Leita í fréttum mbl.is

Oddviti Sjálfstæðisflokksins vildi afsögn Vilhjálms Þ. Vilhjálmssonar borgarstjóra

Það er mjög erfitt að átta sig á þeirri atburðarás sem varð til þess að Sjálfstæðisflokkurinn fór frá völdum í Reykjavíkurhreppi.

Í dag upplýstist um sms-skilaboð sem gengu á milli kjörinna fulltrúa þar sem fram kom að viðkomandi væri til í allt án Villa og sömuleiðis hafa kjörnir fulltrúar stundað það síðustu viku að senda frá sér nafnlausar yfirlýsingar um vafasama sameiningu REI og GGE. 

Það eru þó ekki allir kjörnir fulltrúar Sjálfstæðisflokksins jafn feimnir að koma fram með hreinskipt álit á pólitísku sviptivindunum sem feyktu flokknum frá völdum. Ég gat ekki betur séð en að oddviti Sjálfstæðisflokksins í Tálknafirði, Eyrún Ingibjörg Sigþórsdóttir, kæmi fram í í Kastljósinu sl. fimmtudagskvöld þar sem hún sagði orðrétt.

Síðan bætti hún því við að ferill Vilhjálms væri allur. 

Það er mín skoðun að Eyrún Ingibjörg hafi með þessari yfirlýsingu sýnt mikinn styrk sem almenningur kann að meta. Hún opinberaði hreinskilnislega afstöðu sína og nánustu samherja til þeirra atburða sem urðu í höfuðborginni.

Eyrún Ingibjörg leiðir eins og áður segir starf Sjálfstæðisflokksins í sjávarbyggðinni Tálknafirði í kjördæmi sjávarútvegsráðherrans  Einars K. Guðfinnssonar og er kjörin í miðstjórn Sjálfstæðisflokksins.

Það er sannarlega til eftirbreytni að kjörnir fulltrúar viðri afstöðu sína til þessa vafasama máls sem getur orðið til þess að auðlindir lendi með einhverju baktjaldamakki hjá einhverjum skuggaböldrum. Ég er á þeirri skoðun að hreinlegast sé að fram fari lögreglurannsókn á sameiningu REI og GGE og átta mig bara alls ekki á því hvers vegna málfræðingurinn Svandís Svavarsdóttir þykist ætla í þau verk.

Ég spái því að það hitni allsvakalega undir Svandísi ef fólk verður þess vart að hún muni ekki hreyfa við þeim aðila sem liggur undir grun um að vera höfuðpaurinn í baktjaldamakki REI vegna þess að viðkomandi tryggir henni völdin.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Friðrik Þór Guðmundsson

Sko, komnar undirtektir undir tillögu mína um hreina og klára lögreglurannsókn á orkuveituspillingunni. Takk fyrir það!

Friðrik Þór Guðmundsson, 14.10.2007 kl. 21:45

2 Smámynd: Árni Gunnarsson

Mér þykja nú þessi óheilindi kringum meirihlutaklúðrið hafa aukist að mun við þessar SMS umræður. Hvað á það að þýða að halda einhverri leynd yfir þessum skilaboðum og þeim sem sendi þau?

Í kvöld svaraði Svandís spurningu fréttamanns um þetta í einhverjum véfréttastíl; neitaði ekki en kvaðst ekki vilja sögusagnir!

Eiga ekki borgarbúar skýlausan rétt á því að fá að vita hvaða vinnubrögð kjörnir fulltrúar þeirra viðhafa?  

Hver verður forseti borgarstjórnar þegar Ólafur F. Magnússon leysir varamann sinn Margréti Sverrisdóttur frá setu í borgarstjórn?

Er ekki næsta verkefni nýs meirihluta að fá fullorðið og þroskað fólk til að undirbúa afgreiðslur og ákvarðanir, og jafnframt að standa yfir fulltrúum á meðan þeir skrifa undir einhvern fjandann? 

Árni Gunnarsson, 14.10.2007 kl. 23:16

3 Smámynd: Magnús Þór Hafsteinsson

Atarna eru merkileg ummæli frá miðstjórnarfulltrúa í Sjálfstæðisflokknum sem falla sama dag og meirihlutinn fellur.

Þau segja meira en mörg orð um átökin sem standa nú yfir í þeim flokki og hafa gert um stund þó hljótt hafi farið. Þar ólgar og kraumar heldur betur undir yfirborðinu.

Magnús Þór Hafsteinsson, 14.10.2007 kl. 23:18

4 Smámynd: Jens Guð

  Þó Björn Ingi sé ekki traustari pappír en aðrir framsóknarmenn þá hefur hann áreiðanlega eitthvað til síns máls varðandi þetta sms-daður borgarfulltrúa Sjálfstæðisflokksins við VG og hugsanlega Samfylkingu.  Viðbrögð og svör Svandísar við spurningum fréttamanns staðfesta út af fyrir sig hvað var í gangi.  Líka fundur Geirs með borgarstjórnarfulltrúum Sjálfstæðisflokksins öðrum en Villa. 

Jens Guð, 15.10.2007 kl. 00:00

5 Smámynd: Dr Banco Vina  E.D.R.V

Hvað er alltaf verið að agnúast út í Villa sem vissi hvað hann vissi ekki og vissi þó meira en hann vissi eða vildi að hann vissi sem var minna en hann vissi sagði einhleypa konan í Efra Breiðholti í morgun

Dr Banco Vina E.D.R.V, 15.10.2007 kl. 09:50

6 Smámynd: Árni Gunnarsson

Eitt það gáfulegasta sem ég hef séð um borgarstjórnarklúðrið er þessi fréttaskýring einhleypu konunnar úr Breiðholtinu.

Árni Gunnarsson, 15.10.2007 kl. 11:11

7 Smámynd: Sigurjón Þórðarson

Já Árni þessi skýring einhleypu konunnar er nokkuð djúpvitur.

Sigurjón Þórðarson, 15.10.2007 kl. 11:28

8 Smámynd: Ingólfur H Þorleifsson

Eyrún er kraftmikil kona sem segir sína skoðun. Ég er viss um að það eru ansi margir sjálfstæðismenn sammála henni og þar á meðal ég.

Ingólfur H Þorleifsson, 15.10.2007 kl. 12:28

9 Smámynd: Magnús Þór Hafsteinsson

En hvað með sjálfa forystu Sjálfstæðisflokksins? Ber hún enga ábyrgð á því að flokkurinn er nú búinn að missa borgina og nær henni sennilega seint aftur?

Magnús Þór Hafsteinsson, 15.10.2007 kl. 13:59

10 Smámynd: Ingólfur H Þorleifsson

Hún ber vissulega sína ábyrgð á þessu að vissu marki. Hún samþykkti að Vilhjálmur yrði oddviti. Davíð var búinn að halda honum utan við þá stöðu alla tíð. Núna vitum við hvers vegna.

Ingólfur H Þorleifsson, 15.10.2007 kl. 16:12

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband