Leita í fréttum mbl.is

Ræðan sem aldrei var flutt á eldhúsdegi

Félagar mínir Magnús og Kristinn gengu á tímann svo að þessi ræða verður að bíða betri tíma.

Góðir landsmenn  

Frjálslyndi flokkurinn er hópur hugsjónafólks.

Frjálslyndi flokkurinn hefur sýnt það hann beitir sér af alefli gegn þröngum sérhagsmunaklíkum sem hafa verið að sópa til sín landsins gæðum, s.s. þegar forkólfar Framsóknarflokkurinn seldur sjálfum sér Búnaðarbankann. Þetta var gert með aðstoð og vilja núverandi forsætisráðherra Geirs Haarde. Núverandi stjórnarflokkar hafa setið að völdum of lengi.

Valdaþreyta Framsóknar- og Sjálfstæðisflokks birtist m.a. í  dekri við þrönga sérhagsmuni, ábyrgðarleysi og spillingu.  Hver man ekki eftir efnahagsaðgerðum Geirs Haarde sem fólust í því að fresta opinberum framkvæmdum í nokkrar vikur á þeim landsvæðum þar sem samdráttur ríkti, s.s. á Vestfjörðum og Norðurlandi.  Þessi stjórnarhættir hafa kristallast í fjölda mála, s.s. Byrgismálinu þar sem brotlegir ógæfumenn eru eltir á meðan ráðamenn sem vissu um óráðsíuna héldu gögnum leyndum fyrir þjóð - og þingið skipa nefndir. Vinir og vandamenn hafa verið skipaðir í kippum í æðstu stöður, s.s. í Hæstarétt og sendiráð í fjarlægum heimsálfum.

Þessir óráðsía og flottræfilsháttur fer fram á sama tíma og öldruðum er gert að búa í þvinguðu sambýli með ókunnugum og dæmi eru einnig um að hjónum sé stíað í sundur

Nú síðustu dagana hafa flokkarnir bitið höfuðið af skömminni með því að boða breytingar á stjórnarskránni.  Breytingar sem deilt er um hvað þýða í raun og veru. Yfirgnæfandi meirihluti þjóðarinnar er mjög ósáttur við þessa stjórnarhætti og það er mjög mikilvægt að meirihlutinn lýsi þeim vilja í kosningunum í maí.   

Gott gengi Frjálslynda flokksins er lykillinn að því að fella ríkisstjórn ósanngirni og sérgæsku.  

Frjálslyndi flokkurinn deilir ekki þeirri sýn með formanni Framsóknarflokksins að Ísland eigi að vera borgríki en það viðhorf er ráðandi í ríkisstjórn Íslands og birtist víða, m.a. í óbilgjörnum kröfum í eignarlönd bænda.

Ísland þarf á nýrri ríkisstjórn að halda, ríkisstjórn sem tekur til almannahagsmuna alls staðar á landinu. Við viljum og teljum skynsamlegt að byggja allt Ísland og til þess að svo megi verða  verður að aflétta þeim ósanngjörnu atvinnuhöftum sem atvinnuvegir landsbyggðarinnar eru fjötraðir í bæði til sjávar og sveita.  

Það er mikilvægt að stjórnvöld reisi strax við flagg uppbyggingar í stað undanhalds sog tór liður í því er að stórefla þær menntastofnanir sem eru utan höfuðborgarsvæðisins, s.s. Háskólann á Akureyri. Sömuleiðis á að taka fagnandi tillögum um uppbyggingu orkufreks iðnaðar sem nýtir vistvæna orku, s.s. við Húsavík.

Ekki má gleyma því að bættur hagur hinna dreifðu byggða eflir höfuðborgina en rannsóknir sýna að nálægt tvöfalt hærri upphæðar í sköttum er aflað á landsbyggðinni en er varið á landsbyggðinni. Með öðrum orðum, ef hagur dreifbýlisins vex geta borgarbúar vænst hærra framlags til reksturs sameiginlegra verkefna á höfuðborgarsvæðinu. Frjálslyndi flokkurinn er bjartsýnn á framtíð sjávarbyggðanna við strendur landsins þegar góð og farsæl sátt næst um árangursríkari fiskveiðistjórn. Kerfinu verður breytt fyrr eða síðar og það verður mun auðveldara því fyrr sem hafist verður handa. Ég tel mikilvægt að þeirri vinnu stýri formaður Frjálslynda flokksins, Guðjón Arnar Kristjánsson, sem er sanngjarn maður og hefur víðtæka þekkingu og reynslu á sviði sjávarútvegs. Sáttin þarf að vera ekki einungis við núverandi handhafa aflaheimildanna heldur ekki síður við fólkið í landinu og þær byggðir sem hafa nýtt sér gjöful fiskimið um aldir.    

Ísland þarf á styrkri stjórn flokks að halda sem hefur skýra framtíðarsýn og stefnu. Frjálslyndi flokkurinn hefur skýra stefnu í velferðar- og skattamálum sem fellur vel að hagsmunum venjulegra Íslendinga.   


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Georg Eiður Arnarson

Til hamingju með ræðuna.kv frá eyjum.

Georg Eiður Arnarson, 14.3.2007 kl. 23:26

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband