitað lítið annað en söluvara og lesendur sækja í þekkt vörumerki í þessu sem öðru."

 kveðja, Einar

Einar (IP-tala skráð) 19.6.2007 kl. 22:36

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband