Leita í fréttum mbl.is

Horfum framhjá misheppnaðri talningu þarþarsíðustu kynslóðar - sýnum ábyrgð

Í forystugrein Morgunblaðsins er í dag fjallað um ráðgjöf Hafrannsóknastofnunar. Það er gefið í skyn að „uppbygging“ þorskstofnsins hafi misheppnast vegna hálfkáks stjórnmálamanna við að fara eftir ráðgjöf Hafró. Þetta er misskilningur hjá leiðarhöfundi Morgunblaðsins. Á síðasta áratug hefur verið farið meira og minna eftir ráðgjöf stofnunarinnar en helstu skekkjur sem komið hafa fram eru „ofmat“ stofnunarinnar sjálfrar á þorskstofninum. Á það sérstaklega við í kringum endurmat við síðustu aldamót.

Stundum hefur þessi misheppnaða uppbygging verið skýrð út frá því hve mikið hafi verið farið umfram ráðgjöf, samanlagt áratugi aftur í tímann. Þetta er auðvitað fáheyrð vitleysa, það gengur ekki að nálgast málið frá því sjónarhorni þar sem ráðgjöfin hlýtur að miðast út frá stofnstærð hverju sinni. Þetta væri álíka og bóndi skýrði lélegar heimtur af fjalli með því að pabbi hans eða afi hefðu mistalið í fjárhúsinu.

Núna ríður á að stjórnvöld sýni ábyrgð og fari gaumgæfilega með gagnrýnum hætti yfir þessa ráðgjöf og útiloki engin sjónarmið. Margvísleg rök og vísindaleg gögn, s.s. endurheimtur á fiskmerkingum, sýna berlega að reiknilíkönin gefa niðurstöður sem stangast á við raunveruleikann.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jón Kristjánsson

Merkilegt hvað menn eru fljótir að gleyma. Ekki verið farið eftir ráðgjöf ? Stofnmatið inniheldur um 30-50 % skekkjumörk, oftast vanmat, því það sem ekki "finnst" í ralli t.d., telst ekki með. Hvað með það ef farið er 5-10% fram úr ráðgjöf sem er byggð á ónákvæmu stofnmati ? Skiptir auðvitað engu máli.
Á árunum fyrir 2000 var Hafró að bæta í ráðgjöfina, sagði að nú væri árangur uppbyggingarinnar að koma í ljós. M.ö.o. þá var að þeirra mati ekki veriðað fara fram úr neinu.
Núna, er afi allt í einu orðinn syndaselurinn, verið veitt of mikið í 30 ár, gamlar syndir!
Lestu á blogginu hjá mér spádóminn sem ég setti fram 1998 og sem rættist, mitt í öllu talinu um árangur uppbyggingar. Seinna var "hrunið" skýrt með sk. ofmati!
Kveðja, J


Jón Kristjánsson, 4.6.2007 kl. 22:35

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband