Leita í fréttum mbl.is

Hver lét þessi ,,ógeðfelldu" orð falla í umræðum á Alþingi?

Það gefur auga leið að minni háttar hræringar, hæringar sem ekki merkjast þegar stórþjóðirnar væru að telja upp hjá sér, gætu sett allt úr skorðum á Íslandi. Það þarf ekki annað að gerast en það verði vinsælt á Spáni eða í Portúgal að fara í fiskvinnslu til Íslands og menn ryðjist hingað inn og bjóðist til að vinna hér fyrir miklu lægra kaup. Það þarf ekki nema bara að íbúar í tveimur til þremur blokkum í Lissabon kæmu hingað til þess að ójafnvægi gæti skapast á íslenska vinnumarkaðnum. Portúgalar hafa unnið hér í fiski og þekkja það vel. Þeir eru ágætir starfsmenn. En því miður eru laun í því landi svo lág að það væri ástæða til að óttast að þeir kynnu að telja sér fært að koma hingað og vinna fyrir miklu hærra kaup sem Íslendingum hefur þó tekist að berja hér upp og er það þó ekki mikið.

Það væri áhugavert að lesendur síðunnar giskuðu á hvaða þingmaður lét ofangreind „ógeðfelld“ orð falla í umræðum á Alþingi um þátttöku útlendinga á íslenskum vinnumarkaði.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðrún María Óskarsdóttir.

Sæll Sigurjón.

Já hugsa sér bara !!! Getur það verið Steingrímur ?

kv.gmaria.

Guðrún María Óskarsdóttir., 8.4.2007 kl. 23:27

2 Smámynd: Níels A. Ársælsson.

Einar Oddur eða Davíð Oddsson.

Níels A. Ársælsson., 9.4.2007 kl. 00:45

3 identicon

Jón Magnússon eða Magnús Þór :)

Nei, þetta er hann Steingrímur J árið 1993 

Sigurður J (IP-tala skráð) 9.4.2007 kl. 09:07

4 identicon

Sæll Sigurjón,

Legg til að næsta gáta hjá þér verði hver sagði þetta:
"stefna danskra stjórnvalda í málefnum innflytjenda hefur verið mjög umdeild. Í Danmörku eru allt aðrar aðstæður en á Íslandi."

 "Þá ber kannski að skilja löggjöfina núna sem svo að menn séu að reyna að byrgja brunninn áður en barnið dettur ofan í hann. En mér finnst það í raun og veru óþarfi...""

Svo getur næsta gáta þar  á eftir verið um þetta:
"Hér eru hins vegar vísbendingar um að það sé aukin andstaða við að leyfa ætti fleiri útlendingum að vinna hér á landi og að við ættum ekki að taka við fleiri flóttamönnum. Þetta eru einungis vísbendingar en þrátt fyrir það gæti falist í því aðvörun en ég treysti í sjálfu sér stjórnvöldum á hverjum tíma til að vera á vakt gegn þeirri vá sem fordómar gegn útlendingum eru. Við vitum alveg hvernig nágrannalöndin hafa lent í vandræðum með slíka hluti, það ætti að verða okkur lexía og við ættum einmitt að stúdera grannt hver reynsla þeirra hefur verið og draga síðan lærdóm af því og ég efast í raun og veru ekkert um að okkur Íslendingum takist að gera það. Við þurfum á útlendingum að halda í framtíðinni, bæði til að auka og auðga menningu okkar en líka sem vinnuafli. Þeir eru velkomnir."

Bíð spenntur eftir þessum gátum hjá þér Sigurjón 

Ámundi (IP-tala skráð) 9.4.2007 kl. 10:45

5 Smámynd: Jón Aðalsteinn Jónsson

http://www.mbl.is/mm/frettir/erlent/frett.html?nid=1263646  Þetta er staðreynd frá Svíþjóð. Málflutningur okkar sem viljum fara varlega í þessum málum er úthrópaður. Það fer minna fyrir lausnum frá þeim sem að gagnrýna stefnu Frjálslyndra mest. Nokkurir sjónvarpsþættir sem að sýna aðbúnað folks breyta ekki neinu og það er því síður að það breyti einhverju að grafa hausin í sandin og tauta það verður öðruvísi hér jafnvel þó að það sé endurtekið í langan tíma. Þær fáu lausnir sem að gagnrýnendur Frjálslyndra hafa á takteinunum eru sömu lausnir og Frjalslyndir boða, það er aukin mentun og hjálp við aðlögun. Mér þætti ákaflega vænt um ef að einhver af andstæðingum stefnu Frjálslynda Flokksinns myndi nú útskýra fyrir mér og þá fleirum hvað það er sem að kemur til með að valda því að þróunin verður öðruvísi hér. Hvers vegna að í þessu máli en engu öðru felst lausnin í því að gera ekki neitt ????

Jón Aðalsteinn Jónsson, 9.4.2007 kl. 15:23

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband