Bloggfærslur mánaðarins, apríl 2007
11.4.2007 | 17:15
Steingrímur J. Sigfússon og Jón Magnússon eru sammála í útlendingamálum!
Í riti Steingríms J. Sigfússonar Við öll sem kom út fyrir síðustu jól má kynna sér náið skoðun stjórnmálamannsins til hinna ýmsu málefna, s.s. hnattvæðingar og innflutts vinnuafls.
Í neðangreindum köflum kemur fram að Steingrímur varar sérstaklega við því að afnema öll höft á flæði vinnuafls á milli landa. Í bókinni tekur hann þar með undir sjónarmið Frjálslynda flokksins um að það beri að stýra og takmarka óheftan innflutning fólks frá fátækari ríkjum enda geti það leitt til félagslegra undirboða.
Steingrímur varar sérstaklega við ómaklegri gagnrýni á hendur þeim sem þora að ganga fram fyrir skjöldu sem t.d. verkalýðsfélögin og Frjálslyndi flokkurinn hafa gert. Það má segja að sú spá hafi gengið eftir, Frjálslyndi flokkurinn hefur orðið fyrir mjög ómaklegri gagnrýni og verið sakaður jafnvel um útlendingahatur og kynþáttahyggju.
Úr III. kafla: Atvinnulíf, viðskipti og stjórnvöld á tímum hnattvæðingar
Algengt er að talsmenn svokallaðrar hnattvæðingar láti eins og hún sé eingöngu framþróun viðskiptafrelsis og boði fráhvarf frá hvers kyns höftum og einokun. Eins séu verkalýðshreyfingin íslenska, og allir sem gagnrýna fyrirtæki eins og Impregilo, knúin áfram af heimóttarskap ef ekki öðru verra eins og kynþáttafordómum. En staðreyndin er sú að alþjóðavæðing eða hnattvæðing eru í svona tilvikum falleg orð yfir ljótan hlut. Þ.e. hvernig þeir ríkustu og öflugustu tryggja eigin hagsmuni með því að nýta sér misskiptingu í heiminum og standa þannig í reynd vörð um áframhaldandi ójöfnuð eða jafna hlutina niðurávið (bls. 74).
Einn fylgifiskur hnattvæðingar á forsendum fjölþjóðafyrirtækja og fjármagnseigenda eru félagsleg undirboð þar sem launakjör, aðbúnaður og félagsleg réttindi eru brotin niður með víxlverkun, þ.e. tilflutningi á ódýru vinnuafli og/eða flutningi atvinnustarfsemi til láglaunasvæða (e. social dumping) sem síðan er réttlætt með því að verið sé að útvega fátæku fólki vinnu og betri lífskjör (bls. 70).
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 18:39 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (21)
11.4.2007 | 12:10
Eiríkur Bergmann er enginn fræðimaður
Það er umhgusunarvert að maður sem ber titilinn dósent og þar að auki er forstöðumaður seturs í Evrópufræðum við Háskólann við Bifröst skuli vera fyrirmunað að beita gagnrýnni hugsun eða hvað þá hlutlægni í umfjöllun um fræðasvið sitt sem á að vera stjórnmálafræði. Eiríkur er þó hvergi hlutlaus í "fræðimennsku" sinni. Hann er stækur talsmaður þess að Ísland afsali fullveldi sínu og gangi í Evrópusambandið. Hann er einnig eins og félagar hans í Samfylkingunni harður baráttumaður fyrir því Ísland sé galopið fyrir útlendingum.
Það er áhugavert að Eiríkur starfar á Bifröst en þar er rektor Ágúst Einarsson kvótagreifi, fyrrverandi þingmaður Samfylkingarinnar og pabbi núverandi varaformanns Samfylkingarinnar. Ágúst skrifaði í hitteðfyrra kennslubók í rekstrarhagfræði sem notuð er í háskólum landsins þar sem hann sagði hreint út að það ætti að fjölga íbúum á Íslandi í þrjár til fimm milljónir íbúa með innflutningi fólks.
Magnús Þór Hafsteinsson varaformaður Frjálslynda flokksins sem stóð sig frábærlega í kosningasjónvarpi RUV í gær þar sem talað var um utanríkismál og málefni innflytjenda hefur bent á þessar hugmyndir eins helsta hugmyndafræðings Samfylkingarinnar í umræðunni um innflytjendur. Það má lesa um þetta hér (Hver er framtíðarsýn Samfylkingar í innflytjendamálum?). Þetta er sú stefna og framtíð fyrir íslenskt þjóðfélag sem Eiríkur Bergmann er að berjast fyrir. Það er að gera Ísland að nýlendu fyrir útlendinga sem hingað koma frá löndum Evrópusambandsins og sjá um leið til þess að afkomendur þeirra sem hafa búið í landinu síðustu 1100 ár verði minnihluti í eigin landi.
Því miður virðast sterk öfl í þjóðfélagi okkar róa að því að þessi framtíðarsýn nái fram að ganga. Frjálslyndi flokkurinn er eini stjórnmálaflokkurinn sem vill koma stýringu á innflutning fólks frá EES löndunum. Kjósendur hafa því skýra valkosti. Ef þeir vilja stýringu á innstreymi til landins og þannig verja þá þjóðfélagsgerð sem hér er þá eiga þeir að veita Frjálslynda flokknum umboð með atkvæði sínu. Ef þeir vilja deila framtíðarsýn með Eiríki Bergmann og hans skoðanasystkinum þá hljóta þeir að kjósa einhvern af hinum flokkunum.
En til að berjast fyrir þessari göfugu hugsjón sinni og yfirmanns hans á Bifröst að dæla útlendingum stjórnlaust inn í landið og koma þjóðinni í hendurnar á valdhöfum í Brussel, þá reynir þessi svokallaði fræðimaður að beita öllum brögum til að sverta alla þá sem styðja Frjálslynda flokkinn og þau stefnumál og gildi sem hann stendur fyrir.
Í dag lætur Eiríkur Bergmann Einarsson ekki af uppteknum hætti á heimasíðu sinni birtir samhengislaus ummæli talsmanna Frjálslynda flokksins um málefni og reynir að leggja út á versta veg. Um leið er athygli vert að "fræðimaðurinn" hefur lokað fyrir komment á bloggsíðu sinni þannig að það er ómögulegt að koma við andsvörum við árásum hans og níði. (Okkur er í fersku minni þegar hann uppnefndi Magnús Þór og Jón Magnússson fyrir nokkrum dögum og kallaði annan Magnús Hagen og hinn Jón Le Pen). Þetta er eflaust allt gert í nafni upplýstar umræðu göfugrar fræðimennsku.
En án gríns og í fúlustu alvöru - er ekki ábyrgðarhluti að svona mönnum skuli yfirhöfuð treyst til þess að mennta fólk í landinu?
![]() | Eirikur Bergmann EinarssonDósent og forstöðumaður Evrópufræðaseturs |
10.4.2007 | 21:26
Fann Hafró engan þorsk í rallinu?
Það gengur hvorki né rekur í að byggja upp þorskstofninn enda stangast sú uppbygging á við hefðbundin raunvísindi. Ef menn trúa því á annað borð að hægt sé að byggja upp fiskistofna, þá er glórulaust að byggja upp alla fiskistofna samtímis sem lifa hverjir á öðrum s.s. loðnu og þorsk.
Það hafa ekki borist neinar fréttir úr togararalli Hafró sem er árleg vortalning fiska á Íslandsmiðum en það verður einkar athyglisvert að bera niðurstöðu Hafró um fjölda fiska í hafinu við Ísland við þau góðu aflabrögð sem hafa verið upp á síðkastið.
Haustrallið gaf hins vegar til kynna að þorskstofninn væri á niðurleið og einn helsti sérfræðingur Hafró í þorskmælingum, Björn Ævar Steinarsson, gaf sl. haust skýrt til kynna að það væri hætta á algjöru hruni ef haldið yrði áfram með sömu sókn í þorskstofninn. Hafró hefur síðan fundað og boðað enn frekari niðurskurð á aflaheimildum og sömuleiðis breytingar á stórfurðulegri 25% aflareglu sem segir til um hve mikið á að veiða úr veiðistofni árlega. Sú regla byggir ekki á nokkurri líffræði.
Davíð Oddsson átti það til að finna fisk rétt fyrir kosningar og verður fróðlegt að fylgjast með því hvort Einar Kristinn Guðfinnsson verður jafn fundvís nú skömmu fyrir kjördag.
Eitt er víst að fyrstu niðurstöður úr togararallinu liggja nú þegar fyrir og þess vegna er fátt sem skýrir það hvers vegna þær eru ekki birtar.
Stjórnmál og samfélag | Breytt 11.4.2007 kl. 00:21 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
9.4.2007 | 11:27
Harðlínumaðurinn Steingrímur J. Sigfússon vildi með öllum ráðum koma í veg fyrir óheft innstreymi vinnuafls
Guðrún María og Sigurður J. gátu sér rétt til um hver hélt þessa hörðu ræðu gegn óheftu innstreymi verkafólks frá fátækari ríkjum Evrópu, sem spurt var um í pistli hér að neðan. Svarið við spurningunni er: Enginn annar en Steingrímur J. Sigfússon, formaður VG.
Steingrímur J. Sigfússon varaði mjög við afleiðingum aukins innflutnings erlends verkafólks á íslenskan vinnumarkað og varaði sterklega við að öryggisákvæðin sem Frjálslyndi flokkurinn hyggst beita væru of aumleg og vildi hann greinilega ákvæði sem væru sterkari.
Það sem vakti sérstaka athygli mína var hvað ræða Steingríms J. Sigfússonar var ofsafengin og ég efast stórlega um að ég eða Magnús Þór Hafsteinsson, hvað þá Guðjón Arnar Kristjánsson, hefðum látið okkur viðlíka um munn fara. Steingrímur J. dregur sérstaklega fram, margsinnis, að verkafólk einnar þjóðar umfram annarrar geti verið sérstakt vandamál fyrir íslenskan vinnumarkað.
Ekki veit ég hvers vegna Steingrímur J. Sigfússon varaði ítrekað við portúgölsku verkafólki en hann verður að svara því sjálfur.
Mér er hins vegar óskiljanlegt að Steingrímur J. Sigfússon leyfi sér að úthrópa okkur í Frjálslynda flokknum sem viljum stjórna innflæði vinnuafls til landsins sem hægri öfgamenn og að flokkurinn standi fyrir ógeðfelldri umræðu.
Meint sök Frjálslynda flokksins er að vilja beita því öryggisákvæði í EES-samningunum sem að mati Steingríms sjálfs var allt of vægt, og mátti vel merkja að Steingrímur hafi haft sérstakar áhyggjur af Portúgölum í því sambandi.
Stefna Frjálslynda flokksins er stefna skynseminnar, þ.e. að hægja á innstreymi fólks til þess að íslenskur vinnumarkaður geti aðlagað sig gríðarlegum breytingum sem hafa átt sér stað á örfáum árum. Íslenskt samfélag þarf einnig að ná utan um þann fjölda sem kominn er til landsins áður en enn fleira fólki er stefnt til landsins.
Samfylkingin og VG, ásamt stjórnarflokkunum, hafa samviskubit vegna þess að flokkarnir brugðust innlendu launafólki illilega fyrir ári síðan þegar flokkarnir ákváðu að nýta sér ekki heimildir til þess að fresta því að galopna landið fyrir innstreymi vinnuafls frá fátækum ríkjum Evrópusambandsins.
Helsta vörn þessara flokka er að úthrópa nauðsynlega og þarfa umræðu sem vonda og eru þessir stjórnmálaflokkar með því að bregðast íslensku launafólki öðru sinni.
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 13:24 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (10)
8.4.2007 | 23:02
Hver lét þessi ,,ógeðfelldu" orð falla í umræðum á Alþingi?
Það gefur auga leið að minni háttar hræringar, hæringar sem ekki merkjast þegar stórþjóðirnar væru að telja upp hjá sér, gætu sett allt úr skorðum á Íslandi. Það þarf ekki annað að gerast en það verði vinsælt á Spáni eða í Portúgal að fara í fiskvinnslu til Íslands og menn ryðjist hingað inn og bjóðist til að vinna hér fyrir miklu lægra kaup. Það þarf ekki nema bara að íbúar í tveimur til þremur blokkum í Lissabon kæmu hingað til þess að ójafnvægi gæti skapast á íslenska vinnumarkaðnum. Portúgalar hafa unnið hér í fiski og þekkja það vel. Þeir eru ágætir starfsmenn. En því miður eru laun í því landi svo lág að það væri ástæða til að óttast að þeir kynnu að telja sér fært að koma hingað og vinna fyrir miklu hærra kaup sem Íslendingum hefur þó tekist að berja hér upp og er það þó ekki mikið.
Það væri áhugavert að lesendur síðunnar giskuðu á hvaða þingmaður lét ofangreind ógeðfelld orð falla í umræðum á Alþingi um þátttöku útlendinga á íslenskum vinnumarkaði.
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 23:13 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
8.4.2007 | 17:10
Er rétt að fréttamenn RÚV lýsi yfir stuðningi við baráttusamtök sem eru í nánum tengslum við stjórnmálaflokk?
Magnús Þór Hafsteinsson skrifaði grein á bloggsíðu sína í fyrradag þar sem hann gerði grein fyrir áhyggjum sínum af því hve iðulega væri hallað á þingmenn Frjálslynda flokksins.
Kristinn H. Gunnarsson hefur einnig gert ítarlega grein fyrir einkennilegum vinnubrögðum RÚV á heimasíðu sinni. Í fréttum í mars sl. fór Björg Eva Erlendsdóttir með rangfærslur um staðreyndir og gerði lítið úr mjög alvarlegri gagnrýni á fundarstjórn forseta Alþingis sem var kölluð deilur um keisarans skegg.
Ég hef áður greint frá því að það er eitthvað mikið að á fréttastofu ríkisútvarpsins og hef sagt frá vanstilltum skrifum Óðins Jónssonar fréttastjóra á heimasíðunni minni. Fréttastjóri útvarps allra landsmanna sagði að ég væri með skæting og í leit að einhverjum málstað þegar ég benti á slæleg vinnubrögð fréttastofu RÚV.
Ástæðan fyrir þessum ofsafengnu og ýktu viðbrögðum fréttastjóra RÚV var að ég gerði alvarlegar athugasemdir við það að fréttastofa ríkisútvarpsins hirti ekki um að leiðrétta augljósar rangfærslur í fréttum sem vörðuðu fiskveiðistjórn.
Það er grafalvarlegt að almenningur í landinu getur ekki treyst því að fréttir ríkisútvarpsins séu leiðréttar strax og fréttastjóri veit að farið hefur með rangfærslur.
Í dag barst mér tölvuskeyti frá flokksmanni í Frjálslynda flokknum sem benti á að Björg Eva Erlendsdóttir sem er einn af fréttamönnum ríkisútvarpsins eins og áður segir hafi lýst yfir stuðningi við Framtíðarlandið. Framtíðarlandið er í nánum tengslum við Íslandshreyfinguna og má sjá að kosningabarátta Íslandshreyfingarinnar er keyrð í kjölfar undirskriftasöfnunar og auglýsingaherferðar Framtíðarlandsins.
Björg Eva fréttamaður segir í stuðningsyfirlýsingu sinni
að ég hef von um að þetta framtak ýti við stjórnvöldum og að þau taki ákvörðun í máli sem varðar þjóðina alla. Það er þeirra hlutverk, en ekki Landsvirkjunnar, álfyrirtækja eða heimamanna
Nú síðustu vikurna hefur Björg Eva Erlendsdóttir orðið uppvís að því að dylgja um meintan ágreining innan Frjálslynda flokksins vegna auglýsingar um málefni innflytjenda. Það gerði hún án þess að ræða við forystumenn Frjálslynda flokksins um málið.
Það er greinilega eitthvað mikið að hjá fréttastofu ríkisútvarpsins.
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 21:32 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (8)
8.4.2007 | 14:44
Til hamingju Kristján
![]() |
Kristján sigraði í skíðakeppni frambjóðenda |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 15:03 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
6.4.2007 | 11:54
Eru Árni Johnsen og Kristján Þór líklegir til þess að sýna ráðdeild í ríkisrekstri?
Skattar hafa hækkað gríðarlega í stjórnartíð Sjálfstæðisflokksins.
Opinber gögn sýna að hið opinbera, ríki og sveitarfélög, taka alltaf stærri og stærri hlut af þjóðarframleiðslunni í sinn hlut.
Sjálfstæðisflokkurinn siglir gjarnan undir fölsku flaggi í umræðu um skattamál, s.s. þegar talsmenn flokksins halda því fram að skattar hafi verið lækkaðir. Það er rétt að einstaka breytingar hafa verið gerðar á skattakerfinu, t.d. afnám hátekjuskatts en samtímis hefa stjórnvöld látið hjá líða að hækka skattleysismörk sem hefur leitt af sér að það er farið æ dýpra í vasa þeirra sem hafa meðallaun og lægri laun á meðan skattbyrði er aflétt af þeim sem hafa allra hæstu launin.
Ef það á að ná fram raunverulegri skattalækkunum á almenning í landinu verður að sýna ráðdeild og skipulagsbreyting verður að verða hjá hinu opinbera, þá með fækkun ráðuneyta, sendiráða og minnkun yfirbyggingar.
Það er ljóst að forysta Sjálfstæðisflokksins er sljó og gengur um opinbert fé og eigur almennings rétt eins og þeirra séu þeirra eigin.
Ef litið er á þá nýju frambjóðendur Sjálfstæðisflokksins sem líklegt er að komast á þing þá er alls ekki líklegt að það verði nokkur breyting á þessari stefnu. Allir þekkja mál Árna Johnsen en einsýnt er að Kristján Þór Júlíusson verði ekki til nokkurs gagns í því að breyta stefnu Sjálfstæðisflokksins sem hefur birst í auknum útgjöldum og sérgæsku. Kristján Þór Júlíusson var bæjarstjóri Akureyrar sem rekinn var með mörg hundruð milljón króna halla á síðasta ári á sama tíma og hann leysti út milljónir króna í umdeild biðlaun.
5.4.2007 | 18:46
Nauðsynleg umræða um erlent vinnuafl gerð tortryggileg
Félagsmálaráðherra og fleiri reyna að þagga niður nauðsynlega umræðu um erlent vinnuafl á Íslandi. Það er gert með því að útmála talsmenn Frjálslynda flokksins og sömuleiðis er reynt að halda því að þjóðinni að Frjálslyndi flokkurinn ali á fordómum. Flestir sjá í gegnum þennan málflutning pólitískra andstæðinga Frjálslynda flokksins.
Staðreyndin er sú að Magnús Stefánsson treysti sér ekki til þess að ræða stefnu ríkisstjórnarinnar í málefnum útlendinga á Alþingi. Vera má að ástæðan hafi ekki einungis verið að hann hafi viljað forðast að ræða hraðsoðna stefnu ríkisstjórnarinnar heldur var hann einnig að forðast alla umræðu um Byrgið á sama tíma.
Það væri ráð að lesendur þessara lína veltu fyrir sér hvort að talsmenn Frjálslynda flokksins hafi kveðið fastar að orði um áhrif mikils innstreymis fólks en t.d verkalýðsfélagið sem setti eftirfarandi línur saman um áhrif fjölgunar erlends vinnuafls á íslenskt samfélag.
Þó blasir við nú þegar að íslenskt kerfi, til dæmis velferðarkerfið, er vanbúið að taka þeirri miklu fjölgun erlends vinnuafls sem þegar er orðin. Hvað þá heldur að það sé fært um að óbreyttu að takast á við enn meiri fjölgun.
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 20:10 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Bloggvinir
-
Helga Þórðardóttir
-
Gunnar Skúli Ármannsson
-
Jens Guð
-
Hallgrímur Guðmundsson
-
Ásta Hafberg S.
-
Jóhann Elíasson
-
Aðalheiður Ámundadóttir
-
Óskar Helgi Helgason
-
Georg Eiður Arnarson
-
Óskar Þorkelsson
-
Jakob Falur Kristinsson
-
Kolbrún Stefánsdóttir
-
Baldvin Jónsson
-
Jakobína Ingunn Ólafsdóttir
-
Ragnheiður Ólafsdóttir
-
Hallur Magnússon
-
Sigurður Þórðarson
-
Gunnlaugur B Ólafsson
-
Guðrún María Óskarsdóttir.
-
Katrín
-
Þarfagreinir
-
Samtök sjálfstæðra í sjávarútvegi
-
Frjálslyndi flokkurinn í Eyjafirði
-
Hallgrímur Óli Helgason
-
Jón Kristjánsson
-
Hrannar Björn Arnarsson
-
Hlynur Þór Magnússon
-
Jón Valur Jensson
-
Gunnar Th. Gunnarsson
-
Kjartan Eggertsson
-
Halla Rut
-
Ingólfur Þór Guðmundsson
-
Grétar Pétur Geirsson
-
Guðrún Þóra Hjaltadóttir
-
J. Einar Valur Bjarnason Maack
-
ragnar bergsson
-
Bjarni Harðarson
-
Rannveig Þorvaldsdóttir
-
Sigurður Sigurðsson
-
Eiríkur Guðmundsson
-
Stefán Friðrik Stefánsson
-
erlahlyns.blogspot.com
-
Agný
-
Guðjón Ólafsson
-
Einar Ben
-
Jón Aðalsteinn Jónsson
-
Georg P Sveinbjörnsson
-
Gunnar Freyr Hafsteinsson
-
Ólafur Ragnarsson
-
Guðrún Magnea Helgadóttir
-
Ólafur Björn Ólafsson
-
Halldór Jónsson
-
Elvar Atli Konráðsson
-
Kristján H Theódórsson
-
Guðjón Sigþór Jensson
-
Helgi Már Barðason
-
Brynja Hlíf Þorsteinsdóttir
-
Víðir Benediktsson
-
Valgerður Sigurðardóttir
-
Jens Sigurjónsson
-
Vestfirðir
-
Sigurður Ásbjörnsson
-
Jón Magnússon
-
Viðar Friðgeirsson
-
Axel Jóhannes Yngvason
-
Svava S. Steinars
-
Guðsteinn Haukur Barkarson
-
Quackmore
-
Árni "Gamli" Einarsson
-
Haukur Már Helgason
-
Þóra Guðmundsdóttir
-
Heiða Þórðar
-
Steingrímur Ólafsson
-
Vefritid
-
Ársæll Níelsson
-
S. Einar Sigurðsson
-
Rannveig H
-
Gísli Gíslason
-
Bjarni Kjartansson
-
Steingrímur Helgason
-
Fiðrildi
-
Baldur Fjölnisson
-
Þorsteinn Ásgeirsson (Icerock)
-
Linda Lea Bogadóttir
-
Félag Ungra Frjálslyndra
-
Hanna
-
Sverrir Stormsker
-
Ottó Marvin Gunnarsson
-
gudni.is
-
Einar Vignir Einarsson
-
Hákon Unnar Seljan Jóhannsson
-
Valgerður Halldórsdóttir
-
Guðmundur Jónas Kristjánsson
-
Sæþór Helgi Jensson
-
Fríða Björk Einarsdóttir
-
Jóhann Kristjánsson
-
Oddur Helgi Halldórsson
-
Guðrún Jóna Gunnarsdóttir
-
María Harðardóttir og Þorsteinn Narfason
-
Grétar Rögnvarsson
-
Ragnar Þór Ingólfsson
-
Róbert Guðmundur Schmidt
-
Steinn Hafliðason
-
Landssamband ungra frjálslyndra
-
Bergþóra Árnadóttir - RIP 15.2.48 - 8.3.07
-
Þórir Aðalsteinsson
-
Vilborg Traustadóttir
-
Arnþrúður Karlsdóttir
-
Sævar Einarsson
-
Ketilás
-
Ómar Pétursson
-
Eyþór Grétar Grétarsson
-
FF
-
Jón Þór Bjarnason
-
Óskar Þ. G. Eiríksson
-
Vilhjálmur Árnason
-
Alexander Kristófer Gústafsson
-
Róbert Tómasson
-
Landvernd
-
ThoR-E
-
Haraldur Baldursson
-
Sigurður Jón Hreinsson
-
Eyþór Laxdal Arnalds
-
busblog.is
-
Sigríður Inga Sigurjónsdóttir
-
Himmalingur
-
Svanhildur Karlsdóttir
-
Gísli Birgir Ómarsson
-
Árni Árnason
-
Grétar Mar Jónsson
-
Perla
-
Ingunn Guðnadóttir
-
Irma Þöll
-
Skattborgari
-
Gulli litli
-
Jón Snæbjörnsson
-
Þráinn Jökull Elísson
-
Sigríður Elfa Eyjólfsdóttir
-
Mál 214
-
Bullukolla
-
kreppukallinn
-
hreinsamviska
-
Arinbjörn Kúld
-
Orgar
-
Guðjón Baldursson
-
Gunnar Þór Gunnarsson
-
Hörður B Hjartarson
-
Gunnar Björn Björnsson
-
Haraldur Hansson
-
Þórólfur S. Finnsson
-
Birna Steingrímsdóttir
-
Gestur Guðjónsson
-
Jónas Rafnar Ingason
-
Stríða
-
Götusmiðjan
-
Brynja skordal
-
Haraldur Bjarnason
-
Guðmundur Óli Scheving
-
Ásta
-
Markús frá Djúpalæk
-
Jörundur Garðarsson
-
MIS
-
Þorsteinn H. Gunnarsson
-
Björn Júlíus Grímsson
-
S Kristján Ingimarsson
-
Bryndís Haraldsdóttir
-
Þórður Björn Sigurðsson
-
Magnús Kristjánsson
-
Bergur Sigurðsson
-
Guðrún Ólafía Brynleifsdóttir
-
Hildur Helga Sigurðardóttir
-
Ólafía Herborg Jóhannsdóttir
-
Heimssýn
-
Brosveitan - Pétur Reynisson
-
Óskar Arnórsson
-
Sigurbjörn Svavarsson
-
Árni Davíðsson
-
Lúðvík Lúðvíksson
-
Árelíus Örn Þórðarson
-
Friðrik Hansen Guðmundsson
-
Jakob Þór Haraldsson
-
Guðrún Katrín Árnadóttir
-
Þorsteinn Valur Baldvinsson
-
L.i.ú.
-
Rafn Gíslason
-
Vilhjálmur Sveinn Björnsson
-
Samtök Fullveldissinna
-
Vaktin
-
Arnar Guðmundsson
-
Lárus Baldursson
-
Sveinn Elías Hansson
-
Þórarinn Baldursson
-
Kjartan Magnússon
-
ÞJÓÐARHEIÐUR - SAMTÖK GEGN ICESAVE
-
Berglind Steinsdóttir
-
Bjarney Vigdís Ingimundardóttir
-
BJÖRK
-
Björn Emilsson
-
Dagný
-
Dominus Sanctus.
-
Friðgeir Sveinsson
-
Guðmundur Ásgeirsson
-
Guðmundur Pálsson
-
Helgi Þór Gunnarsson
-
Högni Snær Hauksson
-
Inga Sæland Ástvaldsdóttir
-
Jón Þórhallsson
-
Kristján P. Gudmundsson
-
Ómar Bjarki Smárason
-
Ragnar Stefán Rögnvaldsson
-
Rósa Aðalsteinsdóttir
-
Samstaða þjóðar
-
Sigurður Ingólfsson
-
Stefán Júlíusson
-
Sumarliði Einar Daðason
-
Sveinn Björnsson
-
Tryggvi Gunnar Hansen
-
Úrsúla Jünemann
-
Valdimar H Jóhannesson
Tenglar
Mínir tenglar
- Losnað við pestina Þetta hefur reynst mér vel við að losna við allar pestir þá 5 mánuði sem ég hef reynt immiflexið
- Ginseng Hér fæ ég kraftinn
- Frjálslyndi flokkurinn Vill breyta kvótakerfinu
- Ungmennasamband Skagafjarðar Ég er formaður
- Hér kaupi ég tölvudótið Ódýrt og gott
Sjávarútvegsmál
- Hafró Stofnunin þar sem ákveðið er hversu mikið má veiða
- Landssamband íslenskra útvegsmanna LÍÚ
- Landssamband smábátaeigenda LS
- Jörgen Niclasen Formaður Fólkaflokksins í Færeyjum
- Helgi Áss Grétarsson Sérfræðingur í HÍ á vegum LÍÚ
Fréttamiðlar
- Al Jazeera Gefur Bandaríkjamönnum engin grið
- BBC BBC
- Börsen Dönsk fjármálasíða
- Seðlabankinn Musteri Davíðs
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (11.4.): 2
- Sl. sólarhring: 2
- Sl. viku: 39
- Frá upphafi: 1022095
Annað
- Innlit í dag: 2
- Innlit sl. viku: 28
- Gestir í dag: 2
- IP-tölur í dag: 2
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Myndaalbúm
Eldri færslur
- Janúar 2025
- Desember 2024
- Nóvember 2024
- Október 2024
- September 2024
- Ágúst 2024
- Júlí 2024
- Júní 2024
- Maí 2024
- Apríl 2024
- Mars 2024
- Janúar 2024
- Apríl 2023
- Október 2022
- Október 2021
- Febrúar 2021
- Janúar 2021
- Janúar 2019
- Apríl 2018
- Desember 2017
- Október 2016
- Ágúst 2016
- Janúar 2016
- Nóvember 2015
- Nóvember 2014
- Apríl 2013
- Mars 2013
- Febrúar 2013
- Desember 2012
- Ágúst 2012
- Júlí 2012
- Júní 2012
- Maí 2012
- Apríl 2012
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- Október 2011
- Ágúst 2011
- Júlí 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007