Bloggfærslur mánaðarins, júní 2007
17.6.2007 | 23:59
Geir Haarde minnir á harðsvíraðan kommúnista
Eftir að múrinn féll 1989 var enn að finna þó nokkra gamla sanntrúaða kommúnista sem neituðu að horfast í augu við misheppnaða þjóðfélagsgerð sem leit þó ágætlega út í fræðibókum og á öðrum pappírum. Raunveruleikinn var samt allur annar.
Í dag, á sjálfan þjóðhátíðardag Íslendinga, reyndi forsætisráðherrann á Austurvelli að réttlæta kvótakerfið með innihaldslausu tali um hagræðingu og árangur og öflug fyrirtæki. Með því minnti hann á þá sanntrúuðu kommúnista sem létu ekki af trúnni þótt allar staðreyndir æptu að þjóðkipulagið í Sovét væri ekki að gera sig rétt eins og kvótakerfið íslenska er ein rjúkandi rúst. Það sést best á þeim byggðum sem byggja á sjávarútvegi með minnkandi afla og minnkandi tekjum. Hvaða fleiri sannanir vilja menn fá? Forsætisráðherra getur í engu um hver þessi öflugu fyrirtæki eru. Er hann að tala um stóru fyrirtækin, s.s. Granda eða Vinnslustöðina í Vestmannaeyjum sem eru margfalt verðmætari ef þau eru brotin upp og seld í bútum í stað þess að selja þau í áframhaldandi rekstri? Þetta eru öflugu fyrirtækin, er forsætisráðherra að tala um þau?
Ég vil nota fágætt tækifæri til að hrósa Sturlu Bövarssyni fyrir að vilja fara yfir þessi mál og ræða þau í alvöru í stað þess að draga upp pótemkintjöld eins og forsætisráðherra gerir sig sýknt og heilagt sekan um. Ég er glaður í sinni yfir að það skuli vera von innan Sjálfstæðisflokksins, að það rofi mögulega til í kvótamálunum þar.
15.6.2007 | 15:59
Juku hvalveiðarnar ferðamannastrauminn?
Veruleg fjölgun ferðamanna fyrstu 5 mánuði ársins | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
15.6.2007 | 15:49
Illa skilgreint embætti innan stjórnsýslunnar
Margrét María Sigurðardóttir ráðin umboðsmaður barna | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
15.6.2007 | 12:34
Framsýni í ferðaþjónustu er þörf
Sumarið hefur verið tími ferðaþjónustunnar þótt tímabilið sé sem betur fer að lengjast. Í fyrrasumar fór ég til Grænlands og kynntist þar ferðaþjónustu sem gengur út á sérstöðu grænlenskrar náttúru, ekki síst siglingar milli tilkomumikilla ísjakanna.
Hvað er sérstakt á Íslandi?
Ýmislegt, einstök og mjög sýnileg náttúra (engir skógar sem byrgja mönnum sýn), bjartar nætur á sumrin, stuttir dagar á veturna, gómsætur matur, þýtt viðmót og mikil sérþekking heimamanna. Ég hef átt því láni að fagna á ferðum mínum innanlands að rekast á fjölmarga útlendinga og þeim ber yfirleitt saman um mikla gestrisni Íslendinga.
En hvað á að gera til vegsauka?
Það þarf að lengja tímabilið enn frekar. Hótel og aðrir gististaðir, rútur, sumarstarfsfólk úr skólunum, leiðsögumenn, bílstjórar, afþreying ýmiss konar - allt þetta er langar leiðir upppantað alla háönnina. Eins ef hingað eiga að koma stórir hópar frá Kína, fjölmennustu þjóð heims, þarf að setja eitthvað í gang til að taka á móti þeim, til að mynda varðandi tungumál.
Suðvesturhornið er fyrsti viðkomustaður flestra sem þýðir að mest mæðir á því og þangað fer þá líka obbinn af tekjunum.
Nú er farið að bjóða upp á millilandaflug frá Akureyri. Vonandi veit það á gott og vonandi verður það heilladrjúgt til framtíðar. Akureyri er þegar öflugur ferðamannastaður og býður upp á ýmislegt til afþreyingar, fallegan bæ, góða sundlaug, forvitnileg söfn og fjölbreytilegt mannlíf. Skammt undan er líka Mývatn sem hefur mikið aðdráttarafl og svo er Húsavík t.d. með hvalaskoðun.
Þetta allt þarf að efla og líka yfir dimma vetrarmánuðina. Myrkur og hæfilegur kuldi, átök við náttúruna, norðurljós, útivera, huldufólk og tröll sem sjást í rökkrinu, íslensk menning og jafnvel ásatrú - þetta er söluvara sem þarf að komast í umferð.
13.6.2007 | 19:29
Súldin hörfaði og tók sumarþingið með sér
Ég reyndist sannspár, um leið og skikkanlegt veður lét á sér kræla á suðvesturhorninu pakkaði þingið saman öllum ágreiningsmálum og lét fyrirheit um að leiða til lykta Íraksstríðið, vatnalög, RÚV o.fl. lönd og leið. Meira að segja Steingrímur J. Sigfússon hafði orð á því í morgun að ekki ynnist tími til að fjalla um og breyta vatnalögunum sem við eyddum þó dögum í að ræða og gagnrýna fyrir rúmu ári.
Það skyldi þó ekki vera heyskapurinn sem kallaði?
12.6.2007 | 12:47
VG styður öfgafullan áætlanabúskap
Ég hélt sannast sagna að það væri eitthvað að rofa til hjá VG og þar væru komnar fram heilbrigðar efasemdir um kvótakerfið en þá samþykkir þingflokkurinn ályktun um að það eigi að fara í einu og öllu eftir ráðleggingum Hafró. Þingmenn eru nýkomnir úr ferð til Flateyrar og Bolungarvíkur þar sem þeir höfðu uppi stór orð um stefnu stjórnvalda gegn sjávarbyggðunum.
Kvótakerfið sem lengst af hefur verið stýrt af Sjálfstæðisflokknum grundvallast á áætlanabúskap í hafdjúpunum þar sem fræðin ganga út á að byggja upp þorskstofninn og er horft áratugi fram í tímann í þessu bulli. Ég tek undir með Kristni Péturssyni að ég efast um leiðtoga kommúnista um áratuga skeið hefði dottið í hug að framkvæma þvílíka vitleysu.
Það er ekkert annað en bull að ætla að stækka stofn sem augljóslega glímir við fæðuskort.
Það sem er að þvælast fyrir VG er gömul arfleifð en þó ekki arfleifð Jósefs Stalíns í þessu máli heldur Steingríms J. Sigfússonar.
Foringi VG hefur lengi verið hrifinn af kvótakerfum og kemur það fram í bók Steingríms, Róið á ný mið, sem hann skrifaði fyrir um áratug.
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 12:49 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (7)
10.6.2007 | 22:39
Voru geitungarnir ofveiddir?
Í fréttum hefur komið fram að það er umtalsvert minna af geitungum en í fyrra. Hvað veldur?
Ég er nokkuð viss um að forstjóri Hafró telur að um ofveiði á geitungum hafi verið að ræða, jafnvel mörg ár aftur í tímann, allt að áratug, ef marka má skýringar hans á sveiflum dýrastofna sem honum er greitt fyrir að hafa auga með, svo sem þorskinum.
Ég er þeim sjónarmiðum ekki sammála þar sem afrakstur eða framleiðsla dýrastofna hlýtur að markast af því hvernig stofninn er hverju sinni. Eins og ég hef áður bent á hér eru vafasöm líffræðileg rök fyrir bóndann að útskýra lélegar heimtur af fjalli með því að lítið hafi verið í fjárhúsunum fyrir 25 árum.
Í hádegisviðtali á Stöð tvö í dag var margt í máli forstjórans sem stangast á við viðtekna líffræði, svo sem að dýrastofn sé ofveiddur þegar einstaklingsvöxtur er í sögulegu lágmarki. Þetta stenst ekki.
Fleira afar sérkennilegt kom fram í viðtalinu, svo sem að brottkast skipti ekki neinu máli við mat á stærð og samsetningu fiskistofna. Aldursaflaaðferð er því marki brennd að sá fiskur sem ekki er talinn fram telst ekki vera til, þ.e. fiskur sem er hent (brottkast) telst ekki með afla sem veldur því að hann kemur ekki fram í bókum Hafró, og ef minni fiski er að jafnaði hent mælist lítil nýliðun. Inni í kvótakerfi er hvati til þess að henda litlum fiski og þess vegna hvati til þess að vanmeta nýliðun.
Nú er spurning hvort Íslendingar hafi vanmetið áhrif bjórdósa á víðavangi á tímgunarstofn geitunga. Líka er spurning hvort stóru geitungarnir hafi orðið harðar úti vegna þessa því að eins og allir vita eignast þeir lífvænlegri afkvæmi.
9.6.2007 | 10:59
Gangið í Frjálslynda flokkinn
Frjálslyndi flokkurinn er mikilvægt afl í íslenskum stjórnmálum sem setur á dagskrá og leggur fram tillögur í málum sem önnur stjórnmálaöfl forðast að ræða, s.s. sjávarútvegmálum og innflutningi á ódýru vinnuafli.
Ráðandi öfl og stjórnmálaflokkar hafa reynt að útmála nauðsynlega umræðu og úthrópa hana jafnvel sem ógeðfellda. Fyrsta verk utanríkisráðherra, Ingibjargar Sólrúnar Gísladóttur, var að reisa skorður við innstreymi fólks frá Rúmeníu og Búlgaríu.
Vond stefna í sjávarútvegsmálum brennur á þjóðinni og farin er af stað umræða um að stofna þverpólitísk samtök til að þrýsta á um réttláta og skynsamlega stefnu í sjávarútvegsmálum. Í sjálfu sér er það góðra gjalda vert en lykillinn að breytingum í þessum málaflokki er að Frjálslyndi flokkurinn fái góðan byr í seglin, og segir mér þá hugur um að önnur stjórnmálaöfl fari að setja þessi mál á dagskrá í stað þess að reyna að þagga þau niður, eins og Samfylkingin reynir þessa dagana.
Frjálslyndi flokkurinn stendur afar vel málefnalega og hefur innan sinna raða hugsjónafólk og duglega sjálfboðaliða sem vilja láta gott af sér leiða. Frjálslyndi flokkurinn stendur hins vegar ekki vel fjárhagslega eftir kosningabaráttu sem fram fór í kjölfar erfiðs uppgjörs nokkrum vikum fyrir kosningar. Það ríður því á að landsmenn gangi til liðs við Frjálslynda flokkinn og bjóði fram krafta sína við að rétta skútuna af. Fyrir höndum er mikið starf við að skipuleggja starf í sveitarfélögum landsins og undirbúa sveitarstjórnarkosningar eftir tæp þrjú ár. Til þess að svo megi verða þarf að fjölga félögum í Frjálslynda flokknum og hægt er að ganga í flokkinn á heimasíðunni www.xf.is
Fyrir Ísland framtíðarinnar er nauðsynlegt að skapa sátt um árangursríka og sanngjarna stjórn fiskveiða og lykillinn að því er að Frjálslyndi flokkurinn komist til valda.
6.6.2007 | 22:59
Jákvæðir punktar
Það er lítið mál að vera þjálfari þegar vel gengur en það reynir verulega á í mótbyr. Það er mín skoðun að framhald starfa hans eigi að byggjast á því hvort að reyndir leikmenn og þeir sem eru í kringum liðið hafi trú á því að hann eigi eftir að endurskipuleggja liðið og blása leikmönnum kapp í kinn. Ég hef trú á að Eyjólfur eigi eftir að ná að berja þetta áfram enda er hann sjálfur þekktur baráttujaxl.
Ef maður skoðar jákvæða punkta í þessum annars dapra leik að þá er það helst frammistaða nýliðans Theódórs Elmars og jú fyriliðinn stóð fyrir sínu gegn góðu liði Svía. Þetta eru allt mjög góðir leikmenn sem leika í vörn íslenska liðsins en einhverra hluta vegna vantar meiri samvinnu og öryggi í leik þeirra. Eini leikmaðurinn sem ég set spurningamerki við að eigi að leika aftarlega á miðjunni er Arnar Þór en mér finnst að íslenska liðið þurfi meiri skriðdreka á það svæði. Emil Hallfreðsson er að mínu mati kröftugur og góður leikmaður sem þarf ef til vill að ná betri tökum á spennustiginu en það kemur örugglega með fleiri leikjum.
Í sjálfu sér er engin ástæða til þess að vera bjartsýnni á betra gengi liðsins í komandi leikjum enda eru hæfileikarnir og metnaður fyrir hendi.
Íslendingar sáu aldrei til sólar í fimm marka tapleik | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 23:01 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
5.6.2007 | 11:37
Össur Skarphéðinsson segir að kreddur ríki innan Hafró
Í gær skoraði ég á stjórnvöld að sýna þá ábyrgð að fara gaumgæfilega með gagnrýnum hætti yfir nýja ráðgjöf og útiloka engin sjónarmið frá umræðunni. Það ætti að vera nokkur von til þess þar sem einn valdamesti stjórnmálamaður landsins Össur Skarphéðinsson hefur nýlega gagnrýnt Hafró mjög harkalega úr ræðustóli Alþingis. Það gerði ráherra byggðamála m.a. í umræðu um tillögu Frjálslynda flokksins um að gera úttekt á færeyska fiskveiðistjórnunarkerfinu. Einhverra hluta vegna hafa stjórnvöld ekki gert umrædda úttekt.
Ræðubútur Össurar Skarphéðinssonar (ræðan öll):
Ég er þeirrar skoðunar að innan Hafrannsóknastofnunarinnar ríki kreddur. Alls staðar skapast kreddubundið andrúmsloft þar sem frjálsir vindar rökræðu og gagnrýni fá ekki að leika um. Ég er þeirrar skoðunar að með einhverjum hætti verði að skapa umhverfi þar sem samkeppni hugmynda á þessu sviði ríkir. Ég er þeirrar skoðunar að það væri ákaflega farsælt í fyrsta lagi að brjóta upp þetta kerfi sem við höfum í dag, þ.e. að á sömu hendi í sama ráðuneyti séu bæði eftirlit og rannsóknir með auðlindinni og hins vegar ákvörðunartaka um hversu mikið megi taka af henni. Þetta eru andstæðir hagsmunir sem vegast á og það er ekki farsælt.
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 11:51 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Bloggvinir
- Helga Þórðardóttir
- Gunnar Skúli Ármannsson
- Jens Guð
- Hallgrímur Guðmundsson
- Ásta Hafberg S.
- Jóhann Elíasson
- Aðalheiður Ámundadóttir
- Óskar Helgi Helgason
- Georg Eiður Arnarson
- Óskar Þorkelsson
- Jakob Falur Kristinsson
- Kolbrún Stefánsdóttir
- Baldvin Jónsson
- Jakobína Ingunn Ólafsdóttir
- Ragnheiður Ólafsdóttir
- Hallur Magnússon
- Sigurður Þórðarson
- Gunnlaugur B Ólafsson
- Guðrún María Óskarsdóttir.
- Katrín
- Þarfagreinir
- Samtök sjálfstæðra í sjávarútvegi
- Frjálslyndi flokkurinn í Eyjafirði
- Hallgrímur Óli Helgason
- Jón Kristjánsson
- Hrannar Björn Arnarsson
- Hlynur Þór Magnússon
- Jón Valur Jensson
- Gunnar Th. Gunnarsson
- Kjartan Eggertsson
- Halla Rut
- Ingólfur Þór Guðmundsson
- Grétar Pétur Geirsson
- Guðrún Þóra Hjaltadóttir
- J. Einar Valur Bjarnason Maack
- ragnar bergsson
- Bjarni Harðarson
- Rannveig Þorvaldsdóttir
- Sigurður Sigurðsson
- Eiríkur Guðmundsson
- Stefán Friðrik Stefánsson
- erlahlyns.blogspot.com
- Agný
- Guðjón Ólafsson
- Einar Ben
- Jón Aðalsteinn Jónsson
- Georg P Sveinbjörnsson
- Gunnar Freyr Hafsteinsson
- Ólafur Ragnarsson
- Guðrún Magnea Helgadóttir
- Ólafur Björn Ólafsson
- Halldór Jónsson
- Elvar Atli Konráðsson
- Kristján H Theódórsson
- Guðjón Sigþór Jensson
- Helgi Már Barðason
- Brynja Hlíf Þorsteinsdóttir
- Víðir Benediktsson
- Valgerður Sigurðardóttir
- Jens Sigurjónsson
- Vestfirðir
- Sigurður Ásbjörnsson
- Jón Magnússon
- Viðar Friðgeirsson
- Axel Jóhannes Yngvason
- Svava S. Steinars
- Guðsteinn Haukur Barkarson
- Quackmore
- Árni "Gamli" Einarsson
- Haukur Már Helgason
- Þóra Guðmundsdóttir
- Heiða Þórðar
- Steingrímur Ólafsson
- Vefritid
- Ársæll Níelsson
- S. Einar Sigurðsson
- Rannveig H
- Gísli Gíslason
- Bjarni Kjartansson
- Steingrímur Helgason
- Fiðrildi
- Baldur Fjölnisson
- Þorsteinn Ásgeirsson (Icerock)
- Linda Lea Bogadóttir
- Félag Ungra Frjálslyndra
- Hanna
- Sverrir Stormsker
- Ottó Marvin Gunnarsson
- gudni.is
- Einar Vignir Einarsson
- Hákon Unnar Seljan Jóhannsson
- Valgerður Halldórsdóttir
- Guðmundur Jónas Kristjánsson
- Sæþór Helgi Jensson
- Fríða Björk Einarsdóttir
- Jóhann Kristjánsson
- Oddur Helgi Halldórsson
- Guðrún Jóna Gunnarsdóttir
- María Harðardóttir og Þorsteinn Narfason
- Grétar Rögnvarsson
- Ragnar Þór Ingólfsson
- Róbert Guðmundur Schmidt
- Steinn Hafliðason
- Landssamband ungra frjálslyndra
- Bergþóra Árnadóttir - RIP 15.2.48 - 8.3.07
- Þórir Aðalsteinsson
- Vilborg Traustadóttir
- Arnþrúður Karlsdóttir
- Sævar Einarsson
- Ketilás
- Ómar Pétursson
- Eyþór Grétar Grétarsson
- FF
- Jón Þór Bjarnason
- Óskar Þ. G. Eiríksson
- Vilhjálmur Árnason
- Alexander Kristófer Gústafsson
- Róbert Tómasson
- Landvernd
- ThoR-E
- Haraldur Baldursson
- Sigurður Jón Hreinsson
- Eyþór Laxdal Arnalds
- busblog.is
- Sigríður Inga Sigurjónsdóttir
- Himmalingur
- Svanhildur Karlsdóttir
- Gísli Birgir Ómarsson
- Árni Árnason
- Grétar Mar Jónsson
- Perla
- Ingunn Guðnadóttir
- Irma Þöll
- Skattborgari
- Gulli litli
- Jón Snæbjörnsson
- Þráinn Jökull Elísson
- Sigríður Elfa Eyjólfsdóttir
- Mál 214
- Bullukolla
- kreppukallinn
- hreinsamviska
- Arinbjörn Kúld
- Orgar
- Guðjón Baldursson
- Gunnar Þór Gunnarsson
- Hörður B Hjartarson
- Gunnar Björn Björnsson
- Haraldur Hansson
- Þórólfur S. Finnsson
- Birna Steingrímsdóttir
- Gestur Guðjónsson
- Jónas Rafnar Ingason
- Stríða
- Götusmiðjan
- Brynja skordal
- Haraldur Bjarnason
- Guðmundur Óli Scheving
- Ásta
- Markús frá Djúpalæk
- Jörundur Garðarsson
- MIS
- Þorsteinn H. Gunnarsson
- Björn Júlíus Grímsson
- S Kristján Ingimarsson
- Bryndís Haraldsdóttir
- Þórður Björn Sigurðsson
- Magnús Kristjánsson
- Bergur Sigurðsson
- Guðrún Ólafía Brynleifsdóttir
- Hildur Helga Sigurðardóttir
- Ólafía Herborg Jóhannsdóttir
- Heimssýn
- Brosveitan - Pétur Reynisson
- Óskar Arnórsson
- Sigurbjörn Svavarsson
- Árni Davíðsson
- Lúðvík Lúðvíksson
- Árelíus Örn Þórðarson
- Friðrik Hansen Guðmundsson
- Jakob Þór Haraldsson
- Guðrún Katrín Árnadóttir
- Þorsteinn Valur Baldvinsson
- L.i.ú.
- Rafn Gíslason
- Vilhjálmur Sveinn Björnsson
- Samtök Fullveldissinna
- Vaktin
- Arnar Guðmundsson
- Lárus Baldursson
- Sveinn Elías Hansson
- Þórarinn Baldursson
- Kjartan Magnússon
- ÞJÓÐARHEIÐUR - SAMTÖK GEGN ICESAVE
- Berglind Steinsdóttir
- Bjarney Vigdís Ingimundardóttir
- BJÖRK
- Björn Emilsson
- Dagný
- Dominus Sanctus.
- Friðgeir Sveinsson
- Guðmundur Ásgeirsson
- Guðmundur Pálsson
- Helgi Þór Gunnarsson
- Högni Snær Hauksson
- Inga Sæland Ástvaldsdóttir
- Jón Þórhallsson
- Kristján P. Gudmundsson
- Ómar Bjarki Smárason
- Ragnar Stefán Rögnvaldsson
- Rósa Aðalsteinsdóttir
- Samstaða þjóðar
- Sigurður Ingólfsson
- Stefán Júlíusson
- Sumarliði Einar Daðason
- Sveinn Björnsson
- Tryggvi Gunnar Hansen
- Úrsúla Jünemann
- Valdimar H Jóhannesson
Tenglar
Mínir tenglar
- Losnað við pestina Þetta hefur reynst mér vel við að losna við allar pestir þá 5 mánuði sem ég hef reynt immiflexið
- Ginseng Hér fæ ég kraftinn
- Frjálslyndi flokkurinn Vill breyta kvótakerfinu
- Ungmennasamband Skagafjarðar Ég er formaður
- Hér kaupi ég tölvudótið Ódýrt og gott
Sjávarútvegsmál
- Hafró Stofnunin þar sem ákveðið er hversu mikið má veiða
- Landssamband íslenskra útvegsmanna LÍÚ
- Landssamband smábátaeigenda LS
- Jörgen Niclasen Formaður Fólkaflokksins í Færeyjum
- Helgi Áss Grétarsson Sérfræðingur í HÍ á vegum LÍÚ
Fréttamiðlar
- Al Jazeera Gefur Bandaríkjamönnum engin grið
- BBC BBC
- Börsen Dönsk fjármálasíða
- Seðlabankinn Musteri Davíðs
Nýjustu athugasemdir
- Hæstaréttardómari götunnar: Sæll Sigurjón; æfinlega ! Burt sjeð; frá viðhorfum Jóns Stein... 31.1.2025
- Aðgerðablaðamennska Morgunblaðsins: Takk fyrir svarið, Sigurjón. Inga Sæland sagði í viðtali, "Við ... 23.1.2025
- Aðgerðablaðamennska Morgunblaðsins: Flokkur fólksins var rétt skráður en lögum var síðan breytt got... 23.1.2025
- Aðgerðablaðamennska Morgunblaðsins: Ég las eftirfarandi á Vísi.is: Skrifstofa Alþingis hefur staðf... 23.1.2025
- Aðgerðablaðamennska Morgunblaðsins: Nei alls ekki það er ekki rétt hvernig færðu það út? 22.1.2025
- Aðgerðablaðamennska Morgunblaðsins: Er það ekki rétt að Flokkur fólksins fékk peninga sem hann átti... 22.1.2025
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (3.2.): 1
- Sl. sólarhring: 12
- Sl. viku: 961
- Frá upphafi: 1021339
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 877
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Myndaalbúm
Eldri færslur
- Janúar 2025
- Desember 2024
- Nóvember 2024
- Október 2024
- September 2024
- Ágúst 2024
- Júlí 2024
- Júní 2024
- Maí 2024
- Apríl 2024
- Mars 2024
- Janúar 2024
- Apríl 2023
- Október 2022
- Október 2021
- Febrúar 2021
- Janúar 2021
- Janúar 2019
- Apríl 2018
- Desember 2017
- Október 2016
- Ágúst 2016
- Janúar 2016
- Nóvember 2015
- Nóvember 2014
- Apríl 2013
- Mars 2013
- Febrúar 2013
- Desember 2012
- Ágúst 2012
- Júlí 2012
- Júní 2012
- Maí 2012
- Apríl 2012
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- Október 2011
- Ágúst 2011
- Júlí 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007