Leita í fréttum mbl.is

Jarðgangaáætlun samþykkt

Guðjón Arnar fékk samþykkta þingsályktunartillögu á síðasta degi þingsins um að koma vegakerfi landsins niður fyrir 200 m hæð. Hér er um framsýna tillögu að ræða og það er greinilegt að vindar eru að snúast til jarðgangagerðar vegna þess að í fyrstu þegar við lögðum fram tillögur af þessu tagi voru þær taldar dæmi um veruleikafirringu eða ávísun á óráðsíu.

Nú er andrúmsloftið annað og t.d. var kynnt í ríkissjónvarpinu í fyrrakvöld mjög áhugaverð borun með nýrri aðferð fyrir austan, á Egilsstöðum, Seyðisfirði og suður eftir fjörðunum.

Það er tilhlökkunarefni þegar þetta kemst í framkvæmd og atvinnusvæði Austfirðinga stækkar til muna.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Vonandi fáum við líka jarðgöng fljótlega.  Ekki veitir af hér í öllum bölmóðnum og svartsýninu.  Samgöngur og tengingu við alla Vestfirði er nauðsynlegt og þarft mál.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 21.3.2007 kl. 10:52

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband