Leita í fréttum mbl.is

Áhugaverðar pælingar hjá Kristjáni

Mér finnst þetta mjög áhugaverðar pælingar hjá Kristjáni en hann setur stærð og samspil hinna ýmsu dýrastofna í samhengi. 

Ég er sjálfur efins um að loðnuveiðar hafi mikinn afrakstur þorskstofnsins og legg þá til grundvallar það orkuflæði sem annars yrði ef loðnuveiðum yrði hætt.

Í góðri vertíð má búast við að 1 milljón tonna veiðist af loðnu.  Gefum okkur að þessum veiðum verði hætt og helmingur þess fisks sem hætt væri við að veiða lenti uppi í kjaftinum á þorskinum, þ.e. þá um 500 þúsund tonn.

Þumalputtaregla í líffræði segir að 10% æti dýra nýtist til vaxtar, en hin 90% tapast þegar farið er upp þrep í fæðukeðjunni. (Það er ástæðan fyrir því að rándýr eru margfalt færri en bráð). 

Af þessu leiðir að ef öll þessi loðna lenti í kjafti þorskins yrði þyngdaraukning þorskstofnsins um 50 þúsund tonn en aflareglan alræmda segir að það eigi að veiða 25% eða 20% af þyngdaraukningunni.  Valið út frá þessum forsendum er þannig 10 þúsund tonn af þorski á móti 1 milljón tonna af loðnu.

Ég vil að lokum minna á þær 50 þúsund hrefnur sem svamla megnið af árinu í kringum landið éta hér við land mun meira af fiski en íslenskir sjómenn veiða. Útreikningar Hafró gefa til kynna að hrefnan éti 2-3 milljónir tonna af fiski en íslenskir sjómenn hafa á undanförnum árum veitt með allt og öllu í kringum 1,5 milljón tonna.


mbl.is "Stórmerkilegt að við skulum ekki vera búnir að eyða þorskinum"
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Heimir Lárusson Fjeldsted

Hverjar eru tillögur þínar?

Heimir Lárusson Fjeldsted, 3.6.2007 kl. 15:26

2 Smámynd: Magnús Jónsson

tvennt er það sem er ekki í rökum þínum, og það fyrra er að þegar maðurinn tekur 1 miljón tonn þá hverfur 1 miljón tonn úr hafinu engu er skilað til baka, hitt er að ef þorskurinn étur segjum 500 þúsund tonn svo notuð sé þín tala, hann meltir og nýtir hugsanlega 20-30 % af því sem hann étur hinu skilar hann aftur í hringrásinna og það liggur mesti munurinn, því það sem þorskurinn skilar og það sem hann étur ekki kemur rækjunni og þörungum að notum og styrkir allt lífríkið, hvað hvalina varðar þá éta þeir sem næst 10miljón tonn árlega í norður atlantshafinu mest hér við Ísland.

Magnús Jónsson, 3.6.2007 kl. 16:26

3 Smámynd: Halla Rut

Þú ert nú myndar maður Sigurjón en ég hefði nú varla beðið þig um að vera blogg vinur minn nema af því að þú ert frændi mansins míns. Þú ert talsmaður þess sem ég veit minnst um. Þrátt fyrir það skil ég vel fyrir hverju og hverja þið eruð að berjast og eru þið nauðsynlegir fyrir stjórnmál á Íslandi. Frjálslindi flokkurinn þarf að finna sér fleiri áberandi málefni sem geta orðið ykkar "hjartans málefni" Þetta hjá ykkur er eins og að vera með búð og selja bara einn vöruflokk

Halla Rut , 3.6.2007 kl. 19:51

4 Smámynd: Þórir Kjartansson

,,Valið út frá þessum forsendum er þannig 10 þúsund tonn af þorski á móti 1 milljón tonna af loðnu."

Valið stendur bara um það að hætta að veiða það sem þorskurinn  étur eða að hafa bara engan þorsk til að veiða. (Og þá líka að drepa allan sjófugl við Íslandsstrendur úr hungri)

Þórir Kjartansson, 3.6.2007 kl. 22:27

5 Smámynd: Sigurjón Þórðarson

Heimir, ráðgjöfin mín er að við byggjum meira á sóknarstýringu en að ákveða fyrirfram hvað á að taka úr hafinu. 

Mér hugnast betur að nota líffræðilega breytu, s.s. um vöxt og holdastuðul, til þess að ákveða sókn í stað þess að byggja á talningu fiska eins og Hafró gerir núna.

Þegar fiskur vex hægt getur ekki verið um ofveiði að ræða þar sem einu raunverulegu merkin um ofveiði eru fáir fiskar sem vaxa gríðarlega hratt þar sem fæðið væri ekki takmarkandi þáttur. 

Magnús, það er rétt að minna á í allri þessari líffræðilegu umræðu að sólin er uppspretta orkunnar og lífríkisins í hafinu. Það er lítið brot af orku sólar sem endar í holdi loðnunnar. Útskilnaður þorsksins og rækja sem dregst á botni þarf að fara aftur í gegnum nokkur fæðuþrep áður en hún lendir síðan aftur í að verða að holdi þorsks eða holdi loðnu, þ.e. fiskholdi almennt eða fuglaholdi svo sem.

Við hvert fæðuþrep tapast megnið af orkunni þannig að þessi þáttur ætti ekki að skipta marktæku máli. Sá þáttur sem þú ræðir um er að mínu mati óverulegur.

Þórir, ég átta mig ekki alveg á athugasemd þinni. En það þarf að veiða úr öllum þrepum. Maðurinn tekur lítið brot af orkuflæðinu sem fram fer í höfunum. Til þess að sjófuglinn hafi æti skiptir líka mögulega máli að veiða vel af ýsunni sem er sólgin í sandsíli rétt eins og sjófuglarnir. Það er margt í mörgu.

Halla Rut, það er ýmislegt fleira í búðinni hjá okkur - hvað vantar þig? Annars dettur mér í hug gamla hugtakið úr Skaffó: Ef það er ekki til í kaupfélaginu vantar þig það ekki!

Sigurjón Þórðarson, 3.6.2007 kl. 23:42

6 Smámynd: Hafsteinn Viðar Ásgeirsson

Gott þetta Framsóknar-komment hjá þér í restina. Annars er ég sammála þessu öllu hjá þér og finnst þetta skynsamlega fengnar niðurstöður...

Hafsteinn Viðar Ásgeirsson, 4.6.2007 kl. 12:44

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband