Leita í fréttum mbl.is

Fann Hafró engan þorsk í rallinu?

Það gengur hvorki né rekur í að byggja upp þorskstofninn enda stangast sú uppbygging á við hefðbundin raunvísindi.  Ef menn trúa því á annað borð að hægt sé að byggja upp fiskistofna, þá er glórulaust  að byggja upp alla fiskistofna samtímis sem lifa hverjir á öðrum s.s. loðnu og þorsk.

Það hafa ekki borist neinar fréttir úr togararalli Hafró sem er árleg vortalning fiska á Íslandsmiðum en það verður einkar athyglisvert að bera niðurstöðu Hafró um fjölda fiska í hafinu við Ísland við þau góðu aflabrögð sem hafa verið upp á síðkastið. 

Haustrallið gaf hins vegar til kynna að þorskstofninn væri á niðurleið og einn helsti sérfræðingur Hafró í þorskmælingum, Björn Ævar Steinarsson, gaf sl. haust skýrt til kynna að það væri hætta á algjöru hruni ef haldið yrði áfram með sömu sókn í þorskstofninn.  Hafró hefur síðan fundað og boðað enn frekari niðurskurð á aflaheimildum og sömuleiðis breytingar á stórfurðulegri 25% aflareglu sem segir til um hve mikið á að veiða úr veiðistofni árlega.  Sú regla byggir ekki á nokkurri líffræði.

Davíð Oddsson átti það til að finna fisk rétt fyrir kosningar og verður fróðlegt að fylgjast með því hvort Einar Kristinn Guðfinnsson verður jafn fundvís nú skömmu fyrir kjördag. 

Eitt er víst að fyrstu niðurstöður úr togararallinu liggja nú þegar fyrir og þess vegna er fátt sem skýrir það hvers vegna þær eru ekki birtar.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband