Leita í fréttum mbl.is

Vg elur á ótta gagnvart grunnatvinnuvegi þjóðarinnar

Í Fréttablaðinu í dag má lesa grein eftir umhverfisráðherra, þar sem meginstefið er, að standa eigi vörð um lífríki hafsins með því helst að hefta enn frekar en orðið er veiðar á nytjastofnun hafsins.  Það er engu líkara en að stjórnvöld geri sér ekki neina grein fyrir því að við veiðum nú um 50 þúsund tonnum minna af þorski, en þegar útlendingar voru hér á miðunum, en þá kom í hlut landsmanna um 250 þúsund tonn.  Við þá veiði bættist veiði útlendinga sem veiddu um það bil svipað magn og við erum að veiða núna af þorski .

Hvað er í gangi hjá ráðamönnu sem telja að það þurfi að hefta veiðar enn frekar?

Í þeirri viðleitni að ala á ótta gagnvart fiskveiðum er í grein  ráðherra endurtekin draugasagan af því að ofveiði hafi verið helsta orsakavaldur þess að þorskstofninum við Nýfundnaland hafi hnignað og sömuleiðis er því haldið fram að áburður úr jökulvötnum sé mikilvægur fyrir vöxt þörunga og þar með fiskistofna. 

Það er nokkuð ljóst að veiðar skiptu ekki höfuðmáli þegar fjaraði undan þorskstofninum við Kanada á tíunda áratug síðustu aldar, heldur var það kólnandi sjór sem kreppti mjög að lífsskilyrðum þorsksins.  Sömuleiðis er það algerlega fráleitt að ætla jökluám að gegna mikilvægu hlutverki í að næra þörungavöxt en styrkur næringarefna í jökulám og ám er almennt á Íslandi lægri en í hafinu sjálfu.  Telja verður frekar að skugginn af aur og sandi varpi skugga á sólarljósið, sem þörungar nýta sér til orkuöflunar og dragi þar með úr ljóstillífun.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband