Leita í fréttum mbl.is

Vill RÚV ekki leiðrétta mjög vafasaman fréttaflutning - má ekki styggja stjórnvöld?

Síðasta haust varð uppi fótur og fit í fjölmiðlum þar sem fjallað var um spá um hrun allra fiskistofna heimsins 2048. Það átti að heita að spáin byggði á vísindum.

Ég benti fréttastofu RÚV og íslenskum fjölmiðlum á að þessar fréttir væru vægast sagt byggðar vafasömum grunni en ég fjallaði talsvert um þá staðreynd á heimsíðunni minni sl. haust. Það eru staðreyndir að þeir sem komu að gerð falsspárinnar hafa verið fengnir til starfa af íslenskum stjórnvöldum til þess að taka út íslenska kvótakerfið og vera sérstakir hátíðagestir íslenskra stjórnvalda.

 

-------------------------------------------------

Grein af heimasíðunni minni frá því í haust.  

Miðvikudagur 8. nóvember 2006

Þögn íslenskra fjölmiðla

Íslenskir fjölmiðlar hafa algerlega þagað yfir því að dómsdagsspá um eyðingu fiskistofna hafi í raun verið beita fyrir fjölmiðla og ekkert annað.

---

Í óðagoti við að koma fréttatilkynningu út um dómsdagsspána sem greindi frá eyðingu fiskistofna 2048 var óvart sent bréf til fjölmiðla sem sýndi samskipti höfundar skýrslunnar við samstarfsmenn sína. Samskiptin greindu frá því að helsta ástæðan fyrir framreikningunum til ársins 2048 væri sú að það yrði að búa til beitu fyrir fjölmiðla. Það er óhætt að fullyrða að helstu fjölmiðlar heimsins hafi kokgleypt beituna en tilgangurinn var sá að vekja áhuga þar sem fullyrt var að lítill áhugi væri á innihaldi skýrslunnar nema fyrirsjáanleg væru einhver endalok á næstu áratugum.

Mér finnst sérstaklega áhugavert að Morgunblaðið sýni þessum tíðindum ekki meiri áhuga en raun ber vitni þar blaðið gerði þessa spá að forsíðufrétt sinni á dögunum. Hið sama má segja um Ríkisútvarpið sem gerði þessari skýrslu „góð“ skil.

Ég benti norska blaðinu Fiskaren á þessa frétt. Þar var brugðist strax við og ég á einnig von á að Fishing News taki málið upp.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband