Leita í fréttum mbl.is

Sigmundur Davíð skammast í öllum málum - mannréttindi Tortólanna

Nýr Framsóknarflokkur er ekki nýrri en svo að þingmenn flokksins mega ekki heyra á það minnst að hreyft sé við helsta pólitíska minnisvarða fyrrum leiðtoga Framsóknarflokksins, Halldórs Ásgrímssonar, en þá á ég við illræmt kvótakerfi í sjávarútvegi, sem markaði upphaf ofurveðsetningar og hrunsins.   Fyrrum flokkur dreifbýlisins  þvældist fyrir því síðustu vikurnar á þingi, að opnuð yrði lítil glufa tímabundið á  leyfi til takmarkaðra handfæraveiða.

Formaður Framsóknarflokksins hefur skammast í öllum málum þinginu án þess að koma með nokkrar raunhæfar lausnir nema þá helst í Icesave-málinu.  Í kvöldfréttum skammaðist hann yfir bæði aukinni skattheimtu og niðurskurði ríkisútgjalda.  Þessi afstaða er óskiljanleg í 170 milljarða halla á ríkiskassanum, sérstaklega ef litið er til þess  að Sigmundur Davíð er á móti gjaldeyrishöftunum og hefur ekki lagt til neinar markverðar leiðir til tekjuöflunar.

Það liggur beinast við að það séu sóttar auknar gjaldeyristekjur í sjóinn, en þorskaflinn er einungis þriðjungurinn af því sem hann var áður en hafist var handa við vitavonlausa uppbyggingu á þorskstofninum, sem stangast á við viðtekna vistfræði. 

Í stað þess að leita allra leiða með opnum hug við að breyta kerfi sem sannarlega hefur reynst þjóðinni dýrkeypt, þá dundar formaður Framsóknarflokksins, með hinum klíkuflokknum, við að leggja fram tillögu um að loka leiðum til breytinga á kvótakerfinu -  Breytinga sem vel að merkja, kæmu á móts við álit Mannréttindanefndar Sameinuðu þjóðanna. 

Þess ber að geta formanni Framsóknarflokksins hefur verið á umliðnum mánuðum mjög umhugað um mannréttindi en hann varaði sterklega við  í nafni mannréttinda, að eignir Tortóla fjárglæframannanna yrðu kyrrsettar.


mbl.is Vilja yfirlýsingu um að hætt verði við fyringarleið
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Finnur Bárðarson

Sigmundur hafnaði alfarið á sínum tíma að eignir auðmanna væru frystar. Er þetta maðurinn sem við eigum að treysta ?

Finnur Bárðarson, 19.6.2009 kl. 19:53

2 Smámynd: Sigurjón Þórðarson

Finnur, ég veit ekki hvort að þetta snúist um persónuna Sigmund Davíð, heldur þarf að fara fram ákveðin hugarfarsbreyting í stjórnmálunum og losna strax út úr klíkugengjum og gjaldþrota hagsmunasamtökum sem hafa komið öllu í þrot.

Þjóðin hefur ekki efni á þessu.

Sigurjón Þórðarson, 19.6.2009 kl. 20:05

3 identicon

Skil ekki Sigmund Davíð ! Mér finnst hann algjör froðusnakkur. Gagnrýnir allt eins og hann einn viti allt best og kemur ekki með neinar úrlausnir. Við þurfum ekki svona fólk á alþingi. Nú þurfa allir flokkar að vinna saman.

Ína (IP-tala skráð) 20.6.2009 kl. 02:34

4 Smámynd: Hafsteinn Viðar Ásgeirsson

Jæja segðu Sigurjón. Ég veit bara ekki hvernig stendur á að það skuli ekki einhverjir sæmilega uppaldir taka í lurgina á þessum kjána, þeir eru þó til, hélt ég, í þessum Guðs-volaða Framsóknarflokki??? Ég held nefnilega að þetta snúist um persónuna Sigmund Davíð.

Hafsteinn Viðar Ásgeirsson, 20.6.2009 kl. 07:43

5 Smámynd: ThoR-E

auðmennirnir/útrásarvíkingarnir/bankaeigendurnir ... eiga hér eignir og fyrirtæki ... hvernig væri að taka þetta upp í þessar skuldir sem þessir menn hafa búið til eins og IceSlave og Edge... svona allavegana áður en ráðist er á bætur öryrkja og ellilífeyrisþega...

bara hugmynd..

tek undir með þér samb. við formann Framsóknarflokksins .. öskurapi með engar lausnir... við eigum nóg af svoleiðis trúðum.

ThoR-E, 20.6.2009 kl. 10:36

6 Smámynd: Hafsteinn Viðar Ásgeirsson

Það verður örugglega allt gert sem hægt er til að ná í rassgatið á þessu þotuliði sem liggur á fjármunum, en það er nú varla hægt að eyða þeim fjármunum fyrr en búið er að ná þeim, eða hvað? Þarf ekki fram að því að spara og draga saman?

Hafsteinn Viðar Ásgeirsson, 20.6.2009 kl. 12:22

7 identicon

Sigurjón Þórðarsson telur þú þig eiga meira erindi í íslensk stjórnmál en Sigmundur Davíð t.d. vegna klíkumyndanna í stjórnmálaflokkum?

Baldvin Nielsen Reykjanesbæ

B.N. (IP-tala skráð) 20.6.2009 kl. 15:18

8 Smámynd: Sigurjón Þórðarson

B.N. áttu við að ég sé líka inn í S- hópnum og Enn einum?

Sigurjón Þórðarson, 20.6.2009 kl. 17:28

9 identicon

Held það verði nú bara að segja það beint út, sem þú ýjar að, að Sigmundi Davíð er náttúrulega umhugað að vernda hagsmuni Tortólanna, það er það sem stendur honum næst.

Kyndarinn (IP-tala skráð) 21.6.2009 kl. 20:31

10 Smámynd: Hafsteinn Viðar Ásgeirsson

Það þarf nú ekki að velta sér mjög lengi uppúr því, hvaða öfl eru að kosta útgerðina á SDG og þau væru örugglega ekkert áfjáð í að gera út hann Sigurjón?

Hafsteinn Viðar Ásgeirsson, 21.6.2009 kl. 23:36

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband