Leita í fréttum mbl.is

Ekkert gengur ţrátt fyrir ađ fariđ sé nákvćmlega eftir ráđgjöfinni

"Fréttaskýringin" leitast ekki viđ ađ svara ţeirri spurningu hvers vegna í ósköpunum ţađ sé léleg nýliđun í ýsunni ţrátt fyrir ađ ţađ hafi veriđ fariđ nákvćmlega eftir ráđgjöf Hafró síđustu árin.  Ţađ eitt ćtti ađ segja gagnrýnum blađamanni ađ ţađ sé eitthvađ brogađ viđ ráđgjöfina. 

Ţorskurinn

Stjórnvöld hafa fylgt ţeirri stefnu árabil ađ veiđa minna af ţorski til ađ getađ veitt meira seinna. Máliđ er bara ađ eins og í leikriti fáránleikans, ţá kemur ţetta seinna aldrei.

Fyrst fór ađ kveđa verulega ađ ţessari gríđarlegu niđurskurđarstefnu á tíunda áratugnum og fara í einu og öllu eftir reiknisfiskifrćđilegri ráđgjöf. Í fyrstu ţá sjá ráđamenn einhvern árangur af stefnunni ţó svo ađ ţorskaflinn hafi vissulega veriđ mjög lítill miđađ viđ ţađ sem áđur var, en svo kom áfalliđ eins og vćnta mátti. Hér er viđtal viđ Kristján Ragnarsson fyrrum formađur LÍÚ og Jóhann Sigurjónsson frá árinu 2001 ţegar ţađ var ljóst ađ ţađ yrđi einhver biđ á ţessu seinna. Í viđtalinu greinir forstjóri Hafró frá ţví ađ vćnta megi ţess ađ ţađ taki nokkur ár ađ "rétta úr kútnum" ef rétt er á spilum haldiđ.

Fariđ var síđan á nćstu árum nokkuđ nákvćmlega eftir ráđgjöf Hafró og var taliđ ađ ţetta seinna vćri rétt handan viđ horniđ en ţađ lét bíđa eftir sér. Til ţess ađ flýta fyrir ţví ađ ţetta seinna kćmi ţá breytti Einark K. Guđfinnsson aflareglunni og skar aflann niđur í 130 ţúsund tonn og átti ţađ ađ leiđa til enn hrađari uppbyggingar ţannig ađ ţetta seinna yrđi rétt innan seilingar.

Núna segir forstjóri Hafró í viđtali ađ von sé einhverri aukningu áriđ 2016 eđa 250 ţúsund tonn af ţorski en ţađ er minni ţorskafli en áriđ 1922.

Ţađ er vćgast sagt meira en lítiđ undarlegt ađ engri gagnrýnni umrćđu er hleypt ađ í stćrri fjölmiđlum fiskveiđiţjóđarinnar stjórn fiskveiđa, ef frá er talin ágćt umrćđa á Útvarpi Sögu.


mbl.is Ýsustofninn gćti náđ sögulegu lágmarki
Tilkynna um óviđeigandi tengingu viđ frétt

« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Bćta viđ athugasemd

Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband